Alþýðublaðið - 31.07.1997, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1997
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
ÖRSOGUR
Nokkrar sviptingar eru líklegar
á næstunni í lykilstöðum á
Hafró. Einn af helstu fiskifræðing-
um stofnunarinnar, Ólafur Karvel
Pálsson (bróðirgóðvinarAlþýðu-
blaðsins, Kristjáns Pálssonar
þingmanns Sjálfstæðisflokksins í
Ólafur Karvel: Rannsakar
Malawivatn...
Reykjanesi) er á förum til Malawi.
En í tíð hins virðulega öldungs Sir
Hastings Banda sem nýlega er
látinn í hárri elli hófu íslendingar
þróunaraðstoð við Malawi og
meðal annars fór fyrrverandi utan-
ríkisráðherra Jón Baldvin Hanni-
balsson þangað í opinbera heim-
sókn. Ólafur mun starfa að stjórn-
un fiskveiða og rannsóknum á
fiskistofnum í hinu griðarstóra
Malawivatni, en hann hefur verið
einn af burðarásum fiskirann-
sókna á Hafró. Þá er einn af vist-
fræðingum stofnunarinnar Kon-
ráð Þórisson sömuleiðis á förum
til ársdvalar í Namibíu þar sem
hann tekur að sér að byggja upp
rannsóknir á fiskilirfum, en
Namibía er vaxandi fiskveiðiþjóð,
þar sem áhrifa íslendinga gætir æ
meir...
Fleiri breytinga er jafnframt að
vænta á yfirstjórn Hafró.
Þannig eru aðeins tvö ár í að Jak-
ob Jakobsson hætti sem forstjóri
Hafró vegna aldurs. Tveir
kandídatar þykja líklegastir í stöð-
una. Annar er Gunnar Stefáns-
son sem er helsta tölfræðiséni
stofnunarinnar. Þó telja menn að
hann vilji fremur komast í stöðu
við Háskóla íslands og geta jafn-
vel skipt sér á milli rannsóknar-
starfa og veiðiráðgjafar á Hafró og
kennslu við Háskólann. Hinn von-
arpeningurinn er Jóhann Sigur-
jónsson, sem var aðstoðarfor-
stjóri áður en hann tók að sér fyrir
Jóhann Sigurjónsson: Lík-
legur forstjóri Hafró...
atbeina Halldórs Ásgrímssonar
að verða tímabundinn sendihérra
innan utanríkisráðuneytisins með
fiskveiðisamninga að sérsviði.
Það þykir ein best lukkaðasta
ráðning Halldórs, og Jóhann er
talinn hafa staðið sig afburða vel.
Væntanlega býður utanríkisráðu-
neytið gull og græna skóga til að
halda honum, en þó verður að
teljast líklegt að næsti forstjóri
Hafró heiti Jóhann...
Mývatn er í stöðugri sókn sem
ferðamannastaður, og ein
aðalsprautan í að lyfta ferða-
mannaiðnaðinum er Pétur Snæ-
björnsson hótelstjóri í Reynihlíð.
Hann hefur undanfarið beitt sér
fyrir því, að affallið frá Kísilverk-
smiðjunni, sem er nákvæmlega
eins samsett og lögur Bláa Lóns-
ins við orkuver Hitaveitu Suður-
nesja í Svartsengi, verði markaðs-
sett með svipuðum hætti og Suð-
umesjamenn hafa gert við sitt lón.
Hugmyndin hefurfengið góðar
undirtektir. Sjálfur hefur Pétur
ásamt konu sinni Maríu Rúriks-
dóttur fært myndarlega út kvíarn-
ar því auk hótelsins sem fjölskyld-
an rekur hefur hún nýlega opnað
skemmtilegan veitingastað stein-
snar frá hótelinu. Þar er boðið upp
á hvers kyns götóttan mjöð, og til
að skapa réttu kráarstemmning-
una keyptu þau húsgögnin frá
móðurlandi ölkránna, Englandi.
Jónas Þórir músíkant að sunnan
hefur séð um fjörið og tekist vel
upp einsog hans var von og vísa.
Nýi veitingastaðurinn er í gamla
bænum, þar sem faðir Péturs,
Snæbjörn og föðurbróðir hans,
veiðimaðurinn frægi Ármann Pét-
ursson fæddust fyrir fulllöngu síð-
an, enda heitir veitingastaðurinn
Gamli bærinn...
Elin falla sjaldnast langt frá eik-
inni, og það sannast á böm-
um Sveins R. Eyjólfssonar hjá
Frjálsri Fjölmiðlun. Þau hafa nefni-
lega flest einhvern tíma á ævi
sinni starfað að fjölmiðlun. Elsta
dóttir hans, Hrafnhildur Sveins-
dóttir var á sínum tíma ritstjóri
Vikunnar, en hefur um skeið verið
búsett í Osló. Þar hefur hún hins-
vegar látið til sín taka á sviði út-
gáfu, því hún er foriagschef hjá
Universitetsforlaget þar í borg.
Starfsvið hennar er einkum á
sviðum sem tengjast nýrri upplýs-
ingatækni, aðallega útgáfu bóka á
CD-ROM formi. Fjölskyldan veit
því hvar hún á að bera niður þeg-
ar FF-veldið hyggst ráðast í út-
gáfu á því formi. Annars er Hrafn-
hildur stödd hér á landi til að láta
skíra fyrsta bamabarn þeirra
hjóna Auðar Eydal og Sveins...
Meintur eigandi Heigar-
póstsins, fjölmiðlabaróninn
Ámundi Ámundason er nú
floginn til Costa del Sol þar sem
hann hyggst safna kröftum fyrir
komandi átök við Pál Vilhjálms-
son. Ámundi hefur ráðið þekktan
lögfræðing í sína þjónustu og
hyggst freista þess að bera
ritstjómina út. Þá mun hann
jafnframt hugsa sér að bjóða
Ólöfu Rún Skúladóttur titil
ritstjóra svo fremi Sigurjón M.
Egilsson, núverandi fréttastjóri
Alþýðublaðsins hafni tilboði um að
setjast í stól Páls...
r
Ur röðum veiðimanna heyrist,
að flugan Krafla í túpuformi,
sem Kristján Kristjánsson hnýt-
ir einsog við sögðum frá fyrr í
sumar, hafi reynst afburða vel á
dauflegu veiðisumri. Önnur túpa
sem enginn getur heldur verið án
er Rauð Frances, hnýtt af Skúla
Kristinssyni, veiðiverði við Elliða-
árnar, og einum fræknasta leið-
sögumanni við Rangárnar sem
þekkist. En túpur hans, sem veiði-
menn segja að séu „brassaðir
hlunkaF endast ótrúlega vel, og
virðast kitla lyst stórra laxa með
eindæmum fimlega...
Deilunum um Leikféiag Reykja-
víkur linnir ekki. Hlín Agnars-
dóttir, gömul perluvinkona Þór-
hildar Þorleifsdóttur leikhús-
stjóra, sagði sig úr ráðinu eftir að
gengið hafði á með gagnkvæm-
um bókunum þeirra vinkvenn-
anna. í óefni virðist stefna með
reksturinn, en algert hrun hefur
verið í aðsókn eftir að Viðar Egg-
ertsson var rekinn úr stöðu leik-
hússtjóra. Á sama tíma eru þó
LR eftir að hann fór...
styrkir borgarinnar til LR í sögu-
legu hámarki. Mörgum finnst því
skjóta nokkuð skökku við, að
meðan þessi alvarlega staða er
uppi, þá hafa leikarar á samning
hjá LR aldrei hafa verið fleiri.
Ástæðan er sú, að þegar Viðar
Eggertsson tók við starfi leikhús-
stjóra sællar minningar sagði
hann upp nokkrum leikurum, sem
frægt varð og leiddi að lokum til
brottrekstrar hans. Um leið réði
hann einnig nokkra nýja. Það er
ef til vill táknrænt fyrir þau viðhorf
sem ríkja til rekstrar innan stjórnar
LR, að eftir að Viðar fór voru upp-
sagnir hinna gömlu dregnar til
baka, en ráðningar hinna nýju
látnar halda sér....
Líklegt er að til alvariegs upp-
gjörs komi innan Leikfélags
Reykjavíkurí haust, og úr röðum
leikara heyrist að Þórhildur Þor-
leifsdóttir sé þegar farin að undir-
búa neyðarráðstafanir sem eru
skuggalega líkar þeim sem Viðar
Eggertsson var rekinn fyrir. Mikil
átök eru því í vændum. Sigurður
Karlsson sem var einn þeirra
sem stóðu fagnandi að ráðningu
hinnar skeleggu Þórhildar er nú
kominn í andstöðu við stefnu
hennar. Tii að komast hjá því að
verða partur af hinum fyrirsjáan-
legu slagsmálum á haustmánuð-
um er hann nú kominn í leyfi til
áramóta...
Sigurður Karlsson: Fer í frí
fra átökunum...
Veiðin í Laxá ÍAðaldalhetur
verið hörmuleg það sem af er
sumars. Tólf stanga holl sem
sveiflaði stöngum í þtjá daga fékk
ekki einn einasta fisk fyrir
skömmu. Margir veiðifélagsmenn
kenna sandburði af öræfum um
að hrygningarstaðir í ánni hafi
skemmst, en laxinn þarf ekki bara
straum af hæfilegri stærð heldur
líka möl til farsælla ásta. Sand-
burðurinn getur hinsvegar leitt til
þess að mölin hverfur ofan í send-
inn botn. í þessu Ijósi finnst mörg-
um undarlegt að Veiðifélagið skuli
ekki hafa fetað í fótspor annarra
svipaðra félaga og eytt meiri fjár-
munum í sleppingar síðustu
árin....
Við Þingvallavatn hafa bændur
og gamlir íbúar nú hafið mjög
vinsælar bátsferðir um vatnið.
Hugmyndir er gömul, því í tengsl-
um við Alþingishátíðina 1930 var
rekinn farþegabátur á vatninu
sem hét því sögufræga nafni
Grimur Geitskör. Frumkvöðlar
hugmyndarinnar núna munu aðal-
lega hafa verið Ómar Gaukur
Jónsson, lögreglumaður og
bóndasonur frá Nesjavöllum og
Heiðabæjarbændumir Sveinbjörn
Einarsson, fomiaður Veiðifélags-
ins og Sveinbjörn Jóhannesson,
en kapteinn er Kolbeinn Svein-
björnsson frá Heiðabæ. Bátur-
inn, sem er sérlega smíðaður til
ferðanna, og búinn öllum öryggis-
búnaði sem nöfnum tjáir að nefna,
ber nafn einkennisfugls Þingvalla-
vatns, og heitir Himbriminn. Bátur-
inn er gerður út frá Skálabrekku,
og verður í stöðugum ferðum um
verslunarmannahelgina, og alla
helgina verða ferðir þaðan klukk-
an 11, 13,15, 17 og 19. Látið ekki
happ úr hendi sleppa...
Alþýðublaðinu er fátt manntegt
óviðkomandi og tengist meira
að segja Þingvallasiglingum
Himbrimans órjúfandi böndum,
einsog sést á eftirfarandi klausu
úr kynningu aðstandenda Þing-
vallasiglinga: „Hringferð um vatnið
tekur um eina og hálfa klukku-
stund og á leiðinni er spjallað um
það helsta sem fyrir augu ber í
landslaginu, sagðar sögur af
mannlífi við vatnið og lífríki þess
undir yfirborðinu, meðal annars af
stórurriðanum sem Össur Skarp-
héðinsson hefur gert ódauðlegan
með skrifum sínum um ástir hans
og örlög í bókinni Urriðadans....“
ú er stödd hér á landi Val-
gerður Bjarnadóttir, deildar-
stjóri hjá EFTA, og eina eftirlæti
Alþýðublaðsins sem hefur sér-
stakt leyfi blaðsins til að vera í
stjómmálaflokki sem er ekki leng-
ur til. En Valgerður, sem var á
meðal stofnenda Bandalags jafn-
aðarmanna, sagði í viðtali við Kol-
brúnu Bergþórsdóttur sem birt-
ist í Alþýðublaðinu að hún myndi
aldrei verða annað en BJ-ari. Með
henni í för er maður hennar, fyrr-
Valgerður Bjarnadóttir: Ný-
bökuð amma Gylfa Þ...
um þingmaður BJ, Kristófer Már
Kristinsson, sem notar tækifærið
til að egna fyrir laxa. Aðaltilgangur
heimsóknar þeirra hjóna er þó að
vera viðstödd skírn dóttursonar
Valgerðar, frumburðar Guðrúnar
Vilmundardóttur sem hefur sýnt
snilldartakta hér á blaðinu undan-
farin sumur en hún er nú búsett í
Brussel. Á þriðjudagskvöldið
klukkan átján var sonurinn skírður
og að sjálfsögðu í höfuðið á
langafa sínum, fyrrum formanni
Alþýðuflokksins og ber nafnið
Gylfi Þorsteinn Gunnlaugsson.
Drengurinn virðist hafa leiðtoga-
takta ættar sinnar miðað við
hversu kröftuglega hann gerir vart
við frumþarfir sínar...
lliíllfl íil
“FarSide” eftir Gary Larson
Þú átt eftir að elska þetta meðal, vinur. Alit sem hún þarf er
svolftið af möl, kitl undir uggann, og þá er hún til í allt það
sem þig hefur dreymt um í villtustu órum þínum, bölvaður
sóðadurgurinn þinn.
Egill Pálsson:
Hatur. Ég man ekkert hver
leikstjórinn er.
Ása Björgúlfsdóttir:
Ég fer svo sjaldan í bíó;
Casablanca.
Þórður Gudjohnsen:
Ég hef ekki farið í bíó í 20
ára en í fomöld var það
mynd með Gary Cooper,
High Noon.
Ómar Jakobsson:
Kolya. Hún er besta mynd
sem ég hef séð núna nýverið.
Karl Jóhannsson:
Það er svo langt síðan ég
fór f bíó síðast, svona 20-30
ár. Ég er alveg steinhættur
því.
v i t i m <2 n n
Systurnar völdu þennan kost-
inn af mörgum slæmum, að fá
ekki greidd laun...
Róbert Jörgensen, framkvæmdastjóri spít-
alans í Stykkishólmi, í Mogganum.
Auðvitað er löngu tímabært að
kona verði biskup íslands og
það sem meira er það er
nauðsynlegt.
Kristín Ástgeirsdóttir þingkona
í Mogganum.
Það eru ekki miklar líkur á að
við náum að vinna fjögur núll
hér heima.
Logi Ólafsson, þjálfari Skagamanna,
i Mogganum.
Þetta er auðvitað ekkert annað
en lögbrot. Ef einn fær að
veiða, eiga aðrir að fá það
líka.
Jóhann Halldórsson útgerðarmaður í
Mogganum. Svekktur yfir að fá ekki að
haga sér eins og kóngarnir í Samherja.
Ég er heppinn að eiga bestu
mömmu í heimi.
Ryan Giggs fótboltaséní, í Mogganum.
Ég veit í það minnsta um einn
Leif Eiríksson sem örugglega
er íslenskur. Það er Leifur
sonur minn.
Eiríkur Ingólfsson, í DV.
Síðan hef ég njósnað. Ég veit
að komin er hreyfing á málin.
Guðni Nikuiásson, verkstjóri á
Egilsstöðum, sagði mérfrá af-
gangshólkum á Höfn og leyfði
okkur að nota þá.
Ásgeir Hjálmarsson á Djúpavogi, í DV.
Það er óðum að styttast í bisk-
upskosningar.
Á.G. í DV.
Þetta er óvíst. Við erum með
tvær mismunandi spár sem
fara sitt í hvora áttina.
Hörður Þóröarson veðurfræðingur að
segja til um veðrið um verlsunarmanna-
heigina, í DT.
Morgunblaðið og Alþýðublaðið
bera uppi blaðamennskuna. Ég er
afar skotinn í því hvemig þið leysið
ykkar mál á svo litlu blaði af miklu
jafnvægi.
Indriöi G. Þorsteinsson í viötali viö Al-
þýöublaöið I janúarmánuöi 1997.