Vísir - 07.02.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 07.02.1976, Blaðsíða 9
vism Laugardagur 7. febrúar 1976. 9 í atvinnumálum aldraðra lagar sig aö breyttum aöstæöum i tima. Gallinn er sá, aö fdlk skipuleggur ekki elli sina hér á landi. 1 könnuninni var fólk spurt, hvenær þaö ætlaöi aö hætta aö vinna og hvaö það hefði hugsað sér aö gera I framtiðinni. Það kom i ljós, að fólk reiknar ekki með ellilifeyristima eöa iöju- leysistima. Það hugsar sér að vinna jafnvel þangað til það deyr. „Fyrir þessu eru ýmsar ástæöur,” sagöi Jón. „Þetta fólk er aliö upp á tima, þar sem tómstundir þýddu annaö en þær gera i dag. Þá var tilveruréttur- inn bundinn við það aö geta séð fyrir sér.” Það er heldur ekki ástæöa aö ætlast til þess af öldruöum, aö þeir reikni með rólegu ævi- kvöldi i þvi vinnukapphlaupi, sem rikir i kringum þá. Þá kemur það til, aö atvinnu- framboöið hefur veriö mikiö undanfariö og hefur þaö gert fólki kleift að fá vinnu án þess aö þurfa aö taka tillit til þess hvort það ráöi við hana. Vandinn er of slitið fólk i of erfiöri vinnu og einnig er of margt fólk i of stóru húsnæði, sem skapar þvi aðeins erfið- leika. Fólk gerir ekki ráðstafan- ir til að búa sig undir ellina og bælir jafnvel alveg tilhugsunina um það niður, að það verði nokkurn tima gamalt og óvinnufært. Fólk getur sjálft með ýmsu móti komist hjá þvi að lenda i aðstæðum, sem það ræður ekki við. Það gæti skipt um vinnu, þegar aldurinn færist yfir, ef hún er erfið og jafnvel minnkað við sig og unnið hálfan daginn. Einnig getur fólk skipt um húsnæði og minnkað þannig vinnuna heima fyrir. Vilja auka möguleika aldraðra Jón sagði, að aðgeröir þær, er stungið væri upp á i skýrsl- unni, miðuðu flestar i þá átt að skapa fólki, sem komið er yfir Tómstundaiðja og létt störf veita mönnum llfs- fyllingu án þess að of- bjóða kröftum þeirra. Jón sagði, að sú þróun, sem hafin væri hjá stofnuninni að gera kannanir á ýmsum þáttum félagsmálanna og gera tilraunir með nýjungar, sé mjög æskileg. Með þeim hætti mætti búast við varanlegri úrbótum á hinum ýmsu vandamálum. „Meginhluta þess, sem kallað er vandamál aldraðra, má rekja til þess að fólk hefur ekki skipulagt þann hluta ævinnar fyrirfram”, sagði Jón Björns- son, sálfræðingur, I viðtali við VIsi. Jön Björnsson hefur með höndum sálfræðiþjónustu við fjölskyldudeild Félagsmála- stofnunar ReykjaVikurborgar. Hann er að ljúka skýrslu um at- vinnuástand aldraðra og ör- yrkja og mun hún koma út á næstunni. viðhorf Tvenns konar vandamál aldraðra — Hvað er það sem þú fjallar um i skýrslu þintri? „Ég gerði könnun á þvi hvert væri ástandið i atvinnumálum aldraðra og öryrkja, hvað væri þörf á að gera i þeim málum og hvaða möguleikar væru á úrbót- um. Sá hluti skýrslunnar, sem snýr að öldruðum er að verða tilbúinn, en þar i verða tillögur um aðgerðir fyrir báða hópana. Það kom i ljós, að vandamál aldraðra i sambandi við vinnu eru tvenns konar: 1 fyrsta lagi er um að ræða fólk sem er hætt vinnu, vill vinna áfram, en fær ekki vinnu. I öðru lagi stunda margir vinnu áfram eftir að vinnugeta þeirra hefur minnkað vegna aldurs og vinnan er farin að of- bjóða þeim. Þetta fólk hefur ekki aðlagað sig breyttum að- stæðum, ofgerir sér og verður Jón Björnsson telur fólk þurfa að skipuleggja ævikvöld sitt fyrirfram. Ljósm.JIM þá oft jafnvel alveg ófært til vinnu fyrir aldur fram.” Fólk skipuleggur ekki ellina „Það má koma i veg fyrir þetta seinna vandamál. ef fólk Lifið hefur upp á margt annað að bjóða en vinnu r,i vimiaii er oi eruo enuisi vinnuþrek manna ekki eins vel og þeir þurfa ef til vill að hætta vinnu fyrir aldur fram. miðjan aidur, aðlögunarmögu- leika að sinni eigin öldrun gagn- vart vinnu. Þar nægir ekki að hafa einn möguleika, þeir þurfa að vera margir, svo hægt sé að mæta einstaklingsþörfum. Dæmi um aðgerðir, sem til greina koma er að fólki verði gert auðveldara að skipta um vinnu úr þyngri i léttari vinnu. Það þyrfti að auðvelda fólki að læra nýtt starf á ofanverðum aldri. Námsgeta verður ekki svo mikið minni með aldrinum, en fordómar eru mjög rikjandi i þeim efnum. Aldraö fólk getur auðveldlega lært nýtt starf, en það þarf ef til vill aðrar kennsluaðferðir. Þá er stungið upp á þvi, að einhver aðili taki að sér að geyma og vernda ákveðin störf i þjóðfélaginu, sem ekki eru krefjandi, eins og t.d. vörslu- störf ýmiss konar. Þetta hlut- verk gæti einhver opinber aðili, sem þegar er til staðar i þjóð- félaginu tekið að sér. Einnig mætti auka mjög möguleika aldraðra ef einhver hefði frumkvæði að þvi að störf- um væri meira skipt i tvennt, þannig að meira verði um hálfs- dagsstörf en nú er. Þetta er smávægilegt skipulagsatriði og mjög viða hægt að koma þessu við. „Það þarf sem sagt tvennt að komatil: hugarfarsbreyting hjá fólkinu sjálfu og skipulags- breyting til að gera aðlögunina mögulega,” sagði Jón. „Fólk er alltof einckorðað við að það eigi að vinna, að öðrum kosti sé það einskis nýtt. Það þarf að útrýma þvf hugarfari, að tilverurétt- urinn sé tengdur vinnu.” Aldraðir sem hagsmunahópur „Aldrað fólk virðist mun kröfuminna hér á landi en við- ast annars staðar. Ýmsir minni hagsmunahópar hafa myndað þrýstihópa, en hef hefur hinn stóri hópurfólks.sem kominn er á ellilifeyrisaldur ekki haft samstöðu um hagsmuni sina. Viða i heiminum eru aldraðir farnir að hópa sig saman og það er ekkert sem mælir gegn þvi að það sama geti gerst hér. Ef aldraðir mynduðu með sér sam- tök, gætu þeir orðið mjög sterkt pólitiskt afl, þó ekki væri nema vegna f jöldans. I Danmörku eru aldraðir nú orðnir eins konar samningsaðilar um ellilifeyri. Það verða aldrei neinir miskunnsamir samverjar, sem leysa endanlega vandamál aldraðra. Þeir verða að sjá þau sjálfir og þrýsta á um að bætt sé úr þeim,” sagði Jón Björns-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.