Vísir - 31.03.1976, Blaðsíða 6
6
c
_
Miövikudagur 31. mars 1976. vism
Guðrmmdur Pétursson
Gríkkir fóru í fússi
— frá samningaviðrœðum í Washington, vegna nýju herstöðvasamninganna við tyrki
Erfitt er að gera einum svo öðr-
um liki. Grikkir hættu skyndilega
i gær við samningaviöræður við
bandarikjamenn um herstöðvar
þeirra siöarnefndu i Grikklandi.
Þetta var gert i mótamælaskyni
við nýgerðan samning um opnun
herstöðva bandarikjamanna i
Tyrklandi.
Samninganefnd grikkja var
komin til Bandarikjanna. En hún
var kölluð heim til Aþenu eftir að
kunnugt varð um samningana við
tyrkjann á föstudag.
Griska rikisstjórnin lýsti þvi
yfir i gær að samningurinn við
tyrki skapaði alvarleg vand-
ræði. Hins vegar mundi rikis-
stjórnin gera allt til að vernda
þegnana.
Umsvifamiklir
samningar
Með samningunum við tyrki
eru 26 bandariskar herstöðvar
opnaðar á ný i Tyrklandi. Þeim
var lokað i mótmælaskyni við
vopnasölubann bandarikja-
manna. Tyrkir fá með samning-
unum hernaðaraðstoð fyrir einn
milljarð dollara.
Grikkir hættu hernaðarsam-
vinnu við NATO, eftir ipnrás
tyrkja á Kýpur i júli 1974. Þá
notuðu tyrkir þandarisk vopn við
innrásina, og varð það til að
bandariska þingið setti vopna-
sölubann á þá.
Þraut aö fá
þingið með
Kissinger utanrikisráðherra
þarf að sækja á brattann til að fá
samþykkt þingsins fyrir hinum
nýja herstöðvasamningi við
Tyrkland. Margir þingmenn eru á
móti lögum og mjög bindandi
samningum um hernaðarsam-
vinnu (nýi samningurinn er til 4
ára).
Þá hefur ósveigjanleiki tyrkja i
Kýpurdeilunni hleypt illu blóði i
þingheim. Hins vegar hafa
bandariskir þingmenn ávallt
verið hlynntir málstað grikkja.
t höfuðstöðvum NATO i Brussel
rikir ánægja yfir nýgerðum
samningum við tyrki. Þar hafa
menn verið áhyggjufullir yfir
veikum hlekk i varnarkeðju
NATO i suðurhluta varnarbanda-
lagsins.
Rœndu póst■
lest á frlandi
Grimubúnir ræningjar
stöðvuðu i nótt póstlestina,
sem gengur milli Cork og
Dublin á írlandi, og höfðu þeir
á brott með sér póstpokana.
Ránið var framið um 13 km
frá Dublin og þykir i mörgu
minna á lestarránið mikla,
sem framið var á Englandi
1964, þegar ræningjar komust
yfir 2.5 milljónir sterlings-
punda.
1 ráninu i nótt flýðu ræningj-
arnir i stolnum bil upp i
Dublinhæðir og hurfu þar
sjónum manna. — Ekki lá ljóst
fyrir, hvaða verðmæti voru i
póstpokunum.
Fundu mynd eftir
sjálfan Rembrandt
Nýlega fannst i safni I Utrecht I Hoilandi mynd eftir hinn fræga meist-
ara Rembrandt, sem menn vissu ekki áður af. Er hún merkt „RF
1626”, sem stendur fyrir „Rembrandt Faecti 1626”.
.*»
SLAGURINN í GALILEU
VELDUR ÚLFAÞYT í
ÍSRAEL
Búist er við hörðum deilum
innan rikisstjórnarinnar og á
þingi i israel i dag vegna óeirö-
anna i Galileu. Sex arabar létust
i þéssum óeirðum, og hundruð
voru teknir fastir. Arabarnir
eru allir israelskir rikisborgar-
ar, en i miklum minnihluta i
Galileu.
Rabin forsætisráðherra hefur
lofað að láta rannsaka hvernig
til kom að skotið var á óeirða-
seggina.
Róstur siðustu tvo daga eru
þær mestu sem verið hafa i
tsrael i 30 ára sögu landsins.
Verkfall að undirlagi
kommúnista
Lætin hófust stuttu eftir að
sólarhrings verkfall hófst, að
undirlagi kommúnistaflokks
Israels. Verkfalliö var boðað
vegna ráðagerða rikisstjórnar-
innar um að taka 6000 hektara
lands nálægt Nasaret eignar-
námi frá aröbum. Einnig átti að
taka 400hektara eignarnámi frá
gyðingum.
Stuttu eftir aö verkfallið hófst
byrjuðu lætin. Arabarnir I Gali-
leu eru israelskir rilcisborgarar.
Þeir búa samt við mun verri
kjör en gyðingar, sérstaklega
hvað varðar skóla og heil-
brigðisþjónustu.
,,Við erum ekki
óvinirnir”
Talsmenn araba hafa gagn-
rýnt harðlega að herlið skyldi
sent til að bæla niður óeirðirnar.
„Hversvegna var lögreglan
ekki kölluð til? Við erum jú
israelskir rikisborgarar, en ekki
óvinir”, sagði einn þeirra.
Israelskir embættismenn
telja það hafa verið nauðsynlegt
að .senda herlið, til að missa
ekki stjórn á ástandinu.
Telja ekki samband
milli óeirðasvæða
Talsmaður varnarmálaráðu-
neytisins israelska telur ekkert
samband vera milli óeirðanna i
Galileu, og ókyrrðar á herteknu
svæðunum á vesturbakka
Jórdanárinnar.
Ensjónarvottaraðróstunum i
Galileu segja að svipaðar að-
feröir hafi verið notaðar gegn
lögreglu og herliði, og að skóla-
strákar hafi hrópaö slagorð
palestinuaraba.
Arabiskir stúdentar á hernámshiuta Jórdaniu komu sér upp
brennandi götutálmunum, eins og þessi mynd ber meö sér úr
óeirðunum.
Callaghan
með forystu
í atkvœða-
greiðslu
flokksins
James Callaghan hefur tekiö þá
forystu I leiðtogakjöri breska
verkamannaflokksins, sem flestir
ætla aö muni duga honum, þegar
þriöja og endanlega atkvæða-
greiöslan fer fram.
1 annarri atkvæðagreiöslunni
fékk hann atkvæöi 141 þingmanns
meðan keppinautur hans Michael
Foot fékk 133 atkvæði. — Denis
Healey er hinsvegar úr leik þar
serri hann fékk aðeins 38 atkvæði.
En endanlega verður úr þvi
skorið, hver veröur næsti formað-
ur og um le.iö forsætisráöherra,
þegar þriðju atkvæðagreiöslunni
lýkur á mánudaginn kemur.