Alþýðublaðið - 31.07.1997, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ1997
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
Heimskur heimskari:
Það er engin ein
greindarvísitala til
- segir Howard Gardner prófessor við Harvard háskóla.
Hvað er greind og hver er greind-
ur. Greindarmælingapróf hafa þekkst
frá því í upphafi aldarinnar og verið
notuð til að leggja mat á greind
manna eða heimsku allt eftir útkom-
unni úr þessum prófum. Fáir hafa
mótmælt þessum greindarprófum þar
til nýverið að í pontu steig bandarísk-
ur prófessor við Harvard háskóla,
Howard Gamer og sagði stop, hing-
að og ekki lengra. Gardener vill skil-
greina greind á allt annan hátt en
tíðkast hefur fram að þessu og leyfir
sér jafnvel að tala um sjö mismun-
andir gáfur. Fyrir skömmu birtist eft-
irfarandi viðtal við Howard Gardner
í franska vikublaðinu L'Express.
Hver einstaklingur býr yfir ekki
aðeins einni greind heldur mörgum.
Þessi fullyrðing er lykillinn að kenn-
ingu sem þú hefur eytt síðustu tíu ár-
unum í að móta og hefur vakið mikla
athygli um allan heim að undan-
förnu. Þegar sagt er við þig að tiltek-
inn maður sé greindari en annar, hef-
urþað einhverja merkingu fyrirþig?
Nei, auðvitað hefur það enga
merkingu. Greindur í hverju? Ég
held ekki að til sé aðeins ein geta
sem allir hafa f meira eða minna
mæli og sem kalla mætti „greind“.
Lítið á öll þau störf sem mannskepn-
an hefur lagt stund á frá upphafi
vega; veiðimenn, bóndar, töfralækn-
ar, stríðsmenn, andlegir leiðtogar,
listamenn, heimspekingar, tónlistar-
menn, vfsindamenn... Þessi störf eru
öll dæmi um hæfileika mannsins til
að finna lausn á ákveðnum vanda-
málum, til að framkvæma og til að
skapa. Við búum öll yfir einhverjum
greindum og við nýtum þær meira
eða minna, allt eftir sögu okkar og
menningu.
Þú telur sjö greindar. Vegna þess
að þetta erfallegur tölustafur?
Okkur hefur tekist að draga upp
skýra mynd af sjö gerðum greinda á
grundvelli rannsókna í sálarfræði og
taugalækningum. Ólíkt greindarpróf-
unum eru gerðimar ekki byggðar á
viðmiðunum sem gefa skakka mynd
af greind manna.
Við emm að tala um rökhugsun og
stærðfræðigreind, sem Einstein er
gott dæmi um. Hún hefur meðal ann-
ars haft mikil áhrif á franska menn-
ingu og franska löggjöf. Picasso hef-
ur rýmisgreind sem og arkitektar,
myndlistarmenn og allir þeir sem
vinna með form. Ljóðskáld eins og
T.S. Eliot hafa sýnt að þau búa yfír
tungumálagreind. Efsta stig tónlistar-
greindar er að finna hjá Mozart. Lík-
amsgreind hafa góðir dansarar,
íþróttamenn og látbragðsleikarar á
borð við Marcel Marceau. Sfðan er
það greindin til að skynja aðra, en
hana höfðu menn eins og Freud og
Gandhi. Loks koma þeir sem hafa
sjálfsgreind, en þar mætti nefna
Proust eða Joyce.
Ég gæti bætt við náttúrugreind og
jafnvel þeirri níundu, tilvistargreind-
inni, eða getunni til að hugsa upp-
mna mannsins og örlög. Þá gáfu
höfðu bæði Churchill og Camus.
Þarna ertþú að tala um sérgáfur...
Hvernig er hcegt að flokka þœr sem
greind?
Það má ekki mgla þessu tvennu
saman. Það þarf fleiri en
eina greind til að stunda
bæði dans, garðyrkju, tónlist
og stærðfræði. Tónlistar-
maður notar tónlistargáfu
sína en einnig rökhugsun og
taktskyn. Eins gerast sumir
vísindmenn vegna hæfileik-
ans sem þeir hafa til að
hugsa rökrétt, en um leið
þroska þeir með sér getuna
til að skynja náttúmna og
annað fólk.
En það er hœgt að vera
greindur á mörgurn svið-
um...
Ég trúi því ekki að til sé
alhliða greind sem væri
samannefndari allra hinna.
Maður er ekki „greindur" í
öllu. Leonardo da Vinci er
eflaust einn merkilegasti
hugsuður mannkynssögunnar, hann
skaraði fram úr í myndlist, í líffæra-
fræði og með uppfinningum sínum,
allt þetta krefst framúrskarandi rök-
hugsunar, rýmisgreindar og náttúm-
greindar. En hafði hann tónlistar-
gáfu? Kannski var hann ófær um að
skilja sjálfan sig og aðra. Síðan verð-
ur að gæta þess að mgla ekki saman
greind og siðferðisvitund. Göthe og
Göbbels höfðu báðir fullkomið vald
á þýskri tungu sem annar notaði til
að skrifa stórkostleg ljóð, en hinn til
að ala á hatri.
Gáfumarþínar, erfast þœr eða eru
þœr ávöxtur menntunnar?
Allt sem snertir persónuleika,
greind og líkamlega getu er óneitan-
lega að einhveiju leiti erfðafræðilegs
eðlis. Mozart hefur eflaust erft eitt-
hvað af tónlistarhæfileikum sínum,
en hann átti líka foreldra sem bæði
vom tónlistarfólk og sem létu hann
æfa sig frá því hann var smábam. Við
getum sagt að við séum öll efnileg á
einhverju greindarsviði, ef við hjálp-
um aðeins til þroskast greindin hrað-
ar, en á þeim sviðum sem kreijast
meiri áreynslu þurfum við að leggja
harðar að okkur til að ná árangri.
Hver og ein þessara greinda hefur
ákveðin einkenni: rökhugsun nær
auðveldar hámarki sínu á meðan við
emm ung. Hins vegar nær skynjun
okkar á öðmm og á sjálfum okkar
auknum þroska eftir því sem líður á
ævina. Einmitt þess vegna er fárán-
legt að ætla sér að mæla almenna
greind með einhverri greindarvísi-
tölu. Ég er tortrygginn á próf: Þau
mæla eingöngu rökhugsun viðkom-
andi og málvitund en enga aðra
greind.
Hvað getur komið í staðið fyrir
þau?
Ég vil ekki búa til próf sem gæti
mælt ólíka hæfileika. Ég hef séð
gerðar of margar tilraunir til að setja
merkimiða á böm: Þessi hefur hæfi-
leika til að lær tungumála, þessi er
með tónlistargáfu. Ástralir tóku upp
á því að flokka ólíka greind eftir
þjóðemisuppmna. Ég varð að segja
stop. Það er heimskulegt og hættu-
legt. Hver og einn getur bætt getu
sína með ástundun. Greindin er ekki
hoggin í stein. Ef þú vilt komast að
því hvar hæfileikar bamsins þín
liggja farðu þá með það í Explartori-
um í San Francisco eða í Vísinda-
safnið í París, fylgstu með því og þú
munt komast að ýmsu um greind
bamsins. Þú getur séð hvort bamið
skynjar rými með því að kanna hvort
það er fært um að rata í stórborg eins
og London eða París. Til að kanna
hvort það býr yfir tónlistargáfu er
ágæt ráð ð láta það hlusta á indverska
tónlist og fylgjast síðan með því
hvemig leggur ákveðin stef á minnið
og tekur eftir smáatriðum. Þetta em
miklu sannari próf hefðbundin
greindarpróf.
Geta kenningar þínar átt eftir að
breyta þeim aðferðum sem notaðar
eru til kennslu?
Það er verið að gera tilraunir með
böm á aldrinum 3 til 5 ára í Boston,
þar sem reynt er að finna út hvar geta
þeirra liggur. Við þurfum að venjast
þeirri tilhugsun að haga verður
kennslunni á þann hátt að nemendum
verði gefnir margir möguleikar til að
tjá skilning sinn. En til þess að svo
megi verða þarf að færa fómir: Það
þarf að hætta að tala um allt, en það
er gallinn á franska menntakerfinu
þar sem troðið er í bömin þannig að
þau mgla saman gæðum og magni.
Og þú, hvaða aðferð myndir þú
velja?
Ég myndi leggja til þrjú hugtök:
sannleikann, fegurðina og góð-
mennskuna eða öllu heldur andstæðu
hennar, vonskuna. Til að kenna sann-
ieikann myndi ég velja að fjalla um
þróunarkenningu Darwins af því hún
segir okkur hvaðan við og allar lif-
andi vemr, komum. Ég myndi velja
Helförina til að tala um vonskun af
því hún er það versta sem maðurinn
hefur nokkumtíma komið í fram-
kvæmd. Tónlist Mozart dygði fyrir
fegurðina af því hún er það besta sem
nokkur manneskja hefur gert. Það
væri hægt að eyða heilu ári í að tala
um þessar þrjár gmndvallarhug-
myndir við bömin. Þessi aðferð er
miklu betri til að efla gáfur bamanna
en flestar aðrar kennsluaðferðir sem
notaðar eru.
Ór alfaraleið
Hin grátandi Dora
Maar er dáin
Menn létu sig dreyma um hana, þótt ekki væri nema
vegna nafnsins, Dora Maar. Hún hét það reyndar ekki.
Sitt raunvemlega föðumafn, Markovitch, fékk hún frá
föður sínum sem var af júgóslavneskum ættum. Hann
varð ríkur í Argentínu, þar sem hún lærði spænsku,
sem kom sér vel þegar hún kynntist Picasso.
Hún lést 16. júlí síðastliðinn og náði því næstum því
að verða jafngömul Picasso. Hún var 89 ára þegar hún
lést, hann 91. Það breytir því þó ekki að aldursmunur-
inn á þeim var 26 ár.
Ein af teikningum Picassos, dagsett 1. ágúst 1936,
sýnir unga konu á leið í ferðalag standa fyrir framan
opnar dyr en innan þeirra situr gamall maður með
hund liggjandi á hnjám sínum; „þannig tjáir Picasso
þá líðan stna að finnast hann gamall samanborið við
œsku Doru“, skrifar Roland Penrose í bók sinni
Picasso. Nálægð hundsins er mikilvægt fyrir þá sem
vita að “tvær aðalfyrirsætur listamannsins fyrir Síðari
heimsstyrjöldina og meðan á henni stóð vom Kasbek
og Dora Maar,“ heldur Penrose áfram. Kasbek var af
afgönsku hundakyni og í eigu Picassos. Og víst málaði
hann margar myndir af Doru. Eitt frægsta málverkið af
henni er frá 1937 og er geymt í Picasso safninu í Par-
ís. Þar er unga konan sýnd í glaðlegum og um leið
ofsafengnum litum, hún nær yfir allan myndflötinn,
hendur hennar em gular með löngum fingmm og
rauðlökkuðum nöglum sem undirstrika fágaðan glæsi-
leika hennar og hvassa greind. Þetta hefur eflaust ver-
ið það í fari hennar sem heillaði andlitsmálarann þeg-
ar þau kynntust ári áður í Saint-Germain-des-Pres
hverfinu í París. Dora Maar hafði þó ekki beðið með
að kynnast Picasso til að geta komið sér fyrir í París.
Hún umgekkst heimspekinginn og rithöfundinn Geor-
ges Bataille, þekkti vel skáldið Paul Eluard, og hafði
ákveðið, samkvæmt ráðleggingum þeirra, eftir að hafa
setið fyrir hjá nokkmm ljósmyndurum, að opna eigin
ljósmyndastofu.
Starfsins vegna varð hún þeirra forréttinda aðnjót-
andi nokkmm ámm seinna vera eini ljósmyndarinn
sem Picasso leyfði að festa á filmu ólík vinnslustig
Guemica sem hann málaði á vinnustofu sinni við
Grands Augustin bryggju. Vinnustofuna hafði Dora
fyrst heimsótt þegar hún kom þangað á uppákomur
Contre-Attaque hópsins sem skipulagðar vom af Bata-
ille.
Picasso sagðist „aldrei hafa getað séð hana, né
ímyndað sér hana öðruvís en grátandi". Samt var hún
allt annað en grátgjöm. Grátandi kona, máluð í októ-
ber 1937 líkst Doru að einhverju leyti, en hún túlkar
fyrst og fremst sársauka Spánar í borgararstríðinu. Líf-
leg og dökkhærð deildi hún lífi Picasso um tíma með
hinni ljúfu og ljóshærðu Marie-Thérese, áður en hún
var látin víkja fyrir Francoise Gilot. Eftir að upp úr
sambandinu slitnaði gekk hún í gegnum erfiðleika-
tímabili sem endaði á hæli. Jafnvel þótt ekki hafi dreg-
ið úr hæfiliekum hennar sem ljósmydari við skakka-
föllin ákvað hún eftir þetta að einbeita sér að málverk-
inu. En nú er konan sem Picasso málaði í líki fugls,
semsagt sjálf flogin á brott.