Vísir - 31.03.1976, Blaðsíða 14

Vísir - 31.03.1976, Blaðsíða 14
Sérfrœðmgarnir Viggó A. Oddson skrifar frá Jóhannesarborg: Menning, menntun, sérfræð- ingar og annað þessháttar, eru orð sem almenningur um allan heim litur á með nokkurri tor- tryggni, Island er ekkert eins- dæmi i þeim efnum. Furðu oft eru þær persónur sem tengdar eru við þessi nöfn i kast- ljósi fjölmiðlanna og ósjálfrátt verður sérfræðingurinn að eins- konar skammaryrði. Almenning- ur er að velta þvi fyrir sér hvort verið sé að hæðast að honum þeg- ar sumir sérfræðingar, einkum i listum, taka sig til. Nægir að nefna þegar hrúga af múrsteinum átti að vera með afbrigðum frum- legt listaverk á einni sýningunni. Hafragrauturinn. Aðrir fræðingar sem gert hafa stétt sina fræga er fegrunarfræð- ingurinn sem ráðlagði kvenfólki að nudda framani sig matarleif- unum, hafragraut og fiskur- gangi-------. Núna eru i sifellu að koma fram á sjónarsviðið nýjar og nýjar tegundir af fræðingum, með flóknu fagmáli til að nýyrða- nefnd verði ekki atvinnu- laus.Einkum er þetta áberandi i mörgum tæknigreinum, enginn kemst yfir að læra neitt til hlitar, þvi þá er hann orðinn á eftir þróuninni og úreltur, beztu tækni- menn verða þvi oft að einbeita sér að hluta af einni tækni og láta aðra um afganginn. Þess \egna er svo mikið af sérfræðingum. Hestar og listamenn. Á minum yngri árum, hafði ég það fyrir reglu að vera i a.m.k. lapparlengd frá hestum og listamönnum sem ég ekki þekkti, þvi aldrei var að vita nema hesturinn væri slægur eða hvort listamaðurinn væri með réttu ráði. I raun og veru er við- horf fjöldans, um viða veröld, mótað af svipaðri varnartilhneig- ingu gegn þvi ókunna og vara- sama. Við erum svo vön að sjá trésmiði og vörubilstjóra við vinnu sina, að við gleymum þvi aö þeir eru lika sérfræðingar á sinu sviði. Sennilega hefur engin stétt sérfræðinga orðið eins fyrir barð- inu á ótuktalegri kimnigáfu fjöld- ans og verkfræðingarnir á Islandi. Fólk virðist njóta þess ef þeim verður eitthvað á. Uppskafningar. Er menning uppskafningshátt- ur? A Búamáli er menning skrif- uð:beskawing. Má hver þýða hugsunarháttinn bakvið orðið eft- ir vild. Sennilega svipað og þegar talið var á fslandi forðum, að bókvitið yrði ekki látið i askana. Þá var meira virði að reka rollur og slá túnið. Búarnir þurftu engan verkfræðing til að segja sér að vatnið rynni niður hallann, að vera að leggja á sig meiri mennt- un en að geta stautað sig fram- urBibliunni og bænabókum gat þvi vel flokkast undir uppskafn- ingshátt. Nú er öldin önnur, nú þurfa helzt allir að vera sérfræð- ingar, til að vera menn með mönnum og halda þjóðarskútunni sjófærri. Þær þjóðir sem vanrækt hafa sina tæknimenntun eru ífokkaðar undir vanþróuð lönd. Þá þarf að fá lánaða erlenda sér- fræðinga til að bæta afkomu fjöld- ans”. Reykvíkingar, ökumenn allra tíma Sveitamaður skrifar: „Reykvikingar hafa undar- legt ofnæmi fyrir fólki af lands- byggðinni. Finnist einhverjum þetta ekki rétta orðið yfir fyrir- bærið þá hljótum við að geta sæst á þaö, að Reykvikingum finnist þeir drjúgum mikilvæg- ari persónur heldur en við ræflarnir. Þeir eru lika mörgum klössum betri ökumenn heldur en við eða það sýnir að minnsta kosti framkoma þeirra i um- ferðinni. Hvaða utanbæjarmað- ur, sem ekið hefur um Reykja- vik kannastekkivið .þaðaðþaö sé svinað á hann, flautað á hann i tima og ótima, aðallega ótima. Ég man t.d. varla eftir þvi, þeg- ar ég hef beðið á rauðu ljósi, að ekki hafi byrjað flautukonsert fyrir aftan mig um leið og gula ljósið kviknar. Þetta kann að vera þörf áminning að setja sig nú i viðbragðsstöðu fyrir græna ljósið. En gengur þetta jafnt yfir alla. Nei, ekki aldeilis. Þegar ég hef verið á bil með Reykja- vikurnúmeri hef ég verið látinn i friði. Undarlegt það. Ég ætti kannski ekki að draga ykkur lengur á þvi að hún er tekin að rjúka af mér fjósalykt- in og blandast all mikiö kaup- staðarlykt, þvi ég hef búiö hér að staðaldri i Reykjavik i yfir 10 ár. Samt er ég sami gamli sveitavargurinn þegar svo ber undirog mönnum þykir tilhlýða að minna mig á uppruna minn. Ég hef átt bil allan þennan tima, sem ég hef átt hér heima og ekið óáreittur um göturnar eftir að ég fékk á bilinn R-númer. Svo komþað fyrir um daginn, að ég var með bil fyrir kunningja minn úti á landi. Atti ég að selja hann hvað ég og gerði. En viti menn, allt i einu kunni ég ekkert að aka lengur. Menn flautuðu á mig og svinuðu á mig eins og á bernskudögum minum sem borgarbarn. Furöulegt, eða hvað? Meira að segja Kópavogsbúar eru með sama gorgeirinn i þess- um efnum og Reykvikingar. Ég man nú ekki betur en þeir hafi verið sömu börnin og aörir sveitamenn i augum Reykvik- inga og ég var þegar ég kom hingað fyrst. Hafnfirðinga tala ég ekki um. Þeir eiga enn um sárt að binda i umferðinni hér. A þá er litið ennþá sem algjöra barbara i umferðinni. Mót- mæli svo hver sem vill. Veturinn i vetur hefur verið fremur leiðinlegur og snjóþung- ur að minnsta kosti á reykvisk- an mælikvarða. Hefur þetta komiö greinilega niður á um- ferðinni. Enda er það stað- reynd, sem ekki verður fram hjá sér skotið, að þorri Reykvik- inga kann ekki að aka bfl i meiri snjó en skóvarpaföli og þarf ekki til. Það er bókstaflega hlægilegt að fylgjast með þeim og nánast brjóstumkennanlegt. Ég tek það þó fram aftur að þetta á ekki við þá alla greyin, sem betur fer. En þeir eru búnir aö vera sjálfum sér og öðrum til mikils angurs og armæðu i vet- ur. Þetta er vandamál, sem ég þekki varla utan af landi, þótt undantekningin sanni þar regl- una eins og annars staðar”. Úr kveri Jóns Jacobssonar, sem gefið var út órið 1920 vera, viljugu III hver b )#l wl Hreinn og fagur litarháttur er ekki öll- um gefinn, en skylt er þeim, sem hann hafa fengið að gjöf, að reyna að halda honum við. Margir eru ljótir á hörund, rauðir, blakk- ir, gulir eða gráir i framan, með nabba i andliti o.s.frv. Það er oft vöggugjöf og þeim til sorgar og mæðu sem fyrir verða, einkum konum, enda leitast þær oft við að ráða bót á þvi með tállitum og dufti (Sminke, Pudder). En það er að eins til að gera vo'nt verra, fara úr öskunni i eldinn. Ljótur (og óhraustleg- ur) litarháttur stafar oft af einhverri veilu inni fyrir, t.d. meltingarörðugleikum, sem oft geta lagast með breyttu viðurværi o.fl., og þvi gefst oft vel að leita læknis i þeim efnum. Stoði það ekki, þá er ekki annað til en að hlýða reglunni, er segir: „Það, sem verð- ur að vera, viljugur skal hver bera.” Litir og duft gera ekki nema ógagn eitt, þau sýkja hörundið enn meira , með þvi að þau loka svitaholum þess og gera þannig sjúkt og ljótt hörundið enn sjúkara og ljótara. Auk þess er það hin mesta fásinna af konum, að þessi brögð geri þær ásjálegri og eigulegri, þvi að „upp komast svik um siðir.” Karl- mennirnir komast fljótt á snoðir um, að þessar litfögru drósir eru málaðar manneskjur, og skortir þá sjaldan hlátur og hnýfilyrði í þeirra garð. Framan af 19. öld var þessi ósiður nær ókunnur hér á landi, en erlendis þvi tiðari, en er nú, sem betur fer, að leggjast þar niður, nema i leikhúsum, með þvi að þar ber nauðsyn til að breyta útliti manna á ýmsan hátt eftir hlutverki þeirra á leiksviðinu. Hér á landi virðist hann aftur á móti vera að færast i vöxt og er það illa far- ið, þvi að tállitir skemma hörundið, svo að árangurinn verður öfugur við tilganginn. 21. Hvernig skal andlit hirða?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.