Vísir - 14.04.1976, Side 11
argus
IYIiðvikudagur 14. aprll 1976. vism
. ..
visra 'IVIiðvikudagur 14. apríl 1976.
-----------r
Umsjón: Kjartan L. Pálsson og Björn Blöndal
Komi
leötil
Þeir, sem hafa dvalið á
Ibiza eiga varla nokkur
orð til að lýsa ánægju
sinni, enda hefur Ibiza
oft verið nefnd
Paradís Miðjarðarhaf:
Nú býður
ferðaskrifstofan Ui
sannkallaða úrvalsf
til Ibiza. Eyjan er
vinaleg, falleg og
gróðursæl; — þar vaxa
barrtré og möndlutré
hlið við hlið. Ibiza er
sólarstaður
fjölskyldunnar.
Tilvalinn staður til
hvíldar og skemmtunar,
jafnt fyrir einstaklinga
sem fjölskyldur.
Fáið eintak af
Ibiza-bæklingi okkar,
og kynnið ykkur Ibiza
ferðirnar.
Pantið Mallorcaferðina strax!
Mallorcaferðir okkar
eru oft á tíðum
uppseldar langt fram í
tímann. Þess vegna er
ráðlegt að hafa
samband við Úrval hið
fyrsta, þannig að hægt
sé að velja Mallorcaferð
á þeim tíma, sem
hentar best.
Urval veitir fúslega
allar upplýsingar
Mallorca.
Tryggið ykkur ei
af nýja Mallorca
bæklingnum okkar.
FERÐASKRIFSTOFAN
OASKR/FSTOFAN fSSL*
URVAL
Eimskipafélagshúsinu simi 26900
FH með bóða bikar-
ana í Hafnarfjörð
Sigraði Val í úrslitaleik bikarkeppni HSI og eru því bœði íslands-
og bikarmeistarar karla 1976
Birgir Finnvogason átti
stjörnuleiki marki FH þegar liðiö
vann Val I gærkvöldi með 19
mörkum gegn 17 I úrslitaleik
bikarkeppni Handknattleikssam-
bands tslands. Hann varði mjög
vel allan leikinn og á siðustu
ininútum leiksins háðu Valsmenn
við hann harða keppni, sem hann
vann — varöi m.a. viti frá Þor-
birni Guðmundssyni. Þá varstað-
an orðin 19:17 og Birgir gull-
tryggði þvi sigur FH með þvi að
verja. Fyrr I leiknum hafði hann
variö tvö viti frá Jóni Karlssyni.
Valur byrjaði leikinn af miklum
krafti og gerði harða hrið að
Imarki FH. Skoruðu þeir á
skömmum tima fjögur mörk án
þess að FH-ingum tækist að svara
fyrir sig. Vissu þeir varla hvaðan
á þá stóð veðrið. Heldur tóku þeir
þó að rétta úr kútnum og taka
fastar á valsmönnum i vörninni.
Breyttu þeir stöðunni fljótlega i
5:3 fyrir Val. Valsmenn fengu víti
en Birgir varði frá Jóni Karlssyni
og FH skorar sitt fjórða mark:
Þegar staðan var 8:7 lét Jón
aftur verja hjá sér viti. Urðu þá
nokkur þáttaskil i leiknum — og
næstu þrjú mörk voru FH-inga.
Leiddu þeir siðan hálfleik 10:9.
FH-ingar komu mjög ákveðnir
til leiks i siðari hálfleik og komust
i þriggja marka forustu mjög
fljótlega. Valsmenn ná að jafna
15:15, en FH nær aftur tveggja
marka forustu.. Enn jafna vals-
menn, en FH nær aftur að komast
tvö mörk yfir. Þá var það sem
skotin fóru að dynja á Birgi, en
alltkom fyrir ekki. FH vann með
tveimur mörkum, 19:17.
Bikarmeistarar Ármanns I handknattleik kvenna ásamt þjálfara
sinum, Framaranum Arnari Guðlaugssyni, eftir sigurinn I gærkvöldi.
Ljósmynd Einar
Markvorðurinn
tók qf skarið
r
- þegar Armann varð bikarmeistari í handknatt-
leik kvenna. Sigraði Fram á vítakastskeppni
Islandsmeistarar Fram og Ar-
mann i meistaraflokki kvenna i
handknattleik háðu haröa baráttu
I úrslitaleik bikarkeppni HSt i
Laugardalshöllinni I gærkvöldi.
Það var ekki fyrr en eftir fram-
lcngingu og vitakastskeppni að úr
þvi fékkst skorið að Ármann er
bikarmeistari.
Bæði liö voru sýnilega tauga-
óstyrk og illa gekk að finna leið-
ina i markið. Leikurinn varð lika
heldur tilþrifalitill, litil ógnun i
spilinu og linuspil sama og ekk-
ert.
Þegar liðin virtust ekki geta
komiðsérsaman um hvort ætti að
sigra, tók Magnea Magnúsdóttir I
marki Armanns af skarið og
varði m jög vel tvö viti i vitakasts-
keppninni: Armann sigraði þvi
16:14. Að venjulegum leiktima
loknum stóð 11:11. 1 framleng-
ingu skoruöu liðin sitt úr hvoru
viti.
Forráöamenn Armanns hafa
sennilega ekki búist við sigri liös
sins, þvi að enginn var mættur til
að samfagna ármannsstúlkunum
eða vera við myndatökuna.
-VS.
1 liði FH voru þeir bestir Geir
og Viðar — auk Birgis, sem áður
er getið. Geir er nú aftur kominn
með töluna 10 á bakið og hvort
sem það er þvi að þakka, þá er
hann i mjög góðu formi um þess-
ar mundir. Fyrir FH skoruðu
Geir og Viðar 6, þar af Viðar úr
einu viti, Guðmundur Sveinsson
4, tvö viti, Guðmundur Arni, Gils
Stefánsson og Sæmundur Stefáns-
son eitt hver.
Jón Karlsson og Guðjón
Magnússon sýndu bestan leik
valsmanna. Einnig Þorbjörn
Guðmundsson, stór og sterkur
leikmaður. Fyrir Val skoruðu Jón
Karlsson 6, þar af fyrsta markið
úr viti, Þorbjörn Guömundsson 5,
Víkingar
6 skíðum
Skiðadeild Vlkings gengst fyrir
innanfélagsmóti við skiðaskála
félagsins dagana 15. til 19. april.
Keppt verður I svigi og stórsvigi i
öllum aldursflokkum.
Innritun og upplýsingar verða
veittar i simum 23269 og 82409
fyrir miðvikudagskvöld eða i
skiðaskála félagsins. Þeir , sem
hafa áhuga á að dvelja um
páskan i skiöaskála félagsins,
tilkynni sig i áðurnefnd sima-
númer.
eitt viti, Guðjón Magnússon 3,
Steindór Gunnarsson, Gunnsteinn
Skúlason og Agúst ögmundsson
eitt hver.
Leikinn dæmdu þeir Karl Jó-
hannsson og Hannes Þ. Sigurðs-
son og gerðu það vel að vanda
þótt ekki væru allir sammála
sumum dómum þeirra. — VS
Leikmenn FH voru ánægðir
eftir sigurinn yfir Val i úrslita-
leik bikarkeppninnar i hand-
knattleik karla. Hér faðmar
Birgir Finnbogason
markvörður „lukkutröll”
liðsins, Mugg, en hann var
manna ánægðastur i Höllinni i
gærkvöldi.
Ljósmynd Einar
AKUREYRINGAR
EINRÁÐIR Á UL-MÓTINU
Fengu sex íslandsmeistara af sjö ó unglingameistara mótinu í lyftingum
Akureyringar voru svo gott
sem einráöir á unglingameistara-
mótinu ilyftingum.sem háðvar á
Akureyri um helgina. Var varla
við öðru að búast þvi að þeir áttu
nær alla keppendur sem tóku þátt
i mótinu.
I keppnina voru skráðir tólf
utanbæjarmenn, en þegar til kom
sýndi aðeins einn þeirra Akur-
eyringunum — og mótinu — þá
virðingu að mæta. Hinir ellefu
létu ekki sjá sig. Þessi eini var
Birgir Borgþórsson KR, og
hreppti hann einn af sjö Islands-
meistaratitlunum sem keppt var
um — hinir sex fóru til heima-
manna.
Sigurvegarar i einstaka
þyngdarflokkum á mótinu uröu
þessir, piltar
Fluguvigt: Magnús Loftsson IBA,
snaraði 42,5 kg og jafnhattaði 60
kg — Samtals 102,5 kg.
Dvergvigt: Gunnar Torfason
IBA, snaraöi 47,5 kg og jafnhatt-
aði 67,5 kg — samtals 115 kg.
Magnea Magnúsdóttir mark-
vörður hjá Ármanni var hetja
dagsins þegar Armann vann
góðan sigur á Fram i úrslitaleik
bikarkeppninnar i handknatt-
leik. Hún varði glæsilega tvö viti
I vitakastskeppninni, sem háð
var eftir framlengdan leik i
gærkvöldi. Þetta kunnu þær vel
að meta stöllur hennar i Ár-
manni og „tolleruðu” hana að
leik loknum. Reyndar voru allar
Armannsstúlkurnar uppi i
skýjunum eftir sigurinn og eru
tæplega komnar niður ennþá.
VS/Ljósmynd Einar.
Fjaröurvigt: Heimir Magnússon
ÍBA, snaraði 47,5 kg og jafnhatt-
aði 67,5 kg — samtals 115 kg.
Léttvigt: Birgir Borgþórsson KR,
snaraði 55 kg og jafnhattaði 90 kg
— samtals 145 kg.
Millivigt: Freyr Aðalsteinsson
IBA, snaraði 80 kg og jafnhattaði
105 kg — samtals 185 kg.
Léttþungavigt: Kristján Falsson
IBA, snaraði 92,5 kg og jafnhatt-
aði 112,5 kg — samtals 205 kg.
Milliþungavigt: Jakob Bjarnason
IBA, snaraði 72,5 kg og jafnhatt-
aði 90 kg — samtals 162,5 kg.
Ekki var keppt i þungavigt eða
yfirþungavigt á mótinu.
— klp
Júdósambandið sendir
júdókappanum tóninn!
Vegna ummæla
Gunnars Guðmunds-
sonar á iþróttasiðu Visis
i gær, vill stjórn Júdó-
sambands íslands taka
fram eftirfarandi:
1. Val islenska landsliðsins og
skipan landsliðsmanna i keppni
er að sjálfsögðu i höndum
landsliðsþjálfarans. Þetta veit
Gunnar Guðmundsson eins og
aðrir júdómenn, og dylgjur
hans um annað eru bein
móðgun við landsliðs-
þjálfarann sem hefur unniö
starf sitt af stakri prýði. Stjórn
JSl gripur ekki fram fyrir
hendurnar á þeim manni sem
hún hefur falið landsliðsþjálfun
né heldur neinir aðrir ábyrgir
aðilar innan júdóhreyfingar-
innar. Stjórn JSI ber .fyllsta
traust til landsliösþjálfarans og
ákvarðana hans um tilhögun
keppninnar á Norðurlanda-
mótinu.
2. Fyrirkomulag á NM er þannig
að tveir menn frá hverju landi
mega keppa i hverjum
þyngdarflokki. Keppendur
íslands I léttmillivigt voru
skráðir þeir Halldór
Guöbjörnsson og Gunnar
Guömundsson. Gunnar hafði
þarna nákvæmlegá sömu
möguleika og Halldór. Þetta
vildi Gunnar hins vegar ekki
láta sér nægja og krafðist þess
meö mótmælum sinum að fá aö
keppa i sveitakeppni lika og
keppa alls ekki að öðrum kosti.
j. Gunnar hefur búið sér þá reglu
sjáifur að landsliðsþjálfari sé i
ákvöröunum sinum um
Norðurlandamótið bundinn af
úrslitum i Islandsmótinu einu
saman. Þetta er einkaskoðun
Gunnars og I engu samræmi við
skynsamlegar ályktanir.
Margt fleira þarf að taka með i
reikninginn, m.a. frammistöðu
á öðrum mótuni, kunnáttu,
reynslu og öryggi. Annars
virðist Gunnar ekki muna rétt
vel úrslitin á Islandsmótinu.
Hann hamrar á þvi að Ömar
Sigurðsson hafi unnið Halldór
Guðbjörnsson i léttmillivigt 20.
mars, en sannleikurinn er sá að
Ómar tapaði siðan fyrir
Halldóri á islandsmótinu i opn-
um flokki 27. mars. Þá varö
Halldór þriöji, en bæði Gunnar
og ómar féllu úr forkeppninni.
Hvorici Gunnar né Ómar tóku
svo þátt I Tropicana-keppninni
5. aprll.
4 Við hörmum að Gunnar
Guðmundsson skuli gera svo
litið úr sjálfum sér að auglýsa
andúð sina á öðrum keppanda
sem meginástæöu þess að hann
neitar að keppa á NM. Slik
framkoma er ódrengileg og
engum iþróttamanni sæmandi.
Ef Gunnar Guömundsson hugs-
aði rökrétt, ættihann að vita að
hvorki honum né Ómari
Sigurössyni nægir aö sigra
Halldór Guðbjörnsson einu
sinni til að sanna að þeir séu
betri en hann sem oft hefur
unnið þá báða. Auk þess ber á
það að lita að Halldór hefur
miklu meiri reynslu á stórmót-
um og hefur staöið sig miklu
betur i keppni við erlenda júdó-
menn en þeir félagar. Ef
Gunnar Guömundsson vill vera
málefnalegur eins og hann
lætur i veðri vaka, þá hlýtur
hann að gera sér þetta ljóst.
5.Fullyröing Gunnars
Guðmundssonar um að hann
nafi neitað aö taka við Islands-
meistarabikamum er aö okkar
mati enn alvarlegri en það sem
hér hefur verið rætt um.
Gunnar tók formlega við
bikarnum meö þökkum hinn 20.
mars s.l. eins og vera bar, svo
aö það er of seint að neita aö
taka við honum núna. Eftir
landsliðsæfingu s.l. laugardag
var Gunnar að ota bikarnum að
stjórnarmönnum JSl meö
orðunum: „Hana, það er best
að þiö takiö viö þessu, þiö getiö
látið Halldór hafa þetta”. Aö
sjálfsögöu sinnti þvi enginn, en
ekki er ástæða að þegja yfir
þessu núna þegar Gunnar hefur
opinberlega óvirt bikarinn sem
er hluti af íslandsmótinu. Bæði
þessi framkoma hans og eins
orö hans um að verið sé að
dæma af honum tslands-
meistaratitilinn eru alvarlegri
en svo að hann geti losnaö
undan ábyrgð. A það skal lögö
áhersla að þetta mál er
allsendis óskylt neitun hans um
að keppa á NM.
Þaö skal tekiö fram að JSt á
ekki i neinni deilu við Gunnar
Guðmundsson. En vegna þess aö
hann hefur hlaupið i blööin með
viökvæm einkamál sin, teljum viö
nauðsynlegt aö skýra frá stað-
reyndum i málinu. Stjórn JSt
hafði vonað aö Gunnar sæi aö
hann hafði rasað um ráð fram og
vildi gefa honum tækifæri til aö
sjá að sér. Hann kaus hins vegar
að gera þetta að blaöamáli. Það
hljótum við að harma, þótt enginn
herbrestur veröi við brotthlaup
þeirra félaga úr landsliöinu.
Stjóm JSI
11
Útlitjð svart
hjá Úlfunum
Útlitið dökknaði enn frekar hjá Wolves eft-
ir tap gegn Arsenal I 1. deildinni ensku i gær-
kvöldi. Þeir eru nú i þriðja sæti að neðan,
næst á eftir Birmingham, sem lagaði stöðu
sina og skipti um sæti við Wolves með góðum
sigri yfir Ipswich 3:0.
Staðan i leik W’olves og Arsenal var 1:1
þegar Terry Mancini, varnarmaður hjá
Arsenal, skallaði i netið hjá Wolves. 2:1. urðu
úrslit lciksins. Var þetta fyrsta mark Man-
cinis fyrir Arsenal yfir tvö keppnistimabil.
Úrslit leikja i ensku deildakeppninni urðu
annars þessi::
I. deild.
Arsenal — Wolves 2:1
Birmingham City — Ipswich 3:0
Coventry City — AstonVilla 1:1
Íþróttahótíð
ó Akranesi!
íþróttabandalag Akraness er 30 ára um
þessar mundir. Af þvi tilefni gengst Í.A. fyrir
miklu iþróttamóti um páskana. Mótið hefst á
miðvikudagskvöld i Bjarnarlaug. Þar fer
fram frjálsiþróttamót innanhúss með þátt-
töku iþróttafólks úr U.M.S.K. og Í.A. og
bikarmeistara Í.B.K.
Á laugardag verður opið golfmót á
golfvellinum, en á iþróttavellinum fer fram
bæjarkeppni i knattspyrnu i öllum yngri
flokkum milli Akraness og Kópavogs.
A sunnudag verður leikið til úrslita i
badmintonmeistaramóti Akraness og hrað-
mót vcrður i körfuknattleik. Meðal þátttak-
enda þar verða islandsmeistarar Ármanns.
A mánudag verður borðtennismót
Akraness og hraðmót i blaki. i því taka þátt
nokkur af bestu liðum landsins. Einnig
verður hraðmót i handknattleik og þar eru
meðal þátttakenda lið F.H., Vals og Vikings.
Þá fara fram mótslit, en fyrirhugað er að
afmælishóf verðir sunnudaginn 24. aprfl.
•
Risinn komst
ekki í úrslit
Úrslitakeppnin í mestu körfuknattleiks-
keppni heims, keppni bandarisku atvinnu-
mannanna, hófst i gærkvöldi. t úrslitakeppn-
inni taka þátt tiu lið — fimm af austurströnd-
inni og fimm af vesturströndinni, og leika
þau i tveim riðlum.
Liðin sem komust i úrslit af austurströnd-
inni voru Boston Celtic, Washington Bullets,
Clevcland Buffalo og Philadelphia. Að vestan
komust I úrslit Milwaukce, Deatroti, Phoe-
nix, Seattle og Golden Stade, sem sigraði I
þcssari keppni i fyrra.
Boston Celtic og Golden Stade sitja vfir í
fyrstu umferð, en koma inn þegar þrjú lið eru
eftir. Úrslit i leikjunum i gærkvöldi urðu
þessi: Washington sigraði Cleveland 100:95,
Milwaukee sigraði Detroit 110:107 og Seattle
sigraði Phoenix 102:99.
i sambandi við atvinnumannakeppnina i
vetur vekur mikla athygli, að Los Angeles
Lakers, með risann Kareem Abdul-Jabbar,
sem áður hét Lou Alcindor, er talinn besti og
dýrasti kröfuknattleiksmaöur i heimi — met-
inn á um 800 milljónir islenskra króna —
komst ekki i úrslitakeppnina. — klp —
•
Cruyff ófram
fyrir 63 milliónir
„Ég er ánægður með aö veröa hér áfram
og feginn að vandamál okkar hafa verið sett
niöur” sagði Johan Cruyff, hollenski knatt-
spyrnusnillingurinn, sem hefur nú skrifað
undir viðbótarsamning til eins árs við
spánska liðiö Barcelona. Að þessum orðum
sögðum þaut hann upp i flugvélina, sem flutti
spánska liðið til Englands, þar sem þeir
mæta Liverpool i kvöld i siðari leik liðanna i
undanúrslitum EUFA-keppninnar i knatt-
spyrnu. En i kvöld fæst úr þvi skorið hvaða
lið komast i úrslit i Evrópumótunum þremur.
Viö undirskrift samningsins fær Cruyff
„litlar” 63 milljónir króna, sem er aöeins
þóknun fyrir að vilja vera áfram. Kaupiö sitt
fær hann svo að auki og alls kyns bónusa og
aukagreiöslur aðrar, svo aö varla þarf hann
að herða sultarólina á næstunni. —VS