Alþýðublaðið - 18.07.1997, Page 7

Alþýðublaðið - 18.07.1997, Page 7
FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Ólafsvík frá byrjun aldarinnar varð. En ekki er að sakast um það, þú ert góður og blessaður eins og þú ert. Fátt ífréttum. Ég hefi mikið að gjöra og má hamingjan ráða ef ég á að geta klofið það, ég skal segja þér að þessir svonefndu lœrðu menn eru ekki öfundsverðir eins og fólk al- mennt hyggur. Menntabrautin er stráð þymum ogfull af eggjagrjóti, sem heggur fœturna svo blœðir úr. Ég hygg að flest erftði sé léttara en náms púlið. Eg vona nú samt að mér takist með hjálp guðs að kljúfa það. Yfir höfuð leikur líftð við mig. Eg er kostaður í skóla af einhverjum ríkasta manni landsins Ludvig Kaaber konsúl. Kom Einar Jónsson myndhöggvari mér í kynni við hann. Lœtur hann mig ekkert vanta. Nú er svo komið að ég get hér um bil lifað eins og mér þykir best - Já, tvennir eru tímamir. Og eiginlega skammast ég mínfyrir þetta, þegar ég hugsa heim til pabba, gamals og lasburða og mömmu heilsulítillar og aum- ingja litlu stelpnanna systra minna. Mín Ijúfasta von er þó að geta orðið þeim einhvem tíma að liði. Lífið í menntaskólanum er fremur dauft núna, þó starfa skólafélögin. Vtð skrifum tvö blöð í skólanum, heitir annað „Skinfaxi". Iþað eru ritaðar sögur og ritgjörðir. Hitt blaðið heitir „Hulda“. Iþað eru að- eins skrifuð kvæði. En það er nú fátt um skáld nú í skólanum. Ég held að ég sé eina skólaskáldið, sem er þar núna. Ér hefí sett nokkur kvœði í „Huldu“. Eitt er svona: -(Það heitir „Bráðum kemur nóttin“-) 1. Bráðum kemur nóttin þá blakk minn eg leysi Og burt með geystum stomium um háfjöllin þeysi. Hœ,hó! Nú bitrum brandi Skal brugðið viðjum á - Og senn, minn Faxi, við þér andar víðáttan blá! 2. Fagurt grundin dunar og dátt í felli kveður Og djarft minn fákur áfram í náttskuggana veður. Hœ, hó! Hve nœturblœrinn í brimi fax þíns hlœr Sem byltir sér um makka þinn sem myrkblár öldusœr-! 3. Að baki liggur œskulandið bláum vafið draumum. Og bráðum nem ég fossgný frá ókunnum straumum. Hœ, hó ! Nú stormamir vakna Og stíga dans um haust Og kveðast á með hlátrasköll við hófa þinna raust! Það er fangi sem er að flýja útí nóttina og storminn og talar við hest- inn sinn Faxa sem ber hann burt frá œskulandinu og út í frjálsa víðátt- una. Og svo ýmislegt fleira hefl ég látið frá mér fara. Eg nenni ekki að týna fleira til hér. Enda óvíst að þú haflr neitt gaman afþví. Hvemig gengur með þjóðsögurn- ar? Segðu mér eitthvað frá því nœst. Ég vona að þú skrifir mér bráðum aftur. Eg skal ekki láta þig bíða lengi eftir bréfifrá mér. Hér eftir er best að við tökum upp gamla siðu og spjöll- um saman öðru hvoru eins og fyrr- um. Mér þykir alltaf gaman aðfrétta að heiman, en þó vcenst um að heyra eitthvað frá þér og svo foreldrum mínum. Ef allt gengur skaplega í vetur, þá kem ég heim í vor að afloknu prófi og dvel þá heima góðan ti'ma. Þá skul- um við taka það eins og fyrr. - Því miður má ég ekki vera að að hafa það lengra íþetta skipti. Þú fyrirgef- ur hvað þetta er ómerkilegt. Nœst þegar ég skrifa þér segi ég þér eitt- hvað af Mývatnssveit. Það er feg- ursta sveitin sem ég hefi komið t'. Annars erfagurt á Norðurlandi, þótt mér þyki öllu jafnfrt'ðara land á Austurlandi. Berðu Kristínu þinni og bömum kcera kveðju og fleiri góðkunningj- um. Svo óska ég ykkur öllum gleði- legra jóla - þar heima. Vertu svo blessaður og hamingjan sé œtíð með þér og öllum þínum. Þinn Jóhann Jónsson Upptestur og einsöng- ur i Olafsvík Þegar Jóhann reit þetta bréf til Magnúsar frænda síns var hann um tvítugt. Hann lauk stúdentsprófi ffá Menntaskólanum í Reykjavík 1920. Þá þegar var hann kunnur fyrir heill- andi kveðskap sinn og töfrandi upp- lestur. Vorið 1920 fór hann til Ólafsvíkur að fmna móður sína og frænda og fleiri kunningja en faðir hans var þá allur. Magnús segir frá því að í síðasta sinn sem Jóhann kom til Ólafsvíkur 1920 þá las hann upp kvæði á sam- komu og söng einsöng í nokkrum lögum því hann var vel þeim hæfi- leikum búinn. Eins og segir m.a. frá í Grikk- landsárinu giftist hann ári síðar í Reykjavík Nikolínu Amadóttur ætt- aðri frá ísafirði. Halldór segir að þær fagrar konur sem Jóhann hafi mátt þola í lífi sínu hafi verið honum á við sjö plágur Egyptalands, nema þær tvær sem hann bjó langdvölum með Nikolína og frú Goehlsdorf. - Hún var bláeyg, bjarthærð og grönn, þó ekki beint horuð, með hörund eins og fílabein, lýsir Halldór Nikólínu en kveðst ekki hafa kynnst mörgum konum sem væm torveldari í skil- greiningu en hún. Hún var glaðvær stúlka, en líka grátgjöm, og mikil innisetukonu, lá oft vikum og mán- uðum saman rúmföst. Var hún ekki af sömu dulúð ofin og ástmaðurinn sem hún tók til ekta haustið 1921? Þýskalandsdvölin Brúðkaupsferð þeirra Nikolínu varð hans eina utanlandsferð og hann átti aldrei afturkvæmt. Þau komu til Þýskalands 1921 og Jóhann stundaði um fjögurra ára skeið háskólanám í bókmenntum í Leipzig og Berlín. Hann kom aldrei aftur heim til Is- lands en dvaldi mest í Þýskalandi síðustu árin sín. En einnig á Italíu og í Sviss og eitt sumar á Norðurlöndum en sakir vanheilsu hafðist hann þá mest við á heilsuhælum. Bókmennta- iðja hans var um leið lifibrauðið og atvinna alla tíð. Hann vann við þýð- ingar úr íslensku og dönsku á þýsku t.d. ritverk eftir Gunnar Gunnarsson rithöfund úr dönsku á þýsku og fleiri skáld en samning eigin verka er sveipuð nokkurri leynd. Sagt hefur verið að hann hafi ekki gert annað ytra í eigin skáldskap en yrkja um einhver æskukvæði sín og gera drög að stærri verkum, Engu að síður orti hann frægasta kvæði sitt, Söknuð, í Þýskalandi 1926 og margvísleg önn- ur bókmenntaiðja t.d. við þýðingar hélt honum föngnum. En langvinn og lamandi veikindi drógu smám saman úr honum mátt- inn og af bréfum hans til Kristins E. Andréssonar sem birtast í öðrum þætti af Jóhanni hér í blaðinu á næst- unni má sjá hversu síðustu mánuð- imir voru honum þungbærir. (Heimildir: Handrit Magnúsar Kristjáns- sonar, Bréf Jóhanns Jónssonar frá 1917, Frásagnir Þorbjargar Ijósmóö- ur(Sól af lofti líður, Halldór Pjetursson skráði 1973), Þjóðlíf 5.tbl. 1988. Grikk- landsárið og Af skáldum eftir Halldór Laxness) /JíúA cCuiJtuéu dJJ'éTtiki. .. .'l' -f *> ♦. cnJCauJjöj Oxux+rm. J jfcaprrrtx /ÍAcJ Ýmw'/. <jf\4íZuX Jía uuft iJtJoutJ étðtFnJJð \ Lsfí* SjJc J&trynáí /cítu> „Yfir höfuð leikur lífið við mér.. “ Bréf Jólianns til Magnúsarfrcmda hans 6. desem- ber 1917. Jóhann Jónsson og Amfimnur Jónsson á menntaskólaárunum. Þeir urðu siðar samtím- is í Þýskalandi. Arnfinnur varð skólastjóri á Austfiörðum og i Reykjavík (faðir Róberts leikara). BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚM 3 • 108 REYKJAVIK . SÍMI563 2340 . MYNDSEAIDIR S62 3218 Vesturbæjarskóli Auglýst er kynning á viðbyggingu við Vesturbæjarskóla, vegna einsetningar skólans. Melaskóli Auglýst er kynning á stækkun (nýbyggingu) við Melaskóla, vegna einsetningar skólans. Selásborg við Skólabæ Auglýst er kynning a lóðarstækkun og nýbyggingu leikskólans Selásborgar við Skólabæ. Ábendingum og athugasemdum vegna ofangreindra kynninga skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en 15. ágúst n.k. Kynningarnar fara fram í sal Borgarskipulags Reykjavíkur og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð kl. 9-16 virka daga og stendurtil 15. ágúst 1997. Magnús Kristjánsson smiður i Ólafsvík, bróðir Steinunnar móður Jóhanns skálds, var fœddur í Ytra -Skógamesi í Miklaholtshreppi 1. október 1875. Segja má að Magnús hafi verið siskrifandi rithöfundur, en sárafátt af því sem hann reit hefur komið fyrir almenningssjónir. Hann hélt dagbók allt frá unglingsárum til dánardœgurs 1963. Segja má aðfrá því hann hóf dagbókarskrif hafi ekkifallið dagur úr. Auk dagbókar- innar fékkst hann við skrif þjóðsagna og-þátta, minninga og frásagna sem lesþjóðinni gefst vonandi kostur á að kynnast af bók innan fárra ára. Þar er að finna m.a. frá- sagnir afJóhanni Jónssyni sem hér koma við sögu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.