Vísir - 20.04.1976, Síða 7

Vísir - 20.04.1976, Síða 7
vísm Þriöjudagur 20. april 1976. Ólafur Hauksson Hún er ekki bangin stúlkan, enda ekkert aö úttast þútt hún noti járn- brautarteinana til aö komast til vinnu I morgun. Lestirnar gengu ekki, allir lestarstjúrar i verkfalli. Sofa á vinnu- stað í verkfalli Strætisvagn á eftir strætis- vagni, i 15 km langri röö, úk inn i Túkiú I gærkvöldi, þegar þriggja súlarhringa verkfall bilstjúra og lestarstjúra húfst um allt Japan. Verkfalliöer mjög viötækt. Þaö nær til allra sem vinna viö járn- brautalestir rikisins, og til 11 af 15 einkafyrirtækja sem fást viö fólksflutninga meö lestum. Starfsmenn við almenningsfar- artæki i 39 borgum fóru i nokk- urra klukkutima samúöarverk- fall i gær, en héldu siöan áfram vinnu. Meira en 40 milljón manns fær að finna fyrir þessu þriggja daga verkfalli, sem boöað er til að leggja áherslu á kaupkröfur. Strax i gærkvöldi (að morgni aö japönskum tima), myndaðist öngþveiti á götum borga, þegar menn reyndu að fara á bilum til vinnu. 011 hótel fylltust og bið- raðir mynduðust við matsölu- staði. Hjá mörgum fyrirtækjum mætti starfsfólk til vinnu með föt og matarbirgðir til að dvelja á vinnustað meöan á verkfallinu stendur. Þar sem álag eykst nú mikið á strætisvagna, voru tiu þúsund lögreglumenn settir við strætis- vagnastöðvar, til að koma i veg fyrir öngþveiti, og hugsanlegar óeirðir öfgaafla. Starfsmönnum rikisjárn- brautanna er óheimilt sam- kvæmt japönskum lögum að fara i verkfall. En þeir hunsa þau fyrirmæli. í fyrra fóru starfsmennirnir i átta daga verkfall til að leggja áherslu á kröfur sinar um að fá verkfalls- rétt. Sendiherrann greip til vélbyssu gegn stúdentum í Kairo Titrandi af bræði öskraði sendiherra Libýu í Kairó: „Ég er byltingin ... ég skal drepa ykkur öll!" — Um leið brá hann vélbyssu á loft og skaut úr henní nokkrum hrinum yfir hóp stúdenta, sem í mótmæla- skyni höfðu safnast á flötina fyrir framan sendi- herrabústaðinn. Milli 40 og 50 Libýunámsmenn i Kairó höfðu safnast við bústað- Libýuyfirvalda á háskólastúd- entum i Libýu, en þeir tvistr- uðust eins og hráviður, þegar vél- byssa seniherrand gelti sex sinn- um yfir þeim. Það hafði komið til orðaskaks milli stúdenta og sendiherrans, sem jókst sfnám saman orð af orði, uns diplómatinn hljóp úr garðinum og inn til að sækja vél- byssuna. Engan sakaði i skothriðinni. Milod El-Sedik Ramadan hefur verið sendiherra Libýu i Kairó siðan i mars 1974. Frá þeim tima hefur sambúð rikjanna beggja spillst mjög, meðan áður var i bigerð, að þau sameinuðust. Utanrikisráðuneyti Egypta- lands hefur ekkert viljað ségja um atburðinn i gær, en liklegt þykir, að hann eigi eftir að spilla sambúð Kairóstjórnarinnar og Muammar Gaddafi ofursta, ein- valds Libýu, enn frekar. Aður en sendiherrann missti stjórn á skapi sinu og greip til vélbyssunnar, hafði hann kom- ið að sendiráðsbústaðnum um- kringdum stúdentum, sem vörnuðu honum inngöngu. Fór hann og náði i libýumenn hlið- holla stjórn Gaddafi og ruddu þeir honum leið inn i bústaðinn. Við það kom til handalögmála, en setuliðsmenn inni hörfuðu út. Heitir páskar í New York Á austurströnd Banda- ríkjanna bakaði fólk sig í gær, þriðja daginn í röð, við einhvern mesta hita, sem komið hefur að vor- lagi. — I 33 stiga hita (celcius) eru menn að köfnun komnir í þéttbýl- inu og því streymdi fólk á baðstrendurnar til að komast í svala sjávarins. A páskadag komst hitinn i New York upp i 36 gráður á Celcius, en það er heitasti april- dagur, sem komið hefur þar, siðan veðurstofan byrjaði að halda skýrslur yfir hitastig. — A laugardaginn var 30 stiga hiti. Þannig var það nær alls stað- ar á norðurhluta austursttand- arinnar. Sums staðar gætti vatnsskorts vegna mikils álags á vatnsveitum, þegar ibúar létu stöðugt renna úr garðslöngum sinum til að bjarga grasflötinni frá þvi að sviðna, eða kældu rennsveitta likama sina. Vélarvana bifreiðir voru um allar trissur, þar sem eigend- urnir höfðu orðið að skilja við þá, þegar vatnskælingin skilaði ekki hlutverki sinu. Þessi methiti er rakinn til kyrrstæðrar hæðar yfir norð- austurhluta Bandarikjanna, en spáð er kólnandi veðri i vikulok- Núna fyrir páskahelgina veittu Berlinarbúar þvi eftirtekt aö eitthvað mikiö stúö til við múrinn, þar sem hann stendur skammt frá Branden- burgarhliðinu. — Var þaö, sem þeim sýndist? — Jú, austur-þjúöverjar voru aö rífa múrinn niður. Atti þá aö fjarlægja viöurstyggðina? — O, ekki aldeilis. Þeir voru bara aö færa múrinn fimmtán metrum vestar. - '•'<í ' % > & ^ .j»SíL + >' Stórbruni hjá Union Carbide Reykjarbúlsturinn stendur upp af brennandi efnageymi hjá Union Carbide-verksmiöjunni i Puerto Rico I gær. 1 fimm klukkustundir böröust slökkviliösmenn viö eldinn og fengu þá loks ráöiö niöuriögum hans. En þá var lika tjúniö metiö til þriggja milljúna dollara. — Einn byggingaverkamaöur fúrst I eldinum. Afíéttum þögninni, — segir sovéski sagnfrœðingurinn Alexander Nekrich við starfsbrœður sína og skorar á þá að hefja baráttu fyrir náðun pólitískra fanga Sovéskur sagn- f ræðingur skoraði i gær á starfsbræður sína að létta af „skammarlegri þögn" þeirra og hefja baráttu fyrir náðun pólitískra fanga í Sovétríkjunum sem annars staðar í heiminum. Dr. Alexander Nekrich geröi vestrænum fréttamönnum kunnugt um þessa áskorun I siöustu viku eftir réttarhöldin yfir Mustafa Dzhemilyov, Krimskagatartaranum, sem dæmdur var i Omsk i tveggja og hálfs árs fangelsis. Dr. Nekrich sagði, að dómarinn i máli tartarans hefði ekki látið það skipta neinu, þótt aöalvitni saksóknarans hefði skýrt réttinum svo frá, að lög- reglumenn hefðu svinbeygt hann til vitnisburöar. — Sagn- fræðingurinnn bætti við: „Grundvallarreglur réttar- farsins voru traðkaöar undir fótum.” - Þetta mun vera i fyrsta sinn, sem dr. Nekrich lætur til sin taka á opinberum vettvangi efí- ir að hann var rekinn úr kommúnistaflokknum 1967. Þá hafði hann gefið út i Moskvu bók um lok siðari heimsstyrjaldar, sem bakaði honum reiði ráða- manna. Bókina hafði hann að visu skrifað i stjórnartið Krússjeffs forsætisráöherra sem hafði svipaöar gagnrýnis- skoðanir á stefnu Stalins og sagnfræðingurinn. En þegar bókin kom út, voru komnir nýir stjórnarherrar og nýjar skoðanir.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.