Vísir - 02.03.1976, Blaðsíða 6
I V.'s/
Þriöjudagur 2. mars 1976. VISIR
Umsjón:
Guðmundur
Ók á Austur-
landahrað-
lestina
Átta manns fórust þeg-
ar þessi langferðabifreið
ók á hraðlest í Tyrklandi í
gær.
Bílstjórinn virðist ekki
hafa séð lestina því að
hann kom akandi að
henni á all-nokkurri ferð.
Fyrir einhverja mildi fór
lestin ekki út af sporinu
þegar farartækin skullu
saman. Árekstur bifreið-
arinnar og Simplon
Austurlandahraðlestar-
innar varð við Tekirdag,
um 200 km suðvestur af
Istanbul.
Tuttugu og tveir aðrir
sem í bifreiðinni voru
slösuðust, en enginn
slasaðist í hraðlestinni.
Lýtur vestrœnt lýð-
rœði í lœgra haldi
fyrir sovézka stjórnarfarinu? Solzhenitsyn kvíðir
því að svo fari
Sovéski útlaginn, Alex-
ander Solzhenitsyn, sagði
i útvarpsviðtali í London í
gær, að æðsta ráðið í
Sovétríkjunum mundi
ekki geta aftrað Sovét-
ríkjunum frá því að hef ja
nýja heimstyr jöld. —
Jafnvel ekki einu sinni
þótt allir meðlimir æðsta
ráðsins væru samhijóða á
móti slíku.
t þessu sama viötali, sem
BBC birtir i tilefni þess að tvö ár
eru siðan rithöfundinum var
visað úr Sovétrikjunum, veitist
Solzhenitsyn aö Vesturlöndum
fyrir að stuðla að þvi með van-
mætti sinum að harðstjórnin
sitji áfram að völdum i föður-
landi hans.
Rithöfundurinn kom nokkuö á
óvart meö tilsvörum sinum.
M.a. var hann spurður að þvi,
hvort hann mundi láta sér koma
á óvart breyting núna á stjórn-
inni i Sovétrikjunum, en flokks-
þing þeirra stendur einmitt yfir
þessa dagana. Solzhenitsyn
kvaðst mundu láta sér koma
minna á óvart ef Vesturlönd
féllu skyndilega.
„Ástandið er þannig núna að
allt efnahagslif Sovétrikjanna
er stillt inn á slikan striðsrekst-
ur að jafnvel þótt æðsta ráðið
væri einróma á móti heim-
styrjöld, mundi það ekki vera á
valdi þess að sporna gegn
henni,” sagöi rithöfundurinn.
Solzhenitsyn hefur dvalið i
Sviss siðan hann var sendur
með flugvél úr landi i Sovét-
rikjunum i febrúar 1974. Aöur
höfðu sovéskir fjölmiðlar haldið
uppi hatrammri herferð gegn
honum, vegna birtingar bókar
hans um „Eyjaklasann”, þar
sem hann lýsir átakanlegu lifi i
þrælafangabúðum i Rússlandi.
BBC flutti 45 minútna viðtals-
þátt við höfundinn, þar sem
Michael Charlton fréttamaður
spurði hann m.a., hvort hann
sæi fyrir nokkrar breytingar i
Sovétrikjunum á næstu árum.
„Um slikt þarf ekki að ræða i
Sovétrikjunum i dag, sagði
Solzhenitsyn. „Vestrið hefur
gert svo mikið til að efla harð-
stjórnina i landi minu. — Sið-
ustu tiu árin hafa hinir hræði-
legustu hlutir verið að gerast.
Lýðræðið i vestri hefur ekki að-
eins gefið austrinu eftir fjögur,
fimm eða sex lönd. Það hefur
gefiö eftir aðstöðu sina alls stað-
ar i heiminum.” .
„Spurningin er ekki lengur
um það hvort Sovétrikjunum
tekst að hrista af sér alræðis-
stjórnarfyrirkomulagið. Heldur
hvort Vesturlöndum tekst að
komast hjá þvi að hljóta sömu
örlög. Vestræna lýðræðið ramb-
ar á barmi hruns af eigin völd-
um,” sagði soveski útlaginn.
Efnahagsmál í mið-
depli á flokksþinginu
Efnahagsmál verða efst á
baugi það sem eftir er flokks-
þings kommúnistaflokks Sovét-
rikjanna. Þinginu lýkur i lok
vikunnar með kosningum.
Alexei Kosygin forsætisráð-
herra hélt þriggja klukkutima
ræðu i gær um efnahagsáætlun
landsins fram til 1980. Hann
fullvissaði hina fimm þúsund
þátttakendur i flokksþinginu um
að hagvöxtur yrði jafn og
öruggur næstu fimm árin
meðan mikil óvissa ri"kti i efna-
hagsmálum Vesturlanda.
Kosygin tók ekki undir þá
gagnrýni sem kom fram i ræðu
Brézhnevs flokksleiðtoga á mis-
tök i efnahagsmálum Sovétrikj-
anna.
Aðallega hefur verið deilt á
landbúnaðinn, sérstaklega
vegna lélegrar kornuppskeru á
siðasta ári,sem var sú lélegasta
i tiu ár.
Brézhnev virðist við hina
bestu heilsu, og hefur að mestu
þaggað niður sögusagnir um að
hann gengi ekki heill til skógar.
Hann hefur komið fram af
miklu öryggi á flokksþinginu, og
verið miðdepill umræðna. Þeir
sem hafa tekið til máls á þing-
inu hafa flestir ausið hann lofs-
yrðum. Brézhnev sá ástæðu til
að ávita ræðumenn fyrir þetta
oflof, og benti á að góður árang-
ur væri sameiginlegu átaki að
þakka.
„Ég vann! Ég vann!"
Utanrikisráöherra Spánar, Jose
Maria de Areilza, mun i dag skýra
fyrir brestum ráöherrum ástæður
rikisstjórnar hans til þess aö vilja
ganga i Efnahagsbandalag
Evrópu.
Spánn hefur um hrið alið á von-
um um að fá inngöngu i Efnahags-
bandalagið. Ætlar hann að sækja
um aðild og stefna að þvi að hafa
fengið hana fyrir 1980.
Það mál hefur ekki veriö of auð-
sótt vegna stjórnmálaástandsins á
Spáni, en utanrikisráðherrann mun
gera bresku ráðherrunum grein
fyrir áæltunum spænskra ráöa-
manna um aukiö lýðræöi.
Bílbelti í Bretlandi
Noktun bilbelta verður lögleidd i
Bretlandi ef að likum lætur, þvi aö
fyrir neðri málstofunni liggur nú
stjórnarfrumvarp sem flestir ætla
að hljóti samþykki.
John Gilbert samgöngumálaráö-
herra sagði aö notkun bilbelta, ef
að lögum yrði, ætti eftir aö bjarga
um 1,000 mannslifum árlega, og af-
stýra um 11,000 meiöslum. — Taldi
hann það mundi spara i sjúkra-
kostnaði um sextiu milljónir
sterlingspunda árlega.
Pan Am lítur erlendu
flugfélögin hornauga
Pan American flugfélagið sækist
eftir þvi að hið opinbera setji á
stofmsérstakt ráð til að verja hags-
muni bandariskra flugfélaga i
samkeppni við erlend flugfélög.
Sagði talsmaður flugfélagsins við
þingmenn aö Bandarikjastjórn
dreifði umsjón flugmála á hendur