Alþýðublaðið - 29.07.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.07.1997, Blaðsíða 1
MÞYÐUBLMÐ Þriðjudagur 29. júlí 1997 Stofnað 1919 100. lölublað - 78. árgangur Hlín Agnarsdóttir segir sig úr leikhúsráði: Tveir mánuðir voru alveg nógu langur tími fyrir mig Kín Agnarsdóttir leikstjóri og eikskáld hefur sagt sig úr leik- húsráði Borgarleikhússins. Hún var kosin í vor til setu í ráðinu til þriggja ára af félögum sínum í Leikfélagi Reykjavíkur. Þú hefur sagt þig úr leikhúsráði Leikfélgs Reykjavíkur? „Það er rétt." Hvers vegna? „Af persónulegum ástæðum. Eg get ekki sagt neitt meira af því ég á eftir að ræða betur við fyrrverandi félaga mína í leikhúsráði." Hvenær sagðirþú þig úr ráðinu? Á þriðjudaginn í síðustu viku." Varþetta skyndiákvörðun? „Nei, ég þarf ekki að taka neinar skyndiákvarðanir." Hvað varstu búin að sitja lengi í leikhúsráði? „Ég sat ekki í nema tvo mánuði. Það var alveg nógu langur tími fyrir mig." Komu störf leikhússráðs þér á óvart? „Nei, enda er ég ekki að koma að þessum málum í fyrsta skipti. Eg hef mikla reynslu af leikhúsi og þekki leikfélagið út og inn þótt ég hafi kannski ekki þekkt öll innri málefni þess. Störf ráðsins vom ekkert ólíkt því sem ég bjóst við en síðan komii upp ýmis mál. Eg var tvístígndi áður en ég bauð mig fram til seto í ráðinu og það má segja að sú ákvörðun hafi verið meiri skyndiákvórðun en sú að segja mig úr því." Leist þér ekkert á þetta fyrirfram ? Nei, mér leist ekkert á þetta fyrir- fram af fenginni reynslu af því að vinna í Borgarleikhúsinu. En ég ákvað að gefa kost á mér til að láta á þetta reyna." Þú segist hafa verið tvístígandi hvort þú œttir að gefa kost á þér, hvers vegna? Þarf ég að skýra það? Sjáðu hvern- ig ástandið er búið að vera í Borgar- leikhúsi undanfarin ár. ¦ Útfararræðan fundin Duft skálds- ins jarðsett í Ólafsvík „Oss finnst það flestum ein- kennilegt að hér skuli nú fara fram minningarathófn hjá dupti manns er lést í framandi landi fyrir 3 árum réttum", sagði sr. Magnús Guðmundsson sóknar- prestur í Ólafsvík við útför jarð- neskra leifa Jóhanns Jónssonar skálds í Ólafsvíkurkirkju 2. september 1935. Útfararæðan er meðal þeirra forvitnilegu heimilda sem Ósk- ar Guðmundsson hefur fundið um Jóhann Jónsson og birt í Al- þýðublaðinu að undanförnu. Þriðji og síðasti þátturinn er í blaðinu í dag. Sr. Magnús kvað duftið flutt að tilhlutan Elíasabethar Goehlsdorf, ástkonu skáldsins sem þannig vildi „ framkvæma heitustu ósk ástvinar síns. Hún vissi að honum stóð eigi á sama hvað um duptið yrði. Vissi að þrá hans var sú, að það mætti .geymast í þeim sama helga reit. er honum þótti vænst um í líf- inu, í þeim reiti þar sem dupt fóður og systkina geymist. Duptið er hingað flutt, vegna þess að vér vitum að andinn sem lifir gleðst við þessa at- höfn. Það er einnig hingað flutt til að að helga móðurinni minn- ingar um elskaða soninn. Þótt hér sé aðeins duptið , þá lifir minningin um um unglinginn sem hér ólst upp, minningin um skáldið og rithöfundinn er síðar varð. Og andinn lifir, sálin lifir. Sál Jóhanns sáluga Jónssonar. Sálin sem var svo miklum og margvíslegum hæfileikum gædd.." Sjábls. 4-5 Kristján Viðar á fundinum Útifundur vegna Geirfinnsmálsins var á Lækjartorgi á föstudag. Meðal fundarmanna var Kristján Viðar Við- arsson, en hann var dæmdur í 16 ára fangelsi í málinu. Kristján Viðar er fyrir miðri myndinni. Hræringar í dagblaðaútgáfu Framtíð Alþýðublaðsins óráðin skýrist síðar í vikunni. Ekki allir á eitt sáttir með stöðuna Flokksstjórn Alþýðuflokksins kemur saman síðar í vikunni, þar verður tekin afstaða til framtíðar Alþýðublaðsins, en nú er líklegast að blaðið verði hluti af stærra blaði þar sem að koma Dagur-Tíminn og Alþýðubandalagið auk Alþýðu- flokksins. Verði af útgáfu nýs blaðs verður það í samstarfi við Frjálsa fjölmiðlun. Innan Alþýðuflokksins eru mikl- ar efasemdir um hvort rétt sé að hætta útgáfu blaðsins. Fram- kvæmdastjórn kom saman í gær til að ræða stöðuna. Athygli vakti að Össur Skarphéðinsson, ritstjóri og alþingismaður, var ekki boðaður á fundinn. Alþýðubandalagið stendur í svipuðum sporum með Vikublaðið, sem hefur verið málgagn flokksins. Ámundi Ámundason hefur tryggt sér tæpan meirihluta í Helg- arpóstinum og æflar sér að taka yfir útgáfu þess blaðs. Deila um for- kaupsréttindi hefur tafið fyrir nið- urstöðu um hvort Amundi eignast meirihluta í útgáfufélagi Helgar- póstins. Sighvamr Björgvinsson, formað- ur Alþýðuflokksins, hefur tilkynnt starfsmönnum Alþýðublaðsins að þeim verði tryggð vinna hjá sam- einuðu blaði komi til útgáfu þess. Kristinn H. Gunnarsson, alþing- ismaður Alþýðubandalagsins, sagði að sér þyki ekki mikil eftirsjá af Vikublaðinu. Hann segir að verulegt tap hafi verið á rekstrinum og sem fjölmiðill hafi blaðið ekki skilað því sem vonast var til þegar ráðist var í útgáfu þess. Varðandi Helgarpóstinn sagði Kristinn að Alþýðubandalagið hefði aldrei átt að festa kaup á hluta þess blaðs og salan á hlutabréfun- um sýndi að það hafi verið rangt, á sínum tíma, að kaupa hlut í blaðinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.