Alþýðublaðið - 29.07.1997, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ1997
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
MóÖir skáldsins og systur. Steinunn Kristjánsdóttir meÖ dœtrunum Sigríði og Dýrunni.
og kærleikur en af þessu er kærleik-
urirm mestur.
Kæru kristnu vinir sem hér hafið
safnast saman til að heiðra minningu
hins látna vinar, ykkur öllum vil ég
færa kveðjur hans. Ég hef sérstak-
lega verið um það beðinn. í nafni
hans færi ég móður hans, hjartans
kveðju frá syninum elskaða, hann
þakkar henni fyrir alla ást og um-
hyggju og þó einkum fyrir góða og
mikla veganesti trúar og vonar er hún
gaf honum fyrir lífið.
Im Namen Jóhann Jónsson Ihres
geliebten Freundes und Verlobten
will ich nun Frau Göhlsdorf Ihnen
Dank sagen. Er dankt Ihnen, Ihre
starke und treue Liebe, er dankt
Ihnen alles was Sie fÁr ihn getan
haben, Ihre grossen Opfer und Um-
sorge fÁr ihn, alle die Zeit Ihres Zu-
sammenlebens und bis heute. Und in
Namen seiner Mutter danke ich auch
Ihnen. Sie betet zu ihrem und Ihrem
Gott Sie zu segnen und Sie mit sein-
em Reichtum zu belohnen. (I nafni
Jóhanns Jónssonar yöar elskaða vin-
ar og unnusta vil ég þakka yður frú
Göhlsdorf. Hann þakkar yður yðar
miklu og tiyggu ást, hann þakkar
yður allt sem þér hafi gjört fyrir
hann, hinar miklufórnir, alúð og um-
önnun yðar, allan þann tíma sem þið
bjugguð saman og þar til nú. Og í
nafni móður hans þakka ég yður
einnig. Hún biður fyrir yður og biður
guð að blessa yður og launa yður af
ríkidœmi sínu.)
Þorbjörg Guðmundsdóttir Ijósmóðir
frœnka Jóhanns.
Að lokum kveðjum vér öll Jóhann
Jónsson hinn framliðna vin vom og
biðjum guð að blessa og helga oss
minningu hans.
Guði sé lof og dýrð fyrir allar sín-
ar dásamlegu gjafir."
Undir grænni torfu fyr-
ir vestan
Þannig lauk sr. Magnús Guð-
mundsson útfararræðu sinni yfir
Kristinn E. Andrésson reyndi að koma
skáldinu tii hjálpar og útvegaði honum
pláss á Vífilsstöðum. En þá var Jóhanni
þrotinn kraftur og vilji eins og frá sagði i
siðasta þœtti.
ösku Jóhanns Jónssonar. Svo virðist
sem þessi viðburður hafi enga at-
hygli vakið utan Ólafsvíkur og blöð-
in gátu hans að engu.
Magnús smiður segir í handriti
sínu að Steinunni móður hans hafi
þótt vænt um að fá heim þessar litlu
leifar af syni sínum úr því svona var
komið. „Hann sem var alltaf auga-
steinn hennar og hún hefur víst oft átt
marga andvökunóttina við að hugsa
um hann, veikindi hans og fátækt út í
fjarlægu landi, fjærri öllu sínu skyld-
fólki og vinum. „
Pasturslítil kona kveð-
ur heiminn
Svo liðu nærri 12 ár þar til Stein-
unn móðir hans andaðist 27. febrúar
1944 í Ólafsvík. „Himneski frelsari
minn, Jesús Kristur, blessaðu alla,
sem mér hafa verið góðir og taktu
mig í þinn blessaða náðarfaðm.“
Þessi voru andlátsorð Steinunnar
Krisljánsdóttur. Hún var búin að gera
ráð fyrir að láta jarðsetja sig hjá dufti
Jóhanns sonar síns. Og var það gert.
Steinunn kvaddi þennan heim há-
vaðalaust. „Þetta var fjarskalega
pasturlítil kona sem sat við lítinn
glugga og lét lífið fara framhjá sína
vild, þegjandi." Þannig lýsti Halldór
Laxness komu sinni í kotið til móður
skáldbróður síns. Steinunn hafði lif-
að fyrir son sinn og margir hafa sagt
frá því hversu natinn sonur Jóhann
hafi í raun verið, og meðan hann dró
lífsandann og hafði einhvem mátt
sendi hann móður sinni bréf og kort.
Þessa gætti hún sem sjáaldurs augna
sinna.
Bókmennasjóður fer
forgörðum
Nokkrum dögum eftir að Steinunn
dó fór Þorbjörg frænka hennar í kot-
ið til að taka til, sækja bréfin og fleiri
smáhluti sem Steinunn hafði eftirlát-
ið henni. Þegar hún kom þangað var
fullorðinn maður sem þar bjó einnig,
Kristján Þórðarson, að sýsla í dótinu.
Þorbjörg settist niður í rólegheitum
og þau fóru að rabba saman. Allt í
einu tekur Kristján upp böggul með
bréfum Jóhanns. Þorbjörg uggði ekki
að sér og hélt að Kristján ætlaði að
handleika bréfin fyrir forvitni sakir.
En þá stendur öldungurinn snögglega
upp, gengur að eldstæðinu og grýtir
bögglinum í eldinn segjandi: „Það er
víst óhætt að henda þessu bölvaða
rugli.“ Þorbjörg stirðnaði upp, en
hljóp svo að eldinum, - en þá var það
um seinan. Bókmenntimar loguðu.
„Þetta voru engin venjuleg sendi-
bréf. Hann skrifaði móður sinni allt,
sem í hugann kom, langanir og fram-
tíðarhorfur, með glæsilegum litum.
Segja má að skáldskapurinn sindraði
af hverju orði“, sagði Þorbjörg sem
lesið hafði öll bréfin hjá frænku
sinni.Þannig urðu íslenskar bók-
menntir og bókmenntasaga af dýr-
mætum fróðleik um draumskáldið
undan Jökli og berklaveika heims-
manninn. En vestur í Ólafsvík hefur
duft hans sameinast móður og snæ-
fellskri moldu.
(Heimildir: Handrit að útfarar-
rœðu Jóhanns Jónssonar, frásagn-
ir Magnúsar Kristjánssonar
smiðs, Þorbjargar Guðmundsdótt-
ur Ijósmóður í Sól aflofti líður
eftir Halldór Pjetursson, Undar-
legt er lífið o m.fl.)
Söknuður
Hvar hafa dagar lífs þíns lit sinum glatað,
og Ijóðin, erþutu um þitt blóðfrá draumi til draums,
hvar urðu þau veðrinu að bráð, ó barn, erþig hugðir
borið með undursamleikans
eigin þrotlausan brunn þér í brjósti,
hvar?
Við svofelld annarleg orð,
sem einhver rödd læturfalla
á vorn veg - eða að því er virðist
vindurinn blœs gegnum strætin,
dettur oss, svefngöngum vanans, oft drykklanga stund
dofinn úr stirðnuðum limum.
Og spunahljóð tómleikans lætur í eyrum vor lægra.
Og leiðindin virðast í úrvinda hug vorum sefast.
og eitthvað, er svefnrofum líkist, á augnlok vor andar,
vér áttum oss snöggvast til hálfs, og skilningi lostin
hrópar í allsgáðri vitund
vor sál:
Hvar!
Ó hvar? Er glatað ei glatað?
Gildir ei einu um hið liðna, hvort grófu það ár eða eilífð?
Unn þú mér heldur um stund, að megi ég muna,
minning, hrópandi rödd,
ó dvel!
En æ, hver má þér með höndum halda,
heilaga blekking!
Sem vængjablak svífandi engla
í augum vaknandi barna
ert þú hverful oss, hversdagsins þrælum,
og óðar en sé oss það Ijóst, er undurþitt drukknað
í æði múgsins og glaumsins.
Svo höldum vér leið vorri áfram, hver sína villigötu,
hver í sínu eigin lífi vegvilltur, framandi maður;
og augu vor eru haldin og hjörtu vor trufluð
afhefð og löggrónum vana, að Ijúga sjálfan sig dauðan...
En þei, þei, þei - svo djúpt er vor samviska sefur,
oss sönglar þó allan þann dag við eirðarlaus eyrun
eitthvað þvílíkt sem komið sé hausthljóð í vindinn,
eitthvað þvílíkt sem syngi vor sálaða móðir ,
úr sjávarhljóðinu ífjarska.
Og eyðileik þrungið
hvíslar vort hjarta
hljótt út í bláinn
Hvar? ...Ó hvar?