Vísir - 07.02.1976, Blaðsíða 2
2
Hvað ætlarðu að gera um
helgina?
Aldis Kristinsdóttir, vinnur á
kaffistufu i Hagkaup: — Ég er
ekki búin að ákveða það ennþá.
Mér þykir þó sennilegt að ég
bregði mér á ball, ég geri það
öðru hvoru.
Gerður Kgilsdóltir, afgreiðslu-
stúlka: —Égeraðfara á árshátið
hjá Hagkaup. Það verður örugg-
lega ofsagaman Hér er fólk sem
kann að skemmta sér og fer bara
til að skemmta sér.
Hjörtur Glslason', smiður: —
Yfirleitt er ég að vinna um helg-
ar. Ég er trésmiður og kemst ekki
oft út að skemmta mér um helg-
ar. Ef ég verð ekki að vinna sit ég
sennilega heima i rólegheitunum.
Baldur Kristjánsson, kennari: —
Sennilega nota ég helgina til að
vinna i húsbyggingum. Sjálfur er
ég þó ekki iðnaðarmaður fúska
aðeins við þetta.
Þorleif Sigurðardóttir húsmóðir:
— Ég verð að öllum likindum
heima. Enda var ég i leikhúsinu á
fimmtudaginn. Ég geri mikið af
þvi að fara i leikhús.
Elsa Bcrtelsen, húsmóðir: — Ég
ætla að halda upp á afmæli
mannsins mins og vona að þar
verði margt um manninn. Annars
er ég venjulega heima hjá mér
um helgar, ég er nefnilega sveita-
kona.
Hvað verður um vörpurnar,
- halda þœr ófram að veiða?
Fáfróður iesandi skrifar:
Mig langar ákaflega mikið
til að fá svar við einni spurn-
ingu, sem ég hef velt fyrir mér
um nokkurn tima, ef þess er
nokkur kostur.
Þetta er kannski heimsku-
leg spurning, en hún er: Hvað
verður um vörpurnar sem
skornar eru aftan úr bresku
togurunum á miðunum?
Ég veit að visu að þær lenda
i sjónum þegar skorið er á
báða togvirana, en eru þær
hættulausar þar? Eða halda
þær bara áfram að veiða?
Eru þær ekki yfirleitt úr ein-
hverju nælon eða gerviefni
sem ekki rotnar fyrr en eftir
dúk og disk?
Þarf þá kannski á komandi
árum að koma upp neðan-
sjávar landhelgisgæslu til að
fylgjast með árans vörpunum
bresku sem skornar voru aft-
an úr?
Starfsmaður Landhelgis-
gæslunnar fullyrti að trollin
mundu hættulaus með öllu,
þau féllu til botns og tækju
ekki upp á neinum sjálfstæð-
um veiðum.
Listaverkin
upplyfting í
rigningunni
Listunnandi vegfarandi skrif ar:
Á hverjum degi geng ég
niður Bankastræti á leið til
vinnu minnar. Nú fyrir nokkr-
um dögum tók ég eftir mjög
skemmtilegu málverki i
glugganum á Bristol.
Ég hélt að sjálfsögðu að
myndin væri til sölu og fór inn
til að spyrja um verðið. Þá var
mér sagt að þetta væri ekki
söluvara, heldur aðeins til
augnayndis og skreytingar.
Þetta finnst mér virðingar-
vert framtak og fyndist mér
skemmtilegt ef fleiri verslanir
tækju upp þessa stefnu, að
hafa listaverk i gluggum sin-
um vegfarendum til ánægju-
auka.
Þetta þyrfti ekki að ein-
skorðast við málverk, heldur
margskonar listaverk, skúlp-
túr og fleira. Ég hef séð svona
gluggaskreytingar erlendis,
en aldrei rekið augun i þetta
fyrr hér heima.
Listaverk i búðargluggum
yrði held ég flestum kærkomin
upplyfting i righingunni.
Árshótíð Fimmeyringa
Undirbúningsnefndin á
Fimmeyri skrifar:
Árshátíð Frarhsóknar-
flokksins í Búsýslu 1976.
Arshátið Framsóknar-
flokksins i Búsýslu verður
haldin að Hótel BÓN-BJÖRG á
Fimmeyri, Búsýslu, laugar-
daginn 14. febr. n.k.
Hátiðin hefst með borðhaldi
og verður eftirfarandi reitt
fram:
1. Nato luns i sjálfstæðri sósu.
2. Innflutir kjúklingar i fram-
hjá-hlaupi.
3. Desert de la „MAFfA”,
með haftakexi.
Skemmtiatriði:
1. Leiðari timans sunnudag-
inn 15. febrúar n.k. lesinn
upp i heyranda hljóði.
2. Kvennakór Framsóknar-
flokksins „Hásar hænur”
syngur lög flokksins og
breytingar við lög flokks-
ins, sem siðan verða bornar
undir atkvæði.
3. Alfreð Þorsteinsson kemur
sér i mjúkinn hjá lyftinga-
mönnum.
4. Óli Jó svarar spurningum
mættra i 1 klst. i þættinum
„Hrein pina”.
5. Framsóknarvist. Spiluð
verður „já og nei vist”
6. Pans. Skólahljómsveit
flokksins leikur fyrir dansi.
Þeim, sem rörig spor stiga
verður visað úr flokknum
fyrirvaralaust.
Verð aðgöngumiða verður
auglýst siðar. Innhcimt verð-
ur siðan sbr. heimild i lögum
flokksins nr. 1 frá 24. febr.
1236, þar sem formanni
flokksins er m.a. veitt óskorað
vald til þess að skipta sér af
öllu og öllum hvenær sem er
og að viðhafa öli þau ummæli,
sem honum þóknast hvar sem
er.
Húsið verður opið i báða
enda frá kl. 17-19.
Nefndin.