Vísir - 31.03.1976, Blaðsíða 1
Sjálfstœðismenn
klofnuðu
Meirihluti bœjarbúa styður
okkur segir Sigurður Jónsson
um bœjarstjóra
„Ás tæöan fyrir
tausnarbeiðni okkar úr
bæjarstjórn/ var ákvörö-
un meirihluta fulltrúa-
ráðsfundar Sjálfstæöis-
flokksins/ um að styðja
ekki kjör Páls Zóphani-
assonar sem bæjarstjóra.
Við sættum okkur ekki við
ábyrgðarlaus vinnubrögð
flokksins í bæjarmál-
um," sagði Sigurður
Jónsson bæjarstjórnar-
fulltrúi í Vestmannaeyj-
um í viðtali við Visi í
morgun.
Sigurður og Einar H. Eiriks-
son, tveir af fjórum fulltrúum
Sjálfstæðisflokksins i bæjar-
stjórn, lýstu þvi yfir að eftir
þessa ákvörðun flokksins störf-
uðu þeir ekki lengur i fulltrúa-
ráði og óskuðu þar af leiðandi
lausnar úr bæjarstjórn. A fundi
bæjarstjórnar i gærkvöldi var
lausnarbeiðnin felld með fimm
samhljóða atkvæðum, þar sem
ekki var talið að nein haldbær
rök væru fyrir þvi að veita
lausnina.
1 sérstakri bókun sem þessir
fimm fulltrúar létu gera köm
fram að þeir teldu það ólýð-
ræðislegt og óþolandi fyrir
bæjarstjórn og bæjarbúa að
kjörnir fulltrúar væru hraktir úr
starfi af ábyrgðarlausum ein-
staklingum og pólitiskum
valdaklikum.
,,Við munum hlita þessum
úrskurði meirihluta bæjar-
stjórnar og starfa þar áfram, en
óflokksbundnir. Ef við hefðum
farið eftir ákvörðun fulltrúa-
ráðsins, hefði ekki myndast nein
samstaða um bæjarstjóra. Það
er nú ljóst að Fáll Zóphaniasson
nýtur stuðnings meirihiuta
bæjarstjórnar, og ljóst er einnig
að meirihluti bæjarbúa styður
okkur og vill að friður náist og
hægt sé að vinna af fullum krafti
að bæjarmálum,” sagði Sigurð-
ur Jónsson.
- EB
«#6 ffUI«
Sigurður og Aðalsteinn Aðalsteinssynir og nýjasta varðskipið, Ver AK 200
Tilbúnir í Tjallann!
— Það hefur ekkert
verið talað um þetta
við okkur, sögðu menn
um borð i togaranum
Ver AK-200, þegar Vis-
ir ræddi við þá i
morgun um hvernig
þeim litist á að vera
komnir i varðskipaflot-
ann.
Landhelgisgæslan hefur tekið
Ver á leigu og yfirmenn hennar
hafa sagt að áhöfnin verði
áfram hin sama, nema hvað
einhverjir yfirmenn frá Gæsl-
unni taki við stjórninni. Áhöfnin
á Ver vissi hinsvegar ekkert um
málið annað en það sem þeir
höfðu heyrt i fréttum, og þeir
höfðu verið að búa skipið til
veiða í allan gærdag.
Bræðurnir Sigurður Aðal-
steinsson, þriðji vélstjóri og
Aðalsteinn Aðalsteinsson, há-
seti, voru hinsvegar ágætlega
ánægðir með að vera komnir ,,i
flotann”.
— Ég býst við að flestir verði
áfram hjá Gæslunni og við verð-
um það allavega ef okkur'býðst
pláss, sagðiSigurður. — Ég held
að þetta skip sé gott til gæslu-
starfa. Það gengur uppundir
sautján milur enda þessir
pólsku togarar þeir hraðskreið-
ustu i togaraflotanum. Þeir
virðast einnig ágætlega liprir,
þvi lóðsar hafa sagt mér að
þetta séu skemmtilegustu skip-
in sem þeir koma um borð i, til
að „manúvera” innan hafnar.
— Mér sýnist reynslan hafa
sýnt að þessir togarar eru góð
vinnuskip til gæslustarfa, sagði
Aðalsteinn. Baldur hefur staðið
sig svo vel að maður verður
bara stoltur af að heyra hvað
hann hefur gert.
Þeir bræður höfðu ekki miklar
áhyggjur af þvi að lenda i úti-
stöðum við breskar freigátur.
Voru alveg tilbúnir að leggja
sitt af mörkum til að verja land-
helgina.
— OT.
Ætla að búa fil
laxveíðíá! -«u
______ J
Hvar eiga hafnf irskar konur að ala börn sin á kom-
andi árum? Um það eru ekki allir á eitt sáttir. Bæjar-
stjórnin vill loka fæðingardeildinni á Sólvangi og að
haf nf irðingar fæðist eftirleiðis í Reykjavik. Þessu eru
mæður og verðandi mæður í Firðinum ekki sammála.
Sjá bls. 2
Hvar eiga hafnfirð-
ingar að fœðast?
MIKILVÆGUR AFANGI
EVDID DCDD - segir Kristjón
rilim D9IID Thorlacius
,,Ég tel þetta vera mikilvæg-
an áfanga fyrir samtök opin-
berra starfsmanna ” sagði
Kristján Thorlacius þegar Visir
innti hann álits á samkomulagi
þvi sem tekist hefur milli fjár-
málaráðherra og BSRB um
samningsréttarmálin.
,„,Þessi árangur hefur náðst
fyrir góða samstöðu innan sam-
takanna. Það mikilvægasta er
að bann við verkföllum, sem
verið hefur i gildi allt frá árinu
1915, hefur verið fellt niður.
Verkfallsréttur BSRB er ekki
sami verkfallsréttur og er hjá
öðrum stéttarfélögum, og er að
þvi leyti ekki fullkominn. Verk-
fallsrétturinn er aðeins fyrir
heildarsamtökin, en ekki hvert
einstakt félag um sérsamninga.
En eftir atvikum tel ég þetta
vera viðunandi áfanga ” sagði
Kristján. — SJ
Túr með loðnubát
Ýmsir telja loðnuvertiðina brátt á enda.
Alveg er fyrirsjáanlegt að hún verður lélegri
en i fyrra, þó að vart teljist hún léleg.
Frásögn með myndum úr loðnutúr með Þor-
steini RE birtist á bls. 11.
SÓLARORKAN ÓNOTUÐ
— sjó erlendar fréttir bls. 6-7-8