Vísir - 24.05.1976, Síða 7

Vísir - 24.05.1976, Síða 7
VISIR Mánudagur 24. mai 1976 Enginn frambjóðandi fœr nógu marga kjörmenn — spáir Newsweek um forkosningarnar Enginn forsetafram- bjóðandi fær nógu marga kjörmenn til að tryggja sér útnefningu til framboðs á vegum flokks síns spáir bandarfska fréttaritið Newsweek í dag. Newsweek birtir mjög ná- kvæma spá um hvernig fari i for- kosningunum. Blaðiö segir að Ford forseti fái 1.118 kjörmenn, en til að hljóta útnefningu þarf hann 1.130. Reagan verður með aðeins tfu kjörmönnum minna, segir Newsweek. Blaðið spáir að Jimmy Carter veröi með þrefalt fleiri kjörmenn en sterkasti keppinautur hans um útnefninguna hjá demókrötum. Samt mun hann skorta um 400 kjörmenn til að fá þá 1.505 sem þarf til að hljóta útnefningu. Newsweek spáir Carter 1.108 kjörmönnum, Morris Udall 347, Jerry Brown 191, Frank Church 44, George Wallace 152, og að af- gangurinn skiptist á milli minni spámanna. Skotnir úr leyni Tveir lögregluþjónar voru skotnir úr launsátri i London- derry á Norður-lrlandi um helg- ina. Lögreglumaður og 19 ára gömul lögreglukona voru á gangi að nóttu, þegar menn þustu út úr dimmu sundi og hófu skothrfð á þau. Lögreglukonan særðist alvar- lega á höfði, og lögreglumaður- inn i öxl og mjöðm. Lögreglukonan var úr vara-, liði lögreglunnar. Fyrir tveimur árum var faðir hennar drepinn skammt frá staðnum þar sem árásin nú var gerð. Faðir henn- ar var einnig i varaliði lögregl- unnar. Sex lögregluþjónar hafa verið drepnir á Norður-lrlandi á einni viku. trski lýðveldisherinn hef- ur hótað lögreglunni „löngu og heitu sumri”. . Kennedy gefur alls ekki kost á sér Fréttaritið Time hefur það eftir Edward Kennedy öldunga- deiidarþingmanni i dag að hann mundi vilja verða forseti Banda- rikjanna, en „það mun ekki gerast á þessu timabili ævi minnar”, sagði þessi eini eftir- lifandi Kennedy-bróðir. 1 viðtali við Time segir Kenne- dy að fjölskylduástæður hamli honum að sækjast eftir forseta- embættinu. ,,Ég veit að ég get ekki boðið migfram til forsetakosninga, eða orðið forseti núna, og ég hef fellt mig við það. Það er bara ekki hægt eins og fjölskylduástæður minar eru”, sagði Kennedy. Talsmaður Time upplýsti aö viötalið hefði verið tekið áður en frétt birtist i New York Daily News um að Kennedy mundi fara i forsetaframboð, ef hann yrði beðinn um það á flokksþingi demókrata i i New York i júli næstkomandi. Kennedy neitaði þeirri frétt, og talsmaður Time sagði aö þing- maðurinn hefði skýrt blaðinu frá þvi að afstaða sin væri óbreytt frá þvi viðtaliö var tekið. CONCORDE BYRJAR ÁÆTLUNINA EVRÓPA - BANDARÍKIN Fyrstu tvær Concorde þotur i áætlunarflugi milli Evrópu og Banda- rikjanna lenda i Washington i dag, og marka þar meö timamót i sögu flugsins. Þoturnar tvær, önnur frá Brit- ish Airways og hin frá Air France, lenda með þriggja mi- útna millibili á Dulles flugvelli i Washington, og stoppa með „nef- in” saman fýrir framan flug- stöðvarbygginguna. Þar með er hafinn sextán mán- aða reynslutimi áætlunarflugs Concorde til Bandarikjanna frá London og Paris. William Coleman, samgöngu- ráðherra Bandarikjanna tók þá ákvörðun fyrir nokkrum mánuð- um að leyfa flugið til reynslu, eft- ir að umhverfisverndarmenn höfðu þrýst fast á móti þvi. And- stæðingar Concorde verða með mótmæli á Dulles flugvelli þegar Concorde lendir þar i dag. Concorde má lenda i New York og Washington, en a.m.k. sex mánaða bið verður á þvi að flug geti hafist til New' York. Með málarekstri hafa umhverfis- verndarmenn og yfirvöld Kennedyflugvallar fengið þvi frestað að lendingarleyfi fáist þar. En þrátt fyrir að flugleyfi fáist ekki til New York, hefur verið reiknað út að Concorde sýni rekstrarhagnað, og að á 13 árum, með 2,750 flugtima á ári, verði kaupverð vélarinnar greitt upp. Flug Air France milli Parisar og Rio de Janeiro hefur gengið vel, og hefur náðst 70.9 prósent sætanýting. FarmeðConcórde miUi Evrópu og Bandarikjanna kostar 150 þús- und krónur — aðra leiðina. Hafa þá sparast rúmir fjórir timar á flugleiðinni, sem erum átta timar með venjulegum farþegaþotum. TRESMIÐJAN VÍÐIR H.F. AUGLÝSIR: Hinar marg-eftirspurðu komnar aftur, 4,6,8, skúffu — tekk — birki — palesander. ,.„»„ .. TRÍSMIDJAN VÍÐIR GOTT VERÐ — GOÐIR GREIÐSLUSKILMALAR. ueumuf. - SIMI 22229.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.