Vísir - 20.04.1976, Page 3

Vísir - 20.04.1976, Page 3
VISIR Þriöjudagur 20. april 1976. 3 I. t sV>. *. „Ég mundi ekki siglo viljandi á varðskip — segir skipherrann á bresku freigátunni Gurkha á viðtali við blaðamann Vísis á miðunum Frá Óla Tynes, blaðamanni Vis- is, um borð i bresku freigátunni Gurkha: Skipherrann á Gurkha Tim Lee, er vel kunn- ugur á islandsmiðum. Hann er einnig ágæt- lega að sér i íslands- sögu. Þetta er önnur ferð Gurkha hingað til lands til verndarstarfa. Auk þess var skipherr- ann á ferð hér fyrir tiu árum. Það varþói mun friðsamlegri tilgangi. Þá var hann á ferð ásamt öðr- um i 44 feta langri seglskútu, Griffin. Þetta'ferðalag sitt köll- uðu þeir VinlandSsiglinguna, og tilgangurinn var að þræða sigl- ingaleið Leifs Eirikssonar til Bandarikjanna. Það var Vin- langskortið fræga sem leiddi til þess að þeir hrundu skútu sinni frá landi, og sigldu til norð- austurstrandar Bandarikjanna, með viðkomu i Færeyjum, á fs- landi og Grænlandi. Hitti þekkta islendinga Tim Lee minnist með ánægju viðræðna sem þeir áttu við fjöl- marga Islendinga, þegar þeir höfðu viðkomu i Reykjavik. Þeir hittu Elinu Pálmadóttur blaðamann á Morgunblaðinu, og fóru i flugferð yfir Breiða- fjörð með Þórhalli Vilmundar syni prófessor og Bárði Daniels- syni verkfræðingi, til að skoða söguslóðir. Fjölmargir gestir litu við hjá þeim til að ræða málin, þegar tilgangur ferðarinnar var kunn- ur, og Brian Holt ræðismaður og Holford MacLeod sendiherra komu til að drekka te úr plast- brúsum. Siðan hefur skipherr- ann lesið þær bækur sem hann hefur komistyfir á ensku um Is- landssögu, og er nú nýbúinn að næla sér i Laxdælu i vönduðu bandi. Tim Lee er 39 ára gamall, og hefur verið i breska flotanum i 22 ár, eða rúmlega helming ævi sinnar. En hvað finnst honum um að vera kominn i „strið” við ísland ogeiga á hættu árekstra við skip Landhelgisgæslunnar? „Sem sjómanni likur mér þetta illa. Ég er I aðstöðu sem enginn skipherra vill lenda i. Ég er með gott skip og góða áhöfn og bæði skipið og áhöfnin eru i hættu hér á Islandsmiðum. En þótt mér sé illa við þetta, hef ég minar fyrirskipanir og hlýði þeim. 1 stuttu máli er hlutverk mitt það að sjá til þess að togararnir geti stundað löglegar veiðar sinar i friði. Ef varðskip kemur og reynir að trufla þá, á ég að hindra það, en með þvi að beita eins litlu valdi og unnt er. Með þeim skipunum sem við höfum ereina leiðin til að gera þetta nú að setja skip mitt milli varð- skipanna og togaranna. Ef varðskipið tæki fast á, þrátt fyrir það, setur það sig i árekstrarhættu.” Sigli ekki viljandi á „Hvað mundir þú beita miklu valdi til að hindra að varðskip kæmist að togurum?” „Þvi get ég ekki svarað. Kannski sérðu það einhvern næstu daga. Ég hef nákvæmar fyrirskipanir um hvernig ég á að bregðast við við mismunandi aðstæður. Ég get þó sagt þér að ég mundi ekki sigla viljandi á varðskip. 011 min þjálfun i skip stjórn hefur gengið út á að hindra árekstra. Mér þykir vænt um skip mitt, og ég legg það ekki i visvitandi hættu með þvi að sigla á. Ólfldegt að byssum verði beitt „Geturþú imyndaðþérað það ástand skapist, að þú mundir beita fallbyssum gegn varðskip- um?” „Ég get ekki sagt þér um skipanir minar i þeim efnum en mér þykir ákaflega ótrúlegt að það verði gert. Ég get ekki séð fyrirmér neinnatburð sem gæti leitt til þess að fallbyssunum yrði beitt. Ég vona sannarlega að ekki komi til þess. Ég vil þó minna þig á að einu sinni varaði ein freigátan eitt varpskipanna við þvi að hún hefði leyfi til að beita sinum fallbyssum’ ef það skyti á togara.” Ilefnd kemur ekki til greina „Hvað mundir þú gera ef varðskip slyppi framhjá þér og klippti á togvira?” „Ja, það hefur nú ekki komið fyrir ennþá, en ég yrði auðvitað fyrir vonbrigðum. Ég lenti ekki i neinum árekstrum i siðustu ferð minni, en Týr var einu sinni i um 20 metra fjarlægð frá Gurkhaþegar hann var að reyna að komast inn i togarahópinn. Það varð þó ekkert meira úr þvi. Eins og ég sagði, yrði ég fyrir vonbrigðum, en það væri ekkert við þvi að gera. Það kæmi ekki til greina að ég færi að hefna min. Ég býst við að sumir yngri mennirnir um borð væru alveg til i að hefna sin á varðskipinu, en það yrði allavega ekki gert.” Getur náð aftur togara „Nú hefur þú sérþjálfaða vik- ingasveit um borð i Gurkha Mundir þú nota hana til að taka aftur togara úr höndum Land- helgisgæslunnar?” „Þvi get ég ekki svarað beint. Við höfum vikingasveit um borð, og hún er sérþjálfuð i að fara um borð i skip. Það væri undir kringumstæðum komið hvort það yrði gert. Undir viss- um kringumstæðum gætu t.d. varðskipsmenn verið i fullum rétti til að fara um borð.Gurkha er heldur ekki með vikingasveit vegna þess að hún sé á íslands- miðum, heldur hefur þessi sveit verið um borð frá þvi að skipið var byggt.” Mikið hættuástand „Telur þú ástandið hættu- legra nú en i fyrri þorska- striðum?” „Já, mun hættulegra. Manns- lif eru i' hættu i þessum átökum. Það er satt að segja mikil heppni að enginn skuli hafa farist ennþá. Þegar/ef það ger- ist verður mikil stigbreyting á þessari deilu.” Varðskipsmenn góðir sjómenn „Hvað finnst þér um skipherrana á islensku varð- skipunum?” „Þeir eru einstaklega góðir sjómenn, oghafa unnið mikil af- rek við bjarganir. Margir þeirra bera jú bresk heiðursmerki til vitnis um það. Ég hef enga persónulega andúð á þeim. Þeir eru skipherrar á sinum skipum, og eru frá eigin sjónarmiði að gegna sinum skyldustörfum, eins og ég er að gegna minum. Mér er þvi ekkert illa við þá persónulega. Ef einhver þeirra sigldi á skip mitt, mundi það kannski breytast.” Hver siglir á hvern? „Nú ber breska varnarmála- ráðuneytinu og Landhelgisgæsl- unni ekki saman um hver eigi sök á árekstrunum. Hver er þin skoðun?” „Ég held að fyrstu árekstr arnir hafi oft orði'ð fyrir slysni, vegna misreiknings ásoginu og þrýstingnum sem er milli skip- anna, sem myndast þegar þau sigla þétt hlið við hlið. 1 öðrum tilfellum hafa það verið beinar ásiglingar. Skemmdirnará Dio- mede voru t.d. af ásettu ráði. Slikar skemmdir verða ekki fyrir slysni. I beinum ásigling- um eru það varðskipin sem eiga sökina.” Vona að þessu ljúku „Að lokum?” „Að lokum vildi ég aðeins segja þetta. Við erum hingað komnir til að vinna verk sem okkur er skipað að vinna. Við erum *|eins vel undir það búnir og við getum verið. Persónu- lega vona ég aðeins að það tak- ist að finna stjórnmálalega lausn á þessari deilu sem allra fyrst.” — ÓT/ÓH „Get ekki séð að fallbyssum verði beitt" Skemmdir af reyk í íbúð og verslun Reykur komst i ibúð og verslun á Akureyri, þegar kviknaði i öskutunnu. Skemmdir munu hafa verið órverulegar. Slökkviliðið var kallað á vett- vang og tók það stuttan tima að slökkva eldinn. Þetta skeði i húsi við Hafnarstræti 94, þar sem er verslunarhúsnæðið Hamborg. Reykurinn komst úr öskutunn- unni upp i gegnum kanal inn i ibúðina þar sem enginn var. Eigandi bókabúðar i húsinu kom af tilviljun á staðinn og varð var við reykjarlyktina. —E1 Sœkja í Golfskálann Brotist var inn i golfskálann á Seltjarnarnesi á laugardaginn. Er ekki vitað fyrir vist hvort eitthvað var tekið, en rótað var til. Þetta er ekki i fyrsta sinn sem brotist er inn i skálann, en lögreglan hefurgott eftirlit með honum. Þarna hefur þó einhver sloppið inn á milli ferða. —EA Vikulegar áætlunarferðir: Rotterdam - Reykjavík Forðizt óþarfan kostnað Spyrjiö okkur ráöa. Viö þekkjum flutningakerfi Evrópu. Meö samtengdri þjónustu á láöi og i lofti (surface/air combination) fáiö þér vörurnar frá verksmiðjudyrum framleiöanda, hingaö heim, án óþarfa tafa og kostnaðar. Fljótt og vel með flugi -samtengd þjónusta á láöi og í lofti. ISCARGO HE Reykjavikurflugvelli Simar: 10541 og 10542 Telex: 2105 Iscarg-is

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.