Vísir - 31.03.1976, Blaðsíða 7

Vísir - 31.03.1976, Blaðsíða 7
m vism Miðvikudagur 31. mars 1976. og Ólafur Hauksson Mannfjölgunarklukkan Margir leggja leið sfna þessa dagana, á visinda- og iðnaðar- safnið i Chicago, en það er eink um mannf jölgunarklukkan, sem laðar gestina að sér. Samkvæmt útrcikningum manntalsskrifstofunnar í Was- hington fór ibúafhöldi jarðar fram úr fjórum milljörðum um siðustu helgi. A sekúndu fresti breytist tal- an á kiukkuskifunni miðri og fjöigar jarðarbúum um 2,3 i hvert sinn — samkvæmt þessum útreikningum, en þá hefur fjöldi þeirra, sem deyja verið dreginn frá. Vinstrisinnar hafna fskiptvm Samekwðu þióðamm af átökum í Líbanon Vopnahlésumleitanir Sýrlands fóru út um þúfur. Bandarísk herskip skammt undan landhelgi Líbanons ___________ Vinstrisinna skæru- liðar i Libanon hafa espast upp um allan helming i sókn sinni á hægrimenn, eftir að til- raunir sýrlendinga til að koma i kring vopna- hléi fóru enn út um þúf- ur. — Stjórnin i Damaskus mun nú hafa tekið fyrir vopna- sendingar til vinstri- sinna. Kamal Junblatt, sem fer fyrir vinstri-hópunum, hafnaði i gær- kvöldi tilmælum Sýrlands um vopnahlé, og sagðist ekki fyrr mundu þagga niður i byssum manna sinna, en hinn umsetni forseti landsins, Suleiman Franjieh, heföi lagt fram lausnarbeiðni. Hann sagði, að fylgismenn hans væru ekki á flæðiskeri staddir með vopn, þótt Sýrland hætti að senda þeim drápstólin. Aðalstöðvar hans nötruðu undan stórskotahriðinni, meðan hann hélt i gærkvöldi fund með blaðamönnum. Þar veittist hann að Kurt Waldheim, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, fyrir að leiða athygli öryggisráðsins i gær að ástandinu i Libanon og hafnaði Junblatt afskiptum samtakanna. Hann sagði, að þetta framtak Waldheims veitti hættulegt fordæmi, sem „ekki er unnt að taka gott og gilt fyrir riki, sem hafa sjálfstæðiskennd og kæra sig ekki um erlenda ihlutun i innanlandsmál sin.” Junblatt kvað vopnahlé ekki koma til greina, fyrr en forset- inn hefði afhent Antonios Khreish, patriarka, lausnar- beiðni, en patriarkinn ætti að varöveita bréfið uns þingið hefði kosið nýjan forseta. Hægriöflin i landinu hafa snií- ist öndverð gegn þvi, að forset- inn yrði neyddur frammi fyrir byssukjöftum til að segja af sér. Vilja þau, að forsetanum verði veitt tækifæri til að hverfa frá embætti með virðulegri hætti. A meðan máttu hægrimenn hafa sig alla við til þess að hrinda áhlaupum vinstriskæru- liða á bækistöðvar þeirra i Beirút i gær. 1 gærkvöldi skömmu eftir að Junblatt hafði hafnað vopnahléstilmælum hófst ærándi sprengjugnýr frá sprengju vörpum , þegar bardagar urðu hálfu ákafari en fyrr. Vinstrisinna múhammeðs- trúarmenn leitast við að brjót- ast inn fýrir varnarveggi krist- inna manna og hægri sinna i út- jaðri austnrhluta Beirúts. Hefur vinstrimönnum tekist að ná á sitt vald Hilton hótelinu, sem var hornsteinninn i vörnum hægrimanna, þvi' aö þaðan er auðvelt að halda uppi skothrið inn i bæjarhluta kristinna. í nótt lagði upp frá Washing- ton áleiðis til Beirút L. Dean Brown, sendiherra, sem taka mun við stjórn sendiráðsins i Beirút. Honum hefur verið falið að reyna að miöla málum, en ella tryggja heill þeirra Banda- rikjamanna (1400 talsins), sem staddir eru i Libanon. Brown var að visu hættur störfum i utanrfkisþjónustunni, en var kvaddur til aftur á sfnum tima til að greiða götu flótta- fólks frá S-Vietnam, þegar Sai- gon-stjórnin féll. — Hann var áður fyrr sendiherra i Jórdaníu. Sjö bandarisk herskip, þar á meðal þyrlumóðuskipið „Gua- dalcanal” hafa verið send til austurhluta Miðjarðarhafsins. Eru þau ekki lengra frá Libanon en sem nemur dagssiglingu. stórgrœddi á ári mútu- greiðslna A siðasta ári græddu Lock- heed flugvélaverksmiðjurnar tvöfalt meira en árið áður, enda 45,3 milljónir dollara (7,9 milljarðar isl. króna). I ársuppgjöri Lockheed seg- ir að sala á erlendum markaði hafi sýnt „mikilvæga aukn- ingu”, sem hafi verið 28 prósentummeiri en árið áður. Heildarsala flugvélaverk- smiðjanna i fyrra var 3,4 milljarðar dollara. 1 ársskýrslunni sem birt var i gær, er aðeins litillega minnst á mútur verksmiðj- anna i sambandi viö Tristar þotuna. bar segir að óvissa riki um framtiö þotunnar, vegna kreppu i iðnaði og vegna „nýbirtra upplýsinga um umboðslaun og aðrar greiðslur.” Baiúaannstœíhir perónista frystar Bankainnstæöur háttsettra perónista, þeirra á meðal Mariu Peron, fyrrum forseta, voru frystar inni i argentinskuin bönk- um i gær. Meðal þeirra sem reikningnum er lokað hjá eru fyrrum ráðherr- ar Peronstjórnarinnar. Þetta mun vera gert til að auðvelda rannsókn á meintri f jármálaspill- ingu meðan Peron var forseti. Videla, hinn nýi forseti Argentinu, ávarpaði þjóöina i sjónvarpi i gær. Hann bað fólk að sýna skilning og þolinmæði á þvi verkefni hersins að endurskipu- leggja landið, eins og hann orðaði það. Hann lofaði engri skjótri lausn mála, en sagði að endurreisn mundi hefjast á öllum sviðum. Komið hefur tíl bardaga her- lögreglu og vinstrisinnaðra skæruliða eftir valdaránið. 20 skæruliðar hafa verið drepnir. Talið er að 2000 manns séu i haldi i Buenos Aires, i tengslum við valdaránið. CIA-rannsóknin ekki opin- beruð í öllum atriðum Sú nefnd öldunga- deildar Bandarikja- þings, sem fer með mál leyniþjónustunnar, mun ekki birta einstök atriði rannsóknar sinnar á starfsháttum CIA, leyni- þjónustunnar. Nefndin hyggst skila skýrslu af rannsókninni i miðjum april- mánuði með tillögum sinum um, hvernig hefta megi vafasamar eða forkastanlegar aðgerðir leyniþjónustunnar. Nefndarmenn segja.að ákvörð- unin um að birta ekki einstök atriði rannsóknarinnar sé byggð á samkomulagi, sem gert var við CIA i fyrra, þegar farið var ofan i saumana á þeirri umdeildu stofn- un. Ránnsóknin hefur aðallega beinst að sex meiriháttar aðgerð- um CIA. Þar á meðal eru afskipti leyniþjónustunnar af málum i Chile, Angóla og Italiu. Upplýsingar um aðgerðir CIA i Chile voru opinberaraðar i skýrslu i desember síðasta, en þær voru teknar sem dæmi um vafasamt atferli CIA. Þar sagði, að CIA hefði varið milljónum dollara til að aftra þvi að Salva- dore Allenda yrði kosinn forseti, en siðan hrundið af stað ýmsum tilraunum til að grafa undan stjórn hans og hvetja til byltingar hersins. Nixon fyrrverandi forseti viðurkenndi fyrir nefndinni að hafa lagt blessun sina á leyniað- gerðirnar i Chile, en neitaði að vita nokkuð um tilraunir til að hvetja herinn til uppreisnar. Sprengja í biskupsbú- staðnum Sprengja sprakk i biskups- bústað kaþólska biskupsins i| Brisbane á Englandi i nótt, og j telur lögreglan að þar hafi i brjálæðingur verið að verki. | Francis Rush biskup var« ekki heima, þegar sprengjan | sprakk. Engan sakaði. Ekki einu sinni prestinn, sem | kastaðist fram úr rúmi sinu við sprenginguna, en hann | svaf á neðstu hæð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.