Alþýðublaðið - 04.06.1997, Síða 7

Alþýðublaðið - 04.06.1997, Síða 7
I MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997 ______________ALÞÝÐUBLAÐIÐ ____________________________________________ 7 c r I q n t ■ Ástmögur 68 kynslóðarinnar í Strassburg Eg ver ástríðu mína Evrópu - segir Daniel Cohn Bendit, fyrrum Rauði Danny, núverandi meðlimur Evrópuþingsins í Strassburg. Ef að einhver af 68 kyn- slóðinni er að velta fyrir sér afdrifum Rauða Dannys, æskulýðs og byltingarhetj- unnar sem barðist í stúd- entauppreisninni í París árið 1968 og lét sér fátt fyrir brjósti brenna, þá upplýsist það hér með að hann er að finna á Evrópu- þinginu í Strassburg. Eftir að hafa verið varaborgar- stjóri um tíma í Frankfurt, er Daniel Cohn Bendit nefnilega orðinn meðlimur Evrópuþingsins. “Ég held ekki að maður geti verið vinstrisinnaður og sama tíma andsnúinn Evrópusamstarfi,“ upp- lýsir gamla kempan í samtali við franska blaðið Le Nouvel Observate- ur, þegar blaðið spyr hvort hann geri sér grein fyrir að margir að hans gömlu félögum verkalýðsfólk og sósíalistar, sjái ekki sjálft sig fyrir í þessari nýju Evrópu og margir þeirra berjist á móti henni. “Ef maður er andsnúin Evr- ópusinnum er maður þjóðemissinni og auðvitað er slíkt að finna á vinstri væng stjómmálanna, frá Hue til Ché- venement, áður en það sveigir sig til hægri hjá Pasqua og Villiers, svo ekki sé talað um hina bamalegu póli- t£k Le Pen og félaga. Slíkt skrifa ég ekki undir. Á móti kemur að það er hægt að vera Evrópusinni á fleiri vegu, það er hér sem málefnaleg umræða fer fram í dag, og maður á ekki að skipta út pólitískum römmum. Sameining Evrópu er nú, óg sameinar allt sem rúmast þar inni og ber að ræða. Mál- ið snýst ekki síst um það hvemig bæði vinstri og hægriöflin í Evrópu hafa smækkað þessa mynd niður í að vera efnahagslegt fyrirkomulag, án þess að setja hlutina í víðara sam- hengi. Staða mín í frönsku og þýsku sam- félagi er sú sama og árið 1968. Blaðamenn og stjómmálamenn vita ekki hvemig þeir eiga að sjá mig. Var ég Frakki með þýskt vegabréf, eða eins og George Marchais sagði, „þýskur anarkisti, sem talar allt of góða frönsku." Ég er einstaklingur sem læt til mín taka í pólitík, sem bý í Frakklandi eða Þýskalandi, og sjálfsmynd mín er evrópsk með dálít- illi ítalskri sósu og spænskri sól. Ég lifí með mínu vali, ég ver ástnðu mína, Evrópu." En baráttan fyrir evrópumyntina er þó þýsk krafa? “Hreint ekki. Mundu, að ákvörð- unin um myntbandalag Evrópu var tekin árið 1992, á sameiginlegum fundi Mitterands og Kohl. Samein- ing Þýskalands, sem kom öllum á óvart, hristi upp í undirstöðum Evr- ópu. Á sjöunda áratugnum gat evr- ópsk uppbygging séð dagsins ljós því þá var Þýskaland bugað og tvístrað, Frakkland og Bretland höfðu misst nýlendur sínar og enginn átti lengur tilkall til að drottna yfír herradóm- inum Evrópu, Evrópa var föst í viðj- um kalda stríðsins. Sameining Þýskalands var knúin áfram að Kohl í einum hvelli, og kveikti ótta í mörgum um að tvíeflt Þýskaland væri að rísa upp, og fengi mátt til að stjóma Evrópu eða yfir- gefa hana til að þenja sig í austur. Til að komast fyrir þessa hættu hvatti Mitterand, Kohl til að hnýta Þýska- land fast við Evrópu með því að koma á evrópsku myntbandalagi. Rauði Danny í París árið 1968. Sumir myndu segja að hann hafi svikið málstaðinn þegar hann segir slagorðið, það er bannað að banna, hafa verið kjánalegt. „Öll samfélög hafa þörf fyrir regiur og ramma til að ganga upp,“ segir Daniel í dag. Þessi ákvörðun var í hæsta máta pólitísk. Með því að sameina efnahagslega hags- muni í álfunni, var það ljóst að hvers- dagslíf íbúanna myndi breytast og maður þarf ekki að vera marxisti til að skynja þennan veruleika." Blaðið spyr hann einnig hvort að hon- um finnist evrómyntin vera gmndvöllurinn fyrir áframhaldandi samstarfi? “Ég segi frekar grundvöllur en grand- völlurinn, það era aðr- ir mikilvægir þættir. Ég sé Evrópu fyrir mér sem þrjár vtddir, efnahagslega, póli- tíska, og sem ímynd. Daniel segir enn- fremur að Maastricht samkomulagið skyldi þjóðimar sem hafi undirritað það til að skapa ekki eingöngu efnahagskerfi, heldur einnig pólitískt og fé- lagslegt net. „Þeir sem tala um Mastricht til að berjast gegn efna- hagslegum skyldum sínum ættu fremur að berjast fyrir pólitísk- um hliðum þess í stað þess að virða þær að vettugi." En getur maður notað sömu rök- semdafœrslu gegn þér sem vinstri og hœgri flokkur notar í Frakk- landi, spyr blaðamað- ur. Til að fá Euro- myntina verða evr- ópubúar að sœtta sig við að vera miðstýrt af Evrópubanka sem leggur þeim frjáls- Ég held að það sé ekki hægt að vera vinstrimaður og andsnúinn Evrópusamstarfi á sama tíma. Á móti kemur að það er hægt að vera Evrópusinni á fleiri vegu, það er hér sem málefnaleg umræða fer fram í dag, og maður á ekki að skipta út pólitískum römm- um,“ segir Daniel Cohn Bendit. Var ég Frakki með þýskt vegabréf, eða eins og George Marchais sagði þýskur anarkisti, sem talar allt of góða frönsku,“ segir Rauði Danny, þing- maður Evrópuþings- ins. „Ég er einstakling- ur sem læt til mín taka í pólitík, sem bý í Frakklandi eða Þýska- landi, og sjálfsmynd mín er evrópsk með dálítilli ítalskri sósu og spænskri sól. Ég lifi með mínu vali, ég ver ástríðu mína, Evrópu." hyggjulínur. Gjaldið fyrir evrópu- mynt er vaxandi atvinnuleysi, vax- andi krísa, það er reyndar últalíber- al Thatcherismi sem verið er að inn- leiða. Og það er ekki sú Evrópa sem við viljum. “Evrópa snerist til frjálshyggjunn- ar fyrir tíma Maastricht. Sáttmálinn var undirritaður árið 1992 en Thatcher kom til valda 13 áram áður. Frakkland breytti um stefnu árið 1983 og Þýskalandi er stjóraað af frjálslyndum kristilegum demókröt- um. Maður getur ergt sig á því, barist á móti því. En maður situr uppi með að jafnvel franskir sósíalistar voru ekki ekki í standi til að finna upp á öðru en nýfrjálshyggju á níunda ára- tugnum. Var mögulegt að reka aðra pólitík? Þeir sem gagnrýna Maastricht í dag segja það mögulegt, en afhverju er það sem var mögulegt án sameinaðrar Evrópu orðið ómögulegt innan hennar."

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.