Alþýðublaðið - 31.07.1997, Blaðsíða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ1997
MW9UBLMB
Þverholti 14 Reykjavík Sími 562 5566
Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf.
Ritstjóri Össur Skarphéðinsson
Fréttastjóri Sigurjón M. Egilsson
Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason
Auglýsingasími 562 5576
Auglýsinga fax 562 5097
Dreifing og áskrift 550 5750
Umbrot HBK
Prentun ísafoldarprentsmiðja hf.
Ritstjórn Simi 562 5566
Fax 562 9244
Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
Jafnaðarmenn gegn rík-
isstjórninni
Það eru einungis tvö ár í næstu Alþingiskosningar. Sjálfstæðis-
flolckurinn hefur þegar hafið kosningabaráttuna. Núna er sýnd eft-
irgjöf og tillitssemi. Davíð Oddsson ákvað að greiða 2,5% aukalega
til eldri borgara og vonast til að friða þar með eldra fólk í sínum
flokki. Það voru þó Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur sem afnámu
tengingu greiðslna úr almannatryggingakerfinu við launabreyting-
ar. Þingmenn þeirra felldu í atkvæðagreiðslu að taka þá tengingu
upp aftur. Barátta eldri borgara og jafnaðarmanna mun því halda
áfram.
Davíð Oddsson mun leika eins konar jólasvein næstu tvö ár og
forðast átök. Hann ætlar að nýta uppsveifluna í efnahagsmálum til
að lægja öldur hvar sem þær rísa. Ríkisstjómin er ekki að breyta um
stefnu þótt úlfurinn bregði yfír sig sauðagæru. Þessi ríkisstjóm tek-
ur sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni. Hún berst gegn veiði-
leyfagjaldi, lætur menntakerfið drabbast niður, stillir sér upp við
hlið VSÍ í kjaradeilum, lengir biðlista á spítölum, breytir skattalög-
um í þágu stórfyrirtækja og eignafólks, heldur matarverði háu og
bændum fátækum, stuðlar að fákeppni og löngum vinnudegi og
kyndir undir einangmnarhyggju og þjóðemisrembing.
Það er þreyta í ríkisstjóminni og leiði hjá a.m.k. tveimur ráð-
hermm, Friðriki Sophussyni og Þorsteini Pálssyni. Ekki er ósenni-
legt að a.m.k. annar þeirra hverfi í feita stöðu innan kerfisins á kjör-
tímabilinu. Vandræði Framsólmar em enn meiri. Framsóknarráð-
herramir eru slakir og Halldóri Asgrímssyni er ýtt til hliðar af Dav-
íð Oddssyni og Ólafi Ragnari Grímssyni. Davíð Oddsson virðist
njóta þess að þrengja að Halldóri Asgrímssyni. Framsókn mun
kyssa á þennan vönd jafnt nú sem endranær.
Sóknarfæri jafnaðarmanna eru mikil ef boðið er fram sameigin-
lega. Æ fleiri stjómarandstæðingar skynja að eina leiðin til að hafa
áhrif eftir næstu kosningar er að bjóða fram saman og fá þannig 35-
45% fylgi eins og skoðanakannanir sýna. Sextíu til sjötíu þúsund
kjósendur styðja nú sameiginlegt framboð jafnaðarmanna. Flokk-
amir munu starfa eftir sem áður, m.a. vegna sveitarstjómarmála.
Samvinna fyrir sveitastjómarkosningar er víða í gangi. Ungt fólk
starfar af krafti innan Grósku og hélt nýlega fundi með forystu-
mönnum á Alþingi, þeim Jóni Baldvin Hannibalssyni og Bryndísi
Hlöðversdóttur. Þetta em góð teikn.
Vonandi tekur landsfundur Alþýðubandalagsins í haust jafn af-
dráttarlausa afstöðu til samvinnu jafnaðarmanna og Alþýðuflokk-
urinn gerði á flokksþingi sínu á síðasta ári. Tíminn er fljótur að líða
og þar sem Davíð Oddsson hefur þegar hafið kosningabaráttuna
þarf að stilla saman strengi tímanlega.
Einna ánægjulegast við þróun síðustu ára eru aukin áhrif
kvenna á vinstri væng. Það má þakka Kvennalistanum að miklu
leyti. Það væri æskilegt að Kvennalistinn kæmi af fullum þunga til
stuðnings sameiginlegu framboði stjómarandstöðunnar. Samstarf
stjómarandstöðunnar á þingi hefur verið gott og það styður þessa
þróun.
Sjálfstæðisflokkurinn er kvennafjandsamlegur. Það er engin
kona í forystu flokksins eða í ráðherraliði. Það þarf að rifja upp
tíma Auðar Auðuns og Ragnhildar Helgadóttur til að finna áhrif
kvenna innan Sjálfstæðisflokksins. Sameiginlegt framboð jafnað-
armanna er kvennaframboð í evrópskum skilningi, en konur er
mjög áhrifamiklar innan evrópskra jafnaðarmannahreyfinga.
Hægri flokkar í Evrópu ýta konum alls staðar til hliðar og Sjálf-
stæðisflokkurinn er þar engin undantekning.
Fólk á að standa andspænis skýmm kostum fyrir næstu kosn-
ingar. Valið getur staðið um hvort næsta ríkisstjóm verði mynduð
undir forystu jafnaðarmanna eða sjálfstæðismanna. Núna er óvana-
legt tækifæri fyrir jafnaðarmenn að ná forystu í íslenskum stjóm-
málum. Það verður að nýta það með sameiginlegu framboði í næstu
Alþingiskosningum.
skoðanir
Bókmenntir og blaðadauði
Æg hef kastað ævi minni gersam-
lega á glæ. I fátækt minni og eymd
varð mér dag einn hugsað til stúlkn-
anna sem ég þekkti í æsku. Ein af
annarri liðu þær mér fyrir sjónir, og
sem ég bar þær saman og vóg og mat
verðleika þeirra rann það upp fyrir
mér að þessi stelpuskott eins og þær
voru þá báru langt af mér, bæði í
greind og siðfágun, þó svo eigi að
heita að ég sé orðinn alvarlegur, full-
tíða maður. Um leið og ég áttaði mig
Tvíhleypa
; . ' Hjörleifur
Sveinbjörns-
son
skrifar
á þessu greip mig svo mikið angur og
eftirsjá að ég rambaði á barmi ör-
væntingar. A sömu stundu sór ég
þess eið að rifja upp og skrá allt sem
ég framast gæti um þessa horfnu
tíma - þessa daga þegar ég klæddist
silki og neytti ódáinsveiga og -fæðu,
þessa daga þegar við sátum í öruggu
skjóli forfeðranna og Himinninn
auðsýndi okkur velvild. Ég ákvað að
skýra undanbragðalaust frá því
hvemig ég hafði haft hollráð vina
minna að engu og þráast við öllum
tilraunum fjölskyldu minnar til að
veita mér gott uppeldi og menntun.
Hvemig ég kom mér í þá niðurlæg-
ingu sem nú er hlutskipti mitt. Ég hef
sóað hálfri ævinni í þarfleysu og hé-
góma og kann ekki einu sinni neina
heiðarlega iðn til að sjá mér far-
borða.“
Það er Cao Xueqin (1715-1763),
höfundur Draumsins um rauða her-
bergið sem hér víkur að aðalpersón-
um rómaðrar sjálfsævisögulegrar
skáldsögu sinnar, en hún nær gjaman
þeim heljartökum á lesendum sínum
: að helst er líkjandi við herleiðingu
þeirra sem ánetjast Dýflissum og
drekum. í Kína lýtur sérstök grein
bókmenntafræðinnar að því að stúd-
era þetta eina verk.
Og Cao Xueqin heldur áfram:
„Mér fannst ég ekki mega þegja um
mannkosti og afrek vinstúlkna minna
og láta þær falla í gleymsku, þó að
slík upprifjun yrði til að varpa
óskemmtilegu ljósi á sjálfan mig.
Mér kann að vera áfátt hvað lærdóm
og stílsnilld snertir, en ég læt það
ekki stöðva mig. Ég bý frásögn
minni bara skáldsögubúning og segi
hana á talmáli." Með þessa ókomp-
lexeruðu afstöðu til skrifta í far-
angrinum tók kolbíturinn sér tak og
samdi skáldsögu sína, sem núna er
talin meðal helstu bókmenntaafreka
mannkynsins.
Eins og lesa má út úr tilvitnuninni
hér að framan þótti skáldsagnagerð
ekki par fín bókmenntagrein á hér-
vistardögum höfundarins, enda voru
það ekki aðrir en misheppnaðir lær-
dómsmenn og sérvitringar sem lögðu
sig niður við slíka iðju. Aftur á móti
þótti fínt um þetta leyti - á tímum
Ming- og Qing-ættanna - að yrkja og
semja yddaðar ritgerðir. En svona fór
það nú samt: Ritgerðir og ljóð þjóð-
skáldanna féllu í gleymsku en skáld-
sögur kolbítanna lifa góðu lífi.
Fjaslaus afstaða til fólks og at-
burða er drjúg ástæða þess lífsmagns
sem býr í þessum gömlu skáldsög-
um. I Hinni hliðinni á embættis-
mönnunum, ádeilusögu frá svipuð-
um tíma og Draumurinn um rauða
0g þar með er þetta víst
búið. Ekki óraði mig fyrir því
þegar ég tók að már að skrifa
hálfsmánaðarpistlana atarna
að þeim lyki á þann hátt að
blaðið hætti að koma út.
Eftir stend ég með svipaða
tómleikatilfinningu og þegar
ég var pottormur á Grím-
staðaholtinu og fótboltafélag-
ið mitt, Þróttur, flutti inn í
Sund. Á þeim árum var
Holtið eins og eyja í KR-
hafinu í Vesturbænum, og
eftir að Þróttur var á brott var
sjálfgerður silinn að halla
sér að KR. Ætli það verði
ekki eitthvað svipað með
brotthvarf Alþýðublaðsins úr
blaðaheiminum: í staðinn
finnum við kratarnir okkur ef-
laust hugnanlegan samastað
í fjölmiðlatilverunni.
herbergið, er persóna kynnt til sög-
unnar með þessum jarðbundna hætti
sem er svo laus við siðferðilega dóm-
hörku að helst er jafnandi til sjálfra
íslendingasagnanna: „f Gestagötu
bjó stúlka að nafni Pin Niang.
Tengdafaðir hennar lék kvenhlutverk
f óperum áður fyrr og naut mikillar
hylli karla, en eftir að honum spratt
grön var allt búið með það. Hann tók
þá til bragðs að kvænast í þeirri von
að konunni héldist á viðskiptavinun-
um, en hún var svo feit og dökk yfir-
litum að ekki svo mikið sem vofa rak
inn nefið. Þau áttu þá ekki um annað
að velja en að ættleiða dreng og finna
honum brúði. Þegar hún var sextán
ára var hún orðin bráðlagleg og við-
skiptavinimir flykktust á heimilið."
Miðaldaskáldsagan kínverska er
sprottin upp úr sagnalist þeirri sem
iðkuð var á tehúsunum á fyrri tíð.
Þangað komu sögumenn og fluttu
frásagnir sínar gegn samskotum
tehúsagesta. Skiljanlega felldu sögu-
mennimir frásögnina þegar draga tók
til tíðinda, og þá með þulunni: „Ef
þið viljið fá meira að heyra, góðir
gestir, verðið þið að koma aftur á
morgun.“
Þessi aðferð til að halda hlustend-
um við efnið gengur aftur í skáldsög-
unum. Þeim er skipt í nokkum veg-
inn jafnlanga kafla, og endar hver
kafli ævinlega eitthvað á þessa leið:
„Ef þú vilt vita hvað gerðist svo, les-
andi góður, verðurðu að lesa næsta
kafla.“ Þetta er eins og að ímynda sér
höfund Njálu grípa fram í fyrir sjálf-
um sér eftir ræðu Gunnars á Hlíðar-
enda um að fögur sé hlíðin, með orð-
unum: „Ef þú vilt vita hvaða afleið-
ingar þetta hafði fyrir Gunnar, les-
andi góður, verðurðu að halda áfram
með bókina." Og víst er um það að
þessi kækur í kaflalok getur virkað
svolítið ankannanlega, jafnvel trafl-
andi. Á móti kemur viðkunnanleg
tengingin við framkvöðlana; meist-
ara hins talaða orðs á tehúsunum til
foma.
Ég hef kosið að nota þennan pistil
til að vekja athygli á kínverskum
miðaldaskáldsögum, afskaplega
manneskjulegri og gefandi bók-
menntagrein. Betri brú milli ólíkra
þjóða en góðar bækm þekki ég ekki,
og skrifa fortakslaust upp á þau orð
séra Jóns prímusar í Kristnihaldinu
að sá sem ekki lifi í skáldskap lifi
ekki af hér á jörðinni. Þessar bækur
fást af og til í bókabúðunum héma á
þokkalega skiljanlegum málum.
Ekki þó enn á íslensku, hvað sem
verður.
Og þar með er þetta víst búið. Ekki
óraði mig fyrir því þegar ég tók að
mér að skrifa hálfsmánaðarpistlana
atama að þeim lyki á þann hátt að
blaðið hætti að koma út. Eftir stend
ég með svipaða tómleikatilfinningu
og þegar ég var pottormur á Grím-
staðaholtinu og fótboltafélagið mitt,
Þróttur, flutti inn í Sund. Á þeim
áram var Holtið eins og eyja í KR-
hafinu í Vesturbænum, og eftir að
Þróttur var á brott var sjálfgerður sil-
inn að halla sér að KR. Ætli það
verði ekki eitthvað svipað með brott-
hvarf Alþýðublaðsins úr blaðaheim-
inum: í staðinn finnum við kratamir
okkur eflaust hugnanlegan samastað
í fjölmiðlatilveranni.