Alþýðublaðið - 03.07.1997, Side 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ1997
s k o ð a n i r
uHinun
Þverholti 14 Reykjavík Sími 562 5566
Útgáfufélag Alþýðublaösútgáfan ehf.
Ritstjóri Össur Skarphéðinsson
Fréttastjóri Sigurjón M. Egilsson
Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason
Auglýsingasími 562 5576
Auglýsinga fax 562 5097
Dreifing og áskrift 562 5027
Umbrot HBK
Prentun ísafoldarprentsmiðja hf.
Ritstjórn Sími 562 5566
Fax 562 9244
Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
Uppreisn eldri borgara
Málefni eldri borgara hafa verið meira til umræðu síðastliðið ár
en oft áður. Nokkrar ástæður eru fyrir því. Rfkisstjórn Davíðs
Oddssonar hefur komið fram af óvenjulegri harðneskju gagnvart
eldri borgurum, sýnt þeim fyrirlitningu og lítilsvirðingu.
Þetta kom skýrast fram við þá lagasetningu að afnema tengingu
ellilífeyris og annarra greiðslna úr almannatryggingakerfinu við
launabreytingar. Sú aðgerð setti eldri borgara í mjög erfíða stöðu
þegar ríkisstjórnin beitti nýju lögunum til að skerða bætur til aldr-
aðra. Eldri borgarar hafa ekki marga möguleika til að ná fram leið-
réttingu þrátt fyrir ötult starf félags eldri borgara og aðgerðahóps
eldri borgara því ekki geta aldraðir farið í verkfall.
Þingmenn úr þingflokki jafnaðarmanna fluttu í tvígang tillögu á
Alþingi um að hafa sama fyrirkomulag og áður, það er að greiðsl-
ur úr almannatryggingakerfinu hækki eins og launin. Þetta var fellt
með öllum atkvæðum þingmanna og ráðherra Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokks. Þar kom skýrt fram hugur stjómarflokkanna.
Afstaða gagnvart eldri borgurum er pólitísk og það er smátt og
smátt að renna upp fyrir fólki. Eldri borgarar hérlendis em um
27.000 og staða þeirra er misjöfn. Þeir eiga þó sammerkt að hafa
verið niðurlægðir af ríkisstjóm Davíðs Oddssonar. Þessi ríkisstjóm
mun ekki bæta stöðu eldri borgara.
Jafnaðarmenn hafa aldrei þurft að velkjast í vafa um eldri borg-
ara. Jafnaðarstefnan varð til sem stjómmálaafl á síðari hluta síðustu
aldar sem vöm fátæks fólks gegn arðráni og kúgun þeirra sem réðu
fyrirtækjum og löggjöf þeirra tíma. Eitt fyrsta verk Alþýðuflokks-
ins fyrr á öldinni var að setja lög um almannatryggingar. Sú löggjöf
er enn homsteinn verlferðarkerfisins og var þá eina vörn fólks í ell-
inni og þegar sjúkdóma eða slys bar að höndum.
Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag telja að velferð sé grundvall-
aratriði og sé hvorki skiptimynt í pólitískum samningum né tæki til
sparnaðar í ríkisfjármálum. Þetta gerir þessum flokkum kleift að
ráðast af trúverðugleika gegn Davíð Oddssyni og fylgismönnum
hans í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki.
Þótt vitaskuld eigi alltaf að endurskoða velferðarkerfið má aldrei
missa sjónar á því að það er umgjörð til vemdar þeim sem eiga
fárra kosta völ. Umhyggja gagnvart öðmm er rauði þráðurinn í
stefnu jafnaðarmanna. Orðið bræðralag í kjörorðinu um frelsi, jafn-
rétti og bræðralag lýsir djúpri tilfinningu þar sem mannlega reisn
ber hæst.
Það er enginn vandi að fylgja sérhagsmunum sínum og skipa sér
þannig í fylkingar eins og Framsóknarmenn gera. Það er hins veg-
ar erfitt og krefst hugrekkis að fylkja sér um almannahagsmuni og
vera reiðubúinn að gefa en ekki þiggja. Þetta er einn af meginþátt-
um jafnaðarstefnunnar.
Alþýðublaðinu er kunnugt um að þingmenn í þingflokki jafnað-
armanna vinna að þingmálum um málefni borgara, meðal annars að
minnka tekjutengingu í almannatryggingakerfinu og tryggja aðild
eldri borgara að undirbúningi stjórnvaldsaðgerða. Tillagan um að
tengja greiðslur úr almannatryggingakerfinu við launabreytingar
verður örugglega endurflutt í haust.
Alþýðublaðið fagnar þessu og sér ástæðu til að vekja athygli á
hugmynd Svavars Gestssonar, formanns þingflokks Alþýðubanda-
lagsins, í blaðagrein nýlega að verkalýðshreyfingin og stjórnarand-
staðan vinni saman að tillögugerð um nýskipan almannatrygginga.
Þetta er góð hugmynd sem ætti að hrinda í framkvæmd.
Eldri borgurum mun fjölga verulega á næstu árum og staða þeirra
versnar ef ekki er breytt um stefnu. Það er því brýn nauðsyn á nýrri
pólitískri forystu og það getur gerst í næstu Alþingiskosningum
með sameiginlegu framboði jafnaðarmanna. Mikill stuðningur al-
mennings við slíkt sameiginlegt framboð er fagnaðarefni.
Maður selur draug
Árið 1961 gaf Alþýðumenningar-
útgáfan í Peking út lítið kver með
safni draugasagna frá ýmsum tímum.
Titil þessa kvers mætti útleggja
Ófælnisögur á íslensku, eftir þekktri
sögu í þjóðsagnasafni Jóns Ámason-
ar um dreng nokkum sem kunni ekki
að hræðast, enda var markmiðið með
Tvíhleypur
1 * Hjörleifur
\k # li^ . Sveinbjörns- son
skrifar
kverinu öðmm þræði að halda á lofti
kjarki og útsjónarsemi kínverskrar
alþýðu á liðnum, óupplýstum öldum.
Rauði þráðurinn er þó annar. „Það
em engir draugar til,“ eins og vafn-
ingalaust er tekið fram í formála:
„Trú á drauga ber vott um afturhalds-
semi í hugsun, hjátrú og vesaldóm.
En þó að engar forynjur af þeim sala
sem lýst er í þessari bók séu til höf-
um við ýmislegt sem líkist þeim;
heimsvaldastefnu, andbyltingarsinna
og andstreymi í starf'i," segir for-
málahöfundur og hvetur lesendur til
að líta á sögumar sem dæmisögur,
þar eð af þeim rnegi draga drjúgan
lærdóm til að takast á við
sitthvað sem mótdrægt sé
í mannheimum.
Mér -hefur stundum
orðið hugsað til þessa
litla kvers eftir að ég fór
að taka saman hálfsmán-
aðarpistla mína í Al-
þýðublaðið enda oft ver-
ið stutt í samanburð hjá
mér á kínverskri og ís-
lenskri þjóðarsál, en
þjóðtrúin er nú einu sinni
spegill þjóðarsálarinnar.
Islenskir draugar era
upp til hópa einhver
fruntalegasti söfnuður
sinnar tegundar sem um
getur, og er tónninn
sleginn strax í íslend-
ingasögunum. Hryll-
ingssöguna um Gretti og
Glám meðtók mín kyn-
slóð á bamsaldri svipað
og krakkar nútildags
morðranur í bíó sem
stranglega eru bannaðar
innan sextán. Glámur
var að vísu sænskur far-
andverkamaður í lifanda
lífi, en hann varð ís-
lenskastur drauga fyrir
því. Frá honum er kom-
in sú krafa að menn skuli
hafa mat sinn en öngvar
refjar, og má hann fyrir bragðið kall-
ast snemmborinn framkvöðull vel-
ferðarstefnunnar hér á landi.
Ennþá hroðalegri er frásögn Eyr-
byggju af Þórólfi bægifæti dauðum.
Hann gerðist illur og æfur við ellina
og mjög ójafnaðarfullur, eins og höf-
undurinn segir orðagrannt. Eftir
dauða hans þótti mörgum verra úti
þegar sól settist. Þegar frá leið urðu
menn þess varir að hann lá eigi kyrr.
Allt fé það er nær kom dys Þórólfs
ærðist og æpti til bana. Smalamaður
fannst dauður skammt frá dysinni,
kolblár og lamið í hvert bein. „En ef
fuglar settust á dys Þórólfs féllu þeir
niður dauðir."
Þegar vetraði sýndist Þórólfur oft
heima á bænum og sótti mest að hús-
freyju. „Varð og mörgum manni af
þessu mein en henni sjálfri hélt við
vitfirring. Svo lauk þessu að hús-
freyja lést af þessum sökum. Var hún
og færð upp í Þórsárdal og var
dysjuð hjá Þórólfi."
I þessari frásögn hallast reyndar
ekki á um skepnuskap lifenda og
dauðra, og varla hugsanleg meiri fúl-
mennska en að dysja konugarminn
hjá vominum sem ært hafði úr henni
líftórana. Almennt má segja Islend-
ingum til hróss að þeir bregðast við
argvítugum draugum sínum af fullri
hörku, enda ekki að sjá að þeir síðar-
nefndu bjóði upp á annað. Lýsandi
undantekning er öðlingurinn Björn
Gunnlaugsson sem nafntogaður var
fyrir íslandskortagerð á síðustu öld,
en hann var svo kurteis að hann þér-
aði húsdrauginn: „Farið þér út, Þor-
garður minn.“
Lúpulegir draugar
f Ófælnisögunum kínversku er
þeim boðskap haldið að lesendum að
þeir skuldi draugum sínum enga
kurteisi. Sannast sagna sitja sögu-
hetjur þær sem era á lífi mjög yfir
hlut hinna dauðu, og hefði þeim fé-
lögum Glámi og Þórólfi bægifæti ef-
laust ekki þótt kínverskir kollegar
sínir mjög uppúrstandandi að láta
bjóða sér slíka meðferð. í þessu sam-
hengi minnist ég frásagnarinnar af
vinnumanninum Buman frá tímum
Qing-keisaraættarinnar, hinnar síð-
ustu í landinu. Buman var á ferli að
næturlagi, villtist inn í grafreit og
steig í ógáti á hauskúpu sem þar lá.
Ég skal jafna um þig ef þú vogar
þér að traðka á mér, sagði hauskúpan
ógnandi. Buman var ekki á því að
láta hauskúpuna eiga neitt hjá sér og
spurði með þjósti: Hvað ertu líka að
þvælast fyrir löppunum á mér?
Hauskúpan svaraði: Mér var fleygt
héma. Ég var ekkert að þvælast fyrir
þér.
Buman spurði þá, engu blíðari á
manninn: Hvers vegna jafnarðu þá
ekki um þann sem fleygði þér héma í
stað þess að abbast upp á mig?
Hauskúpan svaraði: Lánið leikur
við þann mann. Það þýðir ekkert fyr-
ir mig að ybba mig við hann.
Buman hló kuldalega og sagði: Og
heldurðu að ég sé einhver aumingi
sem þú getur kúskað að vild? Þú ert
hræddur við þá stóra en reynir að
pína þá sem minna mega sín. Þú ætt-
ir að skammast þín!
Þá snökti hauskúpan og sagði: Þú
ert einn af þeim sterku. Ég get ekki
gert þér neitt til miska. Þetta voru
bara innantómar hótanir hjá mér.
Fólk hræðist þá stóru og pínir þá
veiku; hvemig geturðu áfellst draug
fyrir að gera slíkt hið sama? Ég yrði
þér afskaplega þakklátur ef þú rótað-
ir svolítilli mold yfir mig.
Buman ansaði þessu engu og
stransaði burt. Hann heyrði snökt að
baki sér, en ekkert annað óvenjulegt
bar til tíðinda.
Hauskúpan fer ljóslega halloka í
orðaskiptum sínum við höstugan
vinnumanninn, og það er eftirtektar-
vert að hún grípur til þeirrar rök-
semdar helstrar að ekki sé hægt að
áfellast draug fyrir að hegða sér eins
og maður.
Þá verða kínverskir draugar fyrir
barðinu á praktískum sans lifandi
landa sinna. Til að mynda hlýtur einn
þau snautlegu örlög að vera steiktur í
olíu, og hefði Islendingum seint hug-
kvæmst að elda framliðna andskota
sína.
Kínverjar era einhverjir mestu
kaupmenn sem sögur fara af. Sagan
sem hér fer á eftir ber þess órækan
vott, en hún er frá tímum Wei-ættar-
innar sem stýrði ríkinu fyrir eitthvað
um 1700 áram.
Geit geturðu verið
Eitt sinn þegar Song Dingbo frá
Nanyang var ungur maður fór hann í
göngutúr að kvöldi til og rakst þá á
draug.
Hver ert þú? spurði hann.
Ég er draugur, svaraði draugurinn
og spurði síðan: Og hver ert þú?
Ég er líka draugur, laug Song.
Á hvaða leið ertu, spurði draugur-
inn.
Til Wan-þorps, svaraði Song.
Þá eigum við samleið, svaraði
draugurinn, og þeir
lögðu af stað.
Þegar þeir höfðu geng-
ið nokkurra kílómetra
leið stakk draugurinn
upp á því að þeir skipt-
ust á um að bera hvorn
annan, og féllst Song á
það. Þegar draugurinn
hafði borið Song drjúg-
an spöl sagði hann:
Skelfing ertu þungur,
ætli þú sért nokkuð
draugur?
Song svaraði: Ég er
nýorðinn draugur. Þess
vegna er ég svona
þungur.
Síðan kom röðin að
Song að bera drauginn
sem var léttur sem fis.
Og þannig koll af kolli.
Dingbo sagði við
drauginn: Ég er ný-
dauður og veit því ekki
hvað við draugamir
þurfum mest að varast.
Draugurinn svaraði:
Mannshráki er það
versta.
Þeir héldu nú áfram ferð
sinni þar til þeir komu
að læk einum. Fyrst óð
draugurinn yfir og
heyrðist ekki hið
minnsta hljóð. Þá kom röðin að
Dingbo, en hann óð lækinn með
miklum boðaföllum.
Hvemig stendur á þessum fyrir-
gangi? spurði draugurinn tortrygg-
inn.
Dingbo svaraði: Ég er nýdauður
og kann því ekki að vaða hljóðlaust.
Þú verður að sjá í gegnum frngur við
mig.
Þegar þeir nálguðust Wan-þorp
vippaði Dingbo draugnum upp á öxl
sér og hélt fast. Draugurinn æpti og
hljóðaði og bað Dingbo að sleppa
sér, en hann ansaði því engu og hélt
rakleiðis inn í þorpið. Þegar hann
lagði drauginn loks frá sér hafði hann
breyst í geit. Geitina seldi hann óðar,
en hrækti fyrst á hana í öryggisskyni
til að hún brygði sér ekki í fleiri
kvikinda líki. Fimmtán hundruð
krónum ríkari hélt hann leiðar sinnar.
Samtíðarmanni hans, Shi Chong,
varð þessi atburður að yrkisefni:
Dingbo selur draugageit með
drjúgum gróða.
Ekki er ætíð illa séður
afturgenginn búfénaður.