Alþýðublaðið - 03.07.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.07.1997, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 min ni n Leikarinn Robert Mitchum er látinn, tœplega áttrœður. Á ferli sínum lék hann íyfir hundrað kvikmyndum og var svo sannarlega karl í krapinu Clr alfaraleið rwi •• /»/* • Tofjari kveður Með Jean Simmons í kvikmynd Otto Premingers Angel Face. þegar málið bar á góma og sagði: „Eini munurinn á mér og öðrum leik- urum er sá að ég hef eytt meiri tíma í fangelsi en þeir.“ Hann neitaði því að vera villingur en viðurkenndi að sér þætti sopinn góður. Eiginkona hans, Dorothy, sem hann kynntist þegar hann var 16 ára gamall, sýndi ómælda þolinmæði í hjónabandi sem stundum reyndi á vegna drykkjuskapar hans og inn- byggðs rótleysis. “Stundum skilur hún ekki flakkaraeðli mitt og löngun mína til að umgangast fólk sem henni finnst að ætti ekki að vera vinir mín- ir,“ sagði hann. „En ég var ástfangin af henni í mörg ár eftir að ég sá hana fyrst. Það hefur aldrei verið neinn nema Dorothy í lífi mínu.“ Þau eign- fékk 200.000 dollara fyrir þriggja vikna vinnu. Ég man ekki hvað hún heitir.“ Hann var oft gagnrýndur fyrir að taka að sér hlutverk sem væru honum ekki samboðinn og hafna öðrum sem greitt hefðu götu hans. Meðal hlut- verka sem hann hafnaði voru aðal- hlutverkin í Cat Ballou og Patton sem Lee Marvin og George C. Scott hrepptu Óskarinn fyrir. „Ég veit enga betri ástæðu til að leika í kvikmynd en góð laun, sagði hann. „En ég hlýt að vera góður, annars væru framleið- endur ekki að senda mig út um allan heim á þessunt launum." Hann viður- kenndi fúslega að hann tæki starf sitt ekki alvarlega. „Ég hætti að taka kvikmyndagerð alvarlega þegar ég Charles Laughton lýsti þessum mikla töffara sem blíðlyndum manni og miklum heiðursmanni. Og hann átti sína mjúku hlið sem einna best kom fram í ljóðum sem hann hafði yndi af að yrkja og lagasmíðum. Hann var eitt sinn spurður af hverju hann hefði aldrei skrifað ævi- sögu sína. „Ég kann ekki stafrófið. Auk þess hef ég átt í nægum vand- ræðum fyrir,“ svaraði hann. Hann lést af völdum lungnakrabba- meins, 79 ára að aldri. Hann var eitt sinn spurður hvert takmark hans í líf- inu væri. Hann svaraði: “Ég ætla mér að eyða hverjum eyri. Þegar ég drepst og rukkaramir konta þjótandi að skúffunni þá verður ekkert þar nema miði sem á stendur: „Seinna“. „Þú veist að þú getur ekki leikið, og ef þú hefðir ekki útlitið með þér hefðirðu aldrei fengið hlutverk. Ég er orðin hundleið á því að leika á móti fólki sem hefur ekkert að gefa,“ sagði Katharine Hepbum ævareið við Ro- bert Mitchum þegar þau léku saman í kvikmyndinni Undercurrent árið 1946. Mitchum var þá að feta fyrstu sporin á kvikmyndabrautinni en hann átti eftir að sanna sig og afla sér virð- ingar samstarfsfólks síns og kvik- myndagesta um allan heim. Charles Laughton, sem leikstýrði honum í meistaraverkinu Night of the Hunter, taldi hann einn besta leikara heims. Elísa- bet Taylor tók í sama streng og sagði hann í hópi fimm bestu leik- ara síns tíma. Þó sóp- aði hann aldrei til sín kvikmyndaverðlaun- um og þegar gagn- rýnendur í Los Angel- es veittu honum heið- ursverðlaun árið 1980 sagði hann verðlaun- in vera þau fyrstu sem sér hefði hlotnast á ferlinum. En honum stóð nokkuð á sama því hann tók sjálfan sig aldrei alvarlega og heldur ekki starf sitt. “Veistu hvemig hinn venjulegi Ro- bert Mitchum aðdáandi er?“ spurði hann blaðamann eitt sinn. „Hann er bólugrafinn. með flösu og trúlega einnig með kviðslit, en þegar hann sér mig á hvíta tjaldinu hugsar hann með sjálfum sér. „Ef þessi ónytjung- ur getur slegið í gegn þá get ég orðið forseti Bandaríkjanna“. Mitchum var gallað ljúftnenni sem bjó yfir töluverðum hæfileikum til að koma sér í klandur. Hann fæddist í Connecticut árið 1917 og ólst upp hjá Hann hafði öðlast þó nokkrar vinsældir þegar hann varð uppvís að marijúana- neyslu og var dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar. Hneykslið varð þó ekki til að eyðileggja feril hans. Sjálfur yppti hann öxlum Robert Mitchum: „Eini munurinn á mér og öðrum leikurum er sá að ég hef eytt meiri tíma í fangelsi en þeir.“ uðust þrjú börn og Mitchum sagði að einu ráðin sem hann gefið þeim væru að missa aldrei stjóm á skapi sínu og láta aldrei grípa sig við þjófnað. A ferli sínum lék hann í um 125 kvikmyndum. Þegar hann var spurð- ur hver þessara mynda væri eftirlæt- ismynd hans var svarið: „Sú sem ég lék í kvikmynd með Greer Garson og það tók hana 125 upptökur að segja nei þannig að hún yrði sátt við,“ sagði hann. Besta hlutverk hans var í kvik- myndinni Night of the Hunter þar sem hann var í hlutverki geðsjúks kvennamorðingja. Leikstjórinn móður sinni og stjúpföður. Hann var unglingur þegar hann strauk að heim- an, var fangelsaður fyrir flæking og settur í fótajám sem hann bar ör eftir alla ævi. Hann vann í kolanámum, verksmiðjum og verslunum og gerð- ist um tíma atvinnuboxari. A flakki sínu lenti hann í Hollywood þar sem hann fékk vinnu sem handritahöfund- ur. Hann komst fljótlega að þeirri nið- urstöðu að hann myndi græða betur á því að gerast kvikmyndaleikari, en í upphafi leikferilsins benti fátt til að hann ætti eftir að komast í hóp ástsæl- ustu kvikmyndaleikara. „Ég lék í sömu fötunum í sex ár og fylgdi sama handritinu. Það eina sem breyttist var titill myndarinnar og nafn aðal- leikkonunn:u',“ sagði hann. Hann hafði tamið sér áreynslulaus- an, viðkunnanlegan leikstfl sem var fullkomlega laus við tilgerð. Þegar best tókst til heillaði hann áhorfendur upp úr skónum, en á vondum dögum bar leikur hans vott um fullkomið áhugaleysi þess sem nennir ekki að vera í vinnunni. Sómalískur innflytjandi í Danmörku á þrjár konur og nítján börn, saman- lagt fá þau yfir milljón krónur danskar í aðstoð Extra blaðið segir frá því að sómalískur flóttamaður í Kaup- mannahöfn, Ahmeed Hassan Alis, eigi þrjár konur og mtján böm í landinu og þiggi milljón krónur danskar í félagsmálaaðstoð. Þriðja kona hans kom ólöglega til landsins árið 1996, ásamt sjö börnum, eftir að hafa búið um ára- bil í Kenya og Eþíópíu. Hún sækir nú um hæli sem pólitískur flótta- maður ásamt átta bömum sínum. Að auki fylgja þriðju konunni sem nefnist Sarah tvö uppkomin böm sem sækja um hæli á eigin vegum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Extra blaðið skrifar um kvenna og barnamál Ahmed Hassan Ali, því blaðið greindi nákvæmlega frá hinum tveimur konum hans og ell- efu börnum, en sást yfir þriðju konuna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.