Alþýðublaðið - 04.06.1997, Page 1

Alþýðublaðið - 04.06.1997, Page 1
■ Sameiginlegt framboð A-flokkanna á ísafirði? Smákóngarnir eru vissulega vandamál Enginn leikhópur farið jafn víða Hópurinn Bandamenn er á leið til Toronto þar sem fyrirhugaðar eru fimm sýningar á Amlóðasögu sem frumsýnt var í fyrra við góðar undirtektir en þaðan heldur hópurinn til Noregs og því næst til Suður Kóreu þar sem Bandamenn taka þátt í leiklistarhátíðinni Leik- hús þjóðanna. Tvær sýningar verða í Borgarleikhúsinu þann 5. og 6. Júní og eru það einu sýningarnar sem sýndar verða á íslandi ■ Tryggingabætur Undanþága til hentifána Tryggingastofnun hefur ákveðið að greiða greiða bætur vegna mannanna tveggja sem fórust sem með Dísarfelli, þrátt fyrir að sjómenn sem starfa sem á hentifánaskipum geti ekki talist slysa- tryggðir. Hjá Tryggingastofnun hefur komið í ljós að bætur hafa verið greiddar til sjómanna á hentifánaskipum þrátt fyrir að bótakylda hafi ekki verið. Stofnunin hefur ákveðið að til bráðabirgða verði sjómenn á hentifána- skipum áfram taldir slysatryggðir til næstu áramóta. í tilkynningu frá Tryggingastofnun segir: „Fyrir þann tíma er því nauðsynlegt að málum þessum verði fundinn annar farvegur". ■ Ekkert í sjónmáli sem getur leyst kjaradeiluna á Vestfjörðum - segir Pétur Sigurösson. Búiö aö boöa verkbann hjá Básafelli “Mér sýnist ekki neitt. Málið er á ábyrgð sáttasemjara og við getum ekker sagt, bara hvað við teljum að eigi að gera. Það var sagt að ég hefði sagt að ég vonaðist eftir sáttatillögu, en ég sagði að það gæti verið von. Það er svolítið annað. Ég veit að ég á eftir að deyja, en ég vonast ekki eftir því,“ sagði Pétur Sigurðsson, for- maður Alþýðusambands Vestfjarða, um þá stöðu sem nú er uppi í sex vikna gömlu verkfalli verkafólks á Vestfjörðum. Deiluaðilar hittust síðast í Karp- húsinu á mánudag. “Þessi fundur var til að fara með sáttasemjara yfir 'þessi mál. Hann virðist ekki geta lært þau utan af,“ sagði Pétur. Það hefur vakið athygli að sjó- menn á Vestfjörðum, sem víða eru í sömu verkalýðsfélögum og verka- fólkið, hafa ekki boðað samúðar- verkfall eða tekið þátt í aðgerðum verkafólksins, nema þá til að landa úr skipunum gegn vilja verkafólksins. Sigurður Ólafsson, formaður Sjó- mannafélags ísafjarðar, segir að í þeim félögum sem sjómanna eiga að- ild að ásamt landverkafólki sé verk- fall einungis hjá þeim starfa í landi en það hafi ekki verið boðað sjó- mannaverkfall. En hvers vegna hafa sjómenn ekki tekið virkari þátt í átökum félaga sinna í landi? “Ferlið hjá okkur er það langt. Við getum ekki boðað samúðarverkfall. Stjómir félaganna ráða orðið engu, það verður að bera alla vinnustöðvun undir samninganefnd, sem telur 23 menn hjá okkur. Nefndin getur tekið ákvörðun um atkvæðagreiðslu allra félagsmanna og það getur tekið allt að fimm vikur eigi allir að fá mögu- leika að vera með,“ sagði Sigurður. Hann sagði ekki hægt að kjósa um borð í skipunum, það væri brot á kosningalögunum ef allir eru sam- mála, þar sem allir vita hverjir eru á hverju skipi, falli öll atkvæði á sama veg er ljóst hvað hver kaus og því gengur sú leið ekki, þá er atkvæða- greiðslan ekki lengur leynileg. Eftir atkvæðagreiðslu þarf að líða 21 dag- ur áður en vinnustöðvun verður. Vinnumálasambandið hefur boðað vinnubann hjá Básafelli og tekur það til alls landverkafólks sem ekki er í verkfalli, það er félagsfólks í Verka- lýðsfélaginu Baldri, Verkstjórafélagi ísafjarðar, Vélstjórafélagi íslands og Sveinafélagi byggingamanna á ísa- firði. Ekki náðist í Þóri Einarsson ríkis- sáttasemjara í gær, þar sem hann var á fundum alla daginn. ■ Halldór Hermannsson Sviptir menn mannhelgi “Ég efast stórlega um að kvótakerfið standist alþjóða- lög. Það er brot á mannrétt- indum. Það sviptir menn mannhelgi. Þetta er stað- reynd, sama hvað hver segir. Til forna voru þeir sem stálu mat dæmdir skógarmenn. Og þá sem hafa eignað sér auð- lindina, sameign þjóðarinnar, á að kalla seka skógarmenn." Þetta segir Halldór Her- mannsson, á ísafirði, meðal annars í einstöku viðtali sem birtist á baksíðu blaðsins í dag. Er á ábyrgð sáttasemjara - segir Ari Sigurjónsson. Þarf aö vinna aö sameiginlegum framboöi aö heilindum, segir Gísli Hjartarson Sameining félagshyggjuaflanna er nauðsyn sögðu Gísli Hjartarson rit- stjóri Skutuls og Ari Siguijónsson verkamaður í forystusveit Alþýðu- bandalagsmanna á ísafirði þegar blaðamaður Alþýðublaðsins hitti þá á Isafirði á dögunum. Ari segir rétt sé að huga að sam- eiginlegu framboði A-flokkanna á ísafirði fyrir næstu sveitarstjómar- kosningar. Gísli tekur í sama streng. “Það þarf að vinna að því af heil- indum. Fyrir síðustu sveitarstjómar- kosningar var rætt um sameiginlegt framboð, en þeir sem stýrðu viðræð- unum klúðmðu þeim,“ segir Gísli. „Það gengur ekki lengur að íslenskir jafnaðarmenn séu sundraðir í smá- flokkum. Við þurfum einn stóran jafnaðarmannaflokk sem jafnvægi gegn íhaldinu. Dragbíturinn er smá- kóngamir sem óttast að missa völd sín í smáflokkunum. Þeir vilja heldur vera kóngar í litlum flokki en þegnar í stóm bandalagi." “Smákóngarnir em vissulega vandamál,“ segir Ari, „og til að ná fram sameiningu þarf að beijast við þá, en við fömm þá bara í þann slag. Gísli telur að sameiginlegt fram- boð A-flokkanna í komandi sveitar- stjórnarkosningum geti orðið próf- steinn á það hvort af sameiginlegu framboði félagshyggjuafla verði í næstu alþingiskosningum. „Ef R-list- inn tapaði Reykjavflc gæti það orðið rothögg á samvinnu," segir hann. Ari sagðist ekki vera viss um að ósigur R-listans hefði svo mikil áhrif. „Það yrði bakslag, en baráttan væri alls ekki töpuð. Það er eins og vinstri bylgja sé að fara í gang í hin- unt vestræna heimi. Það er spuming hvort það sé ekki sitthvað lfkt með pólitíkinni og fatatískunni, allavega virðist það nú að verða tískufyrir- brigði að vera vinstri maður. Það hef- ur stundum verið erfitt að vera vinstri maður á Isafirði, en nú bregður svo við að maður getur haldið haus.“ Sameiningarsinnar á ísafirði, Gísli Hjartarson og Ari Sigurjóns- son. „Það hefur stundum verið erfitt að vera vinstri maður á ísa firði, en nú bregður svo við að maður getur haldið haus,“ segir Ari.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.