Alþýðublaðið - 16.01.1997, Page 8
MWBUBLMD
Fimmtudagur 16. janúar 1997
7. tölubiað - 78. árgangur
Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
ITarzan apabróðir í Þjóðarbókhlöðunni
Ég er ekkertTarzanfrík
-segir Richard Korn við Þóru
Kristínu Ásgeirsdótttur en
hann safnar verkum eftir Edgar
Rice Burroughs, skapara Tarz-
ans apabróður.
„Maður sagði mér þessa sögu
sem hafði engan hagnað af því að
segja mér hana, eða nokkrum öðr-
um.“ Með þessum upphafsorðum
hóf göngu sína ný framhaldssaga í
Alþýðublaðinu þann 21. janúar árið
1922 en hún hét Tarzan og var eftir
Edgar Rice Burroughs. Maðurinn í
sögu Burroughs sem ekki hafði
neinn hagnað af sögunni um Tarzan
ætti að vera uppi á okkar tímum því
að Tarzan er í dag eitt uppáhald-
sviðfangsefni safnara og dýrasta
frumútgáfa af fyrstu bókinni um
Tarzan er margra milljóna virði en
sjálfur segir Richard en á sýning-
unni er þó einungis eftirlíking af
henni.
Richard Kom, kontrabassaleikari
í Sinfóníunni á sér ansi sérkenni-
legt áhugamál en hann hefur safnað
bókum Burroughs um Tarzan apa-
bróður frá barnsaldri en afrakstur
þessar söfnunaráráttu gefur að líta á
sérstæðri sýningu sem opnar í Þjóð-
arbókhlöðunni í næstu viku. „Ég
byrjaði að safna sem barn og
gramsaði í gegnum allar tiltækar
fornbókaverslanir sem barn og ung-
lingur og hélt því áfram í mennta
og háskóla," segir Richard. „Það
má segja að undirbúningur sýning-
arinnar taki allan minn frítíma, það
er í mörg horn að líta.“
Hann segist safna öllum bókum
...,\I»SHÓKA>>AFN iöLANDS • IlASKÓLABfÍKAS.M'N
Rti2l. janfiat l'W7
Tarzan á íslandi í 75 ár er yfirskrift
Tarsansýningarinnar.
eftir Burroughs og hafi byrjað á því
sjö ára gamall þegar hann erfði
fyrstu bækurnar eftir afa sinn Irving
Kom.
„Fyrir nokkrum ámm hvatti Ge-
orge T. McWhorter, bókavörður við
Burroughs safnið í Louisville í
Kentucky mig til að kanna útgáfu-
sögu verkanna á íslandi. Á sýning-
unni er svo að finna efni sem ég hef
safnað saman um verk Burroughs á
ensku, íslensku og ýmsum öðrum
rnálurn."
En hvað er svona sérstakt við
Tarzan?
„Ég er ekkert Tarzanfrík en þetta
voru skemmtilegar bækur og hann
var ekta hetja. Það gekk allt upp hjá
honum í lífinu, þrátt fyrir ýmsar
vandræðalegar uppákomur í frum-
skóginum. Og hver þekkir síðan
ekki Tarzan, hefur lesið bækurnar
eða teiknimyndasögur eða séð hann
í bíó.“
En hvað með Jane?
„Hún er alger aukapersóna og
eftir fyrstu tvær til þrjár bækurnar
setti höfundurinn hana til hliðar því
að fólk vildi bara lesa um Tarzan
og það var þreytandi fyrir hann að
standa í því að bjarga henni til
lengdar."
Alþýðublaðið reið á vaðið með
Tarzansögurnar en Ólafur Friðriks-
son ritstjóri kom heim frá Englandi
með eina Tarzanbók í vasanum og
fékk Ingólf Jónsson til að þýða
hana fyrir blaðið. Eftir að sögurnar
höfðu birst í blaðinu hóf Ingólfur
að gefa þær út í litlu vasabroti. Sig-
urjón Sæmundsson fékk síðan út-
gáfuréttinn og Siglufjarðarprent-
smiðja byrjaði að gefa út Tarzan-
bækurnar innbundnar árið 1945.
Teiknimyndasögur um Tarzan
birtust fyrst í Vísi seint á fjórða
áratugnum og Leiftur gaf út sjö
þeirra í bókarformi. Teiknimynda-
sögur um Tarzan birtast enn reglu-
lega í DV og einnig hafa Tarzan-
sögur birst í æskunni. En það voru
fleiri velunnarar Tarzan hér á Fróni
fyrr á öldinni. Dr. Helgi Pjetursson
nýalsinni átti gott safn af verkum
Burroughs, en höfundurinn hefur
verið kallaður afi vísindaskáldsagn-
anna. Helgi ritaði höfundinum tvö
bréf en svar Burroughs er á sýning-
unni og birtist hér á síðunni. Á sýn-
ingunni er einnig að finna svar
Burroughs til aðdáanda síns í einu
aðdáendatímarita Tarzans, þar sem
hann svarar spurningunni um hvort
Tarzanbækurnar séu sannar. Burro-
ughs segir svo ekki vera en hins-
vegar fyrirfinnist hópur fólks á ís-
þnfist hér. Hún er með (jölda af agxtum
Sa, sem íyratur rannsakaði líf- | myndum og lita yadum, og kostar I
Olafur Friðrikuon.
Prenumiðjan Gutenberg.
Tarzan.
Eítir
Edgar Rtce Burrougfu.
I. KAFLI
1 sjó.
Madur sagði mér þessa sögu, sem hafði engan hagn-
að af þvl að segja mér hana, eða nokkrura öðrum. En
eg hlýt að játa, að gamalt vln hafði I fyrstu haft Shrif
á söguraannninn, og sjólfur tortrygði eg ýmislegt í
hinni undarlegu sögu.
Þegar hinn skeratilegi hósráðandi fann, að hann
hafði sagt mér full mikið, og að eg var f vafa, tók
heimskuleg hreykni hans við þar sem áhrif gamia vfns-
ins þraut, og hann gróf upp sannanir ritaðar í gamalt
og myglað handrit, og þurrar opinberar skýrslur frá
breska nýlenduraálurdðaneytinu, til stuðnings mörgum
þýðingarroíkium atriðura í þessari merkilegu sögu.
Eg segi ekki, að sagan sé sönn, því eg var ekki
vitni að atburðunum, sem hún skýrir frá, en það aetti
naegilega að sýna ykkur einlaegni mína og að eg trúi
því að hún geti verið sönn, að eg breyti raunveruiegu
nöfnunum, þegar eg nú segi ykkur söguna.
--fLilhim-hlrtAnm riaahAlrar lAna.. ^in.
Ef þið trúið henni ekki, munuð þið að nrinsta kosti
verða mér samraála um það að hún er óviðjafnanleg,
merkileg og skerotiieg.
Við sjáuro, af skýrslu nýlendumálaráðuneytisins og »f
blöðum lðtna mannsins, að ungtir enlkur aðalsmaður,
sem við skulum nefna John Clayton, lávarð af Groy-
stoke, var sendur til að grafast fyrir um ástandið í ný-
lendu Breta á vesturströnd Afrfku, þar sera vitanlegt
var, að annað Evxópustórveldi sflaði sér innfseddra ný-
liða, og notaði þá í svertingjaher sinn, sem að eins
fekkst við sð safna gummi og ffiabeini hjá villimönn-
unum meðfrara Congo og Arunvimi.
Sveitingjarnir i brezku nýlendunni sögðu, að roargir
af ungum sonura þeirra hefðu með fögram loforðum
verið gintir frá þeim, en fáir eða engir þeirra, ksemu
aftur heira.
Englendingarnir í Afrfku géngu jafnvei lengra. Þeir
sögðu, að þessir vesliugar rxru beinllnis hafðir f þræl-
dómi, þvf lausn þeirra v*ri alveg koroin undir hvitu
herforingjuuum, sem notuðu sér fáfrteði svertiupjanna
og segðu að mörg ár væru eftir af ráðuingstlma þeirra,
endá þótt hann löngu væri útrunninn.
NýlendumáIaráðuneyti^, útnefndi því John Clayton í
nýja stöðu f nýlendu Breta 1 Vestur-Afriku, en heimu-
iegar skipanir hans voru í þá átt að komast náhvæm-
lega fyrir illa meðlerð herforingja vinveist Evrópunkis
RrW. bafl
1 tvAftnm I
\ kemnr bessari aftgn rkki
Maður sagði mér þessa sögu sem hafði engan hagnað af því að segja mér
hana, eða nokkrum öðrum. En ég hlýt að játa, að gamalt vín hafði í fyrstu
haft áhrif á sögumanninn, og sjálfur tortryggði ég ýmislegt í hinni undar-
legu sögu. Sagan sem markar landnám Tarrans apabróður á íslandi, en hún birtist í
Alþýðublaðinu fyrir 75 árum.
A sýningunni er einnig
að finna bréf Burro-
ughs til aðdáanda síns
í einu aðdáendatíma-
rita Tarzans, þar sem
hann svarar spurning-
unni um hvort Tarzan-
bækurnar séu sannar.
Burroughs segir svo
ekki vera en hinsvegar
fyrirfinnist hópur fólks
á íslandi sem trúi því
að hann sjálfur sé að-
eins viðtæki sem verur
á öðrum hnöttum taii
og segi sögur í gegn-
um."
l)r. 1.1(1 rj.tor..
■iMnu, lo.UM
*»/»
Richard Korn kontrabassaleikari í Sinfóníunni og áhugamaður um Tarzan
heldur hér á plakati með Hollywoodleikaranum Johnny Weissmuller en
fjöimargir bandarískir leikarar hafa spreytt sig á Tarzanleik.
landi sem trúi því að hann sjálfur sé
aðeins viðtæki sem verur á öðrum
hnöttum tali og segi sögur í gegn-
um.“
En Tarzanmyndirnar, nú ertu
með bíóprógrömm og veggmyndir
af Johnny Weissmuller og fleiri
Tarzanleikurum?
„Bíómyndirnar voru ekki trúar
bókunum og höfundurinn var sjálf-
ur aldrei ánægður með útkomuna.
Tarzan var menntaður maður strax í
lok fyrstu bókarinnar en í myndun-
um er hann hálfgerður þumbi og
villimaður sem segir mest þrjú orð
á hálftíma fresti.“
Höfundurinn Edgar Rice Burro-
ughs lést sjötíu og fimm ára að
aldri, árið 1950 úr hjartaslagi.
„Burroughs skrifaði ekki fyrir
börn,“ skrifar George T McWhorter
forstöðumaður Burroughssafnsins í
Louisville. „Ritstíll hans er skýr og
skáldlegur; Orðin voru valin af list-
rænu innsæi til þess að örva tilfinn-
ingar og vitsmuni samtímis og það
skírskotaði til lesenda á öllum aldri.
Af þessum sökum er ekki hægt að
bera hann saman við aðra höfunda
og hann sóttist ekki heldur eftir
slíkum samanburði. Hann las
sjaldnast skáldsögur en kaus heldur
heimildasögur og ævisögur
Uppáhaldsskáld hans voru Rudy-
ard Kipling, Robert Service, Henry
Herbert Knibbs. Hann dáði Jack
London og lýsti sig einu sinni
reiðubúinn til að skrifa ævisögu
hans en hætti við það þegar hann
komst að því að búið væri að setja
Höfundur Tarzan svarar bréfi frá
dr.Helga Pjetursyni nýalsinna sem
trúði því að Burroughs væri ein-
ungis viðtæki sem verur frá öðrum
hnöttum notuðu til að koma boð-
skap sínum á framfæri.
saman ævisögu fyrir þennan rithö'f-
und. Hann sá fyrir sér uppgötvánir
á borð við ratsjá, hljóðsjá, sjónvarp,
fjarrita, radíóvita, sjálfstýribúnað
fyrir flugvélar, miðunarbúnað á
sprengjur og tundurdufl, einrækt
lífvera, líffæraflutninga, fráhrind-
ingarkraft og margt fleira sem var
talið fullkomlega fjarstæðukennt á
þeim tíma. Stórkostlegt ímyndunar-
afl hans, ásamt óskeikulli eðlisávís-
un frásagnarsnillings tryggir Burro-
ughs heiðursess meðal bandarískra
rithöfunda á 20 öld.“
Sýningin opnar þann 21. janúar
klukkan en þá eru nákvæmlega 75
ár liðin frá því að fyrsta Tarzansag-
an birtist í Álþýðublaðinu. Almenn-
ingur getur síðan komið og skoðað
hana frá 22. janúar.