Alþýðublaðið - 03.10.1996, Síða 5
FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5
Bessastaðabækurnar
Dagur57
Fimmtudagurinn 26. september
Forsetinn 2: Ríkisstjórnin 0. Það
verður að segjast eins og er þetta er
búinn að vera ójafn leikur það sem af
er þessari viku. Fyrst kom blessunin
hann Göran Persson og sagðist helst
af öllu hlakka til að hitta herra mig,
forseta lýðveldisins. Þetta mátti Davíð
hafa í huga alla heimsóknina. Síðan
kemur Emma Bonino í boði Þorsteins.
Ég fylgdist með honum í fréttunum
koma með hana að heimili sínu beint
af flugvellinum. Flann gekk upp
tröppumar og Emma á eftir. Þorsteinn
stakk hendinni í buxnavasann, tók upp
lykil og opnaði útidymar. I glugga á
hurðinni mátti sjá að vinur hans hjá
Securitas, Jóhann Óli, vaktar húsið.
ÖIl þessi sena var klén. Það var eins
og Þorsteinn hefði húkkað Emmu upp
á Mímisbar og hefði tekist að tæla
hana heim. Afhveiju mætti frú Páls-
son ekki á tröppumar til að taka á móti
þeim? Það hefði Búbba mín gert. En
ég ætla nú ekki að vera pexa í þér,
kæra dagbók, yfir heimóttarskap Þor-
steins. Flins vegar vil ég benda þér á
að Emma var ekki fyrr mætt en hún
sagðist binda mestar vonir við að hitta
herra mig, forseta lýðveldisins. Og
þetta varð Þorsteinn að sætta sig við.
Hann var eins og rótari í popphljóm-
sveit sem hafði tælt grúpíu með sér
heim eftir ball með þeim orðum að
söngvari sveitarinnar kæmi seinna. Og
söngvarinn - það er ég. Ég verð að
segja það, ég er búinn að vera aðal-
maðurinn á íslandi alla þessa viku.
Fyrst benti Göran á það, síðan Emma.
2:0. Og leikurinn er rétt að byija.
Dagur58
Föstudagurinn 27. september
Mikið var gaman að hitta hana
Emmu. Hún lék á als oddi. Talaði um
cstríðsglæpi, kjarnorkuvá og kúgun
■kvenna, en: á þann hátt að manni
fániíst þetta allt eitthvað svo viðkunn-
anlegt. Við hlógum og hlógum. Hún
er eitthvað svo glettin hún Emma. Ég
lofaði henni að sjálfsögðu að styðja
stríðsglæpadómstólinn. Hvað gat ég
annað? Sagt nei? „Nei, Emma mín, ég
verð nú að viðurkenna að ég hélt alltaf
með Þýskurunum í Combat í gamla
dag.“ Nei, kosturinn við mannúðar-
málin er að maður þarf ekki að hugsa
þegar maður vinnur að þeim. Maður
verður einhvem veginn góður án erf-
iðis. Emma hefur orðið framkvæmda-
stjóri Evrópusambandsins án erfiðis.
Hún hefur bara stutt mannúðarmálin.
Ég ætla að styðja þau líka og guð má
vita hvar ég verð framkvæmdastjóri.
Annars hefur mér aldrei þótt titillinn
hljóma vel á íslensku. Secretery er
einhvem veginn tilkomumeira, gener-
al secretery er stórkostlegt. En hvað
um það. Við Emma skelltum okkur á
Sögu eftir að hafa rætt hin erfiðu mál
og hlustuðum á djass. Mér leiddist
djassinn, þetta var eitthvert bíbob út í
loftið, en ég naut þess að sitja þama
með Emmu. Við vorum eins og ftjáls-
lyndur menningaraðall Evrópu að
njóta menningarinnar. Fómm ekki í
óperuna að hlusta á Verdi heldur á
Sögu að hlusta á djass. Sátum ekki í
stúku heldur mitt á meðal fólksins. Og
ég áttaði mig á að maður er einmitt
stærstur, þegar maður er mitt á meðal
fólks en samt sérstakur, áberandi,
mikilúðlegur. Það geta allir verið yfir
aðra hafnir ef þeir tylla sér í stúku. En
það þarf karisma til að standa upp úr
mannhafinu miðju. Undir djassinum
sá ég eftir að hafa aldrei lært á hljóð-
færi. Það hefði verið smart ef ég hefði
stokkið upp á svið, gripið saxafóninn
og impróviserað með hljómsveitinni.
Lukkunarpamfíll hann Clinton. Hann
hefur ábyggilega ekki séð það fyrir að
saxafónninn nýttist honum seinna. Ég
get því ef til vill ekki verið ergilegur
út í sjálfan mig. Hvemig átti ég að vita
að mér hefði verið nær að læra á
trompett en taka aukatíma í algebm?
En ég held það sé ljóst að ég muni
aldrei auka fylgi mitt með algebru-
kunnáttunni. En hvað um það. Ég sat
þama við borðið og reyndi að mgga
mér í takt við tónlistina án þess að
mgla greiðslunni. Ég raggaði mér því
ekki mikið. Nánast ekki neitt. En ég
sló taktinn með fingrunum og klapp-
aði þegar Emma klappaði. Ég var svo-
lítið ’68-legur, valdsmaður sem ekki
hefur gleymt uppmna sínum.
Dagur59
Laugardagurinn 28. september
Ég átti fund með Sigurði Guðjóns-
syni. Hann kom með enn eina skýrsl-
una. Dæmið lítur alltaf verr og verr út.
Fyrst talaði hann um 14 milljónir, síð-
an 18, þá 21 og nú 25 milljónir. 25
milljónir fyrir að vera forseti í ljögur
ár. Það eru 5,2 milljónir á ári. Fyrir
hvað? Að hafa Korm' sífellt hangandi
yfir sér? Heilsa bændum? Tala við
íþróttamenn? Fá einstaka sinnum að
hitta siðað fólk eins og Emmu? Ég var
í reglulegu sambandi við hana áður en
ég varð forseti, svo um hvað snýst
þetta eiginlega? Ég verð alltaf vankað-
ur þegar Sigurður kynnir fyrir mér
íjámuilastöðuna. Ég sé ekkert ljós. Ég
finn að ég verð að treysta á Sigurð en
hann kemur alltaf með hálf glataðar
hugmyndir. Bókin og myndimar em
orðnar að stjórnsýslukrísu og munu
ekki skila okkur nema 3 til 4 milljón-
um. Það er rétt upp í vexti. Nú vill
Sigurður að ég bjóði fyrirtækjum að
vera viðstaddur kynningar íslenskra
fyrirtækja erlendis. Hann segir að þau
séu tilbúin að borga 500 þúsund fyrir
ferðina. 25 milljónir eru 50 ferðir.
Þegar ég benti honum á þetta sagðist
hann efast um að svo mörg fyrirtæki
myndu kaupa forsetaferð. Hversu
mörg? spurði ég. Ja, svona átta, sagði
hann. Það eru 4 milljónir, þá standa
eftir 21 milljón. Hvað á gera við þær?
spurði ég. Við finnum eitthvað út úr
því, ekki hafa áhyggjur, sagði hann.
Ég veit svei mér ekki. Er það eðlilegt
að forseti lýðveldisins sé kominn uppá
einhvern lögmann út í bæ um fjár-
hagslegt sjálfstæði sitt? Þegar Sigurð-
ur var farinn var ég vonlaus og magn-
þrota. Það féll á mig höfgi og mér
rann í brjóst. Mig dreymdi að Marlon
Brando kæmi til mín og minnti mig á
að hann ætti hjá mér greiða og vildi að
ég gerðist sérstakur vemdari einhvers
glæpahrings. Ég hrökk upp með and-
fælum þegar ég kyssti hring sem hann
bar á litla putta hægri handar. Hvað
hef ég gert? Er ég platforseti? Er Sig-
urður Guðjónsson hinn raunvemlegi
forseti eða einhver skjólstæðingur
hans? Ég verð sjálfur að finna leið til
að borga þessar 25 milljónir til að
losna. Eg verð. Ég verð.
Dagur60
Sunnudagurinn 29. september
Mér leið skár þegar ég vaknaði í
morgun. Ég var sannarlega forseti. Ég
sá það um leið og ég leit í spegilinn.
Ég spurði sjálfan mig hvað þessi mað-
ur sem horfði á móti mér starfaði. Ja,
ég myndi giska á að hann væri forseti
eða aðalritari f einhverri alþjóðastofn-
un, sagði ég. Það fyrra er hárrétt, svar-
aði ég. Það síðara er líka rétt en samt
ekki, þetta svar er á undan sinni sam-
tíð. Þegar ég kom niður í morgunmat-
inn lá dagskrá dagsins á borðinu.
Körfubolti. Svolítið plebbalegt en allt
í lagi. Körfubolti er bjánaleg íþrótt þar
sem fólk horfir á alltof stóra menn
reyna að hlaupa og sprikla. Ég þarf
ekki að horfa lengi til að fullvissa mig
um að það var rétt ákvörðun hjá mér
að láta íþróttir vera. Hávaxið fólk ber
sig eitthvað svo illa. Það liðast ekki
áfram heldur slengist áfram. En hvað
um það. Fólk horfir á körfubolta og
þegar ég horfi á körfubolta þá horfir
fólk líka á mig horfa á körfubolta. Ég
kann vel við það. Svona hugsaði ég
áður en ég fór. En í bílnum á leiðinni
heyrði ég að 8 þúsund ntanns hefðu
verið að horfa á Ingibjörgu Sólrúnu
horfa á fótbolta upp á Akranesi. Ég
var hins vegar sendur til Grindavíkur í
íþróttahús sem tekur ekki nema 500
manns. Ég hringdi í Komí. „Hver er
munurinn á körfubolta og fótbolta,
Komí minn?“ spurði ég. ,Ja, í körfu-
bolta reyna menn að koma boltanum
ofan í körfu en í fótbolta...“ byijaði
hann. „Komí,“ greip ég fram í, „mun-
urinn er 7.500 manns. Skrifaðu það
hjá þér.“ Síðan skellti ég á. Hvflíkur
kjáni þessi maður. Ef borgarstjórinn í
Reykjavfk fær 8 þúsund manns ætti
forsetinn að fá 20 þúsund manns. Það
sér það hver maður. Nema Komí. Og
hann er helsti aðstoðarmaður minn. Er
von nema ég sé óömggur.
Dagur61
Mánudagurinn 30. september
Debutið í þinginu á morgun lagðist
á mig þegar líða fór á daginn. Ég hafði
samið ræðu um síðustu páska sem ég
ætlaði að flytja á morgun en þegar ég
las hana leist mér ekki á hana. Ég hef
þroskast í embætti. Þegar ég las þessi
skrif im'n fannst mér þau galgopaleg,
stráksleg, alls ekki forsetaleg. Ég sett-
ist því niður og reyndi að klæða mál
mitt í forsetalegan búning. Og um leið
og ég byijaði að skrifa fann ég hvem-
ig þjóð mín stýrði pennanum. Ekki
þannig að ég hafi skrifað aðeins það
sem þjóð mín vildi heyra heldur fann
ég að þjóðin vildi heyra það sem ég
skrifaði. Og á hárréttu augnabliki fann
ég hvernig Ásgeir Ásgeirsson stillti
sér uppvið hlið mér og tók að sér að
senda Davíð tóninn, saka hann um
Sturlungaaldarhugsanahátt. Þegar ég
var búinn með ræðuna hljóp ég fram
og sýndi Búbbu. Hún var hrifin. En
hún sagði lítið. Ég spurði hana hvað
henni hefði þótt best. Hún minntist á
stflinn. Ég vissi að hann var góður, en
hvað annað? Hún minntist á uppbygg-
inguna. Ég vissi að hún var góð, en
hvað annað? Hún minntist á greining-
una á stöðu Alþingis. Ég vissi að hún
var góð, en hvað annað? Ja, ég veit
ekki, Óli minn, mér finnst öll ræðan
góð. Sérðu ekki hvemig ég stilli sjálf-
um mér upp sem manni nútímans og
Dabba druslu sem einhverjum fom-
manni með báðar fætur aftur í Sturl-
ungaöld? spurði ég. Jú, einmitt, Óli
minn, sagði hún. Þetta þurfum við for-
setamir að lifa við. Jafnvel okkar nán-
ustu skilja okkur aldrei fullkomlega.
Ég fór aftur inn í herbergi til Ásgeirs.
Til Kristjáns og Sveins. Mér finnst
Vigdís ekki enn nógu fjarlæg til að ég
fmni samkennd með henni.
Dagur62
Þriðjudagurinn 1. október
Bárðarbunga! Pælið í því! Bárðar-
bunga! Hvað er eiginlega Bárðar-
bunga? Þetta var minn dagur. Ég var
með frábæra ræðu. Davíð hafði mis-
tekist að troða sér í sviðsljósið. Ég var
aðalmaðurinn - í raun eini maðurinn.
En hvað gerist? Einhver Bárðarbunga
ryðst ffam og tekur fyrstu frétt í öllum
fréttatímum. Hvflík vonbrigði. Hvflík
vonbrigði. Hvenær ætlar þjóð mín að
meta sína bestu syni meira en sín óró-
legustu fjöll? Ég skil þetta ekki. Ég get
ekki skrifað meir. Ég get ekki meir.
Dagur 63
Miðvikudagurinn 2. október
Þeir ætla ekki að sætta sig við mig.
Þeir em enn að reyna að grafa undan
mér. Og þeir hafa Moggann á sínu
bandi, helvískir. Fyrst birtir hann um
mig óhróður í miðri kosningabarátt-
unni. Síðan skrifar hann að Ólafur
Ragnar Gn'msson hafi gert þetta og að
Ólafur Ragnar Grímsson hafi gert hitt.
En hvað gerir herra Ólafur Ragnar
Grímsson? Það fær enginn að vita.
Vigdís er enn frú Vigdís þótt hún sé
hætt. Óli biskup er herra Ólafur þótt
hann sé hættur en starfi áfram. En ég?
Hvað með mig, sem sannarlega er
herra Ólafur Ragnar Grímsson sam-
kvæmt öllum hefðum? Nei, þeir kalla
mig Ólafur Ragnar eins og ég væri
einhver prívatmaður út í bæ. Það er
eins og þeir séu að uppnefna mig. Ef
mér tekst ekki að stoppa þetta munu
þeir skrifa á næsta ári: Ávarp forseta
Islands, Óla grís, við setningu Alþing-
is í gær. Ef þeir munu þá minnast á
það. Þeir birtu ekki einusinni ávarpið
mitt óstytt. Þeir klipptu það til eins og
ég væri einhver Elías Davíðsson sem
þyrfti ritskoðun. Djöfuls ósvífni. Þeir
gera allt svo ég fái ekki notið þess að
vera forseti. Þeir ráðast beint framan
að mér og ætla að svipta mig því sem
ég á skilið. Og svo ræðst Sigurður
Guðjónsson að baki mér og ætlar að
taka það sem eftir er. Hvað á ég að
gera? Kæra dagbók, hvað á ég að
gera? ■
Styrkir til náms-
efnisgerðar á
framhaldsskólastigi
Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um
styrki til námsefnisgerðar í bóklegum og verklegum
greinum á framhaldsskólastigi. Heimilt er samkvæmt
reglum um úthlutun að verja allt að fimmtungi heild-
arúthlutunar til að efla tiltekin svið.
Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu,
námefnisnefnd, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík fyrir
25. október nk. á þar til gerðum eyðiblöðum sem
hægt er að fá í ráðuneytinu.