Vísir - 31.03.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 31.03.1976, Blaðsíða 2
 . Væri þér illa við að missa bílnúmerið þitt? I I I I I I 1 R R I ■ Gunnar Þorleifsson, bókaútgef- andi: — Mér væri hiklaust alveg sama. Það er þannig með mig að ég man ekki einu sinni hvaða númer er á bilnum minum. I R R ’ i R R Sigurður llauksson. húsgagna-f smiðanemi: — Mér væri alveg i sama. Sjálfur á ég ekki lágt bil- / númer og hef aldrei stefnt að þvi S að eignast lágt númer svo að það skipti mig litlu þótt skipt yrði um. i’edro Riba, læknir: — Mér væri ekki illa við að missa þetta númer sem ég hef núna. En mér þótti það sýnu verra að missa númerið sem ég hafði áður, það var A 13. R Bragi Bjarnason, leigubilstjóri: — Mér væri alveg sama um það. 1 R minum huga skiptir lágt númer R ekki máli. Enda hef ég aldrei gert R neitt i þvi að eignast slikt númer. | R R R H H R R Gisli Guðmundsson, bifreiöa- smiöur: — Auðvitað væri mér ilia við það. Ég vil mjög gjarnan halda lága númerinú sem ég hef. Ég eignaðist það fyrir 25 árum. Anng Maria, húsmóðir: — H Mér væri heldur illa við það. R Númerið sem ég hef á bílnum H minum eignaðist ég fyrir vilvilj- R um og vil halda þvi. Mér finnst | eitthvað persónulegt við það. Miðvikudagur 31. mars 1976 VÍSIR Forsvarskonur undirskriftaiistans afhenda bæjarstjóranum mótmælin. Aö sögn kvennanna væri hægt aö safna mun fleiri undirskriftum gegn iokun deildarinnar. Myndir: Loftur Deilt um lokun fœðingardeildar Sólvangs: Trúum ekki að deildinni verðilokað — segja hafnfirsku konurnar ,,Við erum hafnf irðingar og viljum ala okkar börn hér i okkar heimabæ. Okk- ur finnsf það afturför í bæjarlífinu ef þessi starf- andi fæðingardeild verður lögð niður. Við trúum því ekki að það verði gert, f yrr en á reynir." Um þetta voru þær sam- mála hafnfirsku konurnar sem afhentu Kristjáni Ó. Guðmundssyni bæjar- stjóra í gær mótmæli vegna fyrirhugaðrar lok- unar fæðingardeildarinnar á Sólvangi. Á undirskrifta- listanum voru um 370 kon- ur, en listinn hafði aðeins gengið í hluta bæjarins. Ástæður fyrir þvi að ákveðið er að loka deildinni fyrir 1. júli i sumar eru að sögn bæjarstjórans fyrst og fremst þær að húsnæði og aðstaða þar samræmist ekki þeim kröfum sem nú eru gerðar. Fæðingarsérfræðingur hefur ekki fengist til að starfa við deildina. Að sögn bæjarstjórans er búið að semja um og tryggja hafn- firskum konum pláss á hinni nýju deild Landspitalans, sem býður upp á fullkomnustu aðstöðu og starfskrafta sem völ er á. Þær endurbætur sem gera yrði á deildinni á Sólvangi eru að mati bæjarstjórnar of fjárfrekar, fyrst þessi aðstaða býðst i Reykjavik. Taldi bæjarstjóri undirskrifendur á listanúm ekki nægilega upp- lýsta um það um hvað málið sner- ist og sagði þar öryggissjónar- miðið vera númer eitt. öryggið ekki betur tryggt..... ,,Við erum ekki sammála þvi að öryggi okkar sé betur tryggt með þessari breytingu. A veturna er oft erfitt að komast milli Hafnar- fjarðar og Reykjavikur og hér er ekki nema einn sjúkrabill. Það er ekki ljóst hvað nýja deildin getur lengi annað öllu svæðinu og þá yrði mun dýrara að koma hér aftur upp fæðingar- deild, heldur en að viðhalda þeirri sem þegar er fyrir hendi. Dæmi eru um að konum héðan hafi verið neitað um pláss inni i Reykjavik og einnig hefur komið fyrir að þaðan hafi verið leitað Réttarrannsókn ó dauðameinum Það var að sjá á fréttum i gær, aö einhverjar sögusagnir væru koninar á kreik út af lík- fundi við ölfusá á dögunum. Ekki verður séð af frétt, sem viö höfuni undir höndum, hverskon- ar sögusagnir um er að ræða. Hins vegar benda þær til enn eins ágallans á réttarkerfi okk- ar, en það er rannsókn á dauða- meinum og opinber birting dán- arorsakar þeirra. sem farast meöválegum hætti. Erlendis er það aðeins á færi sérfróöra lækna, svonefndra réttarlækna, að kveða á um dánarorsakir þeirra, sem farast við óeðlilegar aðstæöur eða finnast látnir án undangenginnar læknismeð- ferðar. t hverju slfku tilfelli fer fram réttarrannsókn, þar sem niöurstööu er getið opinberlega og um leið dánarorsakar. Við slikar aðstæður virðast sögu- sagnir varla koma til greina þótt dæmi séu til þess að réttar- rannsóknin hafi leitt tii rangrar niöurstöðu. i þessu efni eins og svo mörg- um öðrum, virðist skorta fyrir- mæli I réttarreglum Islenskum. Sögusagnirnar einar eru oftar en hitt látnar hafa siöasta oröið um endadægur þeirra, sem ekki beinlinis deyja f höndum lækna. Ættu siöustu mál hérlend aö verða nokkur viti til varnaöar I þessum efnum, þar sem svo er komiö að fólk virðist láta lifið fyrir skipulagðan tilverknað og undir þagnareiðuni fjölmargra, samanber vitnisburð um ellefu manna hóp viöstaddan i slipp- stöðinni I Keflavfk, en það þótti hér á árum áður allt að þvi næg- ur hópur á sveitadansleik. En þaó er eins og fábreytni is- lenskra réttarreglna sé sniðin fyrir sögusagnir, en minna sé liirt uin úrslit og niðurstöður. Opinber birting á dauðanieinum að lokinni réttarkrufningu þykir kannski helst til mikil skerðing á persónurétti, en aftur á moti viröast sögusagnir alls góös niaklegar, og ekki snerta per- sónuréttinn, af þeim sem hafa haldið langan og dyggan vörð um óbreyttar réttarfarsreglur. Þegar reynt er að kveða niöur sögusagnir um atvikið við Ölfusá er því svarað til, að dán- arorsök sé enn i rannsókn. Ef- laust veröur hún samkvæmt venju aldrei birt, en lialdið á- fram að búa til sögusagnir. Þá er ekki úr vegi að minnast aftur á brot úr útvarpserindi látins bankastjóra, sem fyrir rúmum áratug, benti með skörulegum hætti á vanmátt réttarkerfisins þegar skipulagö- ir bófaflokkar væru annars veg- ar, Þar kom réttilega fram, aö livorki almenningur eða þolend- ur, Iffs eða liðnir eiga sér máls- svara fyrir rannsóknarrétti. Það eru aðeins lögfræðingur hinna grunuöu eða sakfelldu sem þar flytja mál. Þegar á það er litið, að varla verður nokkur maður dæmdur nema fyrir liggi bein og undirrituð játning hans um verknað, og rikið sjálft á engan málssvara f réttarsal, sem sækir málið fyrir hönd al- mennings með rökum og gagn- rökum gegn rökum lögfræðinga ákærðra, þá er ekki nema von að svonefndir réttargæslumenn hefji áróðursstrið i fjölmiðlum gegn rannsóknarmönnum á meðan mál eru á yfirhcyrslu- stigi, vegna þess að réttar- gæslumenn vita, að fyrir dóm- stóli verður enginn til að and- mæla einræðum þeirra. Það er þvi ekkert þvi til fyrirstöðu að færa þessar einræður strax á vcttvang fjölmiðla. Annað mál er svo hvað þetta form verður lengi liöið áður en settir verða sækjendur af rikisins hálfu i livcrju áfbrotamáii. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.