Vísir - 21.04.1976, Blaðsíða 1

Vísir - 21.04.1976, Blaðsíða 1
Gleðilegt sumar! Líkur á samningum við breta hafa ekki aukist — sagði utanríkisráðherra í viðtali við Vísi í morgun ,,Ég tel ekki neinar likur á samningum við breta. Til þess þarf gjörbreytt afstaða að koma fram hjá þeim” sagði Einar Ágústsson utanrikisráðherra er Visir leitaði i morgun álits hans á ummælum Roy Hattersleys um fiskveiðideilu breta og Islendinga I gær. ,,Hins vegar hefði ég viljað að Hattersley hefði fyrr verið eins samvinnuþýður og hann virðist nú vera” sagði Einar Agústsson. Þá var utanrikisráðherra spurður álits á gangi hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Hann kvað ekki enn komið i ljós hversu alvarlegur bakslagur hefði orðið á ráðstefnunni. Hins vegar væri sú töf sem orðið hefði mjög tilfinnanleg fyrir okkur is- lendinga og væri okkur mikil von- hrigði. —sj VIsi barst þessi simamynd frá bresku freigátunni Ghurka i morgun. Óli Tynes blaðamaður ræðir þarna við skipherrann á Ghurka, hinn 39 ára gamla Tim Lee. Myndin er tekin i brúnni á Ghurka. Myndin var slmsend frá Ghurka til loftskeytastöðvarinnar Portishead I Bretlandi. Þaðan var hún simsend til tslands. Ljósm: Jim VValker Neita einnig að afgreiða fréttirnar á Neskaupstað Loftskeytamenn i Nes-radió á Neskaupstað neituöu I morgun að verða við tilmælum um að afgrciða simtal blaöamanns Visis frá freigátunni Ghurka, sem nú er á miðunum fyrir austan land. Visir pantaði samtal við Óla Tynes blaðamann, en loft- skeytamennirnir sinntu beiðn- inni ekki. Þeir bera fyrir sig sömu ástæðu og loftskeytamenn á Siglufirði, að þeir afgreiði samtöl við bresk skip ekki nema i neyðartilfellum. Beiðnin um samtalið liggur fyrir óbreytt. Búast má við að póst- og simamálastjórn skipi loftskeytamönnunum i dag að afgreiða samtalið. Samkvæmt alþjóðareglum sem Póstur og simi hefur samþykkt, verður stofnunin að sinna samtals- beiðninni. Fyrst um sinn verður Visir að hafa samband við blaðamann sinn um loftskeytastöð i Portis- head í Bretlandi. En það er mjög dýrt, og tal brenglast mjög við að fara alla þessa vegalengd, fyrst um talstöð til Bretlands, og þaðan um si'ma- streng til Islands. —ÓH Afmœlis- dansleik- ur hjá breta- drottn- ingu Það var kátt I Windsor- kastala Elisabetar drottn- ingar i gærkvöldi, þar sem haldinn var dansleikur I tilefni fimmtugsafmælis drottningar i dag. Rúmlega 500 gestir sátu boð drottningar I kastalanum, þar sem svipaðar veislur hafa verið haldnar I meira en 300 ár. Meðal þessara gesta voru systir drottningar, Margrét prinsessa, og Snowdon lávarð- ur, hennar maður, þótt þau hafi slitið samvistum fyrir löngu. Áður en dansleikurinn hófst hafði drottningin sérstakt kvöldverðarboð fyrir 60 vildarvini og vandamenn. — En menn veittu þvl eftirtekt, að James Callaghan, hinn nýi forsætisráðherra breta, sást aldrei allt kvöldið. — Stóð veislan til kl. 3.15 I nótt. Sjá bls. 8 Svart- o/íu- notkun hryggi- leg mistök „Krafan er auðvitað sú að þessir menn verði stoppaðir áður en þeir vinna millj- ónatjón" — þetta segir Halldór Þor - bergsson vélskóla- kennari um Svart- olíunefnd í viðtali á bls. 2 SÍMSTÖÐVARSTJÓRINN Á SIGLUFIRÐI AND- - ** VÍGUR ÁKVÖRÐUN LOFTSKEYTAMANNANNA *.»

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.