Vísir - 07.02.1976, Blaðsíða 14

Vísir - 07.02.1976, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 7. fcbrúar l!)7(i. visra FACES HÆTTIR Eftir standa Small Faces Eftir árs gamlan orð- róm, er loks búið að gefa út yfirlýsingu þess efnis að hljómsveitin FACES sé ekki lengur i tölu starfandi hljóm- sveita. Ekki kemur þessi yf- irlýsing þó á óvart, þvi þeir Ron Wood og Rod Steward hafa verið viðs fjarri félögum sinum i Faces alit siðasta ár. Nægir i þvi efni að benda á hljómleikaferðalag Wood’s um Ameriku með Eolling Stones, og einmenningsverk Stewards „Atlantic Crossing” ásamt ótemjandi ást hans i garð henn- ar Ekland sem fræg er orðin. Aðrir meðlimir Faces, þeir Ian McLagan, Jesse Ed Davis, Tetsu Yamauchi, og Kenny Jon- es eru að vonum sárir vegna þessara málaloka. Þeir félagar skella allri skuld- inni á þá Wood og Steward, og segja að ef þeir félagar hefðu gefið Faces tækifæri á þvi aö spreyta sig á þvi efni sem þeir fórnuðu i einmenningsverk sin þá hefði þetta ekki farið svona. „Þeir skrifuðu gott efni, en hirtu það fyrir eigið nafn, létu svo FACES vinna úr ruslinu”, segir Jones. Nú er þvi talið vist að Ron Wood gangi opinberlega i Roll- ing Stones, og að Rod Steward geri alvöru úr þvi að stofna sina eigin hljómsveit. Má telja liklegt að hann velji til liðs við sig flestalla þá er unnu með honum á siðustu plötu hans „Atlantic Crossing”, en það voru m.a. Steve Cropper, og Jesse Ed Davis (úr Faces) og grúppurnar Meters og The Memphis Horns. Hljómsveitin Faces var stofn- uð árið 1969 þegar að Steve Mariott gekk úr The Small Faces og stofnaði Humple Pie. Þeir sem þá stóðu eftir I Small Faces, Kenny Jones — Ian Mc- Lagan — Ronnie Lane fengu til liðs við sig þá Rod Steward (áður Jeff Beck group og John Baldry) og Ronnie Woood (einnig með Jeff Beck group áður), og stofnuðu FACES. Orp. Útvarpíð ykkar er brandarí..." — segir Stuart Austin plötusnúður mánuði, og vonandi skemmta okkur jafn vel og Stuart. Tónhorniö náði tali af Stuart nú i vikunni, og spurði hann hvernig honum hefði likað dvöl- in hérna. Stuart sagðist vera harð- ánægður með allt og alla hér- lendis, en gaf jafnframt i skyn að skemmtanalif okkar hefði reynst sér full litilfjörlegt. „Það kann að vera ástæðan fyrir mikilli drykkju ykkar, hve skemmtistaðirnir eru fáir og lit- ill fjölbreytileiki i kringum þá,” sagði Stuart. „En að öðru leyti skemmtið þið ykkur eins og annað fólk, fyrir utan þessa hvimleiðu mál- gleði sem sumir islendingar eru gæddir. Stuart kvaðst vera bæði undr- andi og ánægður yfir gæðum is- lenskra hljómsveita og nefndi þar sérstaklega hljómsveitirnar Paradis, Júdas og Ýr frá Isa- firði, ásamt Gunnari Þórðar- syni. „Þessir aðilar myndu slá allt út i löndum eins og Danmörku t.d., en Stuart treysti sér ekki til þess að rökstyðja þau ummæli sin, að þessar hljómsveitir væru ekki samkeppnishæfar i Eng- landi. Varðandi tónlistina hér al- mennt hafði Stuart ýmislegt til málanna að leggja, t.d. var hann mjög undrandi og óánægð- ur með frammistöðu Rikisút- varpsins i þeim efnum. Um útvarpið sagði hann, „it’s only a joke”. „Þessir menn sem þar stjórna virðast vera algerlega blindir fyrir þeirri staðreynd að megin- hluti yngra fólksins hér á Suður- landi, allavega, hlustar allan daginn á Keflavikurútvarpið i stað þess islenska, hvers vegna?” Það má geta þess að ekki alls fyrir löngu stóð til að Stuart fengi að spreyta sig i einu „popphorninu”^ en á siðustu stundu var áður veitt leyfi aftur- kallað á þeirri forsendu að maðurinn talaði ekki islensku. Stuart vinnur sem kunnugt er fyrir þekkt umboðsfyrirtæki i Danmörku, og hefur unnið á mörgum þekktum diskótekum i Evrópu. Tónhornið spurði Stu- art hvernig svona flakk legðist i hann. „Vel, mjög vel, frjálsari getur maður varla verið.” Stuart bætti þvi svo við að hann ætti lögheimili i Dan- mörku, og þar liði honum best, „þar eru sætustu stúlkurnar,” sagði hann. Tónhornið spurði Stuart þá hvort hann hefði eitthvað út á islenskar stúlkur að setja, og svaraði hann þvi þannig til: „Fyrir mig er það ansi erfitt að dæma, þú sérð, það er sama hvar þú ert i heiminum, alls staðar fyrirfinnast vitlausar stúlkur sem finnst það ofsa töff að vera með gæjanum i diskótekinu, þetta eru „þvi mið- ur” stúlkurnar sem ég kynntist fyrst.” „Þær eru sumsé hvorki verri né betri hér en annars staðar”. —Örp. Plötusmiðurinn enski Stuart Austin sem undanfarna fimm mánuði hefur starfað á diskótekinu óðal við góðan orð- stir, er nú á förum. Annar plötusnúður frá sama umboðsfyrirtæki er þegar kom- inn til landsins, og hóf störf i óðal á fimmtudaginn var. Sá heitir Chris Johnsen, þó að liið raunverulega nafn hans sé Narburas, og er tvitugur að aldri. Chris mun staldra hér við i tvo HEYRST HEFUR. • • • • Að: Hrafn Gunnlaugsson fram- kvæmdastjóri næstu listahátið- ar stefni að þvi að fá hingað til lands eitthvert stórt nafn, til þess að fullnægja kröfum popp- unnenda. 1 þvi sambandi hefur verið haft samband við aðila sem hafa á sinum böndum nöfn eins og WINGS, BOB DYLAN, og CHICAGO, hvað skyldi svo miðinn kosta? Að: Efni það sem verður á væntanlegri breiðskifu hljóm- sveitarinnar HAUKA, sé eftir Kristján Guðmundsson, óinar Óskarssonog Jóhann Helgason. Að: Magnús Magnússonútgerð- armaður og eigandi Hafskips h/f sé fyrrverandi fjárhagslegi bakhjarl hl jómsveitarinnar C’HANGE. Að: Einmana bláu drengingir séu orðnir svo einmana að þeir verði að gefa út sina plötuna hver? Að: Einhver bið verður á útgáfu „kreppu-plötu” Steinars h/f. Sennilegast hefur kreppan spil- að þar eitthvað inn i. örp.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.