Alþýðublaðið - 29.07.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.07.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ1997 Mffllllilflllll Þverholti 14 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Fréttastjóri Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 550 5750 Umbrot HBK Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Strandaglópur á Gullinbrúvu Á síðustu árum hefur oftsinnis komið í Ijós hve ríkisstjóm ís- lands getur verið heimóttaleg þegar kemur að málefnum höfuð- borgar landsins. Alltof oft hafa ráðherrar í ríkisstjóminni reynt að leggja stein í götu Reykjavíkurlistans og hins vinsæla borgarstjóra Reykvíkinga, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Ríkisstjómin hefur hvað eftir annað þrengt að borginni í mörg- um málum á síðustu ámm. Þarf ekki að minna á aðra málaflokka en heilbrigðismál, menntamál og samgöngumál í þessu sambandi. Nú síðast hefur Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaður jafnaðar- manna í Reykjavík vakið athygli á því hvemig sjálfstæðismenn í ríkisstjóminni hafa tafið fyrir framkvæmdum við Gullinbrú. Meðal þeirra framkvæmda sem þótt hafa einna brýnastar á höf- uðborgarsvæðinu em úrbætur um Gullinbrú á akstursleiðinni til og frá Grafarvogi. Borgarstjóri hefur lagt áherslu á að úrbætur verði gerðar sem fyrst á Gullinbrú og reynt að hraða framkvæmdum. í vegaáætlun til fjögurra ára sem var í vinnslu á Alþingi sl. vetur var gert ráð fyrir að aðalfjárveiting vegna breikkunar Gullinbrúar og úrbóta á gatnamótum norðan Grafarvogs kæmi til greiðslu árið 1998. Borgaryfirvöld vildu ekki bíða svo lengi, heldur lána til þessara framkvæmda 45 milljónir króna, þar til greiðsla bærist af vegaáætlun. Ríkisendurskoðun mæltist til þess í vetur að eðlilegt væri að Al- þingi samþykkti áætlanir áður en lánstilboðum yrði tekið. Því var nauðsynlegt að fjögurra ára áætlunin yrði samþykkt til að hægt yrði að lána féð svo framkvæmdir gætu hafist. Þá gerist það að Sjálf- stæðisflokkurinn undir forystu Halldórs Blöndals samgönguráð- herra kemur undir þinglok með nýja vegaáætlun upp á vasann, áætlun sem nær einungis til tveggja ára, - og féllu framkvæmdim- ar við Grafarvog út af aðalfjárveitingu. Jafnaðarmenn í samgöngu- nefnd, þau Guðmundur Ámi Stefánsson, Ásta Ragnheiður og Ragnar Amalds, lýstu þegar yfir efasemdum sínum um að þetta háttarlag stæðist lög. Engu að síður var þessari skammtímaáætlun Blöndals húrrað í gegnum þingið á mettíma og einkennist af þröng- um kjördæmisskammtímasjónarmiðum og smápoti dreifbýlisættar meðan langtímahagsmunir þjóðarinnar em látnir gjalda vinnu- bragða Blöndals og félaga. Hagsmunir höfuðborgarinnar hafa enn einu sinni verið fyrir borð bomir af ríkisstjóm Sjálfstæðis og Framsóknarflokks. Það vill löngum gleymast kjördæmapotumnum við kjötkatla ríkisvaldsins að meirihluti þjóðarinnar notar vegi til og frá Reykjavík. Á höfuð- borgarsvæðinu býr meirihluti þjóðarinnar og aðal samgönguæðam- ar mikilvægar fólkinu. Áður máttu þeir Engeyingar sigla skútum sínum í hagfeldum byr um sundin blá en gerast nú strandaglópar við Gullinbrúvu í Grafarvogi. Velferðin og plastpoka- fólkið Hvað eftir annað hefur komið í ljós að undanfömu að íslenskt atvinnulíf er að rétta vemlega úr kútnum. Þetta em mikil gleðitíð- indi og smám saman hafa fyrirtækin verið að losa sig við skuldim- ar, sjóðimir eflast og fyllast. Þó nokkur hluti launafólks nýtur góðs af þessari velferð fyrirtækjanna, fólk eignast dýra bíla og mikil- fengleg hús og fer í dýrindis heimsreisur. Á sama tíma bregður svo undarlega við að fleiri merki um fá- tækt sjást á Islandi en um langan aldur. Þeim fer stöðugt fjölgandi láglaunamönnum og öryrkjum sem ekki geta séð sjálfum sér og fjölskyldum sínum farborða með venjubundnum launum og leita því á náðir Félagsstofnana og Hjálparstofnunar kirkjunnar þar sem örtröðin hefur aldrei verið meiri. Og um götur og torg fer fjöldi fólks á öllum aldri og leitar í ruslatunnum og -fötum að flöskum og dósum og öðru því sem örfáir aurar fást fyrir - þetta er fólk sem á ekki fyrir nauðþurftum. Undir ríkisstjóm Davíðs Oddssonar, Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks er að verða til ný þjóð, plastpokaþjóðin, táknræn fyr- ir ósanngjöm skipti, ójafnræði og fátækt. , Súpersendiherrann og íslenska samfélagið Einkaheimsókn forseta íslands til Bandaríkjanna hefur verið samfelld sigurför. Forsetanum hefur verið tek- ið með kostum og kynjum. I Utah mættu tæplega hundrað þúsund manns til að heiðra fulltrúa íslands, og forráðamenn Utah fylkis, þar sem fjársterkir og umsvifamiklir morm- ónar ráða ríkjum, mæltu til frekara samstarfs við íslendinga. Nýtt hugtak Heimsóknin er rökrétt framhald af þróun hugtaksins „Islenska samfé- lagið“ sem Ólafur Ragnar hefur sett á dagskrá. En hugtak- ið felur í sér, að samfélag íslendinga nái yfir meira en ís- land eitt, og spanni auk þess dreifar Is- lendinga, eða af- komenda íslend- inga, sem lífa víðs vegar um heiminn. Utan Islands eru stærstu þættir ís- lenska samfélags- ins, einsog Ólafur Ragnar sér það, að- allega tveir. Það eru fjölmennir hópar Is- lendinga sem hafa tekið sér bólfestu á Norðurlöndum, og svo hinir fjölmörgu afkomendur Vestur- faranna, sem hafa skotið rótum í Bandaríkjunum og Kanada, en líta öðrum þræði á sig sem íslendinga. Hugtakið einsog því er beitt í munni stjómmálafræðingsins á Bessastöðum virðist þó ekki fullþró- að. Séu ræðupartar hans, þar sem fjallað er beint eða óbeint um ís- lenska samfélagið, lesnir ítarlega, þá sjást vísbendingar um frekari - og forvitnilega - útfærslu þess. Þó helstu þættimir felist enn í ofangreindum tveimur hópar á Norðurlöndum og Vesturheimi, auk smærri hópa lög- giltra íslendinga í öðmm löndum, þá virðist sem forsetinn sé að fikra sig í átt að enn breiðari túlkun á hugtak- inu. Keltneska arfleifðin Nánustu nágrannar íslendingar, Færeyingar og Grænlendingar, leika honum þannig oft á tungu, þegar efni í næsta nágrenni við íslenska samfé- lagið ber á góma. Forsetinn hefur sömuleiðis bryddað oftar en einu sinni upp á frændum vomm í Irlandi og Skotlandi, næstum í sömu andránni og íslenska samfélagið ber á góma. Það bendir því margt til þess, að fullþróað muni hugtakið “íslenska samfélagið" í útfærslu Bessastaða ekki aðeins taka yfir dreifar Islend- inga um víða veröld, heldur einnig þær þjóðir sem vegna nágrennis (Grænland) eða skyldleika (Færeyj- ar, Skotland og írland) em á jaðri samfélagsins í dag. Ný viðskiptatengsl Hugmynd forsetans er því væntan- lega sú, að smíða lauslegan ramma, á gmndvelli sögu, menningar og landafræði, utan um þær þjóðir, sem hann skilgreinir sem hluta hins ís- lenska samfélagsins. Kjami þess yrðu íslendingar sjálfir, stóru dreif- amar í Vesturheimi, og íslendingar á Norðurlöndum. Utan kjamans yrðu hinsvegar fyrmefndar frænd- og vinaþjóðir, og stuðnings þeirra yrði leitað eftir föngum. Hugmynd forsetans er að íslend- ingar rækti þetta samfélag eftir föng- um, og skapi gagnvegi millum Is- lands sem miðpunkts samfélagsins, og annarra hluta þess utan íslands. Á alþjóðlegum vettvangi gæti aukin samstaða þessra þjóða hjálpað þeim öllum. En að auki vakir einnig fyrir forsetanum að virkja samfélagið í þágu íslenskra fyrirtækja. Þessu hefur einmitt verið fagnað af viðskiptafrömuðum hér á Islandi, því þeir telja að hægt sé að nota þessa hugmynd Ólafs, og tengsl hans er- lendis, til að opna mikilvægar upp- sprettur viðskipta fyrir markaði inn- anlands. Afbrýðisemi Nú hefur frumkvæði Ólafs Ragn- ars hinsvegar skapað mikla ólgu í ut- anríkisráðuneytinu. Ráðuneytismenn eru æfir vegna þess frumkvæðis sem forsetinn hefur tekið sér, bæði með ýmsum yfirlýsingum en einnig vegna fundanna, sem hann setti sjálfur á með varaforseta og forseta Banda- ríkjanna. En hvorugur fundurinn hefði orðið að veruleika ef utanríkis- ráðuneytið hefði átt að sjá um að koma þeim á. Davíð Oddsson hefur stutt Ólaf dyggilega, þegar hann hefur sætt gagnrýni vegna þessa. Nú er Halldóri Ásgrímssyni hinsvegar nóg boðið. Hann ætlar að taka Ólaf á teppið, þegar hann kemur heim. Það verður spennandi viðureign á milli súper- sendiherra í gervi forsetans og dauf- legs utanríkisráðherra, sem hefur litlu komið til leiðar. Það bjargár litlu að taka vinsælan forseta á beinið, sem hefur þjóðina að baki sér. Ólafur Ragnar Grímsson: Hugmyndir hans um “íslenska samfélagið” miða að því að styrkja stöðu landsins á alþjóðlegum vettvangi með því að tengjast nánari böndum þjóðum sem telja til skyldleika við okkur í krafti sögu, menningar eða nálægðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.