Alþýðublaðið - 29.07.1997, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ1997
Minning
Guðný Guðlaugsdóttir
frá Tryggvaskála
Amma var stjaman okkar, hlý,
ástúðleg og traust. Hún var
alltaf til staðar, fylgdist með öllum,
spurði um alla, átti svör við öllu og
ráð undir rifi hverju. Hún var drottn-
ing okkar og átrúnaðargoð, sem öll-
um þótti vænt um.
Amma átti mörg áhugamál, t.d.
þótti henni mjög gaman að taka í
spil. Naut ég þess strax sem krakki
og gátum við setið lon og don og
spilað. Þá sagði hún mér líka ýmis-
legt.
Hún var fædd í Götu í Holtum og
var pabbi hennar bóndi og bama-
kennari í eitt ár, áður en fjölskyldan
fluttist að Vatnsnesi í Grímsnesi.
Mikið var amma hrifin af foreldrum
sínum, enda hafa þau sjálfsagt verið
afburða fólk. Pabbi hennar var einn
mesti fjallamaður á Landmannaaf-
rétti um sína tíð. Hann gekk t.d. upp
með Tungnaá nærri því inn Jökul-
heima í Vatnajökli að leita kinda,
þegar allir héldu að útilegumenn
hefðu hirt þær. Fann hann 20- 30
ritjur af kindum, sem höfðu sviðið úti
eða orðið dýrbít að bráð. Sljákkaði
þá aðeins í útilegumannatrúnni.
Fermingarárið hennar ömmu í
Grímsnesinu keypti pabbi hennar
Tryggvaskála á Selfossi eða árið
1925. Þá vom fimm hús í þorpinu og
áður en amma flutti gekk hún upp á
Hestfjall og horfði niður í Flóann. Sá
staður átti aldeilis eftir að breytast
næstu áratugi.
Ömmu þótti undurvænt um Sel-
foss, Selfyssinga og alla er tengdust
staðnum. Allir sem eitthvað ferðuð-
ust um Suðurland komu við í
Tryggvaskála. Þar vom líka tugir
ungra stúlkna í vinnu, kokkar og
vinnumenn. En langafi sem hafði á
þessum tíma þriðjung af Fossjörðinni
á leigu stundaði búskap með hótel-
rekstri. Dætumar á heimilinu vom
fimm og þar sem amma var kraft-
mikil og dugleg þótti eðlilegt að hún
aðstoðaði pabba sinn við reksturinn.
I kjölfar kreppunnar komu mörg erf-
iðleikaár. Þá sögðu bændumir eftir
langafa, þegar þeir lögðu inn ullina í
Tryggvaskála: „við leysum hnútana
hér piltar mínir, skerum þá ekki“.
I Tryggvaskála, í hominu hjá
ömmu, hófu flestar opinberar stofn-
anir rekstur sinn á Suðurlandi.
Landsbankinn, Póstur og sími, Vega-
gerðin, Rafmagnsveitan og Flóár-
veitan. Allt byrjaði þetta hjá ömmu í
skálanum. Ekki spillti heldur að dæt-
ur Guðlaugs og Guðríðar voru annál-
aðar fyrir fegurð.
Svo kom afi keyrandi á rútubíl frá
Steindóri og amma varð yfir sig hrif-
inn. Þau giftu sig 1934 og byrjuðu
búskap. Nú reyndi mikið á ömmu,
því Rúrí fæddist 1938 og ári seinna
dó langafi. Mikið var að gera í skál-
anum á þessum tíma og ekki minnk-
uðu umsvifin þegar heimstyrjöldin
braust út og allt fylltist af hermönn-
um með flugvöll í Kaldaðanesi og
loftvamarbyssur við brúárstöplana á
Ölfusárbrú.
Svo fæddist pabbi, skálinn var
seldur og amma varð húsfreyja í
Reykjavík. Sumarbústaðurinn í
Þrastárskógi var byggður, amma
saumaði á bömin og frændgarðinn
og allt lék í lyndi. Þá dundi ógæfan
yfir. Afi veiktist og lést 1952.
Amma varð ekkja með tvö böm og
íbúð í skuld í Hlíðunum.
Henni féllust þó ekki hendur. Fór
strax að vinna við saumaskap, síðan
sem matráðskona á Mjólkurbamum
og svo sem verslunarkona hjá frænda
sínum að Týsgötu 1. Allir hjálpuðust
að og fjölskyldan stóð saman. Gam-
all æskuvinur frá Selfossi, Höskuldur
Sigurgeirsson á Fossi, varð lífsföru-
nautur. Amma vann síðar hjá KRON
á Skólavörðustígnum og svo í Exet-
er. „Gerði öll hnappagötin á Hag-
kaupsloppana", sagði hún stundum
og brosti.
Amma var aldrei í rónni, nema
þegar hún var að gefa einhverjum að
borða. Veislunar fyrir fjölskylduna
vom stórkostlegar og óteljandi. A
stórhátíðum, um helgar, ef einhver
átti afmæli eða bara út því að hún var
með svo góðan mat. Hún fylgdist
líka stöðugt með systrum sínum og
síminn var óspart notaður til að halda
sambandi. Var þá margt skrafað og
oft var umræðuefnið draumar og
hvað þeir gætu táknað. Fylgst var
með öllu. Hlutir á heimilum afkom-
enda voru ekki hreyfðir úr stað öðru-
vísi en að amma tæki eftir því og
klæðaburður og framkoma ættarinn-
ar varð alltaf að vera óaðfinnanleg.
„Ef þú kaupir drasl, þá ertu alltaf í
drasli“, heyrðist oft, „en ef þú kaupir
gott og ert fínn frá upphafi, þá ertu
alltaf þannig“, bætti hún við.
Fyrir áratug fótbrotnaði amma
heima hjá sér í Safamýrinni og fór á
spítala. Þoldi illa svæfinguna og nú
hófst mikið stríð. Heimilið hafði
verið henni svo mikils virði og allir
lögðust á eitt að reyna að byggja
hana upp heima hjá sér. Þetta var að
nást, þegar hún brotnaði aftur. Nú
var orustan um heimilið töpuð. Þá
opnaðist pláss á Sólvangi í Hafna-
firði þar sem hún hefur verið síðustu
árin. Er hér með komið á framfæri
þakklæti fjölskyldunnar til yndislegs
hjúkrunarfólks á Sólvangi, Lands-
spítalanum, St. Jósefsspítala, endur-
hæfingarinnar Hátúni og Hveragerði
og öldrunarþjónustunni í Lönguhlíð
og Asmúla. Amma lést á Sólvangi
sunnudaginn 20. júlí.
Amma var stjama okkar og drottn-
ing. Hún vafði fjölskylduna svo
mikilli ást og hlýju að oft gleymdum
við hvað hún hafði mátt þola og hvað
hún lagði á sig til þess að við værum
alltaf sólarmegin í lífinu.
Nú er hún lögð hinstu hvílu við
hlið afa, sem hún missti svo ung og
elskaði svo heitt. Ást hennar og um-
hyggja mun aldrei gleymast
Karl Höskuldur Guðlaugsson
Minningin um mæta konu og
sterkan persónuleika er efst í
huga þegar ég minnist elskulegu
tengdamóður minnar sem nú er fallin
frá. Hún hefur dvalið undanfarin ár á
Sólvangi í Hafnarfirði við einstak-
lega gott atlæti starfsfólksins þar.
Það hefur verið sárt að fylgjast með
hversu grátt Elli kerling og heilsu-
leysi hefur leikið þessa sterku og
stoltu konu, eins og reyndar svo
marga aðra, og var erfitt að kyngja
því að Guðný, sem aldrei vildi vera
upp á neinn komin þurfti að eyða sín-
um síðustu árum þannig. Hún var svo
mikill höfðingi í eðli sínu og vildi
alltaf vera veitandinn og naut sín best
þannig.
Tengdamamma var fædd árið 1912
og er af þeirri kynslóð íslendinga
sem upplifði ótrúlega miklar þjóðfé-
lagsbreytingar. Hún hafði yndi af því
að segja okkur frá æsku þeirra systr-
anna í Vatnsnesi í Grímsnesi og
söknuðinum þegar þær fluttu þaðan
niður á Selfoss. Það var okkur yngra
fólkinu hollur fróðleikur að fræðast
um hvemig lífið var á bæ með mörgu
heimilisfólki, baðstofu og moldar-
gólfi og hvemig það hafði verið að
sinna fimm systmm, þar af tvennum
tvíburum, sem fæddust á sjö ámm.
Á Selfossi tóku Guðlaugur og
Guðríður við rekstri Tryggvaskála,
^ All
■^anO^
Auglýsing um innlausnarverð
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) ÁKR. 10.000,00
1984-l.fl. 01.08.97-01.02.98 kr. 81.624,60
*) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt
frammi nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, 29. júlí 1997
SEÐLABANKIÍSLANDS
BORGARVERKFRÆÐINGURINN í REYKJAVÍK
Styrkir til hljóðeinangrunar
íbúðarhúsa við umferðargötur
Auglýst er eftir umsóknum um styrki til úrbóta á
hljóðeinangrun íbúðarhúsa við umferðargötur í
Reykjavík. Úrbætur miðast fyrst og fremst við end-
urbætur á gluggum húshliða sem snúa að götu.
íbúðir, þar sem umferðarhávaði er mestur, hafa for-
gang. Eigendum þeirra verður send tilkynning þar
um.
Umsóknum um styrki til framkvæmda skal skilað til
skrifstofu borgarverkfræðingsins í Reykjavík, Skúla-
túni 2, 3. hæð, fyrir 20. ágúst nk. Þar liggja frammi
umsóknareyðublöð og reglur um styrkveitingar.
Þeim, sem koma til álita við styrkveitingu, verður
veitt ráðgjöf um framkvæmdir.
Borgarstjórinn í Reykjavík