Alþýðublaðið - 18.07.1997, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 18.07.1997, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ1997 Hagskinna Sögulegar hagtölur um ísland I fyrsta sinn á Islandi, söguleg tölfræðihandbók, byggð upp á skýran og einfaldan hátt. Aðgengilegt og víðtælct heirriildárrit ölluitl 'þeim sem vilja kynna sér þróun þjóðfélagsins í tölum, Hagskinna geymir gríðarlegt magn tölulegra upplýsinga um land og þjóð. Elstu tölur í ritinu eru frá byrjun 17. aldar og hefur ýmislegt efni bókarinnar ekki komið fyrir sjónir almenn- ings áður. Meðal efnis í bókinni eru tölur um mann- fjölda, atvinnuvegi, viðskipti við útlönd, laun, neyslu, verðlag og vísitölur, fjár- málastarfsemi, þjóðarframleiðslu, félags og heilbrigðismál, dómsmál, skólamál, menningarstarfsemi og kosningar. Hagskinna er prýdd fjölda skýringar- mynda og er 957 bls. Verð 7.900 kr. Hagskinnaá geisladiski. Verð 9.900 kr. Sé bókin keypt ásamt geisladiski er veittur 15% afsláttur. Ymsir greiðslumöguleikar í boði. Hagskinna er fáanleg í afgreiðslu Hagstofunnar. Opnunartími 8:30-16:00. Pöntunarsímar 560 9860 og 560 9866 Hagstofa íslands Skuggasundi 3 150 Reykjavík - Sími 560 9800 - Bréfasími 562 8865 Úr alfaraieið Afi Darwins kom frammeð ■ • ■; • ■ hug- myndina að þróun- arkenn- ingunni Maðurinn sem setti fram þró- unarkenninguna skuldaði afa sín- um meira en áður hefur komið ffam. í nýrri ævisögu Erasmus Darwins, afa Charles Darwin, segir að ekki eingöngu hafi hann komið fram með hugmyndir um líffræðilega þróun löngu á undan sonarsyni sínum heldur hafi hann einnig sett fram hugmyndir um náttúruval. Það hafi sfðan komið í hlut Darwins að sanna kenningar afa síns sem var bæði læknir og ljóðskáld. Höfundurinn Desmond King - Hele, segir að Charles hafi stund- að rannsóknir sfnar í rökréttu samhengi meðan afi hans hafi ratað á réttu hugmyndimar fjöru- tíu ámm áður án þess að hafa fyr- ir því haldbærar sannanir. Ævi- sagan kemur út á næsta ári Hugmyndir Erasmusar um þró- un mannsins opinberuðust hon- um þegar hann var beðin um að bera kennsl á gömul bein árið 1760, en gat það ekki. Þar sem hann gerði sér grein fyrir að þau væm af óþekktri tegund komst hann að þeirri niðurstöðu að teg- undimar hefðu breyst.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.