Alþýðublaðið - 29.07.1997, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1997
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
sem til fjölda margra ára var aðal
viðkomustaður ferðalanga um Suð-
urland. Þar var mjög umfangsmikill
rekstur og unnu systumar allar þar,
Guðný þó lengst og rak hún skálann
á tímabili. Rúrí og Tryggvi tengdust
því eðlilega lífinu í skálanum og
voru mikið hjá fjölskyldunni á Sel-
fossi og eiga þaðan skemmtilegar
minningar. Guðlaugur reisti hús rétt
við Selfossbrúna sem ber nafnið
Ingólfur og bjó fjölskyldan þar til
skamms tíma, Guðrún systir Guðnýj-
ar lengst af. Guðný minntist oft tím-
ans í Tryggvaskála og þekkti hún
fjöldann allan af fólki sem þar hafði
átt leið um og marga fastagesti í
gegnum tíðina.
Eftirlætisstaður fjölskyldunnar var
sumarbústaðurinn Varmahlíð sem
byggður var við Alftavatn. Þar
byggðu Guðbjörg systir hennar og
hún saman bústaði á stríðsárunum og
Guðríður systir þeirra á næstu lóð og
dvöldu þær þar á sumrin með bömin.
Eiginmennimir komu um helgar og
þegar því var við komið. Guðnýju
þótti afar vænt um þennan stað og
gladdist yfir að dóttir hennar skyldi
taka við bústaðnum og halda fjöl-
skyldunni þar saman.
Einnig hafði hún mjög sterkar
taugar til fjölskyldu sinnar í
Landsveitinni og rifjaði oft upp frá-
sagnir af lífi fólksins síns þar, afleið-
ingum af jarðskjálftanum 1896 og
baráttunni við sandinn, eldgos og
önnur náttúruöfl, sem svo sterk spila
inn í líf þessa fólks.
Karl eiginmann sinn missti hún
árið 1952. Þau höfðu þá nýlega flutt
úr Auðarstrætinu í stærri íbúð í
Drápuhlíðinni, þar sem Guðný bjó
með böm sín í nokkur ár, en minnk-
aði svo við sig, þegar þau fluttu að
heiman og var einn af frumbyggjun-
um í Safamýrinni þegar Háaleitis-
hverfið byggðist. Hún rifjaði oft upp
þegar við gengum um fallegt og gró-
ið hverfið, hvemig það hafði verið í
heilan vetur án nokkurrar götulýsing-
ar að þræða yfir skurði og malarbingi
langar leiðir til að komast að húsinu.
Hún eignaðist þar fallegt heimili og
naut þess mjög að búa þar meðan
heilsan leyfði. Guðný vann lengi á
Mjólkurbamum, en lengst af við
verslunarstörf á Týsgötu 1, í KRON
á Skólavörðustígnum og hjá Þómnni
í Exeter á Baldursgötunni.
Guðný hafði ákveðnar skoðanir á
þjóðmálum og fylgdist vel með. Hún
var mikil sjálfstæðismanneskja, samt
frjálslynd, enda faðir hennar Guð-
laugur í Tryggvaskála einn mesti
sjálfstæðismaðurinn á Suðurlandi og
tengdafaðir systur hennar, Egill
Thorarensen, mesti framsóknarmað-
ur héraðsins. Skildum við aldrei
hvemig hún gat getið af sér svona
mikinn „krata“ eins og hann Tryggvi
er, það er ekki mér eða uppeldinu að
kenna, sagði hún oft hlæjandi. Það
var oft líflega rætt um pólitík yfir
matborðinu hjá henni sérstaklega
þegar Skarphéðinn, tengdafaðir
Rúríar, sem er mjög róttækur, var ná-
lægur.
Hún hafði yndi af lestri góðra bóka
og ferðalögum, bæði innanlands og
utan. Ógleymanlegar em ferðir okkar
á æskuslóðir hennar og einnig allar
ferðimar til Italíu og Spánar. Hún
heillaðist sérstaklega af Ítalíu og var
ekki rónni fyrr en hún gat fengið
Gunnu systur sína til að koma einu
sinni með til Ítalíu og njóta menning-
arinnar, sólarinnar og fegurðarinnar
með okkur.
Tengdamamma fylgdist mjög vel
með velferð allra í fjölskyldunni.
Hún fýlgdist með bamabömunum og
hvemig þeim gekk í íþróttunum og í
skólanum. Það var gaman að fylgjast
með krökkunum þegar þau fengu
einkunnir sínar. Þá var aðalatriðið að
sýna ömmu hvemig hafði gengið.
Hún hafði lag á a' veita þeim þannig
dálítið aðhald og verðlaunaði auðvit-
að þegar vel gekk. Guðný var mikill
höfðingi í sér og lagði metnað sinn í
að veita vel og gefa góðar gjafir. Hún
stritaði og sparaði við sig til að geta
glatt ungana sína. Ef við leyfðum
okkur að gera athugasemdir við
ofrausnina í henni þá vorum við
kveðinn fljótt í kútinn með þeim orð-
um að þetta væri nú hennar gleði og
við skyldum ekki leyfa okkur að
skipta okkur neitt af því. Hún var
mikil hannyrðakona og hafði lært
kjólasaum á yngri ámm. Heimilið
hennar bar þess fagurt vitni og aldrei
féll henni verk úr hendi og var hreint
ótrúlegt hverju hún kom í verk. Hún
lét ekki nægja allar peysumar og
sokkana heldur bróderaði hún fallega
stóla handa öllum bamabömunum og
var það ærið verk og sýnir hug henn-
ar til þeirra.
Það er margs að minnast að leiðar-
lokum. Ég þakka tengdamóður minni
samfylgdina og allt sem hún var okk-
ur Tryggva og bömunum. Megi góð-
ur Guð geyma hana hjá sér.
Vigdís Bjarnadóttir
/
Idag kveð ég ömmu Guðný hinstu
kveðju. Ég trúi að nú líði henni vel
eftir áralanga legu á Sólvangi í Hafn-
arfirði.
Minningin um góða og heilsteypta
persónu situr eftir. Amma Guðný var
vanaföst og reglusöm kona. í Safa-
mýri 40 bjó hún ein og var heimili
hennar afar snyrtilegt og þar var
mjög notalegt að koma. Ég var tíður
gestur á hennar heimili sem krakki.
Pabbi var að byrja í hestamennsku og
tók okkur Kalla bróður alltaf með í
hesthúsin og oftar en ekki var komið
við hjá ömmu Guðný sem gaf okkur
öllum eitthvað gott í svanginn.
Eldamennska féll henni vel úr
hendi enda hafði hún sem hótelstýra
í Tryggvaskála á Selfossi kynnst
mikilli matseld. I Safamýrinni hélt
hún uppteknum hætti og þóttu réttir
hennar afar ljúffengir og góðir.
Nokkrir atburðir tengdir matargerð
gleymast ekki. Þannig háttaði að
þegar ég var 11 ára flutti ég úr vest-
urbænum í Reykjavík í austurbæinn,
nánar tiltekið í Álfheima. Erfitt var
að rjúfa tengslin við vesturbæinn og
þann vetur stundaði ég badminton
með KR á laugardögum. Ömmu
Guðný fannst því tilvalið að áður en
farið yrði með strætó vestur í bæ
skyldi fyrst borðaður hádegisverður
hjá henni í Safamýrinni. Þar með var
það ákveðið og á hverjum laugardegi
gengum við Kalli bróðir til hennar.
Einnig er gaman að rifja upp sum-
arið þegar ég var 16 ára og tók að
mér að slá blettinn fyrir Margréti,
langömmu mína, og Guðbjöm,
langafa sem bjuggu gegnt ömmu
Guðný að Safamýri 93. Amma Guð-
ný fylgdist vel með því þegar mig
bar að garði til gömlu hjónanna til að
slá. Kom hún gjaman yfir og voru
málin þá rædd. Sérstaklega það á
hvomm staðnum ég skyldi fá að
borða. Lítið þýddi fyrir mig að leggja
eitthvað til málanna og allt tal um
tímaleysi vom orðin tóm. Enduðu
viðskipti þeirra ævinlega á þann veg
að best væri að ég borðaði á báðum
stöðunum að verki loknu.
Amma Guðný vildi fylgjast grannt
með uppeldi bamabama sinna. Ötul-
lega gekk hún eftir því hvemig gengi
í skólanum og ekki var hún rónni fyrr
en hún fékk einkunnir mínar til að
geyma hjá sér. Dró hún enga dul á þá
skoðun sín að lærdómurinn ætti að
hafa forgang og ekki mætti ég festa
ráð mitt fyrr en að lokinni háskóla-
göngu. Erfitt var fyrir mig að kyngja
því, en eftir að ég kynnti verðandi
konu mína fyrir henni, sá hún fljótt
að henni var treystandi. Amma Guð-
ný hafði einnig mikinn áhuga á
sauma- og prjónaskap og það vom
ófáar peysur, sokkar og útsaumuð
listaverk sem hún færði okkur. Kom
það sér ævinlega vel.
Elsku amma. Ég vil þakka þér fyr-
ir allar góðu stundimar sem við átt-
um saman. Hvíl þú í friði.
Valdimar Karl Guðlaugsson.
Grátt gaman
Bíóborgin: Grosse Pointe Blank
★★★
ASalleikendur: Minnie Driver,
John Cusack.
„Morðið á Gianni Versace kann
að hafa hneykslað tískuheiminn.
Dráp ítalska tískukóngsins utan
villu sinnar í Miami mun þó ekki
hafa komið hörðnuðum gestum
kvikmyndahúsa á óvart. Þeir
þekkja þann gang mála: Æsandi
reyfara á vettvangi hátísku og spill-
ingar og leynilögreglumenn á hæl-
um leigumorðingja. Hvílíkt áfall
fyrir Hollywood. Allt sjónarspilið
spratt sjálfkrafa fram og upp í
milljónir sjónvarpsskjáa án áhorfs-
gjalds." Svo sagði í The European,
24.-30. júlí 1997. Blaðið var þó of
fljótt á sér. Naumast var það fyrr út
komið, en sýningar vom hér hafnar
á spennumynd þessari um ungan
mann, sem útskrifaður úr mennta-
skóla gekk í lierinn, en gerðist síð-
an leigumorðingi. í upphafi mynd-
ar er hann að halda á heimaslóð (til
Detroit, bflaborgarinnar), á bekkj-
armót (annað en það í Kringlunni),
en leynilögreglumenn fylgja hon-
um eftir. Heim kominn endumýjar
hann kunningsskap við gamla vin-
konu, plötusnúð. Fyrr en varir er þó
kominn á vettvang vígamaður, sett-
ur honum til höfuðs. Var sá sóttur
til ETA- hreyfingarinnar. (Var hún
ekki lflca í fréttum nú á dögunum?)
Úr þessum kynlega spennuþræði er
ofin snjöll gamanmynd.
Kringlubíó: Jungle Jungle ★★★
Aðalleikendur: Tim Allen, Lolita
Davidovich.
Spákaupmaður í hráefnamarkaði
í New York heldur við tískuhönn-
uð, en fyrir nær hálfum öðrum ára-
tug fór eiginkonan frá honum alla
leið til Suður-Ameríku og hefur
síðan búið þar á rneðal indíána. Til
að fá samþykki hennar til lögskiln-
aðar gerir hann ferð sína þangað. I
ljós kemur þá að skömmu eftir
komu sína þangað ól hún honum
son, nú þrettán ára gamlan. Tekur
spákaupmaðurinn son sinn með sér
til New York. Þar í indíánaklæðum
I
lendir snáðinn í furðulegustu ævin-
týrum. Þessi hressilega og vel
heppnaða fjölskyldumynd er end-
urgerð franskrar kvikmyndar, Indi-
an dans la Ville, sem miklum vin-
sældum náði fyrir fáeinum árum.
Kvikmyndir
Haraldur
Jóhannssc
N f'
' ■ skrifar
Úr alfaraleið
Stjörnu-
spekingur
Francois
Mitterrands
í blárri
Frá því Francois Mitterrand
fyrrverandi forseti Frakklands lést
snemma á síðasta ári hafa bækur
eftir fólk sem einhvemtíma átti
samskipti við forsetann flætt yfir
franskan bókamarkað. Ein af nýrri
bókunum kom út snemma í vor og
er eftir stjömuspeking að nafni
Elizebeth Teisser. Bókin vakti
gríðarlega athygli á höfundinum,
en hann heldur því ffam að forset-
inn hafi alltaf leitað ráða hjá sér
áður en hann tók mikilvægar
ákvarðanir. Þetta vakti að sjálf-
sögðu áhuga frönsku þjóðarinnar
sem velti því fyrir sér hvort forset-
inn hefði virkilega haft svona
mikla trú á stjömuspám. Til að
kóróna allt saman sagðist hún- að
sjálfsögðu - hafa átt öllu nánari og
innlegri samskipti við forsetann;
hún hefði verið ástkona hans um
tíma. Um svipað leyti og bókin
kom út spáði fraukan nýja forset-
anum, Jacques Chirac glæstri
framtíð, kannski í von um vinnu.
Teisser tókst að baða sig í
frægðarljómanum og var alsæl
með það þar til fyrir mánuði síðan
er hún höfðaði mál gegn tímaritinu
Penthouse. Teisser kærir tímaritið
fyrir að hafa birt myndir af henni
undir fyrirsögninni „Elisabeth
Teisser nakin. Óþekkt kvikmynd
frægs stjömuspekingsíns." Fyrir-
sögnin fylgir níu síðna grein full af
lofsyrðum um ævisögu Teissers,
nokkrar ljósmyndir fengnar að láni
úr kvikmyndinni Ófullnœgð eftir
José Banzerf ásamt viðtali við
leikstjómn.
I myndinni, sem var gerð árið
1971, sést sækjandinn á Evuklæð-
um í innilegum gælum og sem
þátttakandi í öðru og meira en bara
keleríi. Myndin var fyrsta og síð-
asta reynsla Elizabethar Teisser af
svona framleiðslu. José Benazeraf
minnist „miðlungsgóðrar en
æsandi" leikkonu. „Hún var með
flottann rass, eins og úr
Rembrandt málverki en nautn
hennar var áhugalaus án þess þó
að hún héldi aftur af sér.“ Ófull-
nœgð ku ekki vera neitt sérlega
krassandi samanborið við sumar
bláar myndir sem sýndar em seint
á kvöldin á frönsku sjónvarpsstöð-
inni M6, og jafnvel hallæris mynd-
imar á Canal Plus, systurstöð
hinnar íslensku Stöðvar 2 standast
samanburð við hana ágætlega.
I rauninni er ekki um annað að
ræða en fjölmiðlafár, stjómað af
Virtual Land, fyrirtækinu sem á út-
gáfuréttinn á myndbandinu af
Ófullnœgð. Dreifingafyrirtækið
gefur út dýramyndir, heimildar-
myndir um stríð, teiknimyndir og
klassískar kvikmyndir, en hefur
jafnframt sérhæft sig í Pretty
Movies, útgáfu á fyrstu kvikmynd-
um smástima orðið hafa frægar:
Anne Parillaud (Nikita) í Patricia,
ferðalag fyrir ástina, Julie Amold
(Marc og Sophie, frönsk sjón-
varpsþáttaröð) í Heldrimannaœv-
intýr de la Fontaine og Sophie
Favier (frægur veðurfréttakynnir
og þáttastjómandi á franskri sjón-
varpsstöð) í Vénus eða Lady Frjá-
lynd. Með þv£ að skipta við Pent-
house veðjar Virtual Land á ný-
fengna frægð Elizabeth Teisser,
sem hún öðlaðist eftir að bókin
hennar um Mitterrand kom út, til
að markaðssetja 20.000 eintök af
myndbandsspólum af Ófullnœgð.
F.h. Sjúkrahúss Reykjavíkur, Landsspítalans,
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og Fjóröungssjúkrahússins
á ísafirði er óskað eftir tilboðum í röntgenfilmur og
framköllunarvökva. Útboðið fer fram á EES markaði.
Útboðsgögn, sem eru á ensku, verða seld á skrifstofu vorri
á kr. 1.000.
Opnun tilboða: fimmtud. 18. sept. kl. 11.00 1997 á sama stað.
shr 111/7
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Simi 552 58 00 - Fax 562 26 16