Alþýðublaðið - 26.02.1997, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 26.02.1997, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1997 V Í ð t Q I ■ Sænski rithöfundurinn Göran Tunström var staddur hér á landi í síðustu viku til að fylgja eftir þýð- ingu á nýjustu bók sinni, Ljóma. Kolbrún Bergþórsdóttir hitti rithöfundinn og þau ræddu og deildu um skáldskapinn, ástin, dauðann og tilgang lífsins íiöQöDáöQÖU] Göran Tunström hefur skrifað á þriðja tug bóka sem hafa skipað honum í röð virtustu rithöfunda Svía. Hann er þekktastur fyrir skáldsögu sína Jólaóratóríuna en fyrir hana hlaut hann Bók- menntaverðiaun Norðurlandaráðs árið 1983. Jólaóratórían og Þjófurinn voru þýddar á íslensku á sínum tíma og nú er nýjasta bók hans Ljómi er kominn út hjá Máli og menningu í þýðingu Þórarins Eldjárns. Sögusviðið er ísland. Af hverju valdirðu að láta sögu þína gerast á íslandi? “Ég valdi ekki ísland, ísland valdi mig. Fyrir allmörgum árum heyrði ég sögu af íslenskum dreng sem spark- aði bolta inn í garð franska sendi- ráðsins í Reykjavík. Sagan vakti áhuga minn og ég ákvað loks að vinna úr henni. Ég hafði komið hing- að áður með konu minni, sem er myndlistarmaður, og fannst við hæfi að vinna hluta bókarinnar hér. ísland á vel við mig. Þið íslendingar eruð eins og við frá Varmalandi, þaðan sem ég á uppruna minn; stórskrýtnir. Þið trúið á álfa, huldufólk og alls kyns vættir. En einmitt það gæðir ykkur ljóma.” Sambandið milli föður og sonar er þe'r greinilega hugleikið og þú fæst við það í mörgum bóka þinna, eins og þessari nýjustu. Afhverju? “Faðir minn lést þegar ég var tólf ára gamall. Ég fann enga leið til að sigrast á sorginni og barðist við hana árum saman. Ég hef í rauninni aldrei yfirunnið hana. Þegar ég byrjaði á Ljóma ætlaði ég að skrifa bók sem væri full af léttleika. Ég skapaði lít- inn dreng. En mér fannst að hann yrði að eiga föður og þegar ég skap- aði föðurinn þá þvingaði alvaran sér inn í verkið. Hún átti eftir að sækja í sig veðrið því bróðir minn lést á þeim tíma sem ég vann að bókinni. Ég sat löngum stundum við sjúkra- beð hans og í bókinni vitna ég í orð hans á banabeði. Dauðinn yfirtók þetta verk sem átti að vera galsafeng- ið og fyndið.” Átti dauði föður þíns þátt í því að gera þig að rithöfundi? “Nei, þrátt fyrir ungan aldur var ég orðinn rithöfundur allnokkru áður en hann lést. Þegar ég var þrettán ára skrifaði ég í dagbók mína að þar sem ég hefði ekki skrifað stafkrók í fjóra dagana væri ég búinn að vera sem rithöfundur. Löngunin til að skrifa hefur alltaf fylgt mér en dauði föður míns þroskaði mig sem rithöfund og gæddi mig forvitni gagnvart lífínu og þrá til að skilgreina það og höndla. En ég grannskoða lífið einungis þeg- ar ég er að skrifa. Þessa stundina er ég bara að drekka kaffi og segja það sem kemur fyrst upp í hugann án þess að ígrunda það.” Hvaða augum líturðu nútímasam- félag ? “Ég rýni ekki í það. Góðum rithöf- undum er ætlað að skilgreina samfé- lagið, horfa á það gagnrýnum aug- um. Ég varpa öllum slíkum hugleið- ingum frá mér. Nei, þetta er reyndar ekki alveg rétt, en ég er ekki mjög upptekin af því að vera þjóðfélags- gagnrýnandi. Ég á vini í rithöfunda- stétt sem velta því stöðugt fyrir sér á hvaða hátt tímarnir hafa breyst, hvaða straumar og stefnur séu í tísku og hvers vegna. Ég er ekki einn þeirra. Ég held að dauði föður míns hafi haft afgerandi áhrif á hugsana- hátt minn sem byggist upp á vanga- veltum um það hvað felist í ástinni og mannlegum samskiptum.” Og hvað er ást? “Tímaritin segjast eiga svarið.” En gefa þau rétt svör? “Þú ert mjög einkennileg kona. Sjáðu nú til. Ástin er bara líkams- Stundum þrái ég dauðann. Stundum skelfist ég hann. Ekki dauðann sjálfan heldur aðdragandann. Hægt og þjáningarfullt dauðastríð... Ég er æti'ð að skima eftir einkennunum sem tákna dauðastimpilinn. var ekki þama. Þá leið mér eins og þeim sem stendur á sama. Ég hugsaði með mér: “Er það svona sem fólki líður þegar enginn talar við það. Er það svona sem líf hins einmana manns er? Ef svo er þá er það helvíti á jörðu”. verkum þínum. “Það er eins konar uppbót vegna þess að ég var sá eini í minni fjöl- skyldu sem var ekki músíkalskur. Að gera tónlistina að yrkisefni er mín aðferð við að sanna að ég hafí skiln- ing á henni.” sem finna má í bókum þeirra. Og nú er ég sérstaklega að hugsa um Knut Hamsun sem segir í upphafi Pan: Fyrir nokkrum dögum voru mér sendar tvær fuglsfjaðrir langt að, frá konu sem ég átti þær ekki hjá, tvær grænar fjaðrir...” Þessi setning heill- Orðin vildu ekki koma, efnið var ekki þarna. Þá leið mér eins og þeim sem stendur á sama. Eg hugsaði með mér: “Er það svona sem fólki líður þegar enginn talar við það. Er það svona sem líf hins einmana manns er? Ef svo er þá er það helvíti á jörðu”. starfsemi, ör hjartsláttur og adrena- línflæði: “The heath is on”. Það er allt og sumt. Annars er ég alltaf að verða ástfanginn. Af konum sem ég sé í lestum, í flugvélum, hvar sem er. Hver er andstaðan við að vera ekki ástfanginn? Líklega sú að láta sér standa á sama.” Stendurþér aldrei á sama? “Jú, vissulega koma þær stundir en þær staldra stutt við. f eitt til tvö ár gat ég ekki skrifað. Ég hafði skrifað þrjár þykkar bækur hverja á eftir annarri. Það var eins og ég væri bú- inn að tæma skáldskaparbikarinn í botn. Orðin vildu ekki koma, efnið Svo kom að því að mér hætti að standa á sama og þá gat ég skrifað á ný. Rithöfundur má ekki láta sér standa á sama, hann verður að búa yfir samúð og samkennd _ og nú er ég að grípa til hugtaka sem fyrirfmn- ast vart lengur í einstaklingshyggu- þjóðfélögum okkar tíma.” Ertu pólitfskt þenkjandi. “Nei, ekki lengur. Ég var á vinstri vængnum á sjöunda áratugnum, í mótmælagöngunum þar sem allar sætu stelpumar voru. Ég átti líka önnur erindi sem ég man ekki lengur hver voru.” Tónlist kemur mikið við sögu í Hvert er uppáhaldstónskáld þitt, eða ertu einn afþessum mönnum sem segjast ekki eiga eftirlœti á neinum sviðum? “Já, ég er einn af þeim mönnum. En það eru nokkur tónverk sem ég hef meira dálæti á en öðrum. Ég get þess vegna sagt sem svo að Schubert hafi samið kvintetta sem séu þeir fal- legustu sem samdir hafi verið, Brahms á píanókonsert sem ég dái... Svona get ég haldið áfram.” Hvaða rithöfundar hafa haft djúp- stœðust áhrif á þig? “Allir. En ég hef ekki beinlínis lært af rithöfundum heldur setningum aði mig þegar ég var bam. Hvaðan komu þessar fjaðrir? Hver er sagan á bak við þær? Hamsun segir okkur það ekki. En setningin er töfrandi því hún skapar ákveðna dulúð. En eftir- lætisbók mín á mínum bamsámm var Greifinn af Monte Christo, sagan af manni sem er knúinn áfram af hefnd- arþorsta, það átti við mig.” Lestu íslenskar skáldsögur? “Ég hef vitaskuld lesið Laxness. Ég hef því miður ekki lesið Þórberg Þórðarson en heyrt mikið af honum látið. Mér var sagt að hann hefði skrifað bók sem heitir Bréf til Lám og ég stal Lám nafninu frá honum og

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.