Vísir - 12.03.1976, Blaðsíða 4

Vísir - 12.03.1976, Blaðsíða 4
 Kerfisviðbrögð samfélagssjúkdómur 4 c------------------------ Kerfisviðbrögð — Samfélagssjúkdómur. Afbrotamál þau, sem undan- farnar vikur hafa verið til um- ræðu, ásamt með hugsanlega miklum em bættis af glöpu m dómsmálaráðherra/ og dóms- málaráðuneytis, taka með hverj- um deginum á sig skrýtnari mynd. Og þessi sifellt skrýtnari mynd veröur ekki vegna nýrra upplýsinga um rannsókn sjálfs sakamálsins, vegna þess að slik- ar upplýsingar hafa ekki, af eðii- legum ástæðum, legið á lausu. Þó má gera ráö fyrir, að slikar upp- lýsingar hljóti að fara að fást. En það sem gerir málin dularfyllri eru áframhaldandi undravið- brögð dómsmálaráðherra, nú sið- ast meösyrpu af opnum bréfum, sem hann ritar ritstjórá Visis i Timanum. Ekki veit ég hvort ráð- herrann er að leita eftir söguleg- um samanburði, en hitt er Ijóst að greinar ráðherra virðast vera á- máttleg tilraun til að likja eftir frægri grein sem Jónas heitinn Jónsson ritaði um frægt mál á ár- inu 1930 og kallaði Stóra bomban. Munurinn er þó sá að grein Jón- asar var skýr og efnismeðferð auðskilin. Greinar Ólafs Jóhannessonar, sem koma fimm vikum of sernt, viröast mér hins vegar óskiljanlegt þrugl, þar sem hann reynir heldur klunnalega að hamra á samsæriskenningum þeim sem hann sjálfur — ásamt með nokkrum nafngreindum en þó aðallega nafnlausum alfreðum — hefur áöur lýst. En kjarni málsins er samt óvart sá að þetta þrugl, er engu máli skiptir, er til þess fram sett að breiða yfir þau aöalatriði sem máli skipta. Og það á eftir að koma i ljós hvort ráðherranum og þjónum hans tekst þetta, hvort þeim tekst að slæva það þjóöfélag sem þeir þó eiga aö þjóna. En viö, þessi þjóö, búum við valdakerfi sem tekizt hefur að sýkja. Og vel má vera að ráðherr- anum takist að fela sjálfan sig i þvi moldviöri aukaatriða sem hann sjálfur hefur þeytt á loft. Það eru svo sem eðlileg viðbrögð af hanshálfu og ráögjafa hans, en ber, ef tekst, almenningsdóm- greind — og þó einkum Alþingi — ófagurt vitni. Aðalatriði — aukaatriði Fyrir sex vikum var skrifuð grein i þetta blað, varfærnisl. orðuð. Grein þessi var byggð á tveimur bréfum, sem nú hafa bæöi verið birt. Þar var ekki fleiprað, ekki dylgjað. Málstaður minn þarf ekki á oröbragði og dylgjum Ólafs Jóhannessonar og Baldurs Möller að halda. I grein þessari voru þessiaðalatriði fram sett: Ráöuneyti Ólafs Jóhannes- sonar tók ranga ákvörðun, sem hindraði framgang réttvisinnar i landinu i umfangsmiklu saka- máli, þegar þaö, I október 1972, opnaði veitingahúsið Klúbbinn i Reykjavík, gegn rökstuddum vilja Sakadóms, embættis rikis- saksóknara, lögreglustjórans i Reykjavik, og rannsóknarlög- reglumanna. Þessi ranga ákvörð- un, þessi afglöp, komu afbrota- mönnum vel, en réttvisinni illa. Það er allt og sumt. Spurt var hvort verið gæti að fjármálahags- munir téðs veitingahúss og flokks ráðherrans lægju saman. Nokkru seinna kom i ljós að svo var, og þaö á bæði undarlegan og óvenjulegan viöskiptamáta. Þetta þætti ýmsum nóg á Bret- landi eða I Bandarikjunum, þó Myndasaga úr dagblaði svo þeir i Úganda létu sér þetta i léttu rúmi liggja. Ennfremur var sagt frá bréfi sem lögregluyfir- völdum i Keflavik barst þremur árum seinna, þegar veriö var að rannsaka hvort aðstandendur veitingahússins gætu nú varpað ljósi á ný, umfangsmeiri og ó- hugnanlegri sakamál. Ráðuneyt- jð sendi þetta bréf, sem var loðið og undarlegt og hringdi með, án þess að vilja nú segja hvað sagt var i þvi símtali. Þetta bréf hefur nú verið birt, og lái hver sem vill lögreglumönnunum að skilja bréfiðsvo sem þeir gerðu, einnig með tilvisun til fyrri afskipta ráðuneytis af þessum mönnum. Hér var ekki dylgjað, heldur málflutningur byggöur á gögn- um, sem nú hafa verið birt og hver maður getur kynnt sér. Hitt er svo annað mál, að siðan hefur nærfellt á hverjum degi verið að hlaðast utan á þetta mál, þó svo að sjálfri sakamálsrannsókninni sé af eðliiegum ástæðum haldið leyndri. Undarlegur dráttur á greiðslu á sviknum söluskatti. Skjót endurráðning brotlegra starfsmanna ATVR, án þess kannað hafi verið tii hlitar, hvað brot þeirra náðu langt aftur i tlm- ann. ófullnægjandi dómsrann- sókn, sem hvorki virðist ná nægilega langt aftur né taka tillit til allra skyldra þátta málsins. ósamhljóða framburður lög- reglumanna. Og er þá aðeins fátt eitt nefnt. Kristján Pétursson ritar grein i Morgunblaðið á miðvikudag, þar sem hann rekur glögglega hversu langt er i land að þessari rann- sókn sé lokið, hversu margir þættir málsins eru óupplýstir, og endurtekur þá eindregnu ósk, að sérstakur setudómari, meö við- tækt umboð, verði skipaður, svo og'að sérstök rannsóknarnefnd verði látin fjalla um stjórnlega þætti málsins og þær ákvarðanir, sem hafa verið eða hafa ekki ver- ið teknar. Þetta er auövitað kjarni málsins.og sú nefnd myndi þá væntanlega og vonandi hreinsa dómsmálaráðherra af öllum grun. Þetta eru málefnalegar for- sendur. Þetta verður að gerast, fyrr en seinna og það er mikið I húfi. Annað moldviðri, sem upp hefur verið þyrlaö, þvi miður að frumkvæði sjálfs dómsmálaráð- herrans, stóryrði, dylgjur og sjúklegar samsæriskenningar, koma þessu máli ekki við. Þær eru til þess eins fallnar að leiða athygli manna frá kjarna máls- ins. Sefasjúk kerfisviðbrögð Kerfisviðbrögðin — og viðbrögð Ólafs Jóhannessonar fyrst og fremst, hljóta að verða mörgum, og þó einkum þeirri uppvaxandi kynslóð, sem ég tilheyri, ærið umhugsunarefni. Ráðuneytið og ráðherra hafa aldrei gert tilraun til þess að svara málefnalega eða faglega. Þvert á móti hafa þessir aðilar frá upphafi i greinargerð- um, þingræðum, útvarpsþáttum, blaðagreinum og nú siðast i for- kostulegum opnum bréfum, dylgjað án sannana um pólitisk samsæri, um annarlegar hvatir lögreglumanna, blaðamanna og annarra, og jafnvel um duldar greiðslur til þeirra. Orðbragð hefur verið með þeim hætti, hjá ráðherra, ráðuneytisstjóra og al- vísm ~D freðum ýmiss konar, að með ein- dæmum er. Lygi, lygi, sagði Baldur Möller ráðuneytisstjóri, þegar i stað i blaðaviðtali. Siðan hefur hann hugsanlega átt þátt i að semja endemisgreinargerð ráþuneytis, sem engum slikum plöggum lik- ist, vegna þess að þetta var sefa- sjúkt upphrópanaplagg, þar sem reynt var að þæfa með hártogun- um og aukaatriðum, sem engu máli skipta. Ég hafði reyndar haft á tilfinningunni að Baldur Möller væri gæðablóð, en sem til- heyrði fremur 18du öld en þeirri 20ugustu vegna embættislegs sljóleika, og dómgreindarlausrar húsbóndahollustu. Nú virtist mér, að hann hefði einnig likzt aldar- bræðrum sinum i götustrákslegu orðbragði. Það skiptir varla sköpum úr þessu, þótt nátttröll sitji i ráðu- neytisstjórastóli i dómsmála- ráðuneyti. Hitt er alvarlegra og eftirtektarverðara, hvað Ólafur Jóhannesson er að reyna að gera, þegar hann rembist við að ieiða athygli manna frá aðalatriðum þessa máls.Ólafur Jóhannesson á að teljast einn af helztu fyrir- svarsmönnum nútima flokka- kerfis i landinu. En hann virðist vita hversu auvirðilegt honum og allt of mörgum af hans kynslóð hefur tekizt að gera þetta flokka- kerfi og málflutning þess. Hann virðist telja ef honum takist að troða mér, eða öllu heldur mál- flutningi minum, inn i pólitiskan flokk, þá sé málflutningurinn þar með ekki lengur marktækur. Þetta er efalitið réttur en þungur dómur um islenzkt flokkakerfi, málflutning þess, samtryggingu lágkúru og spillingu. En svona er þetta samt. Og skyldi nokkurn furða þótt verðbólgnir, banka- spilltir og Kröfluþrútnir stjórn- málaflokkar séu ekki ýkja trú- verðugir? Og allar eru aðferðir ráðherr- ans og alfreðanna hans sama markinu brenndar. Timinn fann ástæðuna fyrir skrifum minum. Fyrs t voru það duldar greiðslur og þess vegna skattsvik min pg Reykjaprents. Þeir eru reyndar hættir að skrifa um það! Nú sið- ast birtist nafnlaust lesendabréf — þar sem undir var ritað Svart- höfði, sem fyrir nokkrum árum var undirskrift dálka i blaðinu, sem almannarómur kenndi við þáverandi ritstjóra, Indriða G. Þorsteinsson, þótt hann hafi eðli- legáborið af sér þetta makalausa bréf. Þar er talið að rannsaka beri hvort ég og fleiri sorpmenni, séum ekki launaðir starfsmenn CIA, leyniþjónustu Bandarikj- anna! Og þeir kalla mig sorp- blaðamann. En þeir biðja ekki sjálfir um rannsókn sér til hreins- unar. Þessi sefasjúku viðbrögð eru svo ótrúleg, á siðari hluta 20ugustu aldar, að mig brestur lýsingarorð. En: er það fólk til i landinu, sem tekur þessi Tima- skrif alvarlega? Er það fólk til, sem sér ekki i gegnum þessar pólitisku upphrópanir? Skyldi það fólk vera til, sem eitt augnablok tekur alvarlega umræður um duldar greiðslur til min vegna þessara skrifa og þess vegna skattsvik min, um það að Kristján Pétursson, ég sjálfur og fleiri séum starfsmenn CIA, að és sé leigupenni duldra áfla, leggi persónulega fæð á Ólaf Jóhannes- son og svona áfram endalaust? Eru þeir flokksþrælar virkilega til, sem sjá ekki i gegnum þetta moldviðri — og sem vilja ekki fá upplýst, hvernig afskiptum Ólafs Jóhannessonar af þessum málum hefúr raunverulega verið háttað? Mér er ljóst, að Alfreö Þorsteins- son er ekki meiri háttar speking- ur — en er málflutningur hans og hans lika hluti af islenzkri þjó þjóðarsál? Þá hjálpi okkur guð. Alþingi og fólkið i landinu Kjarni þessa máls er einfaldur eins og margsinnis hefur verið bent á. Hann er krafa um það, að upplýst verði hvort stjórnvöld, það er dómdmálaráðuneytið, hafa tafið, þæft eða beinlinis komið i veg fyrir rannsókn i um- fangsmiklum fjársvikamálum Loksins er ég búinn að finna leið til aö gersigra andstæðing ana. Þeir standast þetta aldrei. Þeir verða svefnvana. Þeir missa matarlystina. Þeir láta ekki sjá sig á _____almanna færi. Nú er þaöaldeilis | hernaðaráætlun. Leyf mér aö heyra. j Ég stila þessar linur til þin Þorsteinn minn. / ZXÍ WJ ^ l— m triiii'ti'il'l'ituTrfl rmuntninmiiinnniiti

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.