Vísir - 02.03.1976, Síða 5

Vísir - 02.03.1976, Síða 5
vism Þriðjudagur 2. mars 1976 5 'í! íB Hjá Mjólkursamsölunni var rösklega unnið við að hlaða útkeyrslu-bilana, enda biðu þeirra margir (MyndirBG) Hjól atvinnulífsins (og bílanna maður) eru farin að snúast lijól atvinnulifsins voru að byrja að snúast aftur þegar Visis-menn fóru i smáleiðangur um bæinn. Dapurlegt merki þar um var umferðin. Undanfarna viku eða svo hefur verið ósköp indælt að aka um bæinn, þ.e. fyrir þá sem áttu Iitla og sparneytna bila sem bensinið entist á. Það tók tiltölulega skamman tima að aka endanna á milli i borginni. 1 gær voru hins vegar allir búnir að fá bensin enda upphófst flaut og árakstra- fargan. Ekkert afsláttar- bensin. En það var skortur á ýmsum öðrum fljótandi vörum en bensini. Mjólkurskortur hrjáði velflesta landsmenn og svo var vist skrúfað fyrir brennivinið. Kók og aðrir gosdrykkir voru einnig þrotnir viðast hvar. Það var þvi geysimikið keypt af fljótandi varningi i gær. Yfir- leitt voru menn hressir og ánægðir með að verkfallið var búið. Þeir glettust og gerðu að gamni sinu. Afgreiðslumenn á einni bensinstöðinni kváðust dauðfegnir að vera komnir aftur til vinnu. Þeir hefðu enda farnir að vera mjög fyrir heima hjá sér og frúrnar jafnvel farnar að grafa upp gamlar málningar- dósir og annað þvi um likt, með það fyrir augum að hresst yrði upp á hibýlin. Þeir töldu þvi ekki seinna vænna að komast aftur til vinnu. En þótt þeir væru kátir, töldu þeir öll tor- merki á að selja bensinið með afslætti, vegna þess hve það væri orðið gamalt. Mjólkurþamb En þótt menn væru fegnir að fá bensin var ekki beðið eftir neinu með annarri eins eftir- væntingu og mjólkinni. Margar mjólkurbúðir fylltust strax um hádegi og fólk stóð og beið þolin- mótt þegar við dóluðum framhjá um tvöleytið. Sumir eru jafnari en aðrir og Mest hefur fólk liklega saknað mjólkurinnar. Það var mætt um hádegi og menn biðu þoiinmóðir. eina pelsklædda frú sáum við koma á leigubil. Hún rétt kikti inn og spurði hvort mjólkin væri komin þangað, og þegar svarið var neikvætt hélt hún áfram að þeirri næstu með sinum prfvat- sjófför. Kannski var það hún sem þurfti að hella niður átján pottum af mjólk, vegna þess að hún súrnaði. Sú frú hafði hamstrað svo mikið að ekki tókst að „geyma” allt saman. En svo komu blessaðir mjólkurbilarnir — og þá lifnaði heldur betur yfir mannskapn- um. Það verða áreiðanlega nokkrir mjólkurpottar þambað- ir á næstu dögum. Það var semsagt allt á fullu spani i henni Reykjavik. En kannski gerðum við okkur best grein fyrir þvi að nú væri verkfallinu lokið og lifið og umferðin og komast i samt lag, þegar það tók okkur tuttugu og þrjár minútur að komast frá Helmmi inn i Siðumúla. —ÓT Það er nú aftur lif og fjör við höfnina og menn mættir til vinnu. Það var verið að landa úr einum skutaranum

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.