Alþýðublaðið - 16.01.1997, Page 7
FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
s k o ð a n i r
■ Opið bréf tii alþingismanna frá Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Sindra á Eskifirði
Uppstokkun og endurúthlutun
kvóta á jafnréttisgrundvelli
„Ef fram fer sem horfir kæmi mönnum ekki
á óvart að innan fárra ára verði hér harðvítug átök
um sameign þjóðarinnar..."
Aðalfundur Skipstjóra- og stýri-
mannafélagsins Sindra, sem haldinn
var í Valhöll Eskifirði, harmar það
ástand sem virðist vera æ ljósara með
hverjum deginum sem líður. f dag
klifa stjómmáiamenn á því að fiski-
stofnanir í kringum landið sé sameign
þjóðarinnar, en þegar menn líta á stað-
reyndir mála þá kemur allt annað í
ljós, sameignimar em aðeins til ráð-
stöfunar íyrir fáa útvalda, og þá menn
og félagasamtök sem ráða yfir fjár-
magni og geta þar af leiðandi haft í
hendi sér lífskjör manna og velferð
heilla byggðarlaga.
Stjómmálamönnum var fengið um-
boð frá kjósendum til að tryggja vel-
ferð þjóðarinnar og sjá um að gæðum
landsins, bæði til lands og sjávar,
verði réttlátlega skipt. En hvað hefur
komið í ljós? Stjórnmálamennirnir
gáfust upp og afhentu fáum útvöldum
auðlindina sjálfum sér og sínum vild-
arvinum til ráðstöfunar.
Til hvers hefur kerfið leitt? Jú,
þorskurinn er að vísu á uppleið en aðr-
ir stofnar em mjög illa á sig komnir
svo ekki sé meira sagt. Leiðarljós
manna hefur verið ímynduð verðgildi
hlutabréfa sem fáir hafa ráð á að
höndla og jafnvel er um hringamynd-
un að ræða.
Ein er sú spurning sem brennur á
mönnum, hvort byggja eigi allt landið
fsland eða ekki. Hveijir eiga að lifa og
hveijir eiga að deyja. Tökum samlík-
ingu við sauðfjárbóndann sem velja
þarf sér búsmala til lífs að hausti.
Bóndinn tekur ákvörðunina og byggir
upp sína lífsbjörg. Stjórnmálamenn-
imir horfa í gaupnir sér og gera ekk-
ert, hugsa bara um hugtökin hagræð-
ing og sameiniug. Héref aðein'; horft
til fárra, stórra útvaldra en ekki til
fjöldans sem er dreifður um hinar
söjálú byggðir landsins.
Ef fram heldur sem horfir kæmi
mönnum ekki á óvart að innan fárra
ára verði hér harðvítug átök um sam-
eign þjóðarinnar. Atök sem líkja
mætti við átök sem urðu meðal smá-
bænda og stóreignabænda í löndum
Asíu og S-Ameríkuþjóða, þau átök
hafa verið löng, ströng og illúðleg.
Guð forði okkur frá slíkum tímum.
Það sem við blasir, er nauðsyn þess að
kvótaúthlutunin verði tekin til endur-
skoðunar og endurúthlutunar og allir
sitji við sama borð, hvort sem menn
hafa keypteða ekki.
t>áð vár aldrei ætlun manna með
setnihgu' kvótalaganna að meginmark-
mið laganna væri að braska með sam-
eignina. Braskið er af hinu illa og
verður fáum eða engum til góða, allra
síst þeim sem starfa við sjávarútveg-
inn.
I ljós hefur komið hér á félagssvæði
Sindra að atvinnuöryggi er afskaplega
lítið, mönnum hefur verið sagt upp og
skipin seld eða þeim lagt. Menn
standa uppi atvinnulausir en í fjötmm
eigna sinna sem eru verðlausar því
enginn vill kaupa eignir á stað þar sem
enga atvinnu er að hafa. Byggðarlögin
fara í eyði og eftir standa minnisvarð-
ar um mistök stjórnmálamanna sem
stjóma áttu.
Auðiindin er sameign þjóðarinnar,
það er sagt, en er aðeins í orði, ekki á
borði. Auðlindin færist æ meir á fárra
manna hendur og þeir stóru verða
stærri og sterkari og þeir smáu smærri
og veikari, og þeir stóru bíða eftir að
hremma þann smáa. Við höfurn á til-
finningunni að ráðamenn þjóðarinnar
gleðjist mest yfir því er einn smár
verður hremmdur af þeim stóra.
Krafan í dag er uppstokkun og end-
urúthlutun kvótans á jafnréttisgrund-
velli.
Hver er réttur þess sem eytt hefur
ævistarfi sínu til sjós? Hver er réttur
þess manns til auðlindarinnar? Af
hverju er hann enginn, en allur þeirra
sem hafa yfir fjánnagni að ráða?
Þetta ætti að vera mönnum til alvar-
legrar umhugsunar. Þeir ættu að horfa
til baka og reyna að gera sér grein fyr-
ir því hvert stefnir í þeim málum er
varða sjávarútveginn í heild.
Menn þurfa að horfa á heilsteypta
mynd af landi og þjóð en ekki horfa
eingöngu á síður dagblaða sem hafa
að geyma sölugengi einstakra stórfyr-
irtækja.
Ef ísland er fyrir fslendinga em bá
ekki auðlindir fslands einnig fyrir fs-
lendinga en ekki íyrir fáa útvalda sem
hafa yfir að ráða fjármagni? ■
F
Eru Islendingar frumstæðir?
Getur verið að léleg menntun eigi sinn þátt í upp
söfnuðum vanda þjóðfélagsins?
✓
Asíðasta sumri hringdi til mín rosk-
inn hæstaréttarlögmaður og sagði
mér í óspurðum fréttum að þegar hann
var kominn í framhaldsnám erlendis
hefði runnið upp fyrir sér að hér í Há-
skólanum hefði hann ekki lært neina
lögfræði. Hann var til dæmis spurður;
til hvers eru lög og réttur? Þessu gat
ég ekki svarað, því mér hafði ekki ver-
ið kennt það, sagði hann. Rétt svar
var; lög og réttur eru til þess að sá
minniháttar geti náð rétti sínum. Fyrr í
vetur sagði Árni Ibsen rithöfundur í
blaðagrein frá örvinglan sinni við há-
skólanám í útlöndum. Hann sagðist
blátt áfram ekkert hafa kunnað þótt
hann hefði hlotið verðlaun á stúdents-
prófi hér. Það var ekki einungis náms-
efnið sem.þvældist fyrir honum, hann
kunni til dæmis ekki að njóta fagurra
lista sém þótti sjálfsagður þáttur í
menntuninni.
Nú í vetur varð nokkurt fjaðrafok
um stund útaf því að íslenskir nem-
endur urðu meðal hinna neðstu í svo-
nefndum raungreinum við fjölþjóð-
lega athugun. Fyrir fáeinum ámm var
mikið rætt um ólæsi í íslenskum skól-
um. Var þá meðal annars talað um að
Þjóðborð
Jón Kjartansson
frá Pálmholti
I W' ; skrifar
efna til sérkennslu í lestri og íslensku
við Háskóla Islands tilað auðvelda
nemendum að ráða við námsefnið.
Loks er svo upplýst að próf úr íslensk-
um grunnskóla er ekki tekið gilt sem
inntökupróf í framhaldsskóla á Norð-
urlöndum. Aftur á móti varð höfuð-
borg íslands víðkunn fyrir drykkju-
skap og skrílslæti barna um nætur í
miðbænum. Hvergi í veröldinni
þekkjast slíkir uppeldishættir, að
minnsta kosti þar sem fólk telur sig
siðmenntað. Kennarar segja að þetta
tengist lágum launum þeirra og öðrum
kjörum. Víst eru laun kennara lág, en
hvar er orsakanna að leita? Fleiri hafa
átt í basli með framhaldsnám og sumir
fara ekki í slíkt nám og þá gjaman í
kennslu. Hvernig er menntun þeirra
og annar undirbúningur? Getur ekki
verið að slæm menntun kennara eigi
sinn þátt í bágum kjörum þeirra? Get-
ur verið að léleg menntun eigi sinn
þátt í uppsöfnuðum vanda þjóðfélags-
ins? Ég hef reyndar ekki séð marga
kennara taka undir rökstudda gagnrýni
Helgu Sigurjónsdóttur í Kópavogi á
íslenska skólakerfið.
Það er til lítils að skamma kennara
eina, því allt sýnist þetta spegilmynd
af ríkjandi gildismati stórs hluta þjóð-
arinnar. Og til dæmis hafa íslenskir
ráðamenn lengi verið hagsmunatengd-
ir gömlum atvinnuvegum einsog sjáv-
arútvegi og landbúnaði og jafnvel
reynt að berja niður aðrar atvinnu-
greinar einsog lesa má í minningabók
dr. Benjamíns H. J. Eiríkssonar.
„Hefðbundnu atvinnuvegirnir hafa
ekki aðeins fengið ótæpilega opinbert
fé, heldur er ýmislegt varðandi upp-
byggingu þjóðfélagsins miðað við
dreifbýli og hugsunarhátt þar. Til
dæmis er fyrst núna verið að koma á
samfelldum skóladegi fýrir böm hér í
þéttbýlinu! Enn er því starfandi margt
fólk alið upp á hálfgerðum vergangi
sem hefur slitið það úr tengslum við
menningu og sögu þjóðarinnar, heim-
ilisuppeldið að miklu leyti farið for-
görðum, enda mæðumar á vinnumark-
aði og enginn heima.
Eitt einkenni þessa gildismats er of-
uráhersla á hús, oftast á kostnað heim-
ilanna. Húsið er þó aðeins umbúðir
utanum heimilið. Leiguíbúðir hefur
aldrei mátt byggja eða reka með
skipulegum hætti, því fólkið á að fara
svo illa með þær! Þeir sem það segja
eru í raun að halda því fram að fólk
beri enga virðingu fyrir heimili sínu
og sé tilbúið að eyðileggja það. Virð-
ingin sé aðeins bundin húsinu sem
eign líktog bankaimiistæðu. Ef svo er
þá hlýtur eitthvað alvarlegt að vera að
og gildismatið meira en lítið ruglað.
Hvemig líður til dæmis Svisslending-
um þar sem um 70% þjóðarinnar hef-
ur búið í leiguíbúðum að minnsta
kosti lunganna úr öldimii? Annað ein-
kenni er langur vinnudagur sem oft
hefur virst vera flótti frá heimilinu og
hlutverki þess. Fólk hefur jafnvel met-
ið langan vinnudag til kjarabóta! Hér
mætti auðvitað nefna eiturlyf og of-
beldi, sem eru afleiðing þess sem
nefnt hefur verið, afleiðing andlegrar
fátæktar ef svo má segja. Hér þykir
líka orðið sjálfsagt að fara illa með
fólk. Ef í hlut eiga til dæmis hestar eða
hundar eða jafnvel refir, þá bregðast
margir við ef fréttir berast af illvirkj-
um og er gott eitt um það að segja, en
fáir bregðast við illri meðferð á fólki.
Em Islendingar frumstæðir? Margt
af því sem ég hef rakið þykir mér
benda til þess, eða hver em sérkenni
frumstæðra þjóða? Nefna má frum-
vinnslu hráefnis, eftirsókn eftir hé-
góma, slæmt skipulag og almenn
hugsunarleysi og áhugaleysi um
breytingar. Mér sýnist margt af þessu
til staðar hér og ekki bætir úr að
stjómvöld haga sér oft líkt og gamlir
nýlendukúgarar. Ég tel að spumingin
eigi að minnsta kosti rétt á sér.
Höfundur er formaöur Leigjendasamtakanna