Alþýðublaðið - 29.07.1997, Blaðsíða 8
WOfíiOWæe EXPR6SS
Nýtt aðalnúmer
5351100
MBUBLOIB
Þriðjudagur 29. júlí 1997
100. tölublað - 78. árgangur
Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
wanLowax cxpresj
Nýtt aðalnúmer
5351100
Alastair MacLennan á ON lceland:
Tólf tíma gjörningur í Nýló
Tólf tíma gjömingur hefst á hádegi
í Nýlistasafninu í dag. Það er írski
myndlistarmaðurinn Alastair
MacLennan sem stendur fyrir uppá-
komunni í tengslum við myndlistar-
sýninguna ON Iceland sem hófst í
Nýlistasafninu og í MÍR salnum á
laugardaginn. Sýningin í Nýló er að-
eins fyrsta sýningin af mörgum sem
eiga eftir að opna síðar í mánuðinum
í Reykjavík, á Kjarvalsstöðum,
Listasafni Islands, Norræna húsinu
og Gallerí 20 fermetrar.
Hreyfing og tími eru þema sýning-
anna sem, í Nýlistasafninu, em að-
eins opnar um helgar að undanskild-
um gjömingnum hans MacLennan í
dag. Alastair er fæddur í Skotlandi en
hefur búið á Norður- írlandi í tuttugu
ár þar sem hann hefur nýverið unnið
sér það til frægðar að vera valinn
fulltrúi landsins á Tvíæringnum í
Feneyjum.
Gjömingur MacLennans í Nýlista-
safninu tengist stjómmálaástandinu á
Norður-írlandi. „Ég tengi hann líka
ákveðnum hlutum sem em einkenn-
andi fyrir Island, eins og hrauni,“
ságði listamaðurinn við Alþýðublað-
ið þegar hann var beðinn um að segja
nánar frá uppákomunni. „Þetta er
innsetning sett upp í rými með
ákveðnum lifandi þáttum. Hún er
ekki beinlínis um hlutina sem settir
em upp heldur um sambandið á milli
þeirra. Inn í þetta koma nöfn allra
þéirra sem hafa látist í átökunum á
Norður-írlandi frá 1969 og allt til
dagsins í dag. Gjömingurinn er eig-
inlega meira nærvera en uppákoma.
Það verður eitthvað þama, eitthvað
mun gerast og leifamar munu standa
uppi í tíu daga.“
Helga Þórsdóttir og María Pétursdóttir verða með uppákomu í Nýlistasafn-
inu í tengslum við sýninguna ON lceland laugardaginn 10. ágúst.
Aðspurður hvort listaverk um
ástandið á Norður-írlandi eigi eitthvð
erindi til íslenskra áhorfenda segir
hann: „Þó svo efnislega séð fjalli
verkið um Irland þá á það að geta
náð til fólks hvar sem er. Þetta er
ekki aðeins' um áðstáeður sem em
staðreynd, það em þarna atriði sem
eiga að geta höfðað til hvers áhorf-
anda.“
MacLennan segist ekki ætlast til
þess að áhorfendur sé viðstaddir
gjöminginn frá upphafi til enda.
„Fólk getur komið og farið eins og
því þóknast. Það missir enginn af
neinum þótt hann sé ekki viðstaddur
allan tímann, því gjömingurinn er
meira eins og listsýning. Eini munur-
inn er sá að sýningin er tengist lífinu
sjálfu.“ Hann hváir þegar hann er
spurður að því til hvers hann ætlist af
áhorfendum. „Ég býst ekki við öðm
af þeim en að þeir átti sig á megin
þema gjömingsins, á því um hvað
hann fjallar. Og að þeir geti tengt það
eigin sínum perónulegu aðstæðum."
En hvers vegna tólftíma gjörning-
ur í stað til dœmis myndbands?
“Ég hef áhuga á eðlilegri tímarás
og því að vinna með raunvemlegan
tíma fremur en ritstýrðan tíma, eins
og gert er í gerð myndbands. Þetta
em raunverulegar aðstæður."
Tekurþú gjörninginn þá ekki upp á
myndband?
“Jú, auðvitað skráset ég atburð-
inn.“
Þótt Alastair MacLennan sé aðeins
einn fjöldamargra erlendra lista-
manna sem taka þátt í sýningunni
ON Iceland neyðist hann til að svara
óhjákvæmilegri spumingu tengda
komu hans til landsins: “Ég var bara
beðinn um að taka þátt. Og svo hef
ég mikinn áhuga á íslensku lands-
lagi. Annars er þetta í annað skiptið
sem ég kem til íslands. Ég kom hing-
að líka í fyrra og kenndi í þrjár vikur
við Myndlista- og handíðaskólann.“
Sýningin ON Iceland fjallar reynd-
ar öll um tíma og hreyfingu eins og
aðalumsjónarmaður verkefnisins,
Hannes Lámsson tók fram við Al-
þýðublaðið. Tímatengd. myndlist
segir Hannes byrjaði með ljósmynd-
inni en önnur verk í Nýlistasafninu
og þeim sýningunum sem opna síðar
í ágúst, em ýmist unnin á tölvur eða
myndband. Loks em það gjöming-
amir á laugardögum, 2. og 9. ágúst,
að frátöldum gjömingi Alastair
MacLennan í dag frá hádegi til mið-
nættis.
■ Vikublaðið
Guðlaugur Þór
harðneitar
Guðlaugur Þór Þórðarson, ný-
ráðinn útvarpsstjóri Fíns miðils,
að hann hafi misnotað aðstöðu
sem stjómarmaður í Menningar-
sjóði útvarpsstöðva, í þágu nýju
vinnuveitendanna.
Vikublaðið sagði í frétt að
Guðlaugur hefði, sem formaður
Menningarsjóðsins, misnotað að-
stöðu sína. Guðlaugur var aldrei
formaður.
Velkomln um horð
irferluna Baldur
Frá Stykkishólmi kl. 10.00 &16.30
Frá Brjánslæk kl. 13.00 & 19.30
Símar: 438-1120 Stykkishólmi
456-2020 Brjánslæk
Fax: 438-1093 Stykkishólmi
Nýju ostasneiðamar eru
tilvaldar í ferðalagið!
Á ferðalagi getur verið gott að
losna við óþarfa umstang. Með
nýju ostasneiðunum er tekið
tillit tilþessa, því sneiðunum er
einfaldlega rennt út á bakka
þarsem þœr eru tilbúnar beint
á brauðið. Að lokinni móiltíð er
bakkinn settur aftur ípokann
og hann brotinn í endánn.
ekkert vesen
/ nýjti umbúöunum eru
Gouda 26%, Gouda 17%,
Óöalsostur og Maribó.
ÍSLENSKIR M,
OSTAr. > )
^'NASÍ1W
/