Vísir - 31.03.1976, Blaðsíða 24
Vilja gera Norðlingafljót
laxgengt með því að veita
því framhjá Barnafossum
VÍSIR
MiOvikudagur 31. mars 1976.
Morgunstund
gefur gull
í mund...(?)
Tveir gamlir kunningjar
lögreglunnar voru teknir
snemrna i morgun, þar sem
þeir voru komnir inn i bensin-
sölu BP i Álfheimum. Ætluðu
þeir séraöhirða einhver verð-
mæti en enduðu i húsakynnum
lögreglunnar.
Það var um klukkan 6 i
morgun sem komið var að
þeim. Höfðu þeir þá sennilega
tekið skiptimynt og i fórum
þeirra fannst kassettutæki
sem gæti verið frá bensinsöl-
unni.
— EA.
— Um það hefur
verið rætt hér i sveit-
inni að veita Norð-
lingafljóti framhjá
Barnafossum og gera
það þar með laxgengt,
sagði Kalman Stefáns-
son i Kalmanstungu á
Hvitársiðu i Borgar-
firði, i simtali við Visi i
morgun.
— Vilja menn þennan veg
heldur en að byggja laxastiga i
Barnafossa. Hvort tveggja er,
að vatnið er það kalt i fossunum,
um f jórar gráður, að ekki er vist
að laxinn gangi i svo kalt vatn,
og eins hitt, að menn vilja að
fossarnir haldi sinni náttúru-
legu mynd.
— Um Barnafossa rynnueftir
sem áður Hvitá, Geitá, Kaldá og
Svartá, sem allar eru kaldar.
Norðlingafljót er eina áin, sem
ekki er köld og rennur úr vötn-
unum á Arnarvatnsheiði. Þess-
ari einu kvisl vilja menn hleypa
framhjá.
— Það er veiðifélagið hér,
sem að þessum framkvæmdum
mundi standa. Höfum við farið
fram á að fá mann frá náttúru-
verndarráði til að lita á aðstæð-
ur. Jafnframt var það ætlun
okkar að fá Sigurð Þórarinsson
til að lita á staðinn, en hann
hefur verið fastur við gosið fyrir
norðan við Leirhnúk.
— Strax þegar snjóa leysir
hugsun við okkur til hreyfings
og látum þá gera á þessu verk-
fræðilega úttekt. — VS
ÆTLAÐI AÐ GEFA
HERNUM ÞÁ ALLA!
Norglobal
fór í nótt
Sú loðnuverksmiðja sem tök á
möti mestum afla á ioðnuvertið-
inni er nú hætt að bræða. Það -er
bræðsiuskipið Norglobal sem hér
vará leigu, oghéltutan til Noregs
i nótt.
Jón Ingvarsson hjá isbirninum
sagði við Vísi i morgun að
Norglobal hefði tekið á móti 60
þúsund og 200 tonnum á þessari
vertiö. Það er urn 20% af þeim
loðnuafla scm veiöst hefur á þess-
ari vertíð. — EKG.
Þeir voru ódýrir skórnir sem
mönnum var boðið upp á i
Austurstræti i gærdag 100-500
krónur parið.
En sá sem seldi skóna hafði
ekki fengið leyfi fyrir söiunni á
þessum stað. Verðir laganna
komu þvi til hans og spjöliuðu
við hann. Skósalinn ákvað þá
bara að fara með skóna tii
Hjálpræðishersins og gefa þá.
Skórnir voru frá skósmíða-
verkstæði. Þar sem þeir höfðu
ekki verið sóttir i iangan tfma,
var ákveöið að selja þá svona
fyrir smá-pening, rétt upp I við-
gerðarkostnaðinn.
— EA/Ljósm : ÓT
Verð á bensini hækkar
frá og með deginum i
dag um 6 krónur litrinn.
Krofla fellur illa inn í raf-
orkukerfið á Norðurlandi
— segir Jónas Elíasson prófessor
A Norðurlandi er mikill
afiskortur en litill orkuskortur.
Það gerir það að verkum að aflið
nýtist mjög hratt.
Samkvæmt nýjustu orkuspám á
orkuforöinn á hinu samtengda
kerfi Norður- og Suðurlands eftir
að Krafla kemur inn i myndina að
duga til ársins 1986. Aflið á hins
vegar að duga mun skemur, eða
tii ársins 1981 eða 1982.
Þetta kom fram i samtali sem
Visir átti við Jónas Eiiasson
prófessor i morgun.
,,Ég hef talið að ekki ætti að
reisa Kröflu svona stóra” sagði
Jónas. ,,Ég tel að hún sé rangt
timasett og það hefði átt að reisa
hana i áföngum.
Auk þess féll Krafla illa inn i
raforkukerfið á Norðurlandi. Raf
magnsþörfin er fyrst og fremst
fyrir afl, en ekki fyrir mikla orku.
Kröfluvirkjun hefur mikla orku-
vinnslugetu, en tiltölulega litið afl
i samanburði við orkuvinnsluget-
una.
Það verður ekki hægt að nýta
Kostar nú hver litri 66
krónur, eða 10% meira
en i gær.
Þá hefur verið heimil-
uð 26% hækkun á taxta
leigubila, Myndin var
tekin i morgun af leigu-
bilstjóra, sem er farinn
að aka samkvæmt nýja
taxtanum, Hann tekur
bensin á nýja verðinu.
— SJ/Ljósm. Loftur
orkuvinnslugetu Kröflu að fullu
án þess að hafa meira afl. Það er
að hafa fleiri megawött til þess að
*nota meðan álag er mest.
Jónas var spurður hvort tækni-
legir örðugleikar væru á þvi að
ljúka Kröfluvirkjun.
„Það eru tæknilegir örðugleik-
ar á að ljúka henni á tilsettum
tima. Það er fyrirsjáanlegt að
henni verður ekki lokið i ár.
Framkvæmdaaætlunin sem
slik er ágæt. En framkvæmdum
er flýtt óþarflega mikið. — EKG.
Akureyrarhitaveita ó
að ganga fyrir Kröflu
Ef borinn fer frestast framkvœmdirnar um
ór segir Bjarni Einarsson bœjarstjóri
„Ég vil ekki lýsa neinni
skoðun á Kröfluvirkjun,
en ég tel það meira atriði
að fá skorið úr hitaveitu-
möguleikum fyrir Akur-
eyri, þó að Kröfluvirkjun
frestaðist þá um þær sex
vikur sem við viljum
halda bornum til viðbót-
ar" sagði Bjarni Einars-
son, bæjarstjóri á Akur-
eyri, i viðtali við Vísi i
morgun.
Samkvæmt áætlunum
um Kröfluvirkjun ætti að
flytja Jötun, stærsta bor
Orkustof nunar, frá
Laugalandi að Kröflu í
næsta mánuði.
„Við leggjum mikla áherslu á
að fá að halda bornum þennan
tima, svo að unnt sé að bora
þriðju holuna sem væntanlega
skæri úr um vatnsmöguleikana.
Fáist þetta ekki óttumst við
að það þýði ársfrestun á öllum
hitaveituframkvæmdum hér.
Þrátt íyrir þær tvær holur sem
komnar eru vantar margar
hönnunarforsendur og það er
grundvallarskilyrði hjá lánveit-
endum okkar að fyrir liggi full-
vissa um vatnssvæðið.”
Borun þessara tveggja hola
hefur tekið mun skemmri tima
en ráðgert var, þar sem fyrsta
holan gaf meiri og skjótari
árangur en nokkur þorði að
vona.
,,Við förum héðan þrir i dag
til Reykjavikur, ef veður leyfir,
að ræða þessi mál við yfirmenn
orkumála, en endanlegur úr-
skurður um hvort borinn fer, er
i höndum orkuráðherra” sagði
Bjarni Einarsson. —EB