Alþýðublaðið - 31.07.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 31.07.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ1997 Verkakvennafélagið Framsókn Sumarferð Verkakvennafélagið Framsókn minnir félaga sína á sumarferðina, sem farin verður dagana 8-10. ágúst í Skagafjörðinn. Margir áhugverðir staðir skoðaðir. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins, símar 568 8930 eða 568 8931. Fjöimennum í góða ferð. Ferðanefndin. KÓPAVOGSBÆR Lóðaúthlutun Parhúsalóðir við Bakkahjalla. Kópavogsbær auglýsir parhúsalóðir við Bakkahjalla nr. 1-3 og 5-7 lausar til úthlutunar. Á lóðunum skal byggja tveggja hæða parhús, 10x10 m2 að grunn- fleti með innbyggðum bílskúr. Lóðirnar eru í jaðri úti- vistarsvæðisins í Kópavogsdal. Lóðirnar eru byggingarhæfar. Skipulagsuppdrættir, skipulags- og byggingarskil- málar ásamt umsóknareyðublöðum fást afhent á Tæknideild Kópavogs, Fannborg 2, 3. hæð, frá kl. 9- 15 alla virka dga. Umsóknum skal skila á sama stað fyrir kl. 15 mið- vikudaginn 6. ágúst næstkomandi. Bæjarstjórinn í Kópavogi. KÓPAVOGSBÆR Snælandsskóli Snælandsskóli í Kópavogi er einsetinn, heildstæður grunnskóli með um það bil 470 nemendum. Eftir skólatíma er nemendum 1 .-4. bekkjar gefinn kostur á að vera í Dægradvöl við leik, aðstoð við heimanám og fleira sem tilheyrir „heildagsskóla". í traustum og samhentum hóp starfsmanna auglýsum við eftir áhugasömu fólki í eftirtalin störf: Skólasafnskennara í 100% starf. Æskilegt er að um- sækjendur hafi framhaldsmenntun í skólasafnsfræð- um. Sérkennara í 100% starf - forfallakennsla í 6-8 vikur (sept.- okt). Tölvukennara í 8 vikustundir. Tvö 50% störf ræsta eftir hádegi. Tvö 50% störf í Dægradvöl. Æskilegt er að umsækj- endur hafi uppeldismenntun. Upplýsingar veita: Reynir Guðsteinsson, skólastjóri, sími 421 1066 og Guðbjörg Emilsdóttir, aðstoðarskólastjóri, sími 554 3452. Einnig eru veittar upplýsingar á skólaskrifstofu Kópa- vogs, Fannborg 2, sími 554 1988 og skal skila um- sóknum þangað. Umsóknarfrestur er til 11. ágúst. Starfsmannastjóri. Dr. Benjamín H.J. Eiríksson Boginn á Ófærufossi Ófærufoss í Eldgjá var og er ein af mörgum ógleymanlegum náttúru- perlum íslands. Allir hafa séð hann á mynd, ef ekki öðruvísi, jafnvel á kvikmynd, til dæmis kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar. Steinbogi náttúrunnar gerði fossinn og umhverfi að ákaflega sérstæðu listaverki. Ég segi: gerði, því að sú frétt kom árið 1993, að steinboginn væri allur, horfinn! Hann hefði horfið í miklum vatnavöxtum. Hvað segja yfirvöldin: Náttúru- vemdarráð, Umhverfisráðuneytið? Ekkert. Ekki neitt. Þetta eru bara náttúruöflin að bylta sér. En mér finnst að þjóðin eigi kröfu á svari við spumingum eins og þessari: Liggur boginn í heilu lagi undir fossinum, eða molaðist hann? Ef hann er heill, eða lítið brotinn, mætti þá ekki nota Benjamín H.J. Eiríksson. hina voldugu tækni nútímans til þess að lyfta honum á þurrt og bolta hann rammlega á sinn fyrri stað? Vér lesum daglega um smíði nýrra brúa um allt land. Sé boginn að eilífu glataður, er þá því nokkuð til fyrir- stöðu, að nota megi hina voldugu tækni nútímans til þess að endurgera bogann úr tiltækum byggingarefn- um, lagfæra hann eins og hvert annað listaverk sem hefir skemmst. Til em nægar myndir af honum til þess að styðjast við og fara eftir. Hefði hann verið mannaverk, hefði þá annað komið til greina? Skuldum vér hin- um mikla listasmið, sem gerði bog- ann, minna? Sendum öll yfirvöldunum hollar hugsanir og góðar óskir, og sjáum hvað skeður. Söknuður eða sletturekuskapur? Fáir hafa sloppið við að heyra margítrekaðar fréttir af dagblöðunum á svonefndum vinstri væng. Seinast í gær kom fram að þeir í Alþýðubandalaginu hefðu samþykkt að hætta, að minnsta kosti um nokkra stund, útgáfu á Vikublað- inu og einnig að forystusveit Al- þýðuflokksins stefndi á sömu braut með Alþýðublaðið. A forsíðu Alþýðublaðsins stendur með stóru letri í dag 29.7 1997: “Framtíð Alþýðublaðsins óráðin“. Ekki er sett spuminga- merki við þetta. Því verður hver og einn að gera upp við sig hvað hann vill. Þetta er svo sem ekki nýtt með Alþýðublaðið. Eilítil hugdetta um liðna tíð kemur fram. Við sem eram komn- ir fram yfir „nothæfan" aldur samkvæmt mati nútímans (þótt heilsa og þróttur séu í góðu lagi), höfum þó leyfi til þess að rifja upp agnarögn úr lífshlaupi blaðs- ins okkar í gegnum marga tugi ára. Nýlega er fallinn frá einhver ötulasti og harðduglegasti tals- maður blaðsins um áratuga skeið. Hér vil ég minnast á Jóhann G. Möller á Siglufirði. Víða um land vora hugsjónamenn, er tóku að sér að koma blaðinu á framfæri og tryggja því stuðning. Er þetta algjörlega liðin tíð? Það er ekki svo langt síðan Jón Baldvin sagði, að flokkurinn væri nú sterkari en nokkra sinni. Hver er staðan í dag? Hvað hefur skeð? Er það ósiðlegt að minnast hans, JBH sem ritstjóra og fyrri félaga í því sæti og mögnuð skrif þeirra fyrir flokkinn og almenning á Is- landi? Ég man það vel, er við Óttar Yngvason sáum um blaðið í 18 mánuði við mjög þröng kjör. Langt er um liðið og fáir muna í dag. En víða var þá sveit manna er vildu efla og hafa Alþýðublað- ið. Til fjölda manns var leitað um allt land og blaðið er enn til. Blikur era á lofti og bakki í hafinu. Hvað kemur úr honum? Stutt er að bíða ef fréttir era réttar af útliti. Válynd tel ég þau veður fyrir flokkinn og almenning. Menn tala um breytta tíma. Satt er það. Þegar fjöldi manna ráfar um í morgunbítið og gáir í rasla- tunnur eða annað því um líkt er komið að tímamótum í ís- lensku þjóðlífi. Hingað og ekki lengra. Tugir milljarða eignir safnast á tiltölulega fáa og enn færri stjóma. Hvar verður rödd sú er gæta skal hagsmuna almennings? Hún má ekki þagna. Munið það í framvarðasveitinni. Ég vil að lokum þakka Alþýðublaðinu. Fyrir greinam- ar um skáldið Jóhann Jónsson frá Ólafsvík. Það er sem himnasending innan um allt raslið sem nú er víða fært í letur hjá öðram. Með lokagreininni í dag er kvæðið Sökn- uður. Er það tilviljun? Varla. Fremur örlög, sem tengjast hugsjónum lífsins. í lokin vitna ég í ljóðið: Hvar! Ó hvar? Er glatað ei glatað. Með kveðju og sáram söknuði. Jón Ármann Héðinsson MÞYBUBIMÐ 2. I&lublað - 78. írgangur I Allir röntgenlæknar á Landspítalanum hafa sagt upp störfum W m u ■ Læknaflotti er brostinn á - segir Ólafur Kjartansson yfirlæknir. Læknum boðin ótrúleg kjör f Noregi. Landspítalinn gæti lamast aö mestum hluta rönlgenlxkna á Sjúkrahilsi Rcykja- vfkur og LandspfUlanum. ROntgen- deildm i Sjdkrahdsi Reykjavlkur f*r að njóu sénekna af sjúklingum sem ekki eru i sjúkrahúsinu. en það fxr deildin i Landsptlalanum ekki Þella hefur orðið lil þess að launamunur milli sjúkrahúsanna er verulegur „Ég vil ekki nefna hversu mikill hann er. cn hann er verulega mikill." sagði Ólafur Kjanansson yfirlæknir. Ólafur segisl ekki vongðður um að Ukist að halda f þé Ixkna sem hafa sagt upp. Þegar hafa iveir lieknar hæit og áua era eflir. Á þeira er mik- ið vinnuálag Lreknunum bjdðasl betri laun á Sjúkrahúsi Reykjavfk- ur og ekki sfður f öðrum iondum. Ólafur segir að Norðmenn geri ýmislegt til að fá til sln s6fnrðinga og að römgenlxknum bjdðist tvöfalt hxrri laun þar en þeir fá hér á landi. og á þá eflir að taka tillit til hversu vinnutlminn er styttri f Noregi. Ólaf- ur er áhyggjufullur og segir að flðtti »é þegar brostinn á lxknaliðið. En sérfrxðingum f vinnu. er að bjðða það er ekki allt. „Það er erfitt að ny- þeim sömu kjOr og eru á Sjúkrahúsi liða deildma vegna Reykjavfkur. Annais komum við lil . þess launamunar sem með að upa Ixknum." sagði Ólafur. yygX&uf er hér og á Sjúkra- Það er ekki einungis samkeppni húsi Reykjavfkur. milli sjúkrahúsanna. heldur er einka- .... Ef fer sem horfir þá fynrtxki með f samkeppninni En ' % mun spflalinn lam- vandamál Landspflalans skýrir Ólaf- \ asl að mesiu. Það urþannig: sem lundspful- „Við hofum enga samkeppnis- i :::: inn getur gen. stoðu Deildin sem slfk nýtur á engan til að reyna að hátt þcirra sénekna sem hún aflar. halda þessum ÞetU hefur leiti til þess að launamun- Frábær frammjslaða KR „Þetu er frábxr frammistaða Rfkharður átti þrjú og um fjðrum, það var jú brotið á honum þegar vflið v dxmt f fyrri leiknum," sagði hinn kunni knati- spymumaður. Rlkharður lónsson á Akra- ncsi, en hann er afi Rfkharðs Daðasonar markaskorara f KR. KR-ingar gcrðu sér Iftið fyrir og sigruðu Dlnamð Búkarcsi á úlivelli f gsr 2-1 og samanlagt 4-1. Sigrar íslenskra liða á úii- völlum hafa ekki verið margir og þvf er þessi frammistaða KR eflineklarverð. Rik- harður Daðason skoraði bxði mörkin f gxr. en hann skoraði sfðara markið f fyrri lei’ -En rru þrir likir knaiupymumtnn Rl haröur Jónsson og Rtkharður Daðason ' .Jici. það erum við ekki. það er bara nafnið. Annars er ég viss um að Rfkharður á mikið inni. það fer eftir þeirn þjálfun scm hann á eftir að fá hvort hann á eftir að sýna það sem f honum býr. Ég er undrandi á að hann hafi ekki verið senter I alit sum- ar. markhxsti leikmaður slðasia fslands- Á myndinni er Rfkharður Daðason og félagar hans að fagna markl Ríkharös á Laugardalsvelli. þegar hann tryggði KR sig- ur f fyrri leiknum gegn Dfnamó. i Sumarlokanir sjúkrahúsanna Hrikalegasta sumarið til þessa - starfsfólk flýr sjúkrahúsin vegna þreytu og ótrúlegs vinnuálags Sumarlokanir sjúkrahúsanna hafa haft verri afleiðingar f sumar en til þessa. „Það er hryllilegt ásiand. þeiu er alveisu sumarið sem við höfum upplifað. Það er ekki nðg með að álag á slarfsfðik sé yfirgengilegi. heldur em sttðan oröin þonnig að fðlk flýr þessa vinnu, fðlk er uppgef- ið og geiur ekkí lagt þeiu á sig öllu lengur." sagði surfsmaður á sjúkra- húsi f Reykjavfk f samttli við hlaðið "Þessar lokanir leggjast illa f alla. Það er ekkert gamanmál að horfa upp á þarfir sjúklinganna og fá ekkett að gert. Það er ekki hara á hjaitadeild. ems og rxn var um um dagmn. það cr vfðar sem fðlk bfður langtfmum uman eftir að komast f aðgerðir. Það fxr ekki staðist að þetu skili spam- aði. Þegar upp er staðið er þetu dýrt, ekki bara fynr sjúklingana. heldur samfélagið allt," sagði annar starfs- maður f heilbrigðisstén. Alþýðuhlaðinu var bent á atvinnu- auglýsingar f fjölmiðlum. I hveiri viku er auglýst eftir fðlki f umónnun og skortur á hjúkmnarfrxðingum og sjúkraliðum er mskill. „Það er ckki nema von. fólk er yfirkeyn “ sagði viðmxlandl blaðsins. Iljá Sjúkraliðafélagi Islands feng- ust þxr upplýsingar að ðvenju mikið sé leitað eftir sjúkraliðum og sjaldan áður hafi vcrið auglýstar eins margar lausar stðður og nú. I viðtölum við surfsfðlkið kom fram að vonbngði þess eru mikil og ekki slsl með siörf Ingibjargar Pálmadðllur heilbiigðisráðherra. sér- staklega þar sem hún er hjúkrunar- frxðingur og þvf voni vonir bundnar við að hún hefði skilning á þeim erf- iðleikum sem fylgja lokunum deilda. Ekki náðist f heilbrigðisráðherra vegna fréttarinnar. Ingibjörg Pálmadótlir á erfiö verk framundan. unnn er ulsverður. Sérfrxðingar hér telja að það byggist á þeim greiðslum sem sérfrxðingar á Sjúkrahúsi Reykjavfkur fá vegna utanspfula- sjúklinga." ■ Alþýöubandalagið Sóttaö Alþýðubandalagsmenn á Aust- fjörðum er ekki á eitt sáttir með frammistöðu þingmanns flokks- ins. MjOrleifsGuttormssonar. Þeir eru að undirbúa að koma f veg fyrir að hann verði f framboði f nxstu kosningum. Stefnt er að því að Guðmundur Bjamason. bxjarsljðri á NeskaupsUð uki fyrsu sxii á lisu flokksins. Bent er á að þegar Hjörleifur hðf þmgmennsku átti flokkurinn þijá þíngmenn f kjördxminu. þá Lúðvfk Jðsefsson. Ilelga Seljiui og Hjörleif. Nú er Hjðrleifur eini þtngmaöur flokksins f Austur- landskjördxmi. ■ Hverageröi Löggan rannsakar mengun Lðgreglan f Ámessýslu er að rann- saka niengun sem varð f Varmá f llveragerði, en fiskar, á stðiu svxði ( ánni. drápust um sfðustu helgi. Veriö er að rannsaka fiskana lil að fá úr skorið hvers vegna þeir drápust. Grunur er um að hreinsun I sund- laugtnni í luugaskaröi tcngist mál- inu. en verið var að hreinsa laugina þessa sðmu helgi. ■ Alþýöublaöið Samningurinn samþykktur Síghvatur Björgvinsson. formað- ir Alþýðuflokksins, lagði f yrir flokkstjóm drög að sami við Dagsprenl. um samsttrf á i íigáfumála. Hreinskiptar umrxöut irðu uin útgáfumálin Flokkstjðm ;af framkvxmdastjóm umboð til ið ganga frá samningi samkvæmi rcim drögum sem fynr lágu. Á morgun kemur úl sfðasta tölu- ilað Alþýðublaðsins f núverandi nynd Blaðið verður slxrra en Hvar verður rödd sú er gæta skal hagsmuna almennings? Hún má ekki þagna. Munið það í framvarðasveitinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.