Alþýðublaðið - 18.07.1997, Síða 5

Alþýðublaðið - 18.07.1997, Síða 5
FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 „Ég vissi ekki af því“ Þorsteinn Pálsson segist ekkert hafa vitað af fjárkröggum ríkissaksóknara. Á sínum tíma tjáði þó aðstoðarmaður hans sig opinberlega um málið, og margsinnis var falast eftir við- tölum við ráðherrann um það. Staða ríkissaksóknara er betri nú en þá. Spurt er: Hvers- vegna lét ráðherrann ekki skoða fjármál embættismannsins þá, fyrst þess er nauðsyn núna? Hversvegna hefur ráðherrann gleymt málinu? Yfirlýsingar Þorsteins Pálssonar, dómsmálaráðherra, um að hann hafi ekkert vitað um fjárhagserfið- leika Hallvarðs Einvarðssonar, ríkis- saksóknara, hefur mætt furðu þeirra, sem þekkja til málsins. Hæstaréttar- lögmaður sagði í samtali við Alþýðu- blaðið að það væri með ólíkindum að „dómsmálaráðherrann hafi ekki vitað af fjárkröggum Hallvarðs, því bæði var staða hans til áberandi umfjöllun- ar í íjölmiðlum fyrir nokkrum árum, og á þeim tíma var talað um það meðal manna í stéttinni að mál hans væru til skoðunar í dómsmálaráðu- neytinu. I DV fyrir skömmu var ráðherrann spurður hvort ráðuneytið væri þess vart, að fjárhagsstaða embættis- mannsins hefði verið slæm um ára- bil. „Ég vissi ekki af því,“ sagði Þor- steinn, „en þori ekki að segja um aðra.“ Málið gamalt Þessi yftrlýsing er merkileg í ljósi þess, að eftir að Þorsteinn varð dómsmálaráðherra var mjög áber- andi umfjöllun um kröggur Hall- varðs í Pressunni. Pressan leitaði þá sérstaklega álits nafngreindra hæstar- réttarlögmanna og siðfræðings um hæfi Hallvarðs til að gegna embætt- inu í ljósi erfiðleika hans. Mynd af umfjölluninni er birt hér á síðunni. A þessum tíma hafði Hallvarður ekki lokið málum sínum gagnvart bönkum einsog núna, og möguleik- inn á gjaldþroti hans var hluti af um- fjölluninni. Meðal annars var nm hann fjallað í samtali við hæstaréttar- lögmann í Pressunni. í embættið er skipað af forseta ís- lands samkvæmt tillögu dómsmála- ráðherra, og eftirlitið er þvf alfarið á hendi hans ráðuneytis. Lögum sam- kvæmt verður ríkissaksóknari að vera fjár síns ráðandi, og samstundis og fjárþrot hans vofir yfir vaknar eft- irlitsskylda dómsmálaráðherra. Aðstoðarmaðurinn vissi Skortur ráðherrans á vitneskju um málið er enn merkilegri í ljósi þess, að aðstoðarmaður hans, Ari Edwald, sem er lögfræðingur að mennt, vissi af erfiðleikum Hallvarðs. Svar hans í Pressunni á sínum tíma gefur tilefni til að ætla, að málið hafi verið skoð- að með óformlegum hætti í ráðuneyt- inu. En eftir Ara var haft, að málið hefði ekki verið til „formlegrar" skoðunar, væntanlega hefði ekki ver- ið talið tilefni til þess. Hvað sem öðru líður staðfesta ummæli hans að minnsta kosti, að aðstoðarmanni dómsmálaráðherra var fullkunnugt um fjármálavanda ríkissaksóknara, og með tilliti til lagabókstafsins sem vitnað er til að ofan, er með ólíkind- um er ráðherranum hefur ekki verið kunnugt um það líka. Alþýðublaðið hefur einnig heimildir fyrir því, að Pressan lagði fjölmörg skilaboð til Þorsteins þar sem óskað var eftir við- tali við hann vegna málsins. Litlir kærleikar Menn, sem gjörþekkja Hallvarð Einvarðsson, sögðu að litlir kærleik- ar væru með Hallvarði og Þorsteini Pálssyni. Vinnubrögð þess gagnvart honum væru vægast sagt ekki til fyr- irmyndar, og því ekki undarlegt a það reyndi að láta líta svo út sem það kæmi hvergi að málum, og þættist jafnvel ekki vita af fjárhagsvanda hans. Eftirtekt vakti, að svo ð segja sam- stundis og ráðherrann hafði lýst yfir að ekkert hefði komið fram sem gæfi til kynna að meinbugir væru á því að ríkissaksóknari rækti starf sitt einsog lög bjóða, tilkynnti hann að málið væri eigi að síður það alvar- legt, að hann hefði falið ráðuneytis- stjóra dómsmálaráðuneytisins að fara yfir málefni Hallvarðs með honum sjálfum. Þessi yfirlýsing veikti stöðu ríkissaksóknara. í ljósi ofangreinds getur enginn vafi Ieikið á því að ráðuneytinu var fullkunnugt um kröggur embættis- mannsins. Varðandi stöðu Hallvarðs er ljóst, að ekkert hefur breyst frá því málið var síðast til skoðunar í ráðu- neytinu, nema hvað þá virðist mögu- leiki á gjaldþroti vera til staðar, en fjölmiðlar hafa greint frá því að í dag hefúr hann gengið frá málum sínum gagnvart bönkunum. Staða hans, ef eitthvað, er því betri. Spurningar vakna Þetta vekur óneitanlega spumingar gagnvart ráðuneytinu og ráðherran- um: Hvers vegna var ekki þörf á því að fara yfir málið á sínum tíma, þegar staða embættismannsins var þó verri en hún er í dag? Hversvegna kveðst ráðherrann ekki hafa vitað af kröggum Hall- varðs, þegar fyrir liggur að á sínum tíma var málið á vitorði ráðuneytis- ins, og margsinnis var falast eftir samtölum við hann um málið, - en án árangurs? Hefur ráðuneytið eitthvað að fela í málinu? VISSI ekki6 14 PRESSAN nm Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari í fjárhagsvandræðum Leiðir til vanhæfni í einsti um málum eða almennt Lögmenn óttast stöðu þessa valdamikla embættis Hallvarður Eítivarösson, rlkissaksóknari hefur um nokkurt skdð átt í umtals- vctðum fjárhagsvamlraedum licfur fchgið á *ig stcíhur af þcini sökum. Nýverið sáu tvö stórfyrirtickí sig tilneydd til yþess að lita taka Qárnám i A íbúð hans I Miðíciti 10 rítír að hafa árangurslaust stríht hon- utn fyrír héraðsdhm. Búmð- yarbanktnn stcfridi honum í irtars árið 1990, rúmu iri cftir að lftgftscðingurinn unditrílar stefnuna, vcgna 220 þúsund kiúna skukl scm haíði wfnað h sig dtáUarvðxlum ftí 1986. jMÚhann Einvarösson, bróðir Halivarðs, gaf vlxilinn út cn Hallvarður samþykkti hatm nl gteithlu stuttu ríðar. kját nim bankans I Ibúð Hallvarðar cr Uj>p á riflcga 1,1 ntilljún og et dagsctt 28. aprfl aíðastííðínn. Hin stcfnan scm leiddi lil ffh- cr frá Vájiyggingafélagi islands. HaHvaréur skuldaði Samvjtmuuyggingum og gaf út skultlabréf í árdiyrjun 1988 vrn skyldt gtcíða af miiuðar- lcga. F.kk;cr« var grcitt af skuldabréftnu og var HaH- varöi slcfnk Ijámáintð cr dag- sctt 27. mal siðastliðínn og hfjóðar upp á 5Ó5 |>úsund któnur. Fvrirt*k»n fá kröfurta við- M> lHiljrirtlki * aneiM » >í tíu ÍSnOm i W ta». Art*4«nui ™« Ungraramfi é^oldnar sUáár og áraíípatíaasar tltfiwr fjnr héra«w«mt. sókuara aft vcra nlgctlcga hlutí. hað vcíkir Hann scnt flckklatts. helUt lúýJttr að vera enih.ritbmann þó að |>ao gcn !4hygg)ucfni dómstnálaráðu- hann ckkí vanharfan almcnnL Incytisinsogégvrít að |>cim cr En þctta gctur náttúrlcga kunnugt um að hann cr i Iját • valdið vanhacíi I cmstökum málavandr.rðura,*‘ sagðt málum. „ aðstóðu að vera skuldugir,** sawtí aunar viriur h.'cstarétt- arlögtnaður. Víkur vlb gjaldþrot „hctta cr hugsanlcgut ntögufctkt I hvaða landi sem er, ég tala nú ckki un» hina sjnfitu Amcriku. En hérna cr ég nú frckar i |>vi að það komi slður ttl bess að nokkur imð- ur mjTttli tcyna prcssu i sak- sóknata landsinr,segtr öm CUusen, hx.suréttatíögmað- ur. J iitt cr annaö máí að ef slík átás Íuctni ú bann og hanu sicí cnga leið um hjálp með aðstoð Ijðlskyldu cða vina að fá lán scm dygðu hoitum j»á g.x-li sú staða komíð upp að \k\ö vatrri beðíð um daldprot á hann. l»á varri ttúkga atvcg útilokaö að hann garti veríð áfram ,* sagði örn. Hðöur slnuiti Iðna- tírottnum „Auðvíiað er |>að ÚJeskílegt að dómarar séu » eínhvcrjum jkuldavaiKlrarðum. I’O að |>.?ð þurfl ekki að bitna á starUnu cr |>að nú svona hrídur tU að veikja traust. í*að er nú ein- nútt réulaíling |>ess að dðntar ■ ar cru Wtt launaðir að þeir séu óháðtt og mcnn gcti ckki skýrskotað til Jwa vegna sér- sJóðu {>cirra,“ sagðt iagapró- Íessor scm ckki vfldi láia ruifn sins gctið. „Fjimátn parf úi af fyrít sig ekki að {týöa að mað- ur sé orðítm fangi krðfvthafa cn allt svona cr auðvitað étxskílegt, haðcralltafluelta á að mcnn liti svo i að {>ama sé hann háður sírtum lána- droitnum,* sagði satni laga- prófessor. Fátækllngar ekkl van- hreflr flíðtu hragði mundí ég ekkt hahla að skuldir hcfðu áhrif á almerma ha.*íni maima tB *ö gcgtu opinlxntm cmb- íeUum,“ scgir Gunnar Hclgi Kristinssan, lektor l stjórn- tnáíafiarðt. „bað geta aUir lcnt í Jjárhagvórðuglcikum án þcss að J'að ié enoilcga ásiaeda til {«rss að gruna |>á utn citthvað misjafm, vanwefí i siarft eða ÖRK CIMJSOI Cjikfrrot «l&ka álrínittídwtS retu hans I tn&tHi. citthvað ólóglcgt atíixfi. hað er hcldur ekkt J>anntg að íá- tarklingar séu almeiml van- h*flr til að gfgna cmbxttum. Pað föctu komíð uj>p lUvik i ctnstaka málum }>m sem hugsanlegír láriaarottnar ktrmu við sögu, þar sem harfní þeirra gícli orkað tvi- m*Hs, l*á væti }>aö þcirra skykb sjálfra að vekja athygji á Jón Magnússon, hæsíaréítarlögmaður Hiilfliu (iniiknnMivfÍíU Hluti af heilsíðugreir, Pressunnar 22. júlí, 1993, þar sem meðal annars var rætt við aðstoðarmann Þorsteins Pálssonar um fjarhagsvandræði embættismannsins, sem Þorsteinn kveðst nú ekki hafa haft hugmynd um. Velkomin um borð arferjuna Baldur Frá Stykkishólmi kl. 10.00 &16.30 Frá Brjánslæk kl. 13.00 & 19.30 Símar: 438-1120 Stykkishólmi 456-2020 Brjánslæk Fax: 438-1093 Stykkishólmi

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.