Alþýðublaðið - 03.07.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.07.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ1997 Athugasemd Alþýðublaðið og DV hafa að undanfömu ítrekað fjallað um þá ætlun félagsmálaráðherra að fela bönkum og spaiisjóðum að veita viðtöku og fullvinna umsóknir um húsbréfalán í stað þess að Húsnæðisstofnun ríkisins annist þetta verkefni. Er fullyrt að þetta fyrirkomulag verði dýr- ara fyrir lántakendur og þjónustan síst betri en hjá Húsnæðisstofnun. Hef- ur í þessu sambandi meðal annars verið vitnað til skýrslu frá VSO ráðgjöf sem unnin var fyrir Húsnæðismálastjóm, það er þann aðila sem ætlunin er að flytja verkefnið frá. Fyrir þá sem ekki hafa lesið skýrsluna skal bent á að í henni koma ekki fram talnarök heldur eru niðurstöðurnar settar fram með orðalaginu „líklegt er“. Jafnframt hefur því verið haldið fram að ráðherrann hafi gert “leynisamkomulag" við banka og sparisjóði um aukna gjaldtöku í húsbréfakerfmu. Fyrrgreind dagblöð láta sig engu varða þótt félagsmálaráðherra og að- stoðarmaður hans hafi greint skilmerkilega frá staðreyndum málsins, enda virðist tilgangurinn fyrst og fremst vera sá að koma höggi á ráðherr- ann með ómaklegum hætti. Að mati banka og sparisjóða era þetta mikil- vægustu staðreyndir málsins: Bönkum og sparisjóðum verður falið tiltekið verk gegn greiðslu frá Húsnæðisstofnun. Þeir munu ekki ákveða gjaldskrána í húsbréfakerfinu. Félagsmálaráðherra hefur lagt mikla áherslu á að tilflutningur verkefna til banka og sparisjóða leiði ekki til aukins kostnaðar í húsbréfakerfinu og að þjónusta við lántakendur batni. Það gefur auga leið að hann gengi ekki til samninga ef hann teldi að niðurstaðan yrði önnur. Félagsmálaráðuneytið hefur um skeið kannað þann möguleika að við yfirtöku húsbréfaláns verði innheimt sérstakt gjald vegna þeirrar vinnu sem í henni felst og að samtímis verði 1 prósent lántökugjaldið lækkað. Bankar og sparisjóðir hafa fyrir sitt leyti lagt áherslu á það að breyting- um á gjaldskrá verði hrint í framkvæmd áður en þeir yfirtaka verkefnið frá Húsnæðisstofnun þannig að þessu tvennu verði ekki blandað saman í opinberri umræðu, enda um tvö aðskilin mál að ræða. Bankar og sparisjóðir veita landsmönnum fjölbreytta fjármálaþjónustu, meðal annars lánafyrirgreiðslu. Þeir leggja sig fram um að veita við- skiptavinum sínum góða þjónustu, vera sveigjanlegir og ná niður kostn- aði með aukinni hagræðingu. Þeir telja sig því vera ágætlega í stakk búna til að taka við verkefnum frá Húsnæðisstofnun og að slík skref muni verða til hagbóta fyrir almenning í landinu. Virðingarfyllst Finnur Sveinbjörnsson framkvœmdastjóri MINNING Ásgerður Bjarnadóttir Þeir sem þekktu Ásgerði Bjamadóttur sjá nú á bak góð- um vini. Lát hennar snart okk- ur í Alþýðuflokknum djúpt. Hún var tryggur félagi og dyggur liðsmaður en fyrst og fremst var hún heilsteypt og vönduð manneskja. Ég hef þekkt Ásgerði írá því ég man eftir mér. Hún var einkabarn foreldra sinna Unn- ar Guðmundsdóttur og Bjarna Ásgeirssonar sem ég minnist með mikilli virðingu. Unnur sem var fínleg og lágvaxin kona er mér mjög minnisstæð meðal annars af því að hún gekk ávallt til starfa sinna utan heimilis á íslenskum búning og það var yfir henni mikil reisn. Ásgerður var besta vin- kona Margrétar næstelstu syst- ur minnar og hún var heima- gangur á bammörgu heimili okkar vestur á Isafirði sem var svo gjörólíkt hennar heimili. Við kölluð- um hana Ágú eins og fjölskylda hennar og vinir og hún var svo sann- arlega vinur allrar fjölskyldunnar. Hún var góð og eftirlát við okkur yngri systkini Möggu, við gerðum okkur dælt við hana og fannst hún hluti af tilveranni á æskuheimilinu. Það var kært með henni og mömmu og hún lét það oft verða sitt fyrsta verk að heimsækja mömmu þegar Er spilling innan Tryggingastofnunar Aö gefnu tilefni vilja samtökin Lífsvog auglýsa eftir fólki sem farið hefur í læknisskoð- un vegna örorkumats hjá læknum innan veggja Tryggingastofnunar ríkisins og þurft að greiða fyrir matið. Upprætum spillingu innan heilbrigðiskerfisins. Stjórn Lífsvogar. Ásdís Frímannsdóttlr, sími 566 6898. Guðrún M. Óskarsdóttir, sími 561 1587. hún kom vestur eftir að Magga flutti suður. Einn fallegasti hlutur sem mamma átti var fimmtugs afmælis- gjöfin frá Ágú, gjöf sem var henni afar dýrmæt. Þegar mamma féll frá í blóma lífsins syrgði hún hana með okkur. Við systkinin ræddum þetta elskulega samband Ágúar við æsku- heimili okkar eitt sinn eftir að við öll vorum orðin fullorðin og sjálf komin með fjölskyldur og kom þá vel í ljós hve öllum var það kært. Fjölskyldan þakkar hlýhug og góðar samveru- stundir á liðnum áram. Um sinn skildu leiðir en seinna störfuðum við saman í Alþýðu- flokknum hér fyrir sunnan. Ágú var af sterkri Alþýðuflokksætt og henni var jafnaðarstefnan í blóð borin. Móðurbróðir hennar var Haraldur Guðmundsson fyrrverandi ráðherra og annar móðurbróðir, Sigurður, lét líka til sín taka í Alþýðuflokknum fyrir vestan en sonur hans Jón varð seinna ráðherra flokksins. Ágú var mjög pólitísk og bar hag forystu- manna sinna mjög fyrir bijósti. Hún var metnaðarfull fyrir hönd flokks og félaga, var alltaf tilbúin að leggja lið og sýna stuðning án þess að ætl- ast til nokkurs fyrir sjálfa sig. Það var henni fullkomlega eðlis- lægt að veita stuðning því holl- usta var henni í blóð borin. Aldrei minnist ég þess að hún hafi hallað orði að þeim sem sinntu trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, hinsvegar heyrði ég hana oft draga fram jákvæðar hliðar máls ef deilt var á forystu- menn í hennar eyru. Þingmenn Alþýðuflokksins þakka Ásgerði allt sem hún veitti og þátt henn- ar til framgangs jafnaðarstefn- unar. Það var gaman að kynnast Ágú á ný og þar með honum Steina. Þau voru þannig hjón að annað var ekki nefnt án hins. Það var Ágú og Steini eða öfugt. Þau vora samhent og hress. Alltaf komu þau saman á fundi og samkomur og þau tóku þátt í sjálfboðaliðsstarfi hvort sem það var að mála, pússa eða dúkleggja í flokkshúsnæðinu með góðum vinum eða taka þátt í kosningastarfi. Við konumar í flokknum kynnt- umst Ásgerði Bjamadóttur vel í gegnum kvennapólitíska starfið sem oft verður öðruvísi og á sinn hátt nánara en hefðbundið flokksstarf og kvennahreyfingin sér nú á bak góðri vinkonu. Við munum öll sakna og minnast hennar þegar við komum saman til starfa eða á góðri stund. Ég kveð Ásgerði Bjarnadóttur í aðdáun og þökk. Hún var alltaf sterk. Líka þessar síðustu vikur sem við fylgdumst með hinstu baráttunni úr fjarlægð. Trúmennska hennar birtist mér í samstarfinu í flokknum og ekki síður í vinarsambandinu við fjöl- skylduna forðum, slík kynni gera okkur ríkari. Kæri Steini. Við Sverrir flytjum fjölskyldu þinni innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning mætrar konu. Rannveig Guðmundsdóttir. Alþýðuflokkurinn Alþingismenn í kjördæmum Alþingismenn Alþýðuflokksins eru í kjördæmum sínum um þessar mundir. Þeir sem vilja ná tali af þeim geta haft samband við Alþingi í síma 563-0500, þar sem nánari upplýsingar um ferðir þing- mennina fást. Eins er hægt að hafa samband við þingmenn flokksins með tölvupósti, en póstfang þeirra er eftirfarandi: Gísli Einarsson: Guðmundur Árni Jón Baldvin Lúðvfk Rannveig Sighvatur Björgvinsson; Össur Skarphéðinsson: Stefánsson: Hannibalsson: Bergvinsson: Guðmundsdóttir: gisli@lthingi.is I garni@althingi.is I jbh@althingi.is ludvik@althingi.is I rannveig@althingi.is B sighv@althingi.is Magnús Norðsdhal, formaður framkvæmdastjórnar, er á ferðalagi á Austurlandi til 4. júlí. Þeir sem vilja ná tali af Magnúsi er bent á farsíma, en númerið er; 898-2754.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.