Vísir - 02.03.1976, Page 3

Vísir - 02.03.1976, Page 3
vism r ..v-i 'í 3 Torfi Hjartarson ríkissáttasemjari: „Langt frá því að vera lengsta deilan" „Þetta er langt frá því að vera sú lengsta „törn” sem ég hef tckið þátt i — en þetta er með víðtækustu stéttadeilunum ” sagði Torfi Hjartarson, ríkis- sáttasemjari, þegar Visir hitti hann að máli að lokinni undir- ritun samninga vinnuveitenda og ASÍ. Torfi hefur sem kunnugt er verið i fjölda ára sáttasemjari i vinnudeilúm og þekkir því betur en flestir aðrir gang samninga- viðræðna. „Þetta eru varla erfiðir samningar. Það hefur ríkt góður vilji hjá báðum aðilum að leysa deiluna og það er mikill munur. Samþykkt beggja aðila, vinnuveitenda og launþega, um lifeyrissjóðina er einn merkasti áfangi i verkalýðsmálasög- unni.” —EKG „Óeðlilegt að sumir bátar geti veitt meðan aðrir eru í verkfalli" „Það má segja að verkfalli hafi verið aflýst að öðru leyti en þvi að ekki verður tekið á móti loðnu meðan mestallur bátaflot- inn er i verkfalli. Við teljum ó- eðlilegt að sumir bátar geti veitt meðan aðrir eru i verkfalli” sagði Karl Steinar Guðnason, formaður Verkaiýðs- og sjó- mannafélags Keflavikur, i sam- tali við Visi. Eins og kunnugt er komu nokkrir sjómenn á Suðurnesjum i veg fyrir að bátar, sem ekki eru i verkfalli og hafa verið að loðnuveiðum i verkfallinu, gætu landað afla sinum á Suðurnesj- um. Karl sagði að samþykkt hafi verið gerð á fundi i sjómanna- deild Verkalýðs- og sjómanna- félagsins um að óeðlilegt væri að nokkrir bátar gætu haldið á- fram að veiða meðan megin- þorri báta væri bundinn við bryggju vegna verkfalls. Þvi hefðu 20 til 30 manns komið i veg fyrir að hægt væri að landa úr þessum bátum. —EKG „Ástandið lagast mík- íð með samningunum" Verkamannasambands tslands, i samtali við Visi i gær, en innan Verkamannasambands- ins eru einmitt margir lægst launuðu hóparnir. „í það heila tekið er fjarri þvi að ég sé ánægður,” sagði Guð- mundur. „En ég tel að það hafi tekist að bæta kjör launþega og tryggja með rauðu strikunum að þau verði ekki skert á næsta ári.” — EKG „Það er fjarri þvi að ranglæt- ið i launamálunum hafi verið leiðrétt með þessum samning- um. Ég tel að láglaunafólkið búi enn við skertan hlut. En þetta er ekki að byrja i dag. Þetta er þróun ár frá ári. En ástandið hefur mikið lagast riieð þessum samningum.” Þetta sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður rThis eir.lusivo arncle descrlbes. milhout political bias tha davalopment ol lceland s Coast Guard Air Division and the aircraft that have been used 'Whilst llying on a typical lom-level patrol in one ol their F 27 Friendshipe Aviation Nems correspondents Ragnar Ragnarsson and Baldur Sveinsson meie the only journalists mith cameras to see the incident on Oecember 11 involving threa British ships and the lcelandic lishery protection vessel 'Thor' in mhich shots mere lired The morld s Press and TV used the photographs. but |L nom. Aviation Nems is tha only journal to give the lutl eye witness story. Flugdeild Landhelg- isgœslunnar kynnt í bresku flugtímariti Breska flugtimaritið Aviation News birtir i febrúarhefti sinu griðarmikinn forsiðuuppslátt um þriðja þorskastriðið. A þrem siðum inni i blaðinu er svo fjall- að um flugdeild islensku landhelgisgæslunnar. Það eru fréttamenn blaðsins á fslandi, Ragnar J. Ragnarsson og Baldur Sveinsson sem tóku að sér það verkefni að skrifa um flugdeildina. Þeir voru svo heppnir að vera i gæsluflugi með TF-SÝR þegar dráttarbát- arnir þrir réöust á Þór i Seyðis- firði i desember siðastliðnum. Með greininni fylgja þvi myndir af þeim atburði og frá- sögn. Fjölmargar myndir eru af þeim flugvélum sem Gæslan nú á eða hefur haft i þjónustu sinni. Einnig fylgja greininni mjög nákvæmar teikningar sem Baldur Sveinsson gerði af helstu flugvélategundum Gæslunnar. —ÓT. ÁTVR varð af stórum upphœðum vegna lok- unarinnar Áfengis- og tóbaksverslun rikisins varð af 68,5 milljónum króna vegna lokunar dómsmála- ráðherra á áfengisútsölum og stöðvunar vinveitinga á stöðum sem þær voru heimilar. Hér er um áætlaða tölu aö ræða sem fengin er meö þvi að reikna saman söluna i janúarmánuði og finna siðan meðalsöluna á dag. I janúar var áfengi selt fyrir rúmar 287 milljónir króna. Með- alsalan þann 21 dag sem útsölurn- ar voru opnar var fyrir tæplega 13,7milljónir á dag. Það þýðir þá á fimm dögum um 68,5 milljónir króna. Við þá upphæð má svo bæta þeirri upphæð sem selt hefði verið fyrir þann hálfa föstudag sem lokað var til viðbótar og þá er díki ósennilegt aö upphæðin hefði verið mun hærri. Ekki er hægt að segja með neinni öruggri vissu hvort selt hefði verið fyrir þessar upphæðir ef útsölurnar hefðu ekki verið lok- aðar, en samanburðurinn getur þó brugðið upp nokkurri mynd af þvi sem hugsanlega hefði verið selt fyrir ef rikið hefði ekki verið lokað. Þótt Afengis- og tóbaksverslun rikisins hafi oröið þessum mill- jónum fátækari við lokunina er ekki vist að allir vilji samþykkja að hér sé um hreint tap að ræða fyrir rikissjóð. Benda má á að samkvæmt um- sögn lögreglunnar hafði lokun á- fengisútsölu róandi áhrif, minna varð um slys og svo framvegis. Þennan ávinning af lokuninni verður vart hægt að meta til fjár, og því er þeirri spurningu ósvar- að hvort Lýðveldið tsland hafi tapað á lokuninni. —EKG Því miður - rangt Mjög slæm prentvilla var á for- siðunni i gær. Þar stóð í fyrirsögn. Launahækkunin á dag þýðir, en átti auðvitað að vera Launahækk- unin i dag þýðir, sem lika sést þegar fréttin er lesin. Dómsmálaráðherra stefnt fyrir meiðyrði Stefnendur krefjast ómerkingar á til- teknum ummœlum Ólafs Jóhannessonar ólaf i Jóhannessyni hef ur nú verið stefnt vegna um- mæla sinna í útvarpsþættinum Bein lína 1. febrúar sl. Ritstjóri Vísis og þrír stjórnarmanna í Reykjaprenti hf. hafa krafist ómerkingar á tilteknum ummælum dómsmálaráðherra F nefndum útvarpsþætti. Málið verður þingfest í bæjarþingi Reykjavíkur á fimmtudag. i stefnu eru gerðar þær dómskröfur að ummæli ráðherrans verði dæmd dauð og ómerk. Hvorki erkrafist refsingar né skaðabóta eins og hegn- ' ingarlög leyfa. Stefnan er birt hér í heild: Nr. 1. Lagt fram i bæjarþingi Reykjavikur 4/3 1976. JON STEINAR GUNNLAUGSSON hdl., Vesturgötu 17, Reykjavik Gerir kunnugt: að hann þurfi f.h. Þorsteins Páls&gnar, rit- stjóra, Háaleitisbraut 43, Rvik, Guðmundar Guðmundssonar, forstjóra, ViðivöIIum, Rvik, Ingimundar Sigfússonar, for- stjóra, Grenimel 45, Rvik og Þóris Jónssonar, framkvæmda- stjóra, Blikanesi 25, Garða- hreppiaðhöfða mál fyrir bæjar- þingi Reykjavikur á hendur ólafi Jóhannessyni, ráðherra, Aragötu 13, Reykjavik til ó- merkingar á eftirtöidum um- mælum, sem ólafur Jóhannes- son viðhafði i útvarpsþættinum „Bein lina” þ. 1. febrúar 1976: 1.....heldur auðvitað sú Mafia, sem stendur á bak við þessi skrif....” 2. „Það er Visis Mafian” 3. „Já, þaðhorfir þannig við frá minu sjónarmiði, að það sé glæpahringur, sem æ ofan í æ kemur með aðdróttanir, rangar, i minn garð.” Þá er cinnig krafizt málskostn- aðar að skaölausu. Málavextir eru þeir,' að menntaskólakennari nokkur í Reykjavik, Vilmundur Gylfa- son, hefur á undanförnum mán- uðum, skrifað vikulegar greinar i dagblaöið Visi um margvisle^ málefni. Hafa greinar þessar birst i blaðinu á föstudögum og ævinlega undir fullu nafni höf- undar. Föstudaginn 30. jan. 1976 ritaði Vilmundur grein i blaðið, þar sem hann setti fram ásak- anir á hendur ólafi Jó- hannessyni dómsmálaráðherra vegna embættisfærslu hans. Taldi Vilmundur ráðherrann hafa haft óréttmæt afskipti af rannsókn tiltekinna afbrota- mála. Ólafur Jóhannesson ráðherra, sem jafnframt er formaður Framsóknarflokksins, kom fram i útvarpsþættinum „Bein lina” sunnudagskvöldið 1. febrúar 1976. Þáttur þessi er þannig upp byggður, að ákveð- inn aðili er fenginn til að sitja fyrirsvörum. Gefsthlustendum siðan færi á, að hringja í sima rikisútvarpsins og leggja fyrir gest þáttarins spurningar, sem hann svarar jafnharðan. Er þættinum útvarpað beint. Nokkrir hlustenda báru upp við ólaf Jóhannesson spurning- ar vegna ofangreindra skrifa Vilmundar Gylfasonar. Attu þá m.a. eftirfarandi orðaskipti sér staö: Ólafur Jóhannesson: ...Annars er það ekki Vil- mundur, sem þarna er við að eiga, heldur auðvitað sú Malia, sem stendur á bak við þcssi skrif, og henni mun ég svara siðar.” Stjórnandi þáttarins: „Hvaða Mafia er það?” Ólafur Jóhannesson: „Það er Visis Mafian.” Og siðar i þættinum: Hlustandi: „Gott kvöld ráð- herra, þú ert búinn að segja tvisvar í kvöld að Visismenn séu i Mafiunni. Áttu þá við þann alheims glæpahring, sem vaðið hefur uppi i Banda- rikjunum og á ftaliu, eða hvað áttu við með þessu?” Ólafur Jóhannesson: „Ætli þaö séu ekki ýmiss konar teg- undir til.” Hlustandi: „Nei, ég vil fá svar við þessu sko. Þetta er svolit- ill ábyrgðarhlutur að segja, að menn séu i Mafiunni þvi allir vita, að Mafian er ein- hver mesti glæpahringur, sem um getur i sögu heims- ins.” Ólafur Jóhannesson: „Já, það horfir þannig við frá minu sjónarmiöi, að það sé glæpa- hringur, sem æ ofan i æ kem- ur með aödróttanir, rangar, i ininn garð.” Hér hafa ummæli þau, sem krafist er ómerkingar á verið auðkennd. Af öðrum orðum Ólafs Jó- hannessonar i útvarpsþætti þessum kemur fram, að hann beinir ofangreindum Mafiu- og glæpahringsummælum sinum að ritstjóra dagblaðsins Vísis, sem er Þorsteinn Pálsson og að meirihluta stjórnar útgáfufé- lags dagblaðsins Visis, Reykja- prents hf., en þann meirihluta mynda þeir Guðmundur Guð- mundsson, Ingimundur Sigfús- son og Þórir Jónsson. Strax 2. febrúar 1976 ritaði Þorsteinn Pálsson ritstjóri grein, sem birtist á forsiöu Visis, þar sem Ólafi Jóhannes- syni var gefinn kostur á að draga ummæli sin til baka, ella yrði ekki um annað að ræða en að fá ummælin ómerkt með dómi. Við þessu brást ráðherr- ann þannig, að i þingræðu siðar sama dag endurtók hann um- mæli sin, efnislega að mestu ó- breytt. Er þannig fullreynt, að hann mun ekki sjálfviljugur draga ummæli sin til baka. Er málssókn þessi þvi óumfiýjan- leg. Fyrir þvi stefnist hér með Ólafi Jóhannessyni með vinnu- stað i dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu, Arnarhvoli, Reykjavik, til að mæta á bæjarþingi Reykjavikur, sem haldið verður i bæjarþingsstofunni að Túngötu 14 fimmtudaginn 4. mars 1976 ki. 10 fyrir hádegi, til þess þar og þá, ef ekki verður sátt i mál- inu, aö sjá skjöl og skilriki i rétt lögð, á sókn sakar og dómkröfur að hlýða, til sakar að svara og dóm að þola i ofangreinda átt. Stefnufrestur skal vera 1 sól- arhringur. Reykjavik, 26. febrúar 1976. Jón Stcinar Guunlaugsson hdl.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.