Alþýðublaðið - 29.07.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.07.1997, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Nú loksins er að fæðast vísir að ókeypis íslensku fréttablaði á Vefnum, en fyrir er Morgunblaðið sem þarf hinsvegar að kaupa í áskrift. Það er hinn margreyndi frumkvöðull Jens Ingólfsson sem heldur úti Trek-netinu, sem fyrir því stendur. Tilraunasíða á vegum hans hefur verið í gangi um nokk- urra vikna skeið, þar sem textar úr Alþýðublaðinu hafa meðal annars verið notaðar í þágu alls mann- kynsins. Jens, sem fjármagnar dæmið með auglýsingum á síð- Þorsteinn Eggertsson: Fyrsti ritstjóri dagblaðs á Vefnum... unni, hyggst jafnframt færa út kví- arnar og koma út enskri útgáfu af íslenskum fréttum í framtíðinni. Ritstjóri hins rafræna dagsblaðs er Þorsteinn Eggertsson, gamal- kunnur textasmiður og rit- höfundur... Morgunblaðið og Jens Ing- ólfsson geta þó vænst harðrar samkeppni í miðlun inn- lendra frétta á netinu. Bæði (slenska útvarpsfélagið og Frjáls Fjölmiðlun undirbúa nú af kappi að koma upp „on-line“ fréttasíðum, sem eiga að vera mun yfirgrips- meiri en hin rafræna útgáfa Morgunblaðsins. Jón Ólafsson og félagar hjá (slenska Útvarps- fólaginu hafa þegar í eigu sinni Jón Ólafsson: Ætlar í slag við DV-feðgana... vefmiðlarann Islandia sem meira að segja er til húsa hjá Stöð 2. Sérfræðingar Islandia eru að undirbúa útgáfuna, sem mun fyrst og fremst byggjast á fréttastofu Bylgjunnar og Stöðvar 2. Þeir feðgar, Sveinn R. Eyjólfsson og Eyjólfur Sveinsson hafa sömu- leiðis fengið til liðs við sig sér- fræðing með reynslu í upp- setningu fréttasíðna á Vefnum. Það stefnir því í mjög harða samkeppni milium feðganna og Jóns Ólafssonar á þessu svði, sem er athyglisvert í Ijósi þess að þeir hafa að öðru leyti átt aukið samstarf í annarri miðlun á síðustu árum... Adögunum staðfesti Guð- mundur Bjarnason umhverf- isráðherra nýtt aðalskipulag fyrir Grímsey, raunar hið fyrsta sinnar tegundar. Grímsey er í kjördæmi ráðherrans, og því brá hann á það Guðmundur Bjarnason: Staðfesti aðalskipulag í Grímsey... snjallræði að fljúga til Grímseyjar með fylgdarliði sínu og undirrita staðfestingu sína á skipulaginu þar. En Framsókn er þekkt fyrir að nota jafnan ferðina, og því ákvað flokkurinn að nota tækifærið til að halda pólitískan fund i Grímsey um leið. Formanni þingflokksins, Valgerði Sverrisdóttur, var því troðið með í flugvél ráðherrans enda er hún arftaki Guðmundar í Norðurlandi eystra. Það varð aftur til þess að ungur maður á uppleið innan Framsóknarflokksins, að- stoðarmaðúrinn Guðjón Ólafur Jónsson, komst ekki með í langþráða ferð i Grímsey... Meðal alþingismanna er nú rætt um að stofna karlakór en slikir kórar hafa oft verið starfræktir á Alþingi. Frumkvöðull hugmyndarinnar að þessu sinni er þó ekki þingmaður, heldur tón- listarmaðurinn Jónas Þórir. Flann hefur þegar rætt hugmyndina við Geir Hilmar Haarde, sem er talinn ósinkastur þingmanna á að leyfa þegnunum að njóta radd- styrks síns og söngþols ef svo ber undir. Auk Geirs eru margir mjög góðir söngmenn á þinginu. Þar á meðal er sjálfur þingforsetinn, Ólafur Garðar Einarsson, og Geir Haarde: Ósínkastur þingmanna á raddstyrk sinn og sönggleði... tæpast væri hægt að ganga fram- hjá flokksbróður hans Árna John- sen. Sjálfkjömir eru ungsveinar Framsóknarflokksins, þeir Magn- ús Stefánsson af Vesturiandi og ísólfur Gylfi Pálmason, þingmað- ur Suðurlands og bróðir Ingi- bjargar Pálmadóttur. Úr röðum jafnaðarmanna er að finna sterkan kandídat f fyrrum formanni Al- þýðuflokksins, Jóni Baldvin Hannibalssyni sem við marg- vísleg tilefni hefur leyft mönnum ÖRSOQUR Alþýðubandalagið er á harða- hlaupum frá Páli Vilhjálms- syni, ritstjóra Flelgarpóstsins, og hefur reynt allt hvað af tekur að losna við hlut sinn í blaðinu en þar átti flokkurinn langstærstan part. Starfsmenn FIP treystu sér ekki til að kaupa hlutinn á því verði sem Heimir Már Pétursson setti upp fyrir hönd Alþýðubandalagsins, og Fróði hf vildi ekki koma inn í að njóta flutnings síns á kvæði Egils Skallagrímssonar, Þat mælti mín móðir. Úr röðum Alþýðubandalagsins er Svavar Gestson talinn mestur söng- maður, enda hestamaður með meiru. Enginn þingmaður Kvenna- listans er líklegur ná inn í kariakór þingsins... Ferð Ólafs Ragnars Gríms- sonar til Bandaríkjanna er af öllum talin hin mesta sigurför. í viðskiptaheiminum ríkir sérstök ánægja með þau tengsl sem forsetinn hefur skapað við hina sterku og vellríku mormóna, sem ráða lögum og lofum í Utah. En fslenskir landnemar settust einmitt að á sínum tíma í Spanish Fork, og þangað fór Halldór Laxness til að skrifa hið fræga verk sitt, Paradísarheimt. Viðskiptajöfrar sælir með það. Innan utanríkisráðuneytisins svellur gremjan í mönnum yfir því hversu afskipt ráðuneytið var í skipulagningu ferðarinnar, og Helga Ágústssyni ráðu- neytisstjóra mun þykja það stappa nærri vantrausti á ráðuneytið. Engum dylst þó, að heimsókn forsetans í Hvíta Húsið hefði aldrei orðið að veruleika ef forsetinn hefði látið ráðuneytið freista þess að koma á fundi Bill Clintons og hans. En sá fundur var algerlega að frumkvæði Ólafs Ragnars Grímssonar, og sýnir hversu víð- tæk sambönd hann hefur erlendis. Áður hefur komið upp gremja í ráðuneytinu í tengslum við heim- sóknir Ólafs Ragnars Gríms- sonar á erienda grund, því hann mun oftar en ekki sleppa því að hafa samráð við ráðuneytið, en hringja þess í stað beint í sendiráðið í viðkomandi landi til að skipuleggja einstaka viðburði ferðarinnar... blaðið. Niðurstaðan varð sú að Ámundi Ámundason, hinn nýi fjölmiðlabarón íslands, keypti blaðið eftir að Margrét Frímanns- dóttir hafði haft samband við Frjálsa Fjölmiðlun. Óneitanlega eru það skondnar lyktir á Helgar- póstsraunum Aiþýðubandalagsins að það skuli vera Alþýðuflokkurinn í gervi Ámunda Ámundasonar og Jón Ólafsson í gegnum Frjálsa Fjölmiðlun, sem dregur flokkinn að landi í málinu. Það sem helst hann varast vann... Slagurinn um Helgarpóstinn hefur leitt til þess að kærleikar Páls Vilhjálmssonar, ritstjóra blaðsins, og forystu Alþýðu- bandalagsins hafa mjög dofnað, en Páll var áður einn helsti hug- myndafræðingur forystu flokksins, meðan hann var ritstjóri Viku- blaðsins. Páll og Heimir Már Ólafur Ragnar Grímsson: Talinn hafa farið sigurför til Bandaríkjanna... eru minnugir þess þegar Ólafur Ragnar fór til Víetnam og opnaði farvegi, sem sköpuðu íslenskum fyrirtækjum á sviði hugbúnaðar- gerðar og tölvuvinnslu mikil tæki- færi. Þegar er rætt um að fá forsetann í lið til að skipuleggja i kjölfar heimsóknar hans ferðalag athafnamanna, bæði til að ná fjárfestum til íslands og til að selja mormónum af íslenskum ættum séríslenska þekkingu á ýmsum sviðum... r Amánudaginn hófst för mikillar sendinefndar á vegum Norð- urlandaráðs til Murmansk í Rúss- landi. Upphaf ferðarinnar verður reyndar í Helsinki, þarsem um- hverfisnefnd Norðuriandaráðs mun funda um tilefni ferðalagsins, en það er hin gríðariega mengun sem er að finna á Kólaskaga, bæði af völdum sokkinna kjam- orkukafbáta sem þar er að finna en einnig frá verksmiðjum i landi. En Norðurlöndin haf samþykkt að styrkja hreinsun svæðisins, enda er þeim hætta búin af mengun þess. í kjölfar fundarins í Helsinki fer svo um fimmtíu manna hópur þingmanna og blaðamanna í nokkurra daga heimsókn á svæð- in, þar sem mengunin er herfi- legust. Tveir íslendingar eru í för, þingmaðurinn Sturla Böðvars- son og blaðamaður Morgunblaðs- ins, Urður Gunnarsdóttir. Rit- stjóri Alþýðublaðsins, Össur Skarphéðinsson, var upphaflega í hópnum en sviptingar i heimi íslenskra fjölmiðla leiddu til þess að hann slapp við mengunina á Kólaskaga að þessu sinni.... Þó nýlegt ferðalag forsetans til Bandaríkjanna hafi tekist sérlega vel eru ekki allir jafn Haltu bara áfram að glápa félagi og ég skal sýna þér slæma augað. Ámundi Ámundason: Til bjargar Margréti Frímanns- dóttur... Páll Vilhjálmson: Verður rekinn... Pétursson, framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins berast á banaspjótum í fjölmiðlum og stór- yrtari slagsmálaþáttur hefur ekki sést lengi á etemum en sá sem þeir komu báðir fram í á Stöð 2 á sunnudaginn. Páll hefur gengið svo langt að ásaka Alþýðubanda- lagið um brigsl á samningum um forkaupsrétt. Það vakti því drjúga hrifningu í forystu Alþýðu- bandalagsins þegar Ámundi Ámundason lýsti því yfir, að fyrsta verk hans sem eiganda HP verði að reka Pál... “FarSlde” eftir Gary Larson 1 Númer hvað notar þú af skóm? Þorgerður Pálsdóttir: 37. Ámundi Johnsen: 41 Petrína Rós Karlsdóttir: Hafdís Bárudóttir: 39 39 Dagrún Þorsteinsdóttir: 39. v i t i m q n n Ég tel mig nú þegar hafa lyklavöldin á Helgarpóstinum og mun skipta um skrár í hús- inu ef þess gerist þörf. Ámundi Ámundason nýr eigandi Helgar- póstsins i DV. Ég tel að þetta sé liður í blekkingaferli sem Alþýðu- bandalagið annars vegar og Frjáls fjölmiðlun hins vegar setja á svið. Páll Vilhjálmsson ritstjóri Helgarpóstsins í Morgunbiaðinu. Aiþýðublaðið hefur átt sér- stakan sess í blaðaheiminum um langan aldur og ég held að enginn myndi ieggja Alþýðu- blaðið niður fyrir fullt og allt. Rannveig Guðmundsdóttir þingflokksfor- maður Alþýðuflokksins segir við Mogganna að aðeins eigi að leggja blaðið niður um nokkurra ára skeið. Þa' nebbnilega þa'. Allir horfi á mig - meðan ég horfi í spegil. Árni Bergmann rithöfundur um upplýsinga- streymið í íslenskum fjölmiðlum dagsins f dag í DV. Það er t.d. einkennilegt af Mogganum að láta mynd af [Ólafi Ragnari] og Clinton á baksíðuna á meðan hvaða leppalúði sem er hefur hingað til fengið að heilsa Banda- ríkjaforseta á forsíðunni. Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Fjölnis í DV. Ég varð að liggja fyrir á milli stökka og gat aðeins gengið um áður en ég fór af stað í stökkin. Vala Flosadóttir silfurverðlaunahafi í stang- arstökki á Evrópumeistaramóti unglinga Ég var soltinn og klæðlaus og orti í Alþýðublaðið og allur heimurinn fyrirleit blaðið og mig. Steinn Steinarr lét mótbyrinn ekki á sig fá og orti samt, og meö þessum fleygu orö- um hans sendir Alþýöublaöiö lesendum slnum baráttukveöjur. r ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.