Vísir - 02.03.1976, Síða 7
VISIR
Þriðjudagur 2. mars 1976.
Hœttur að taka
sér þíðu í munn
Ford forseti segir að alþjóðlegar staðreyndir séu
þœr, að „detente" sé ekki lengur orð, sem eigi við
Ford Bandaríkjaforseti
segist ekki lengur taka
sér í munn orðið
./detente" (þíðu) til að
lýsa samskiptum
Bandaríkjanna og Sovét-
rikjanna eða Kína.
Hann kallar það nú frið
i krafti hernaðarmáttar.
sagði hann í sjónvarps-
viðtali.
..Alþjóðlegar stað-
reyndir liggja að baki
þessarar breyttu af-
stöðu." sagði Ford for-
seti.
Þessi orðaskipti fylgja i kjöl-
far gagnrýni keppinautar hans,
Ronalds Reagans, fyrrum ríkis-
stjóra Kaliforniu, sem stefnir að
þvi að hljóta útnefningu repú-
blikanaflokksins til forseta-
kosninganna í ár — rétt eins og
Ford. Reagan heldur þvi
nefnilega fram að „þiðan” milli
austurs og vesturs, eða
„detente” eins og hún hefur
verið kölluð, komi Sovétrikjun-
um einungis til góðs en ekki
Bandarikjunum.
„Ég nota ekki orðið „detente”
lengur,” sagði Ford. „Ég tel að
við ættum heldur að segja, að
Bandarikin séu reiðubúin til að
ganga til móts við risaveldin,
Sovétrikin, Kina eða önnur, til
að draga úr spennu, svo að við
getum viðhaldið stefnu friðar i
krafti hernaðarmáttar.”
„Ef við erum öflugir
hernaðarlega, sem við erum, og
ef við höldum þvi afli okkar,
getum við samið við Sovétrikin,
við Kina og við aðra til þess að
viðhalda friði.”
„Detente var aðeins heiti á
fyrirbæri. Ég held ekki að það
eigi við lengur.”
„Ég held að við ættum að
ræða um staðreyndir og semja
um að draga úr framleiðslu
kjarnorkuhlaðinna eldflauga.
Við ættum að ræða um verslun,
við ættum að ræða um visindi og
slika hluti i þvi andrúmslofti
sem aflið skapar. Og við skiljum
að aðrir búa lika yfir slikum
mætti.”
Þarna er greinilega orðin
nokkur breyting á hugarfari
Bandarikjaforseta frá þvi 3.
janúar. I viðtali þá sagði Ford:
„Ég held að það væri mjög
óskynsamlegt af forsetanum,
mér eða einhverjum öðrum, að
gefa detente upp á bátinn. Ég
held að detente þjóni hagsmun-
um þessa lands vel.”
Flokksbróðir hans en keppi-
nautur um leið, Ronald Regan,
hefur ekki verið á sama máli.
Hann sagði, að detente væri
einstefna til ágóða fyrir Sovét-
rikin.
„Eini akkurinn sem
Bandarikjunum hefur verið að
detente var aö fá réttinn til þess
að selja Pepsi Cola i Siberiu”,
sagði Regan.
Aðrir forsetaframbjóðendur i
Bandarikjunum hafa að undan-
förnu veist að detente þegar
utanrikismál hefur borið á
góma á kosningafundum.
Ford Bandarikjaforseti hlustar við Kinamúrinn...kannski eftir nýju
orði sem komið geti i staðinn fyr-ir „detente”.
Segir Castro hafa
staðið fyrír
á Kennedy
Voru sönnunar
gögnin falin?
Verjandi Patty Hearst reyndi i
gær að fá ákærur á hendur henni
felldar niður vegna þess að
ákæruvaldið hefði falið sönnunar-
gögn. En það tókst ekki, og
réttarhöld halda áfram.
Verjandinn hélt þvi fram að
myndir af Patty við ránið i
Hibernia bankanum hefðu verið
skomar þannig að ekki hafi sést
að byssu var beint að henni. Hann
sagði að 1 félaga Symbiónes-
iska frelsishersins, Camilla Hall,
hefði beint byssunni að Patty.
Verjandinn hefur haldið þvi fram
allan timann að Patty hafi verið
neydd til þátttöku i ráninu.
Ljósmyndasérfræðingur frá
FBI sagði við réttarhöldin að
andlit Camillu Hall og mestur
hluti likama hennar hefði fallið
óviljandi út af myndunum við
stækkun þeirra. Sérfræðingurinn
var beðinn um að li'ta á myndirn-
ar, og sagðisthann álita að byssu
Hall væri beint að tveimur banka-
starfsmönnum.
Carter dömari hefur fyrirskip-
að að nýjar stækkanir af myndun-
um verði gerðar fyrir réttinn.
John F. Kennedy heitinn, fyrr-
um forseti Bandarikjanna. —
Varð hann fyrir barðinu á
hefndarhug Castros?
Blaðaútgefandi í Las
Vegas helt því fram i blaði
sinu í gær, að Fidel Castro
hefði fyrirskipað morðið á
Kennedy forseta í
hefndarskyni fyrir morð-
tiíraunir við sig.
Útgefandinn, Herman Green-
spun að nafni, 66 ára gamall, seg-
ir i blaði sinu „Las Vegas Sun” að
hann ha'fi áreiðanlegar heimildir
fyrir þvi að kúbanski leiðtoginn
hafi einnig átt þátt i morðinu á
Robert Kennedy, -bróður forset-
ans.
Greenspun segir að Castro hafi
á fundi leiðtoga Suður-Ameriku-
rikja hótað að dreþa Kennedy-
bræöurna. „Kennedybræður hafa
reynt að drepa mig. Ég mun gera
gagnkvæmar ráðstafanir,” segir
Greenspun heimildir sinar greina
um hótanir Castros.
Greenspun segir að fimm
morðtilraunir hafi verið geröar á
Castro. Þrisvar sinnum hafi verið
reynt að skjóta hann, og tvisvar
eitrað fyrir hann.
Blaðaútgefandinn byggir niður-
stöður sinar á sönnunum sem
morði
hann segir að marki skýra linu
rökréttra niðurstaðna um það
hvers vegna Kennedybræðurnir
hafi verið myrtir. Hann segir að
linan liggi að dvrum hins
hefndarþyrsta Castros.
Frank Church, formaður þing-
nefndarinnar sem fer með mál-
efni leyniþjónustunnar, sagði að
starfsfólk sitt mundi kanna mál-
ið. En hann benti einnig á að það
sem Greenspun sagði gæti allt
eins verið ályktanir bvggðar á
upplýsingum sem þegar hafa
komið fram. Church sagði að 20.
nóvember hefðu upplýsingar ver-
ið gerðar opinberar, sem skýrðu
frá þvi að Castro mundi hefna
allra morðtilrauna við sig.
Church sagði að starfsfólk sitt
mundi kanna hvort Greenspun
hefði einhverjar nýjar upplýsing-
ar.
of mörgum embættum. Taldi hann
rétt aö ein stofnun ætti að hafa með
hendi veitingu undaþága og leyfa
fyrir erlend flugfélög til að fljúga á
bandariskum flugleiðum.
Benti hann á aö mörg erlendu
flugfélaganna nytu rikisstyrkja á
krepputimum meðan bandarisk
flugfélög væru einkaframtak og
stæðu á eigin fótum i frjálsri sam-
keppni sem svo ætti að heita.
Óstundvísi hjá
Sameinuðu þjóðunum
Niu af hverjum tiu fundum hjá
Sameinuðu þjóöunum hefjast of
seint, sagði einn af sendifulltrúum
Póllands i gær, og er litt hrifinn af
óstundvisinni hjá þeirri mætu
stofnun.
Henryk Sokalski var aö tala á
fundi einnar nefndar S.Þ., þar sem
rætt var um leiðir til að auka áhrif
samtakanna. Sá fundur hófst fjöru-
tiu minútum of seint.
Hann sagöi að 1974 og ’75 hefðu
2,208 fundartimar af 10,717’farið til
spillis vegna þess hve seint hefði
verið byrjað. — Hann viil meta
hvern fundartima til 2,789 dollara.
Brúarsmíði
t júni i sumar á að hefja smiði
nýrrar brúar yfir Dóná i
Júgóslaviu og á hún að verða 1.300
metra löng. Hún verður um 75 km
norðvestur af Belgrade. — Þaö er
ætlað aö smiðinni ljúki við árslok
1980.
Sprengja í Sapporo
Tvennt lét lifið i sprengingu sem
varð i Sapporo i Japan i morgun.
Tuttugu slösuðust. — Sprengingin
varö 1 stjórnarskrifstofum.
Lögreglan telur að sprengju hafi
verið komið fyrir i skrifstofu-
byggingunni, en hún sprakk þá um
það leyti, sem fólk var að koma til
vinnu i morgun.
Eigandinn var
nœrsýnn
Sjötugur einkabiistjóri i London
hefur verið ákærður fyrir að skipta
á tveim verðmætum málverkum
eftir Canaletto og eftirlikingum.
Málverkin voru i eigu aldraös og
nærsýns vinnuveitanda hans.
Málverkin munu siðan hafa verið
seld á uppboði hjá Sothebys fyrir
um 80,000 sterlingspund, en eftir-
likingarnar héngu á veggjum
svefnherbergis laföi Portarlington
i tvö ár án þess aö nokkur uppgötv-
aði skiptin.
Bilstjórinn starfaði i fjögur ár
hjá hefðarfrúnni, en sagði upp
starfi 1973. Hann neitar að hafa
stolið málverkunum, en segir að
konan hafi gefiö sér þau fyrir trúa
og dygga þjónustu.
Hjá uppboðshöldurunum hafði
maöurinn hinsvegar haldið þvi
fram aö hann væri aö selja mál-
verkin fyrir fjölskyldu sina, og að
þau kæmu úr irskum kastala.
Reykingar jukust
Bandarikjamenn settu nýtt met i
sigarettureykingum á siðasta ári,
og það þrátt fyrir viðvaranir um
skaðsemi þeirra. — Reyktu þeir
607,000 milljónir vindlinga.
Skýrslur þess opinbera sýna aö
þetta er 7000 milljónum vindlinga
meira en árið 1974.
Tölur liggja ekki enn fyrir um
hver aukning hafi verið i notkun
munn- og neftóbaks, en hún mun
vera einhver. Hinsvegar hafa
vindlareykingar minnkað.