Vísir - 31.03.1976, Blaðsíða 17
Sjónvarp, kl. 20.40:
Yaka fœr nýjan
umsjónarmann
Við sjáum lika úr leikritinu „Hjá Mjólkurskógi” i Vöku i kvöld.
Vaka hefur nú fengið
nýjan umsjónarmann.
MagdalenaSchram heifir
sú sem nú hefur tekíð sér
umsjón þáttarins.
Magdalena er 27 ára
gömul, og reyndar höfum
við þegar fengið að sjá
hana á skerminum. Það
var i síðasta Vöku—þætti,
en hún sá þá um kynningu
á efni þáttarins.
Magdalena mun væntanlega
sjá um Vöku til vorsins. Hún
kvaðst eiginlega hai'a verið at-
vinnulaus þar til ákveðið var að
hún tæki við umsjón þáttarins,
en Magdalena hefur lengi verið
búsett erlendis, og lauk þar
námi.
1 þættinum i kvöld sjáum við
i Vöku i kvöld sjáum við úr leikritinu Náttbói.
atriði úr leikriti Maxims Gorki.
„Náttból”, sem bjóðleikhúsið
sýnir um þessar mundir. Þá
sjáum við einnig atriði úr leik-
ritinu „Hjá Mjólkurskógi”.
Eric Wilson, vestur—islenski
cellóleikarinn, kemur i heim-
sókn i sjónvarpssal ásamt móð-
ur sinni. Þau munu leika sam-
an, en móðir Erics leikur á
pianó.
Þá verður rætti við þrjá
menn, sem tóku þátt i sam-
keppninni um leiktæki og leik-
velli, sem efnt var til, og mun-
um við fá að sjá hugmyndir
þessara manna.
Mennirnir eru Trausti Vals-
son arkitekt, Magnús Tómasson
listamaður og Pétur
Lúthersson innanhúsarkitekt.
Vaka hefst klukkan 20.40 og
stendur til klukkan tuttugu min-
útur yfir niu. —EA
* %
MIÐVIKUDAGUR
31. mars
18.00 Björninn Jógi. Banda-
risk teiknimyndasyrpa.
Þýðandi Jón Skaptason.
18.25 Robinson-fjöiskyldan.
Breskur myndaflokkur
býggður á sögu eftir Johann
Wyss. 8. þáttur. Hafvilla.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
18.45 Ante. Norskur mynda-
flokkur i sex þáttum um
sama-drenginn Ante. 3.
þáttur. f hriðinni. Þýðandi
Jóhanna Jóhannsdóttir.
Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Vaka.Dagskrá um bók-
menntir og listir á liðandi
stund. Umsjónarmaður
Magdalena Schram. Stjórn
upptöku Andrés Indriðason.
21.20 Bilaleigan. Þýskur
myndaflokkur. Þýðandi
Briet Héðinsdóttir.
21.45 Navahó indiánar. Bresk
heimildamynd um indiána i
Arizona-fylki i Bandarikj-
unum. Þeir eiga sér gamla
og gróna menningu, sem
eflir samheldni þeirra og
þjóðarvitund. En þessi
menning á i vök að verjast í
þjóðfélagi nútimans, þar
sem hvitir menn sýna indi-
ánum sjaldnast skilning eða
virðingu. Þýðandi og þulur
Jón Skaptason.
22.30 Dagskrárlok.
Miðvikudagur
31. marz
7.00 Morgunútvarp
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Þess
bera menn sár” el'tir
Guðrúnu Lárusdóttur Olga
Sigurðardóttir les. (5)
15.00 Miðdegistónleikar:
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
■ (16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn.
17.10 Útvarpssaga barnanna:
Spjall um lndiána Bryndis
Viglundsdóttir heldur
áfram frásögn sinni (12).
17.30 Framburðarkennsla i
dönsku og frönsku
17.50 Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
* kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 VinnumálÞáttur um lög
og rétt á vinnumarkaði.
20.00 Kvöldvakaa. Einsöngur
Hreinn Pálsson syngur
Islensk lög. Franz Mixa
leikur á piano. b. „Við skul-
um róa duggu úr duggu”
Eiríkur Eiriksson frá
Dagverðargerði flytur frá-
söguþátt, fyrri hluta. c
Sagan endurtekur sig i
gamni og alvöru. Gunnar
Valdimarsson les kvæði eft-
ir Oddnýju Guðmundsdótt-
ur. d. Margt má böl bæta
Sigurður Guttormsson flyt-
ur frásögu e Kvæðalög
Þorbjörn Kristinsson
kveður úr rimum Sigurðar
Breiðfjörð og Arnar Arnars-
sonar, svo og lausavisur. f.
Eina viku i álfheimumTorfi
Þorsteinsson bóndi á Haga i
Hornafirði segir frá. g.
Kórsöngur Kammerkórinn
syngur. Rut L. Magnússon
stjórnar.
21.30 Útvarpssagan: „Siðasta
freistingin" eftir \ikos
Kazantzakis
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir Lestur
Passiusálma (37)
22.25 Kvöldsagan: „Sá svarti
sen u þj óf u r ":
22.45 Djassþáttur Jóns Múla
Árnasonar.
23.30 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Afhending Óskarsverð-
launanna líklega ekki
sýnd í sjónvarpinu hér
Liklega munu islenskir
sjónvarpsáhorfendur ekki fá að
sjá afhendingu Óskarsverðlaun-
anna á skerminum. Afhendingin
fór fram i fyrrakvöld og var þá
sjónvarpað beint. Við höfum
hins vegar fengið að sjá af-
hendinguna öllu siðar hér á
landi.
Að sögn Jóns Þórarinssonar
yfirmanns Lista- og skemmti-
deildar sjónvarpsins, er mjög
dýrt að fá eintak til sýningar.
Þess er krafist að keypt sé
eintak, sem aldrei er annars
gert.
Þegar eintakið svo loks kem-
ur hingað til lands, er efnið ekki
lengur fréttnæmt. Þá hefur þeg-
ar verið sagt frá öllum þeim
sem hlutu verðlaun og fyrir
hvað, og þvi ekki lengur neitt
nýtt á boðstólum.
Jón kvaðst þvi mjög efins um
að verðlaunaafhendingin yrði
sýnd i islenska sjónvarpinu i
þetta skipti.
— EA.
/63/
Hann hefur verið hálf niðurdreginn i allan dag. Hann
gefur frá sér einkennilega lykt og furöulegustu hljóð.
Langar ykkur ekki að koma ein-
hverju á framfæri i sambandi við
dagskrá útvarps og sjónvarps?
Þurfift þift ekki aft hrósa einhverju
eða þá aft nöldra út af öftru?
Vift erum tilbúin til þess aft taka
vift þvi sem mönnuin liggur á
hjarta ogkoma þvi á framfæri hér
á siðunni. Þaö eina sem gera þarf.
er aft taka upp tólift og hringia i
StíBll. Vift hvetjum ykkur til þess
aft drifa i þvi sem fvrst:
Útvarp, kl. 19.35:
Hvað er ó dagskró í „Vinnumálum?"
Þátturinn „Vinnumál"
er á dagskrá útvarpsins í
kvöld.
Fyrst verður fjallaft um kaup-
tryggingasamning starfsfólks i
fiskvinnslu, sem varð tilefni
verkfalls kvennanna á Akra-
nesi, sem mikið var skrifað um.
Fjallað verður meðal annars
um efni þessa samnings og
fleira varðandi hann.
1 þessu sambandi verður rætt
við Þóri Danielsson hjá Verka-
mannasambandinu. Væntan-
lega verður eitthvað farið inn i
verkfallsrétt og framkvæmd
verkfalla i þessum þætti lika.
Þvi næst er orlofsrétturinn á
dagskrá. Rifjaðar verða upp
helstu reglur i þessu sambandi
og fjallað um viðvörun Verka-
mannasambandsins, en frá
henni hefur verið sagt i blöðum.
Rætt verður við Guðmund J.
Guðmundsson um þessi mál.
Þá verður einnig fjallað um
núgildandi innheimtuaðferðir
og hvort til stendur að breyta
þeim.
Loks vcrður Vinnumálasam-
bandið kynnt og starfsemi þess.
Umsjónarmenn þáttarins eru
að venju þeir Arnmundur Back-
mann og Gunnar Eydal lögfræð-
ingur. Þátturinn hefst klukkan
rúmlega hálf átta i kvöld.
— EA.