Vísir - 21.04.1976, Blaðsíða 10

Vísir - 21.04.1976, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 21. aprfl 1976 vism PÁSKAHROTUR nýjar og gamlar Þegar þessar linur eru settar á blaö, liggur það ljóst fyrir, að „páskahrotan”, sem i þjóðsög- unni hefur einkum verið tengd Vestmannaeyjum, hefur brugðist þetta áriö — annað árið i röð að sögn Björns Guðmundssonar for- manns útvegsbændafélagsins þar. Svipaða sögu mun að segja frá öðrum verstöövum hér sunnan lands — annaðhvort hefur þorsk- urinn steingleymt upprisuhátið- inni Frelsarans eða þá, að það eru hreinlega engir þorskar eftir til þess aö halda upp á hátiðina með þvi að láta veiða sig — salt, frysta eða hengja sig upp.. Þótt „páskahrota” i þessari merkingu sé þannig tæplega lengur til, nema i endurminningu þeirra, sem hana uppliföu og öfl- uðu sjálfum sér og þjóðarbúinu drjúgra tekna meöan við hin fór- um ýmist i kirkju eða hlustuðum á 2—3 messur i útvarpinu á dag — og aldrei færri en eina — þá eru „páskahrotur” engan veginn úr sögunni, oröið hefur að visu feng- ið nýja og yfirfærða merkingu á seinustu árum. Nýjar hrotur Áöur en fjallað verður nánara um „páskahrotur” i hefðbundinni merkingu, er gaman að skoða ei- litið, hvað felst i nýju merking- unni. Vera má, að menn hrytu meira um páskana en i annan tima — að vel heppnuð „páska- hrota” þýddi hvorki annað eða meira en það, að viðkomandi tókst að hrjóta meira og minna sleitulaust frá skirdegi til þriðja dags páska — þó ekkert skuli um það fullyrt. Hin nýja merking orðsins hefst hinsvegar með flug- inu eins og raunar fjölda margt annað og ennfremur með upp- gangi og útbreiöslu skiðaiþróttar- innar —þótt hvort tveggja tengist að vissu leyti saman. Eftir að hin hefðbundna „hrota” hætti i Vestmannaeyjum og annars staðar, er tæplega um aðra „hrotu” að ræða en flughrot- una og fréttir af henni eru aðal- efni blaðanna rétt fyrir páska, og útvarpsins meðan á hátiðinni stendur. Sem dæmi um þetta má geta framlags Þjóðviljans rétt fyrir páska, en þá helgaði blaðið ferðamálum bæði innan lands og utan, margar blaðsiður og hætti um stund að predika fyrir lesend- um sinum og má það að vissu leyti teljast þakkarvert. Keimlikt fréttaval kom einnig fram i öðr- um blöðum, enda varla sá maður með mönnum, að hann skjótist ekki til Spánar eöa eitthvað út fyrir pollinn — nánast sama hvert er — og enginn svo aumur að við- komandi taki sig ekki upp og fljúgi vestur, norður eða austur eða gagnstætt. Og þeir, sem af einhverjum á- stæðum hafa ekki vit á þvi að fljúga, lenda fyrir vikið i enda- lausum bilalestum upp á regin- heiðum, sitja þar fastir — illa búnir til handa og fóta með smá- börn grátandi i frostinu. Já, páskahrotan merkir nú orð- ið þetta páskaferðafyrirbæri — allir æða af stað — hvort heldur þeir eiga erindi eða ekki — og aðalfréttin virðist vera sú, að ekki hafi verið flugveður um bæna- dagana eða á páskunum sjálfum! Þannig leggst okkur alltaf eitt- hvað til: — úr þvi að þorskurinn er hættur að halda upp á páskana eins og hér áður og fyrr, þá fljög- um við bara út i loftið — og þeim mun betra sem lengra er farið! Þrumustuð o.fl. En nú er vist nóg komið af slik- um texta, sem minnir höfund sinn við yfirlestur óþægilega á það viðhorf margra stjórnmála- manna, að feröalög — einkum og sérilagi „lúxusflakk almennings til sólarlanda” og viðeigandi gjaldeyriseyösla — sé af hinu illa og beri aö stöðva — enda um al- gjört bruðl og sóun að ræða. (öðru máli gegnir vitanlega um nauðsynlegar ferðir stjórnmála- mannanna sjálfra á fundi og ráð- stefnur, þar sem hvorki á sér stað bruðl eða sóun, heldur uppbyggj- andi samræður við ábyrga út- lendinga um hagsmuni lands og þjóðar). Ætlunin var að ræða ofurlitið um tiltekinn þátt gjaldeyrismál- anna —sem varð þeim Þjóðvilja- og Morgunblaðsmönnum að deiluefni rétt fyrir hátiðina og má það merkilegt heita, þar sem aldrei þessu vant var fjallað um „eina ljósa punktinn” i þvi svart- nætti og sorta, sem margir likja efnahagsmálum okkar við. Þess- um ágætu blöðum tókst nefnilega að magna sig upp i það, sem höf- undur þessara lina hefur stundum leyft sér að kalla „þrumandi leið- arastuð” — sem er einkar skemmtilegt „stuð” fyrir þá, sem ánægju hafa af að skoða — og skilgreina” hinýmsu „stuð”, sem leiðarahöfundar komast i. Hver hefði t.d. trúað þvi að frétt eins og sú, sem hér er endur- prentuð og tekin er úr Morgun- blaðinu 25. mars sl„ gæti hugsan- lega orsakað „þrumustuð” i leið- aradálkum: t20% hækkun á fiskbíokk: |Verðmætaaukningin skiptir | Ihundruðum milljóna krónaj Eða þá að inngangur blaðsins að viötölum við þá Eyjólf ísfeld Eyjólfsson, Sigurð Markússon og Guðjón B. Ólafsson um ástand og horfur á freðfiskmarkaðnum i Bandarikjunum gæti hugsanlega orsakað deilur milli ábyrgra blaða — og þaö i leiðurum: E?SISrifl,7IrliUíi tri þ«l I • I. I þrim miattél Irnnutl um M rrnl lyrll J punél* af þoni o« ýtublokk. rn nó (i*l TO rrnl Irrlr punéM Crr» 1 lilrniklr Iramlrlérndur %ti J»ln.rl >»nlr um at >rr«ld rl«l rnn d rlllh>»A rfllr hrkk*. þ»r «rm rlllrtpurn rfllr (Uum fitkl frr 1 ***** >u»nll I Btndarlkjunum I frbrO«rminudl lurkkaðl blakkln I 1 ti rrnl pundlð o« fyrlr Itrlmur tlkum I 70 rrnl. Mtrr S rrnl» hrkkun J þýdlr nokkur hundrud mllljim krin» mrlra trrdmrll fyrir Itlriuku T frvulhitln. rn I fyrra munu hafi trrli framlrldd um 30 mllljón pund T »f blpfck. mnl þortk o« Uublokk. ' Rétt er að geta þess hér, að Þjóðviljinn hafi orðið degi á undan Morgunblaðinu með þessa frétt — en sama dag og það blað ræðir við frystifólkið, fær Þjóð- viljinn þær upplýsingar hjá Gamaliel Sveinssyni hjá Þjóð- hagsstofnun, að þessi blokka- hækkun i Bandarikjunum þýði hvorki meira né minna en: Það er vissulega erfitt að finna deiluefni i þessu — og þegar haft er i huga, að öðru hvoru birtu blöðin jákvæðar fréttir af þróun markaðsmála okkar — eins og t.d. þessa úr Alþýðublaðinu frá 16. mars sl.: þar sem lýst er ágætum horfum á Nigeriumarkaði, eða af fram- kvæmdum vestanhafs, sbr. Visir frá 6. april sl.: Islendingar [auka umsvifj vestanhafs [•Coldwoter reitir nýjo vMVtmiíju > olokií vit 5000 toima fryttigoymilu að ógleymdri fréttinni um salt- fiskinn, sem Morgunblaöiö birti 9. sama mánaðar: Spánverjar og Portúgalir: Kaupaafol saltfisk fyrir 8 milljarða kr. iÉÉMÉ IAÉÉ Ef vel er leitað! En það má alltaf finna eitthvað •til að rifast um, ef vel er leitað — og þar sem ekki skortir góðan vilja til þess arna, fór ekki hjá þvi, að teikn kæmust á loft um óveðrið, sem i aðsigi væri. Fimmtudaginn 8. april leita bæði Þjóðviljinn og Morgunblaðið frétta hjá Þorsteini Gislasyni for- stjóra Coldwater i Bandarikjun- um, var þar einkum fjallað um fyrirhugaða verksmiðju sbr. úr- klippu hér að ofan — en túlkun Þjóðviljans — sem spannaði alla forsiðu blaðsins þann dag — gaf til kynna, að blaðið hefði runnið á blóðlyktina: Það hefur löngum verið háttur ábyrgra blaða, að gera mikið úr þeim fréttum, sem siöan er ætl- unin að fjalla um i leiðurum, og þess var einnig vendilega gætt hér. Að visu er úrklippan úr leið- ara Þjóðviljans frá 10. april tekin úr Morgunblaðinu — þar sem þessi klausa birtist innan gæsa- lappa, höfundur telur það óhætt þar sem ekkert hefur enn komið fram, er gefi til kynna, aö þar sé rangt með farið: „Á sama tíma og stjórnar- . blöðin hafa eytt saman- lögðum blaðakosti sínum i það að telja fólki trú um, að 1 allt væri i kalda koli á fisk- » mörkuðum 'íslendinga , þegja þau auðvitað vand- lega um allar þær fréttir, I sem birtast og afsanna ger- | samlega þessar fullyrð- ingar. Bendir nú margt til ’þess, að ástandið á fisk-, 'mörkuðum landsmanna ► erlendis hafi aldrei verið' >betra en einmitt nú. Þjóð- (viljinn hefur greint frál þessum fréttum sem( ' stjórnarblöðin reyna að. Ifela síðustu dagana."' hAAMáiá Eins og vænta mátti, lét Morgunblaðið þessu ekki ósvar- að, og rakti i leiðara sl. miðviku- dag hve vel og heiðarlega það hafði sagt frá hinum gleðilegu tið- indum af fiskmörkuðum okkar. En hlutverk leiðara er ekki það eitt, að bera til baka „ósannindi” kollega á öðru blaði, heldur að senda honum skeyti til baka — og þá helst að hafa yddað odd þess með viðeigandi aðferðum, samanber: láúnar 'ér' >~önniT náeF a& segja, að , Þjóðviljinn hafi orðið1 flestum blöðum seinni til i að birta frásagnir af þess- um verðhækkunum, þar sem blaðið er nú um þessar mundir að skýra lesendum < sínum frá verðhækkunum, ( sem Morgunblaðið greindi ( frá siðari hluta marz- mánaðar. Hækkandi verð — minnkandi afli A miðvikudaginn fyrir páska skýrir Þjóðviljinn siðan frá þvi i annarri forsiðufrétt, að bætt viö- skiptakjör sem einkum séu að þakka hagstæðara verði á hinum ýmsu fiskmörkuðum, geti þýtt um 5 milljarða bata á hinum si-óhagstæða viðskiptajöfnuði. Hér er vissulega um góðar fréttir að ræða og þvi miðursjaldgæft að „góðar” fréttir fái inni þvert yfir forsiður blaðanna. En þessar spár um 13—14% bata viðskipta- kjara byggja vitanlega á tiltekn- um forsendum — eins og allar alvöruspár hljóta að gera, meðal annars þeim að við höfum eitt- hvað af þorski til þess að selja á þessum hagstæðu verðum! Og það er nú verkurinn! Þar er aftur komið að upphafi þessa greinar- koms — það varð nefnilega engin „páskahrota”! C Páll Heiðar Jónsson skrifar: --------v---- j Setning vikunnar: Það hefur verið fátt um „góð- ar” setningar i seinustu viku, enda blaðalaust meginhluta hennar, en engu að siður er við- haldið þeirri hefð, aö vitna til ein- hvers, sem sagt var i vikunni. Sjónvarpið ræddi við Björn Guö- mundsson formann útvegs- bændafélagsins i Vestmannaeyj- um — um páskahrotuna eða öllu heldur páskahrotuleysið — og Björn dró saman i eina setningu, það hroðalega ástand sem rikir á miðum þeirra Eyjamanna — og sennilega má heimfæra á flest mið umhverfis landið á þessum seinustu og verstu timum: ,,Hér áður fyrr þótti það ekkert tiltökumál að bátur fiskaði þetta 3 þúsund tonn á vertiðinni, en nú þykir gott ef þeir skrapa þetta 5 hundruð!” Það skal tekið fram, að hér er vitnað til orð.a Björns eftir minni — og vona ég að hann afsaki það!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.