Alþýðublaðið - 31.07.1997, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ1997
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
að ná símasambandi og ef það er
samband er röð að komast í símann.
Oft er sambandið afgreitt í gegnum
landstöðvar í Noregi sem er rándýrt.
Fréttir heyrði maður endrum og
sinnum og vissi því ekki hvað upp né
niður sneri á veröldinni. Fréttir eru
sendar út ákveðnum tíma tvisvar á
dag. Þessi einangrun fer illa í mann-
skapinn. Kona eins skipsfélaga míns
var kominn að fæðingu og við fund-
um að honum leið ekki vel að vita
ekkert um hennar ástand svo dögum
skiptir. Maður getur því ímyndað sér
hvemig líðanin er hjá mönnum ef
veikindi eða aðrir erfiðleikar em hjá
fjölskyldunni heima.“
Notalegt að fá einn úr
fjölskytdunni í
heimsókn
Áhafnir skipa á sama veiðisvæði
halda sambandi sín á milli. Ekki er
óalgengt að nýkominn skip flytji
pakka til þeirra sem hafa verið
lengur. í fásinninu verður blaðapakki
spennandi. Einnig flakka menn á
milli skipa á tuðrum ef ekkert er að
gera. Vinsælt var að heimsækja Sigli,
enda sex konur um borð!
Kristín fékk Jóhann bróður sinn,
skipverja á Siglfirðingi, í heimsókn
nokkrum sinnum.
„Það var ósköp notalegt að fá einn
úr fjölskyldunni í heimsókn. Eg fór
aldrei á milli en á afmælisdegi
Þorleifs áttum við heimboð í næsta
togara. Það var búið að elda dýrindis
mat og undirbúa komuna en þá
fékkst fiskur og ekki verið að spyrja
um afmælisdaga þegar koma þarf
fiski frá.“
Hvað eru margir puttar
þar til þú kemur
Símasambandið er ekki aðeins
lélegt heldur er dýrt að hringja frá
Smugunni til Islands. Kristín segir að
þetta stopula samband hafi valdið því
að hún talaði sjaldnar við synina en
hún hafi kosið. Þeir báru sig vel
frarnan af en sá yngri spurði alltaf
hvenær þau kæmu heim.
„Mamma, hvað eru margir puttar
þar til þú kemur, spurði hann einu
sinni. Ég hafði ekki brjóst í mér að
segja honum að þeir væru þrjátíu.
Einu sinni stóð illa á, amman í
vinnunni og afinn í baði. Þá var allt
ómögulegt hjá þeim stutta og eftir
samtalið kastaði ég mér í koju og
sagðist ekki geta meira. Leifi
viðurkenndi seinna að hann hefði átt
erfiðara með að kveðja þá þegar við
fórum sarnan út en alla jafna þegar
þeir verða eftir hjá mér. Þá skorti
ekkert en sá yngri fékk alveg nóg af
Reykjavík og ætlar aldrei þangað
aftur," segir Kristín og hlær.
Eins og kom fram í upphafi
fiskaðist ekkert fyrstu fimm vikurn-
ar. Hvað er hægt að gera í slíkri bið?
„Við spiluðum rosalega mikið,
kjöftuðum saman, átum og sváfum.
Um borð er bókasafn og svo skipt-
umst við á bókum og lásum allt sem
fannst á prenti. Ég horfði á fimm
vídóemyndir og nennti ekki meiru af
því. Sumum er sama hvað þeir horfa
á en ég eyði ekki tímanum í
vídeógláp ef myndimar höfða ekki til
mín.“
En þegar fiskast er unnið alveg
botnlaust og frívaktir líka. Hún segir
að stelpumar hafi ekki dregið af sér í
vinnu en strákarnir hafi reynt að hlífa
þeim við erfiðustu verkunum ef
mögulegt var, sérstaklega við
tækjavinnunni. Aflinn var þorskur og
rækja en lítið verð fékkst fyrir hana.
Myndi vilja fara aftur
en ekki svona lengi
Kristín segir að þau hjón hafi haft
mjög gott af þessari samveru.
„Við höfum aldrei verið svona
lengi saman í einu. Við héldurn
kannski að það yrði hjónabandinu
ofraun að vinna sarnan, borða saman
og sofa saman í margar vikur. Þessi
tími styrkti samband okkar heldur en
hitt. En ég myndi ekki mæla með
þessari aðferð fyrir hjón sem ætla að
reyna að berja í einhverja
bresti í hjónabandinu, það
gengi aldrei upp. Þessi
reynsla hjálpaði mér líka
að skilja betur starf
mannsins míns og
sjómanna yfirleitt. Ég
myndi vilja fara aftur en
ekki svona lengi,“ segir
Kristín Ottesen
sjómannskona sem
gerðist sjómaður í níu
vikur í sumar.
Hér hafði sjóveikin
betur.
Auglýsing
um að álagningu
opinberra gjalda
á árinu 1997 sé lokið
í samræmi við 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eingar-
skatt og 12. gr. laga nr. 113/1990 um tryggingagjald, er hér með auglýst
að álagningu opinberra gjalda á árinu 1997 er lokið á alla aðila sem skatt-
skyldir eru samkvæmt framangreindum lögum, sbr. I.kafla laga nr.
75/1981 og II. kafla laga nr. 113/1990.
Álagningarskrár verða lagðar fram í öllum skattumdæmum í dag fimmtu-
daginn 31. júlí 1997. Skrárnar liggja frammi til sýnis á skattstofu hvers
skattumdæmis og hjá umboðsmönnum skattstjóra í hverju sveitarfélagi
dagana 31. júlí til 14. ágúst að báðum dögum meðtöldum.
Álagningarseðlar hvers skattaðila, er sýna álögð opinber gjöld 1997,
vaxtabætur og barnabótaauka hafa verið póstlagðir.
Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, vaxtabóta og barnabóta-
auka, sem skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1997,
þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans eigi síðar en
mánudaginn 1. september 1997.
Reykjavík 31. júlí 1997.
Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson.
Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson.
Skattstjórinn í Vestfjarðrumdæmi, Sigríður B. Guðjónsdóttir.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson.
Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl Lauritzson.
Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson.
Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson.
Skattstjórinn i Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson.