Alþýðublaðið - 03.07.1997, Page 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 1997
mennin
Ungmennafélög íslands í Borgarnesi:
Frítt á Landsmót
í fyrsta sinn
Almenningi gefst nú í fyrsta skipti kostur á að fylgj-
ast með keppni á Landsmóti ungmennafélaganna án
þess að greiða aðgangseyri. Keppni hófst í morgun,
fimmtudag, en formleg setningarathöfn þessa 22.
Landsmóts ungmennafélaga íslands sem haldið er af
UMSB í Borgamesi, á Hvanneyri og á Akranesi, fer
fram á Skallagrímsvelli í Borgamesi föstudagskvöldið
4. júlí klukkan átta. Viðstödd verða forseti íslands,
Ólafur Ragnar Grímsson og frú, Guðrún Katrín Þor-
bergsdóttir. Kristmar Ólafsson framkvæmdastjóri
Landsmótsins sagði eftirfarandi um þá nýjung að hafa
ókeypis aðgang að mótinu: „Það hefur verið erfitt að
treysta á áhorfendafjöldann á landsmótum og tekjur af
aðganseyri því verið ótryggar. Það þýddi að alltaf var
gat í fjárhagsætluninni sem aðgangseyrinum hafði ver-
ið ætlað að brúa.“ Tapið af tveimur síðustu Landsmót-
um neyddi menn til að leita tryggari fjáröflunarleiða
og var einfaldlega ákveðið að
hækka þátttökugjaldið. Krist-
mar telur ungmennafélögin
sátt við þessa breytingu og
vonar einfaldlega að hún eigi
eftir að hafa jákvæð áhrif á að-
sóknina.
Hvemig sem veðrið verður í
Borgarfirðinum um helgina
verður nóg um að vera. 1750
íþróttamenn af öllu landinu
keppa í sextán íþróttagreinum
en von er á öðmm eins fjölda
fylgdarmanna, þjálfara, að-
stoðarmanna og stuðnings-
manna, á mótið. Allur þessi
skari mun búa í sannkallaðri
tjaldborg í Borgamesi á með-
an Landsmótið stendur yfir frá
3. til 6 júlí.
Af hefðbundnum keppnis-
greinum er yfrileitt beðið með
mestri óþreyju eftir úrslitum í
sundinu og fijálsum íþróttum. Tugþrautarmaðurinn
Jón Amar Magnússon keppir á mótinu en af sterkum
sundmönnum má nefna Eydís Konráðsdóttur. Þá fer
fram keppni í blaki, körfubolta, handknattleik, knatt-
spymu, brigde, glímu, skák og ökuleikni á reiðhjóli.
Golf og hestaíþróttir sem hingað til hafa aðeins verið
sýningargreinar á landsmótum, verða nú í fyrsta skipti
með í heildarstigakeppni mótsins. Óvenjulegar keppn-
isgreinar á landsmótum ungmennafélaganna em svo-
kallaðar starfsíþróttir sem um leið em sannkölluð
skemmtiatriði. Þær eru dráttavélarakstur (ökuleikni á
traktor), hestadómar - þar sem keppt er við dómarann-
, jurtagreining, lagt á borð (fyrir fjóra), línubeiting
(magn á tíma), starfshlaup (ekkert látið uppi um þraut-
ir þær er lagt er fyrir keppendur fyrr en á úrslitastund)
og loks hinn geysispennandi og jafnframt vinsæli
pönnukökubakstur. Fatlaðir taka þátt í þremur greinum
frjálsra íþrótta og í sundi. Stærstur hluti keppninnar fer
fram í Borgamesi, í iþróttahúsinu, í splunkunýrri sund-
laug og á Skallagrímsvelli. Keppni í golfi fer fram á
Hamarsvelli, hestaíþróttir em í Vindási og skákin í Fé-
lagsmiðstöðinni Óðali. Keppt er í tveimur boltaíþrótt-
um á Akranesi, körfu og blaki og í þremur greinum á
Hvanneyri, brigde, fótbolta og dráttavélarakstri. Úr-
slitaleikir fara flestir fram í Borgamesi fyrripart sunnu-
dags en þar verða verðlaun veitt á Skallagrímsvelli við
slit mótsins klukkan hálf þrjú þann sama eftirmiðdag.
Fyrir þá sem ekki hafa áhuga á að fylgjast með öll-
um keppnisgreinum mótsins er meira nóg við að vera.
Svokallað Skógarhlaup hefst á laugardaginn klukkan
18 í Hafnarskógi við Borgarfjarðarbrúnna. Þeir sem
vilja taka þátt geta skráð sig í
hlaupið á staðnum. Allir þátttak-
endur fá verðlaunapening, hvort
sem þeir koma hlaupandi eða
skríðandi í mark. Vilji menn hins
vegar aðeins vera í hlutverki áhorf-
andans er hægt að skreppa á
Hvanneyri. Þar verður ekki aðeins
hægt að fylgjast með keppni í brig-
de og knattspymu heldur einnig
starfsíþróttum, „lagt á borð“,
dráttavélarakstri og jurtagreiningu.
Á milli keppna er hægt að kíkja á
landbúnaðarsýningu sem haldin
verður á Hvanneyri um helgina.
Gestum á henni stendur til boða að
líta á búfé á beit og í stíum eða
skoða vélar og kynna sér starfsemi
stofnana lanbúnaðarins. í tengslum
við landbúnaðarsýninguna fer
jafnframt fram all sérstök pijóna-
keppni þar sem þátttakendur byija
á því að rýja rollu, spinna síðan
band úr ullinni og pijóna að lokum úr henni peysu. Ef
ekkert af þessu freistar er alltaf hægt að skreppa á hest-
bak.
Að sjálfsögðu ekki hægt að halda Landsmót án þess
að gera sér glaðan dag, fagna sigmm, gleyma tapi eða
hitta keppendur utan vallar. Því verður efnt til dans-
leikja í Flugskýlinu í Borgamesi bæði föstudags- og
laugardagskvöld. Hljómsveitimar Draumaland og
Stuðbandalagið úr Borgarnesi leika fyrir dansi sem
hefst klukkan ellefu bæði kvöldin. Á laugardagskvöld-
inu verður reyndar fleira um að vera því haldin verður
fjölskyldu kvöldvaka á Skallagrímsvelli klukkan átta
og klukkan tíu hefst unglingadansleikur í íþróttahús-
inu.
Tapið af tveimur
síðustu Landsmótum
neyddi
ungmennafélagsmenn
til að leyta tryggra
fjáröflunarleiða.
Lausnin er ókeypis
aðgangur að mótinu
fyrir almenning og
hækkun á
þátttökugjaldi.
,
Aðspurðar um viðbrögð á sýninguna líta þær hver á aðra, hluta af sýningum
■ Frelsi, frítími og fegurð í Listamiðstöðinr
Þetta sem við
hafa og að alli
- Segja tveir félagar í Gjörningaklúbbsins, þær Jóní Jóns
ins er að dreifa ást, hjartahlýju og góðum straumum.
„Sýningin fjallar um frelsi, frítíma
og fegurð, það er þetta sem er svo
skemmtilegt við lífið,“ segja lista-
konumar Dóra Isleifsdóttir og Jóní
Jónsdóttir. „Það er það sem við vilj-
um sjálfar hafa og það sem við vilj-
um að allir hafi.“
Þær em félagar í Gemingaklúbbn-
um ásamt Eirúnu Sigurðardóttur og
Sigrúnu Hrólfsdóttur, en klúbburinn
hefur starfað í eitt ár en þrátt fyrir
það hefur starf hans staðið í miklum
blóma.
Fyrsti gemingurinn var framinn í
Dagsljósi, þar sem listakonumar
kysstust mjög innilega og vildu
þannig undirstrika þann kærleik sem
byggi í þeim öllum.
„Annars emm við þeirrar skoðun-
ar að allir hafi frelsi, frítíma og feg-
urð. Það er bara spuming um hvem-
ig fólk kýs að líta á hlutina,“ segir
Dóra.
Eruð þið þá að ögra einhverjum
rikjandi hugmyndum?
„Við emm fyrst og fremst að ögra
okkur sjálfum og öðmm til að hafa
það gaman,“ segir Jóní.
“Þetta em myndskreyttar vanga-
veltur sem við viljum deila með öðr-
um,“ segir Dóra. „Við erum kannski
að sýna femínismann á öðmm nót-
um.“
„Á skemmtilegum nótum, þetta
eiga ekki að þurfa að vera nein leið-
indi,“ segir Jóní. „Konur em ekki
fómarlömb neinna tískukónga,
reyndar ekki eins eða eins.“
„Okkur finnst gervidótið, snyrti-
vömr og slíkt ákaflega skemmtilegt,"
segir Dóra. „
„Það er gaman að geta breytt um
gervi,“ segir Jóní. „Það er afar sorg-
legt að fólk skuli líta á það sem veik-
„Til að undirstrika
leikinn þá höfðum við
hátíðastemningu á
opnun sýningarinnar.
Þar var sannkallað ís-
lenskt veisluþema þar
sem við fengum skáta-
stelpur til að hífa gern-
ingarfánann okkar upp
og niður og allir gest-
irnir fengu litlar veifur.
Og svo buðum við auð-
vitað uppá djús og
kökur.
Við erum líka með
gerningavídeó á sýn-
ingunni þar sem við
búum til allskyns kökur
úr okkur fjórum, jarða-
berja, súkkulaði og
allskonar tertur, og
göngum ansi langt í að
skreyta okkur."