Alþýðublaðið - 16.01.1997, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
s k o ð a n
Stóri dagurinn nálgast
Nú nálgast hann óðum stóri dag-
urinn þegar stofnfundur regn-
hlífarsamtaka jafnaðarmanna verð-
ur haldinn. Laugardagurinn 18.
janúar er um næstu helgi og verður
mikið um dýrðir í Loftkastalanum,
■nýju leikhúsi Reykvíkinga. Sam-
tökunum hefur verið gefið nafnið
Gróska, samtök jafnaðarmanna, og
hafa þau þegar opnað skrifstofu
sína, eins og lesendum Alþýðu-
blaðsins er kunnugt, þó formleg
stofnun hafi ekki enn farið fram.
Oft hefur verið þörf á því að fólk
fjölmennti á fundi í sögu vinstri
hreyfingarinnar á íslandi, en senni-
Pallborð
Magnús
Árni
Magnússon
skrifar
lega sjaldan eins og nú. Fyrir vel-
unnara hugmyndarinnar um sam-
fylkingu jafnaðarmanna er lífs-
spursmál að Gróska fái fljúgandi
start og að við fólkið í vinstri, fé-
lagshyggju- eða jafnaðarflokkunum
svo og óflokksbundnir áhugamenn
um málefnið, sýnum forystu flokk-
anna hver vilji okkar er, að við
krefjumst breytinga, árangurs og
áhrifa á íslensk stjórnmál.
Að stofnun Grósku hefur aðal-
lega unnið fólk, sem í nútímaþjóð-
félagi er talið ungt, þó vissulega sé
það fullorðið, enda flest í kringum
þrítugt. Það hefur valdið því að
stundum hefur verið talað um þetta
framtak sem framtak „ungliðanna",
en ungt fólk í stjórnmálum er orðið
þreytt á þessari nafngift. Hún gefur
til kynna að það sé í raun ekki
„fullorðinspóli tfk“ og sé að fást við
eitthvað léttvægara en þar rúmist.
Staðreyndin er hins vegar sú að
málum hefur verið þannig fyrir
komið hér á íslandi að skarpasti
efnahags- og aðstöðumunurinn á ís-
landi í dag er á milli kynslóða.
Þannig er við völd nú kynslóð sem
þurfti ekkert annað til að koma
undir sig fótunum efnahagslega en
að þekkja einhvern bankastjóra,
sem gat reddað henni lánum, sem
síðan urðu að engu. Eins var með
námslán þessarar kynslóðar, en þau
þurfti ekki að borga til baka, þau
brunnu upp í verðbólgubáli. I dag
er öldin önnur. Nú lifir þessi sama
kynslóð á því að ávaxta sitt pund
við okurvöxtunum sem næstu kyn-
slóðir greiða. Því kann að vera að
það henti ráðandi kynslóð afskap-
lega vel að gera lítið úr stjómmála-
þátttöku ungs fólks og setja það á
bekk með „stuttbuxnadeildum" og
skátafélögum þegar það skipulegg-
ur sitt starf.
En Gróska er alvöru stjórnmála-
hreyfing jafnaðarmanna, þó ekki sé
hún stjórnmálaflokkur. Hún mun
hafa stefnu fram að færa og mun
vinna henni brautargengi innan
þeirra stjórnmálaafla sem félagar
hennar kunna annars að kjósa að
starfa í. Fyrsta mál á dagskrá er
auðvitað að stuðla að samvinnu
þeirra stjómmálaflokka sem nú em
í stjórnarandstöðu, þvf verkefnin
sem bíða hreyfingar jafnaðar-
manna, sem hefur bolmagn til að
fylgja stefnumiðum sínum eftir af
fullum þunga, eru fjölmörg í þessu
svartnætti íhalds og afturhalds, sem
við upplifum nú. ■
Höfundur hefur tekið þátt í
undirbúningi að stofnun Grósku.
Oft hefur verið þörf á því
að fóik fjölmennti á fundi í
sögu vinstri hreyfingar á
íslandi, en sennilega sjald-
an eins og nú.
Allt logar i illdeilum i bæjar-
stjórn Vesturbyggðar vegna
meirihlutaslita krata við íhaldið.
Ganga sendingarnar á víxl á milli
bæjarfulltrúanna. Kratartelja sig
þurfa að gera upp við íhaldið og
hafa gefið út blað til að skýra út
sín sjónarmið. Samþykkt var á
félagsfundi að blaðið skyldi heita
Röstin og var Gísli Hjartarson,
ritstjóri Skutuls á ísafirði, fenginn
,til að annast útlitshönnun blaðs-
ins og prentun þess. Sem von
var dró útlit Rastarinnar dám af
Skutli og meðan það var í prent-
un hringdi Gísli í Hjörleif Guð-
mundsson á Patreksfirði, rit-
stjóra Rastarinnar, og sagði hon-
um að sér hefði ekki líkað nafn
blaðsins. Hefði hann jafnframt
því að hafa blaðið likt Skutli
einnig breytt nafni þess. Héti
nýja málgagnið Sköndull af prak-
tfskum ástæðum, það væri líkara
Skutli og félli því betur að útlits-
forritum sem hann hefði yfir að
ráða. Stóðu Vesturbyggðakratar
f þeirri meiningu að blaðið sitt
héti Sköndull þartil þeirfengu
blaðapakka sinn sendan úr
prentsmiðjunni á Isafiröi. Þang-
að til munu þeir hafa hugsað
Skutulsritstjóranum þegjandi
þörfina...
r
Ifrétt blaðsins í gær af köldum
kveðjum ýmissa leikhúsmanna
til borgaryfirvalda í ræðum sín-
um á 100 ára afmælishátfð LR,
þeim þótti sem oftar að pening-
urinn væri skorinn við nögl,
sagði Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri að pillur Dav-
íös Oddssonar sama efnis við
sama tækifæri, væru augljóslega
pólitískt útspil forsætisráðherr-
ans. Og Davíð er ekki einn Sjálf-
stæðismanna um að notfæra sér
vandræði Leikfélagsins til að
koma höggi á R- listann, þó að
LR fái nú 140 milljónir á ári en
ekki 119 einsog þegar Sjálfstæð-
isflokkurinn fór með völdin í
borginni. Sem oftarfer Björn
Bjarnason menntamálaráðherra
mikinn á heimasíðu sinni þar
sem hann segir að sjaldan hafi
leiklistarlíf staðið með jafnmikl-
um blóma. „Hvarvetna má sjá
þessi merki, meðal annars á fjár-
lögum ríkisins." Það má vissu-
lega velta fyrir sér hverskonar
leiklistarstarfsemi á sér stað á
fjárlögunum en áfram heldur
Björn sem segir að þar sé í fyrsta
skipti i mörg ár mælt með fjár-
veitingum til LR, „samtals 25
milljónir í ár og á sfðasta ári." Nú
þykjast menn sjá fyrir að LR
verði einskonar gæludýr Davíðs
og Björns sem munu keppast
um að sýna hverjir séu góðu
karlarnir og hverjir þeir vondu;
óskastaða fyrir LR sem sérfram
á betri tíð með blóm i haga...
Nú eru menn að gera upp
bókavertíðina og þráttfyrir
barlóm höfunda sem segja ekki
feitan gölt að flá þar sem bók-
sala er má Ijóst vera að þeir sem
komu sfnum bókum á sölulista
hafa haft verulegar fjárhæðir
uppúr krafsinu. Alþýðublaðiö
heyrði til dæmis að hinn ungi út-
gefandi Jónas Sigurgeirsson
væri búinn að kaupa miða til
Flórída fyrir sig og sfna frú, Rósu
Guðbjartsdóttur fréttakonu á
Stöð 2, og kvartar ekki. Jónas
gaf út samtalsbók Benjamíns H.
J. Eiríkssonar og Hannesar
Hólmsteins Gissurarsonar
sem seldist grimmt fyrir jólin...
Sólveig Berg Björnsdóttir
arkitekt: Nei, mér frnnst hann
mjög hressandi.
Guðbjörg Lind Jónsdóttir
myndlistarmaður: Nei.
Hann er mjög skarpur og hrist-
ir upp í fólki. Sumar athuga-
semdir hans eru, kannski of
persónulegar.
Elín Briem nemi: Já. Hann
er alltof oft ósvífmn.
Ásta Ólafsdóttir myndlist-
armaður: Hann er mjög nei-
kvæður og neikvæðni felur í
sér ósanngimi.
Leifur Stefánsson bygg-
ingafræðingur: Já, alltof oft.
v i t i m e n n
Nú er leikfélagið orðið hundrað
ára og afmælisbarnið var svo
hresst í boðinu að það er ekkert á
því að gefa upp öndina strax,
þannig að óvildarmenn þeirra
þurfa að finna nýjar leiðirtil
að koma því fyrir kattarnef ef
það á að takast.
Ja hérna hér. Leikfélagið hefur sumsé fund-
iö tilgang í að tóra eftir allt saman. Hlín
Agnarsdóttir í pistli sínum Hjónabandserfið-
leikar afmælisbarnsins, í DT í gær.
Það má segja að gagnrýni þurfi
alltaf að vera dálítið eitruð, hún
verður að reyna að uppræta óvær-
una úr leiklistinni sem þar safn-
ast saman.
Jón Viðar Jónsson leiklistarunnandi öðru
nafni Hönd dauðans útskýrir hin hörðu lög
mál gagnrýninnar í DT í gær.
Örkuml ertveggja ára gömul
sveit og Óiafur segir að hún hafi
gengið í gegnum ýmsar hremm-
ingar á skammri ævi, sérstaklega
hvað gítarleikara varðar.
Hljómsveitin Örkuml á ekki sjö daganna
sæla ef marka má umfjöllun í Morgunblað-
inu í gær.
Alltof margir líta svo á að
leiöinlegheit séu merki um gáfur
og vísdóm. Þvert á móti.
Fjölmiölarýnir DT kemst að lokaniðurstöðu í
pistli sínum sem veröur kannski til þess að
pistlar hans verða ekki jafn vitlausir og leið-
inlegir og ella.
Hausa og beinaþurrkun
hafin á Suðureyri.
Fyrirsögn í Mogganum í gær.
í tilefni af 25 ára drottningar-
afmæli Margrétar II danadrottn-
ingar færðu forseti íslands Ólafur
Ragnar Grímsson og Guðrún Katr-
ín Þorbergsdóttir henni að gjöf
tvær glerskálar eftir glerlistakon-
una Sigrúnu Ólöfu Einarsdóttur.
Hvernig er með það. Fær maöur ekki drottn-
ingarlegar gjafir þegar maður er drottning.
Mogginn í gær.
Bæjarstjórn Grindavíkur hefur
óskað eftir því við íþrótta og
æskulýðsráð bæjarins að fari
fram könnun á einelti að hálfu
kennara í bæjarfélaginu.
Hvaö eru þeir einn eöa tveir kennararnir.
Þetta hlýtur að verða ansi persónulegt mál
hjá grindjánunum. Víkurfréttir nú í vikunni.
Ég sagði þeim að ég hefði meitt
mig illa á fótum og gæti ekki
bjargað mér heim. Þeir hlustuðu
ekki á mig heldur stigu upp í bíl-
inn og óku á brott en skildu mig
eftir emjandi á gangstéttinni.
Ragnar Sverrisson hitti tvo miskunsama
samverja í gervi lögreglumanna á nýjárs-
nótt. Þeir voru hinsvegar bókaöir í aörar
hetjudáðir og létu hann því liggja. DV í gær.
smáa letrið
✓
Islendingum fjölgar
- en Austfirðingum fækkar
Skeggjastaðahreppur -6 (-4,5%)
Vopnafjörður -3 (-0,3%)
Hlíðarhreppur 1 (+1,16%)
Jökuldalshreppur -1 (-0,7%)
Fljótdalshreppur 0 (0%)
Tunguhreppur -4 (-4,1%)
Hjaltastaðarhreppur -9 (-12,8%)
Eiðahreppur 1 (+0,7%)
Borgarfjörður 2 (+1,1%)
Fellahreppur -1 (-0,23%)
Egilsstaðir 62 (+3,9%)
Seyðisfjörður 1 (+0,12%)
Vallahreppur -5 (-3,2%)
Skriðdalshreppur -5 (-3,2%)
Neskaupstaður -45 (-2,7%)
Eskifjörður 35 (3,5%)
Reyðarfjörður -1 (-0,14%)
Fáskrúðsfjarðarhreppur -10 (11,2%)
Búðahreppur -54 (-7,6%)
Stöðvarhreppur 13 (4,7%)
Breiðdalshreppur -31 (-9,2%)
Djúpavogshreppur -34 (-5,7%)
Borgarhafnarhreppur 2 (+1,8%)
Bæjarhreppur 0 (0%)
Hornafjörður -2 (0,09%)
Hofshreppur -6 (-5,2%)