Alþýðublaðið - 29.07.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.07.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ1997 Óskar Guðmundsson - Þriðji þáttur um Jóhann Jónsson Útfararrœða sr. Magnúsar Guðmundssonar yfir dupti skáldsins - Duptið hverfur aftur til jarðarinnar þangað sem það áður var en andinn til guðs sem gaf hann. Forgengileiki bókmenntaverka Það var sérkennileg kveðjuat- höfn sem fram fór í Ólafsvík- urkirkju 2. september 1935. Það var verið að jarðsyngja ösku Jó- hanns Jónssonar - viðstaddir voru m.a. hin þýska ástkona Jóhanns sem flutti öskuna hingað til lands og var þannig að framfylgja hinstu ósk hans. Þarna var einnig móðir hans og nokkrir vinir hans undir Jökli. Presturinn var sr. Magnús Guð- mundsson, einlægur guðsmaður sem þekkti söfnuð sinn og allt sem snérist undir Jökli á sinni tíð. Sumir segja að hann sé meðal þeirra klerka sem sé fyrirmynd að sr. Jóni Prímusi í Kristnihaldinu — og víst gerði hann við prímusa. Aldrei áður hafði það gerst í sóknarkirkjum sr. Magnúsar undir Jökli að jarðsett væri aska manns þrátt fyrir að farið væri með ritningagreinina um duptið og and- ann. Sr. Magnús: „ Við sérhvert dauðs- fall og sérhverja greftrun erum vér minnt á sannleik þessara gömlu ritn- ingarorða. Þegar aðeins leifar lífsins eru látnar niður í jörðina, en aldrei höfum vér hér, verið jafnskýrt minnt á þenna sannleika eins og nú er vér stöndum hér og aðeins duptið, aðeins steinefni líkamans var borið hingað inn í helgidóminn. Vér erum vön að Sr. Magnús GuÖmundsson jarðsöng duft skáldsins. Hann var jafnaldra Jóhanni og skólabróðir en þeir voru ólíkir menn eins og sr. Magnús segir sjálfur í hinni sérstœðu útfararrœðu sinni. standa við líkkistu við slík tækifæri, en hér er aðeins lítill baukur. En í þessum litla bauk, rúmast öll þau efni hins mannlega líkama er ekki geta rotnað og að engu orðið.“ Síðar í prédikun sinni segir sr. Magnús: „Oss finnst það flestum einkennilegt að hér skuli nú fara fram minningarathöfn hjá dupti manns er lést í framandi landi fyrir 3 árum réttum. En það er vegna þess að elskanda ástvinur hefir viljað fram- kvæma heitustu ósk ástvinar síns. Hún vissi að honum stóð eigi á sama hvað um duptið yrði. Vissi að þrá hans var sú, að það mætti geymast í þeim sama helga reit er honum þótti vænst um í lífinu, í þeim reiti þar sem dupt föður og systk- ina geymist. Duptið er hingað flutt, vegna þess að vér vitum að andinn sem lifir gleðst við þessa athöfn. Það er einnig hingað flutt til að að helga móð- urinni minningar um elskaða son- inn. Þótt hér sé aðeins duptið , þá lifir minningin um unglinginn sem hér ólst upp, minningin um skáldið og rithöfund- inn er síðar varð. Og andinn lifir, sálin lifir. Sál Jóhanns sáluga Jóns- sonar. Sálin sem var svo miklum og margvíslegum hæfileikum gædd. En hve jarðlífið væri í raun- inni fánýtt, þá væri í sannleika allt aumasti hégómi ef allir hæfileikar andans væru útbrunnir og horfnir, um leið og andinn yfirgefur duptið sem ónothæfan bústað sinn. Það dýr- legasta og um leið stórfenglegast í Skáldið fagra Jóhann Jónsson haustið 1921 um það leyti sem hann yftrgaf œttjörð sína hinsta sinni. trú vorri í kristnu trúnni, er vissan um að enginn mikill og fagur andans hæfileiki getur að engu orðið. ... Þess vegna er ávallt gleðilegt að minnast þeirra látinna vina sem vér fundum að voru að göfga og fegra hæfileika sína. Það fyll- ir sálir vorar fögnuði og unaði. Allar minn- ingamar verða feg- urri og bjartari fyrir sálarsjónum vor- um. Það eru marg- ir sem eiga marg- ar fagrar og un- aðslegar minn- ingar um Jóhann Jónsson. Vér sem þekktum hann ungling, geymum í huga myndina af gáf- aða listhneigða og listfenga ung- menninu. Vér sem vorum í félagsskap með honum hér, geymum í huga marg- ar minningar um hinar snjöllu ritgjörðir hans og það hve mikið hann lífg- aði og fjörgaði félagslífið. En þó eiga allir þeir sem kynntust honum hin efri ár hans enn fegurri og bjartari minningar um hann. Þeir sem sáu og fundu hvemig sál hans þroskaðist með aldri og áram. Því miður varð kynning okkar, þótt við værum jafnaldra leikbræður og skólabræður aldrei náin. Lund okkar var svo ólík og áhugamál okk- ar lágu á ólíkum sviðum. En þó ber ég hlýjar minningar um hann og listastarf hans. _ Æfi hans var einkennileg. Líf hans allt í vorum augum undarlegt sam- bland af frosti og funa. Oss fannst hann að sumu leyti ekki gæfumaður en þó var hann er allt kemur til alls hamingjunnar bam. Hann er alinn hér upp í fátækt. En þó fátækt sé mikil, átti hann að fagna ást og um- hyggju góðrar móður. Hann fékk þar auð sem hverju bami reynist bestur. Hann missir heilsuna ungur og verður ekki fær að vinna líkamlega vinnu. Það verður til þess að opna honum leiðir að því marki er hugur hans stefni að - námi og listum. Oft virðast öll sund lokuð á þeirri braut fyrir efnalausa fatlaða unglinginn, en alltaf sendi guð honum vini sem fundu og skildu hina miklu hæfileika og hjálpuðu honum að markinu. Hann berst eignalaus og vinafár í fjarlægt land og þar opnast honum einnig leiðir. Þar var líka tekið eftir hve miklir vom hæfileikar sálar hans. Og þar eignast hann þann vin- inn sem best reyndist honum. Hún sem fómaði sér fyrir hann og sem eftir lát hans hefir haldið áfram að fóma sér fyrir hann, og lagt það á sig að yfirgefa ættjörð sína til þess eins að geta framkvæmt ósk hans, að dupt hans mætti geymast hér í hinum helga reit. ..Hann átti tilfinningaríka sál , fulla af viðkvæmni og ástarhlýju. Og hann átti heilaga bjartsýni mitt í þjáningunum og þrautum lífskjar- anna. Vonin og kærleikurinn, tvær höfuðdyggðir hverrar sálar prýddu anda hans. Og mér er svo frá skýrt að trúnaðartraustrið á vegum og kær- leika guðs hafi einkennt sálu hans hin síðustu ár, og að gömlu sálmam- ir er hann í æsku lærði hafi honum hjartfólgnir verið. Hann, sem var skáld og ljóðelskur, getur því nú með sinni fögra röddu tekið undir fegurstu ljóðin í nýjatestamentinu. Nú varir trú von Ástkonan. Elísabeth Göhlsdorf leik- kona með meiru annaðist skáldið af mikilli natni ogfórnfýsi síðustu árin. Síðustu mánuðina skrifaði hún eftir fyrirsögn Jóhanns þýðingar úr dönsku á þýsku, en skáidið var orð- ið ofmáttfarið til að halda á penna. Það var Elísabeth sem kom með duftið til Ólafsvíkur haustið 1935 - og settist síðan að í landinu. Hún kenndi m.a. unglingum þýska tungu í Reykjavík. llún er hér (lengst til vinstri) ásamt hópi vina með Jó- hanni í Leipzig.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.