Vísir - 21.04.1976, Blaðsíða 7

Vísir - 21.04.1976, Blaðsíða 7
SKOÐUN LURIES mann Leikarinn Richard Burton hefur undirritað samning um að leika i nýrri mynd um særingamanninn , The Exorcisl. Samninginn við Warner Brothers kvikmyndafélagið undirritaði Burton i gær. Hann kemur til með að leika aðal- hlutverkið i nýju myndinni, á móti Lindu Blair, sem lék aöalhlutverkið i fyrri mynd-, inni um særingamanninn, og sýnd hefur verið hérlendis. Nýja myndin á að heita: ,,The Heretic: Exorcist II”. Þetta er fyrsta kvikmyndin sem Burton leikur i eftir að hafa um nokkurt skeið leikið á sviði i New York, i leikritinu Equus. Kvikmyndataka fer fram i Bandarikjunum, Róm og Afriku. Svœfíngarlyfið drap dýralœkninn Breskur dýralæknir lét lifið, þegar hann sprautaði sjálfan sig óvart með svæfingarlyfi, sem hann ætlaði að gefa hesti. Atburðurinn átti sér stað i sið- ustu viku. Dýralæknirinn Ian Denley ætlaði að fara að gelda fola. Þegar hann ætlaði að stinga sprautunni með svæf- ingarlyfinu i hann, fældist fol- inn. Sprautan stakkst i staðinn i siðu Denleys, og eitthvað af svæfingarlyfinu Immobilon fór i blóð hans. Denley mun hafa hlaupið að bil sinum, til að ná i móteitur. En hann var of seinn. Lyfið var fljótt að verka, og er talið að Denley hafi dáið á innan við tveimur minútum. Hann fannst látinn sitjandi i bil sin- um, i aðeins seilingarfjarlægð frá móteitrinu. Svæfingarlyfið Immobilon er u.þ.b. 10 minútur að verka á hesta, en mun skem- ur á menn. Einn verst klæddi maður ársins. Burton á að leika sœringa- Mótmœli á páskadag Þúsundir gyðinga fóru i mót- mælagöngu á páskadag um héruð á vesturbakka Jórdanárinnar til stuðnings kröfum um, að israels- stjórn láti ekki landsvæðið af hendi. Hægrisinnar efndu til göngunnar, en yfirvöld i Israel hafa oft átt erfitt með að hafa hemil á þeim róttækustu til hægri, sem stundum hafa numið land i óþökk stjórnvalda á hernumdu svæðunum. i Rœndu 335 mffljónum f veðbanka f Ástralfu Sex ræningjar vopnaðir vélbyssum ruddust inn i veðbanka i Melbourne i morgun, þegar greiða átti út veðmálavinninga páskakappreiðanna. — Höfðu þeir á brott með sér á milli 1,5 og 3 millj. dollara (um 335 til 670 millj. isl. kr.). Lögreglan setti upp vega- tálma við allar leiðir, sem liggja út úr borginni, en þetta mun vera stærsta rán, sem framið hefur verið i Astraliu. Ræningjarnir, sem voru með grimur, fóru upp á aðra hæð veðbankans til þess að sækja peningana, en þegar þeir fóru, tóku þeir lyftuna úr sambandi, og varö þeim ekki veitt eftiríör fyrst um sinn. — Vegfarendur lirðu einskis varir. 1 veðbankanum voru um fjörutiu manns, sem ræningj- arnir héldu i skefjum, meðan þeir sópuðu saman pening- unum. óvenjumikið fé var i bankanum þennan dag, þvi aö þrennar kappreiðar voru yfir páskahelgina og átti að gera þær allar upp i dag. Skipuðu ræningjarnir öllum að leggjast i gólfið, hirtu seðla- búntin og stungu þeim i sekki, en slitu siðan alla sima úr sambandi, áður en þeir fóru niður i lyftunni. — Hótuðu þeir að skjóta hvern þann, sem sýndi mótþróa eða reyndi að veita þeim eftirför. Rrftun samnings þjónar aðeins flugrœningjum — segir utanríkisráðuneytið bandaríska Utanrikisráðuneyti Banda- rikjanna svaraði i gær yfirlýsingu Castros forsætisráð- herra Kúbu, um að hann mundi rifta samningi um varnir gegn flugránum, ef ekki yrði hætt að ráðast á kúbanska fiskibáta. Utanrikisráðuneytið sagði að slikt þjónaði engum nema alþjóðlegum hryðjuverka- mönnum. Ráðuneytið sagðist hafa full- vissað Kúbu sl. föstudag um að rannsókn á árásinni á kúbanska fiskibátinn væri i fullum gangi. Enn hefur þó ekki sannast hverjir voru að verki. Samtök kúbanskra útlaga, með aðsetur i Bandarikjunum, hafa lýst sök- inni á hendur sér.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.