Alþýðublaðið - 03.07.1997, Side 8

Alþýðublaðið - 03.07.1997, Side 8
MMMBLMÐ ■ Enginn vill auka völd sýslumanns Fólk á Sval- barða vill meiri völd heim í hérað Svalbarði er á góðri leið með að verða ósköp venjulegt samfélag og nú vill fólkið á 78 norðlægri breidd- argráðu hafa meira að segja um eigin tilveru. Það vill meiri völd heim í hérað. Það eru sérstakiega kola- verkamennimir sem vilja meiri áhrif, það sýnir könnun sem Aftenposten I dag er sýslumaðurinn allsráðandi á Svalbarða í umboði stjómvalda í Noregi en hann gegnir einnig hlut- verki lögreglustjóra og dómara. Sýslumanni ber einnig að varðveita rétt Noregs og skyldur eftir Sval- barðasamningnum. Svalbarðaráðið sem samanstendur af fulltrúum norskra íbúa Svalbarða og er kosið í beinni kosningu hefur afar takmörk- uð áhrif og er í raun einungis ráðgef- andi samkunda fyrir sýslumanninn og samfélagsþjónustu Svalbarða sem sér um praktíska hluti, svo sem vegi, vatnsveitu, bamaheimili og holræsi, En fólkið sjálft vill ráða ráðum um eigið hversdagslíf og þar er enginn merkjanlegur munur á afstöðu kvenna eða karla eða milli ólíkra ald- urshópa. Stærri fjölskyldur og þeir sem vinna að kolaiðnaði em þó fjöl- mennari í hópi þeirra sem vilja aukið lýðræði. Kolaiðnaður er reyndar á undan- haldi á Svalbarða og hefur dregist saman á síðasta áratug en á sama tíma hefur samfélagið þróast mikið, túrismi hefur aukist til muna svo og störf að rannsóknum. Næstum því 250 manneskjur starfa að ferðamál- um á Svalbarða en það eru aðeins fleiri en þeir sem starfa hjá Spitz- bergen Kulkompani A/S. Háskólinn á Svalbarða hóf starfsemi sína haust- ið 1993 í Longyearbyen en þar em 13 starfsmenn og hundrað stúdentar. Fyrir ári síðan var byrjað að vinna að stefnumótun um framtíð Sval- barða og verður hún sjálfsagt kynnt á norska þinginu í haust. Þar ber hæst framtíð kolaiðnaðarins, en í vor varð ljóst að það er vilji fyrir því að leggja hann af innan þriggja ára og hefur það skapað mikið óöryggi í samfé- lagi. Meirihluti þeirra sem vilja aukið lýðræði vilja einskonar takmarkað heimastjórnarform, þriðjungurinn vill beinar kosningar til sveitastjóm- ar. Enginn óskar þess að sýslumaður- inn fái meira vald í hendurnar, það sýnir könnunin svo ekki verður um villst. Meira en helmingur vill að völd sýslumanns færist yfir á lýðræð- islegra apparat en 42 prósentum finnst að hann eigi að halda stöðu sinni. Hér hafa kolaiðnaðarmenn einnig sérstöðu, 68 prósent þeirra vilja að sýslumaður gefi eitthvað af verkefnum sínum uppá bátinn. Sýslumaðurinn sjálfur Ruune Baard Hansen er ekki hissa á þessum tölum og segist ekki frábitinn því sjálfur að dreifa valdi yftr á lýðræð- islega kjöma stjórn. Velkomin um borð arferjuna Baldur Daglegar ferðir með viðkomu í Flatey Frá Stykkishólmi kl. 10.00 &16.30 Frá Brjánslæk kl. 13.00 & 19.30 Símar: 438-1120 Stykkishólmi 456-2020 Brjánslæk Fax: 438-1093 Stykkistiólmi $8$$$ iiite íím&m mmm Á Saga Class hæð Hótels Esju hafa verið tekiti í notkun 20 ný, íef ur einnig veric opnuð ffáhær aðstaða til heilsu- og líkamsræktar, lieilsulindjn Planet Pulse. ■ Saga Class herbergi Einkaþjálfun Spinning Tækjasalur Gufubað Leirbað Tyrkneskt bað Nudd Snyrtistofa Heitir pottar HOTFI ESJA ICELANDAIR HOTELS Sími 50 50 950 • Fax 50 50 955

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.